Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 Skoðun J>V Hvernig fannst þér staðið að Kristnihátið? Kristján Ólafsson lögmaður: Vei. Ég er ánægöur meö hana þó ég hafi ekki fariö en ég fytgdist meö hluta hennar í sjónvarpi. Hanna Stefánsdóttir sölumaður: Ágætlega, en ég fór ekki og ég held aö væntingar hafi veriö of miklar. Gyða Eyjólfsdóttir nemi: Þaö var vandaö til hennar í alla staöi. Tinna Ottesen, aðstoöarmaður á rannsóknarstofu: Mér finnst kjánalegt hvaö þaö var eytt mikium peningum í þetta. Sigrún Ólafsdóttir skrifstofukona: Ég er á móti hátíöinni. Ágústa Finnbogadóttir, sölustjóri hjá S24: Þaö var staöiö mjög vel aö hátíöinni en þjóöin heföi mátt fá aö kjósa um hvort hún vildi þetta eöa ekki. Barnaði aftur í tímann í grein í Morgun- blaðinu sunnudag- inn 25. júní segir Ellert B. Schram m. a.: „Sjálfur er ég kominn af Þorláki biskupi í Skálholti ... og þeim ættboga sem kominn er af Þorláki". Nú vill svo til að Þorlákur er maður heilagur - og er það skv. ákvörðun alþingis á Þingvöllum - og útnefnd- ur þjóðardýrlingur íslands af Vatikaninu á þessari öld. Meðal annars sökum grandvarleika og var hann samkvæmt öllum frásögnum maður barnlaus. En þarna gerðist margt í einu. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirjuprestur i Reykjavík, segir meðal annars i blaðagrein 28. júni, „Talað upphátt": „Svo má sem eftir- skrift vekja athygli umboðsmanns páfans í Róm á því að fram virðist kominn afkomandi skírlífismanns- ins Þorláks Þórhallssonar. Það hlýt- ur að setja hans heilagleika í nokkum vanda núna þegar hugur stendur til að lýsa Þorlák helgan mann hafi hann gerst sekur um skírlífisbrot. Af því hefur ekki heyrst áður á íslandi". - Báðir höfðu þar með nokkuð til síns máls. Það er þekkt um íslenskan um- renning að hann var svo mikill reikningskúnstarmaður að hann kunni jafnvel að reikna konum böm. Aldrei var þó um hann sagt að hann gæti reiknað karlmönnum böm. En þetta gat Schram og gert það að forföður sínum í ofanálag. Til hvers nota íslendingar ekki ætt- fræðiþekkingu sína í dag? Ekki lætur séra Jakob þetta blekkja sig en lítið þekkir hann til helgra manna íslenskra, enda aldir umliðnar frá því að Alþingi sam- þykkti helgi Þorláks og nær hálf öld síðan Hans heilagleiki, staðgengill Guðs á jörð, gerði hann að þjóðar- dýrlingi íslendinga. Endar þetta Sigurður H. Þorsteinsson, fyrrv. skólastj. og ættfræöigrúskari, skrifar: Jón Arason - minnisvarði á Munkaþverá. - Algert barnleysi og skírlífi? „Það dugar þó ekki að fullu til að svipta hann helgi því að sá sem lœtur líf sitt fyrir trúna er heilag- ur maður. “ ekki með því að Jóni Arasyni verð- ur reiknað algert bamleysi og skír- lífi? Það dugar þó ekki að fullu til að svipta hann helgi því að sá sem læt- ur líf sitt fyrir trúna er heilagur maður. - Hversu breyskur sem hann annars var í lifanda lifi. Rútufyrirtæki rekin á herðum bílstjóra? „Er hugsanlegt að allar þess- ar ferðaskrifstofur sem eru að bjóða ýmsar skoðunar- ferðir um landið séu bara að þvinga forsvarsmenn þessara fyrirtœkja til að undirbjóða verðið í rúturnar...?