Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Page 24
I NÝR NISSAN PATROL 1 í'£ „ & --- h \ ■ 1 \v vr .1 i _ l W3 * :g §Hi Holgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 íslendingur slas- aöist á Hróars- kelduhátíðinni Tvítugur Islendingur slasaöist í hremmingunum á Hróarskelduhátíð- v PHnni í Danmörku á fóstudagskvöld. Samkvæmt heimildum DV var mað- urinn, sem vinnur í Danmörku í sumar, ásamt fimm íslenskum félög- um sínum á Pearl Jam tónleikunum um helgina. Hópurinn leystist upp og maðurinn færði sig nálægt svið- inu en félagar hans stóðu fjær því. Hann missti meðvitund vegna troðn- inganna en áður en leið yfir hann tókst honum að ná athygli konu sem stóð nálægt honum. Hann vaknaði svo upp í sjúkraskýli með súrefnis- grímu, talsvert marinn og miður sín en ómeiddur að öðru leyti. Átta manns létust í troðningnum við sviðið og um 20 aðrir slösuðust á tónleikum Pearl Jam. Engin ólæti voru á tónleikunum. Hljómsveitin Pearl Jam hætti öllu tónleikahaldi eftir atburðinn en forráðamenn Hróarskelduhátíðarinnar ákváðu að halda settri dagskrá hátíðarinnar þrátt fyrir harmleikinn. -SMK Hornstrandir: Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti slasaðan mann pl Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í Hlöðuvík á Hom- ströndum í nótt. Maðurinn hafði verið úti í gönguferð er hann féll niður kletta. Við fallið slasaðist maðurinn á höfði og rifbeinsbrotn- aði. Lögreglunni á ísafirði og Land- helgisgæslunni var gert viðvart og þar sem lágskýjað var á svæðinu var bátur frá ísafirði sendur á svæð- ið, sem og þyrlan. Þegar þyrlan mætti í Hlöðuvík hafði létt til og gat hún lent án vandamála. Þyrlan fór svo með manninn til læknis i Reykjavík en hann reyndist ekki í lífshættu. -SMK Njarðvík: m Kviknaði í potti Slökkviliðið og lögreglan í Reykjanesbæ voru kölluð að íbúðar- húsi í Njarðvík þar sem eldur varð laus í eldhúsi skömmu fyrir klukk- an 21.30 í gærkvöldi. Kona sem býr i húsinu var að hita feiti í potti á eldavél er eldur kviknaði út frá pott- inum. Konan slapp ómeidd út úr húsinu en talsverðar sót- og reyk- skemmdir eru á húsinu. -SMK Ekið á pilt Ekið var á 15 ára pilt á reiðhjóli á Suðurgötunni í Reykjavík um 10 leytið í gærkvöldi. Pilturinn var ekki með reiðhjólahjálm. Hann var 1 '*fluttur á slysadeild en reyndist ekki mikið slasaður. -SMK Graskögglaverksmiðjur í kröggum vegna EES og Gatt: Fengu 90 milljón ir fyrir að hætta - mönnum hjálpað út Þrjár af fjórum graskögglaverk- smiðjum í landinu hafa fengið sam- tals 90 milljónir króna úr rikissjóði gegn því að hætta framleiðslu sinni. Ástæðan er breytt samkeppnisum- hverfi þessara verksmiðja vegna að- ildar íslands að Evrópska efnahags- svæðinu og Gatt-samningnum. Verksmiðjurnar þijár eru í Brautarholti á Kjalarnesi, Flatey í Austur-Skaftafellssýslu og Vall- hólma í Skagafírði, en sú verk- smiðja er í eigu Kaupfélags Skag- firðinga. Graskögglaverksmiðja Fóðuriðjunar í Ólafsdal i Dalabyggð mun halda framleiðslu sinni áfram. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að gengið hafi verið til samninga við eigendur verk- smiðjanna þriggja á grundvelli fjár- laga fyrir árið 1999. „í þeim var heimild til að semja, að fengnum til- úr vonlausri grein, segir landbúnaðarráðherra lögum nefndar um þjóðhagslega inn fyrir fjórar verksmiðjur í land- hagkvæmni graskögglaframleiðsu við framleiðendur um end- urskipulagningu gras- kögglaverksmiðja í land- inu, stuðningsaðgerðir við greinina, skuldbreytingu og niðurfellingu lána,“ segir Guðni. Ein verksmiðja nægir Landbúnaðarráðherra segir aðild íslendinga að EES-samningnum og Gatt- samningnum hafa gjör- breytt stöðu fyrirtækja í graskögglaframleiðslu á ís- landi og gert þau ósam- — keppnisfær. Menn hafi lagt mikið fjármagn í uppbyggingu og rekstur verksmiðjanna í góðrir trú en nú væri rekstrargrundvöllurinn brost- , Guðnl Ágústsson „Niðurstaða Al- þirtgis og ríkis- stjórnar. “ Þannig að það var niðurstaða Alþingis og ríkisstjórnar að það bæri að verja fjármagni til þess að hjálpa mönnum út úr þessari vonlausu grein og að ein verksmiðja nægði fyrir landið miðað við þá samkeppni sem er erlendis frá, lækkað verð á fóðurbæti og svo framvegis,“ segir hann. Guðni bendir á að umrætt 90 milljóna króna framlag sem Alþingi samþykkti eftir að því var bætt inn við þriðju umræðu fjáraukalaga haustið 1998, sé ekki allt fólgið í beinum fjárútlátum. „Þetta er líka að hluta til skuldaútjöfnun með niðurfellingu á skuldum við rikissjóði," segir ráðherra. -GAR Samningar Sleipnis við einstök rútufyrirtæki: DV-MYND KK Biðskylda ekki virt. Tveggja bíla árekstur varð á mótum Barónsstígs og Egiisgötu um klukkan 22.20 í gærkvöldi. Að sögn lögreglu virti annar bíllinn ekki biðskyldu með þeim afleiðingum að bílarnir rákust saman og annar þeirra valt. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru mikið skemmdir. Bráðabirgðasamningur - sem yfirtekinn verður af samningi við SA í samningum Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis við nokkur rútufyrir- tæki nú á dögunum kemur fram að komi til hækkunar eða lækkunar frá þeim samningum í kjarasamn- ingi Sleipnis við Samtök atvinnu- lífsins mun sá samningur yfirtaka þann er Sleipnismenn gerðu við rútufyrirtækin. Orörétt segir í bókun við samn- ingana: „Aðilar eru sammála um að leiði kjarasamningur Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar til hækkana eða lækkana mun sá kjarasamningur yfirtaka samning þanmsem þessi bókun er gerð við.“ Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, lýsti því yfir i fjölmiðium fyrir fjölmiðlabann ríkissáttasemj- ara, að samningur félagsins við rútufyrirtækin breytti samningstöð- unni Sleipni í hag. Samkvæmt þessu virðist varla um sjálfstæða samninga að ræða. Fundi í kjaradeilu Sleipnis og SA, sem hófst klukkan 13.30 í gær, lauk skömmu fyrir 6 í morgun en samkvæmt upplýsingum ríkissátta- semjara þokaðist lítið í samkomu- lagsátt. Næsti fundur verður klukk- an 16 í dag og hefur ríkissáttasemj- ari ítrekað tilmæli sin til viðsemj- enda um að tjá sig ekki við fjölmiðla um deiluna á meðan viöræður standa enn yfir. Samkvæmt upplýsingum DV er þegar komið samkomulag um lág- markslaunin sem verða 90.000 krón- ur á mánuði og er það 17% hækkun á launum sem strax tekur gildi. Hins vegar stendur baráttan nú um hæstu launin. -jtr Tryggingafélögin eiga 18 milljarða í bótasjóði Það verður sifellt dýrara að eiga og reka bifreið. Bensínið hækkar, viðhaldskostnaður hækkar og trygg- • ingamar hækka, nú síðast um 29% hjá Sjóvá-Almennum. Búast má við því að önnur tryggingafélög fylgi fast á eftir og hækki iðgjöld sín í sama mæli. í júní í fyrra hækkuðu trygginga- | félögin iðgjöld sín um allt að 40% og reiknaði Hagstofan þá raunhækkun ' á um 11%. Á árinu 1999 námu heild- ariðgjöld tryggingafélaganna vegna bifreiðatrygginga 4.300 milljónum króna en hækki öll félögin iðgjöldin um 29% eða álíka og Sjóvá-Almenn- ar verða heildariðgjöld þeirra 5.547 milljónir sé miðað við heilt ár. 1247 milljónir greiða neytendur í viðbót við það sem þeir greiða nú. Tjónasjóður tryggingafélaganna, sem raunar heitir vátryggingaskuld þar sem hann er lögum skv. það fé sem ætlað er til greiðslu á tjónum, nam í lok ársins 1999 17,9 milljörð- um og þá ofmetinn um rúma 2 millj- arða miðað við raunverulega þörf.; Stifar reglur gilda um það hvem- ig tryggingafélögum er leyft að ávaxta þetta fé eins og raunar aðrar eignir þeirra. Gæta verður þess að dreifa áhættunni og aðeins fjárfesta í öruggum eignum svo ekki sé hætta á því að tryggingatakar tapi fé sinu. Miðaö er við vexti af ríkisskulda- bréfum þegar reiknaðar eru út vaxtatekjur tryggingafélaga en ekki er tekið sérstaklega tillit til vátrygg- ingaskuldar þegar vaxtatekjur eru ; skráðar heldm' eru eignir félaganna skráðar í einu lagi. -vs Tryggingar og bensín: Þriðjungur verð- bólgunnar Sú hækkun sem orðið hefur á ið- gjöldum bílatrygginga og bensin- verði frá því í maí í fyrra til dagsins í dag hefur valdið 1,94% hækkun á neysluverðsvísitölunni. Þá er miðað við að önnur tryggingafélög fylgi fordæmi Sjóvá-Almennra og hækki iðgjöld bílatrygginga sinna um 29%. Seint í vetur var samsetningu neysluverðsvísitölunnar breytt á þann veg að stórlega var dregið úr vægi bílatrygginga. Því þýðir 29% hækkun trygginganna nú 0,2% hækkun vísitölunnar í stað nærri 0,8%. Á þessu tímabili, frá maí 1999, hafa bílatryggingar samtals valdið 0,38% hækkun verðbólgu. Bensínið á hins vegar mun stærri hlut í neysluverðsvístölunni og hækkun þess vegur því þungt, eða 1,56%, að nýjustu hækkuninni meðtalinni. Hækkanir á bensínverði og bíla- tryggingum vega um þriðjung i hækkun verðbólgunnar frá því í maí í fyrra. -GAR Pantið í tíma da^ai í Þjóðhátið 30 FLUGFÉIAG ÍSLANDS 570 3030 Ú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.