“ Á.K skrifar Mér hefur dottið í hug undanfar- ið hvort það sé hugsanlegt að öll þessi rútubílayrirtæki sem virðast ekki hafa nokkurt svigrúm til að hækka laun bílstjóra sinna séu hreinlega rekin á herðum starfs- manna sinna. Er hugsanlegt að all- ar þessar ferðaskrifstofur sem eru að bjóða ýmsar skoðunarferðir um landið séu bara að þvinga forsvars- menn þessara fyrirtækja til að und- irbjóða verðið í rútumar einfald- lega til þess að viðkomandi rútufyr- irtæki fái túrinn? Hvemig væri nú að bæöi ferðaskrifstofurnar og rútu- bílafyrirtækin færu sjálf að taka raunsætt á málum meö því að ferða- skrifstofumar verði bara að sætta sig við að það kostar svo og svo mikið að fara hina og þessa ferð um landið. Og jafnframt, að forsvars- menn rútubílafyrirtækjanna fari sjálfir að taka raunvirði fyrir túrana en undirbjóði ekki og ætlist síðan til þess að fyrirtækin séu rek- in á herðum starfsmanna sinna. Ef það gengur ekki spyr ég ein- faldlega: Er þá einhver grandvöllur fyrir þvi að að reka viðkomandi fyr- irtæki, ef það gengur ekki, nema að starfsmenn þess taki þátt í rekstrin- um með því að vera á svívirðilega lágum launum og fái síðan framan i sig að þeir séu bara ekki „tengdir við raunveruleikann" með því að vera að biðja um þessa launahækk- un? - Þetta mál virðist þurfa að skoða gaumgæfílega. Dagfari 60.000 börn leyst úr ánauð Dagfari skilur ekki hvað ráðamenn íslensku þjóðarinnar, ásamt heilum her af vígðum mönnum, hafa verið að hugsa þegar þeir ákváðu að halda Kristnihátíö á Þingvöllum með pomp og prakt í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá kristnitöku íslendinga. Flestum ís- lendingum er nákvæmlega sama um kirkjuna og þeir sem vilja rækta samband sitt við guð gera það þar sem þeim hentar milliliðalaust í stað þess að flykkjast á Þingvöll eða í kirkju og ná sambandi við hann í gegnum marklausa málaliða þjóðkirkjunnar. Til að bæta gráu ofan á svart er kostnaður- inn við þessa hátíð slíkur að skörð hafa verið höggvin í íslenska ríkiskassann. Samkvæmt fréttum fjölmiðla var kostnaðurinn ekki undir þrjú hundruð milljónum sem verður teljast ansi mikið þegar litið er til þess að þjóðin hafði eng- an áhuga á þessari hátíð og vitað mál var að hún yrði einungis tækifæri fyrir athyglissjúka embættismenn til að ota sínum tota. Það hljómar hjákátlega að á sama tíma og verið var að spreða seðlum út og suður, austur og vestur í hátíðina grátbáðu útsendarar kirkjunnar landsmenn um peninga til þess að leysa indversk börn úr ánauð. Þessi böm eru hneppt í þrældóm vegna skulda foreldra þeirra og oft á tíðum eru það og einum en það var sú upphæð sem átti að geta leyst eitt bam úr ánauð. Það er ekki laust við Dagfari velti því fyrir sér hvort kirkjunnar menn, sem bera slíka umhyggju fyrir blessuð- um börnunum, séu með hreina og tæra sam- visku. Hvemig getur kirkjan sólundað þrjú hund- ruð milljónum í hundleiðinlega hátið sem eng- inn hafði áhuga á í staö þess að gera eitthvað fyrir blessuð börnin á Indlandi? Hefði ekki ver- ið nær að flauta hátíðina af og láta allar þrjú hundruð milljónimar renna til styrktar þessu þarfa málefni? Dagfara reiknast svo til að hægt hefði verið að leysa sextiu þúsund börn úr ánauð fyrir peningana sem eytt var í Kristni- hátíð. Þá hefði hinn eini og sanni kristilegi kærleikur sprottið fram ljóslifandi og hefði það verið nýbreytni fyrir kirkjuna að baða sig í ljósi jákvæðrar umfjöllunar eftir ófá hneykslismál á undanfornum árum sem hafa grafið svo um munar undan kirkjunni og hennar málaliðum. Dagfari las nefnilega einhvers staðar að sælla væri að gefa en þiggja og ættu hinir vígðu að hafa það að leiðarljósi áður en þeir eyða pening- um landsmanna í aðra eins vitleysu og þessa blessuðu Kristnihátíð. _ r> . Flestum íslendingum er nákvœm- lega sama um kirkjuna og þeir sem vilja rœkta samband sitt við guð gera það þar sem þeim hentar milliliðalaust í stað þess að flykkj- ast á Þingvöll eða í kirkju. ekki háar upphæðir sem eru í spilinu. Kirkjan kallaði eftir fimm þúsund krónum frá hverjum Ragna Sara Jónsdóttir og Gfsli Marteinn Baldursson, - umsjónarmenn Kastljóss. Flissið bara Ólafur Bjarnason skrifar: Mér finnst einkennilegt þegar skríbentar hér og þar eru að kvarta yflr einhverjum „nýgræðingum" sem þeir nefna þau tvö sem annast þáttinn Kastljós í Sjónvarpinu eftir kvöldfréttir. Og aðallega fyrir að þau eru glaðleg og eðlileg í fasi. Ég get ekki séð hvernig hægt er að amast við þessu. Verri eru allir þeir sem setja sig í stellingar með „strik- mimninn" þvert yfir niðurandlitið og muldra ofan í bringuna. Mér finnst þessi tvö sem annast Kastljós- ið vera einna best i þvi sjónvarpi. Aðeins einn galli á þættinum þó; að á föstudögum er tekið til við upprifj- un á atburðum vikunnar. Óþarfi, við munum allt. Og nóg af nýju efni. Kjoivilla er orðið Elin Sigurðardóttir skrifar: Ég get ekki séð hvers vegna fólk amast við orðinu „kynvilla" eða „kyn- villingur". Orðið er tekið beint úr hinni helgu bók, Biblíunni, sem var endurskoðuð til prentunar hér árið 1981. Og víst er það „vi0a“ að tveir samkynhneigðir einstaklingar sækist eftir hvor öðrum til hjásvefns eða samræðis. Það er svo annað mál hvað við gerum okkur til hugarhægðar og nefna eitt og annað öðru nafni en það í raun táknar. Hvort kynvilla er um leið ónáttúra eða óeðli, það verður svo hver og einn að dæma fyrir sig. Er geðveila óeðli eða t.d. það að stama?. Stundum er hvort tveggja ólæknandi, enda oftast tekið að erfðum. Lúpínu meöfram Reykj anesbraut Friðjðn hringdi: Því ekki að klæða berang- ur og auðnina meðfram þjóð- vegum lands- ins hinni gull- fallegu jurt, lúpínunni, sem við státum af í breiðum viðs vegar í breiðum? Sums staðar hefur þetta þó verið gert og fer einstaklega vel í þá sem aka eftir viðkomandi brautum. Næsta umhverfi Reykja- nesbrautar er nú ekki það fegursta sem völ er á og hrellir marga, inn- lenda sem erlenda. Ég tel upplagt að planta þama lúpínunni alla leið frá Njarðvíkurafleggjara að Kúagerði. Varla verður hægt að flokka það sem slysavald fyrir ökumenn, eða hvað! Ríkismiðill Gunnar Þórðarson skrifar: Ég les alltaf Víkverja-pistil Mbl. Nýlega ræddi hann um Sjónvarpið og Suðurlandsskjálftann og gagnrýni manna á Sjónvarpið. Allir geta gert mistök, segir Víkverji, en það er eins og sumir séu komnir með Ríkisút- varpið á heilann. Það sé orðið eins konar þráhyggja að tala illa um þessa ágætu stofnun. - Þetta er ekki alls kostar sanngjamt af Víkverja, að mínu mati. Ríkisútvarpið og Ríkisút- varp? Það er að margra mati aðeins Sjónvarpið og stundum Rás 2 líka sem menn eru „með á heilanum". Og svo ætti Víkverji sem blaðamaður að gæta að því að hér er um ríkisfjöl- miðla að ræða með þvingunará- skrift. Skyldi Víkverji líka verja skylduáskrift rikisdagblaðs? DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Lúpína vlð vegar- kantlnn. - Varta slysavaldur fyrir ökumenn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.