Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 DV Viö komuna til Kúbu Elian meö afa sínum og langömmu. Elian skildi ekki að hann væri kominn heim Farið var með Elian litla Gonza- lez til heimabæjar hans, Cardenas, i gær þar sem drengurinn hafði enn ekki áttað sig á að hann væri kom- inn heim til Kúbu. Tveimur dögum eftir að Elian hafði snúið heim til foðurlands síns í síðustu viku spurði hann fóður sinn hvenær þeir færu heim til Kúbu. Elian hefur bú- ið ásamt nánustu ættingjum sínum og vinum í húsi við ströndina í Havana. Nauðsynlegt þótti að fara með Elian til heimabæjarins til að hann gerði sér grein fyrir því að hann væri kominn heim. Hann mun dvelja áfram í Havana i nokkrar vikur. Tveir yfirheyrðir vegna hvarfs átta ára telpu Lögreglan í Sussex á Englandi yfirheyrði í gær tvo menn vegna hvarfs Söruh Payne, átta ára gamallar telpu. Sarah var að leik með systkinum sínum síðdegis á laugardaginn en ákvað að fara ein heim þegar hún var orðin þreytt. Ekkert hefur sést til litlu telpunnar siðan. Annar þeirra sem var yfirheyrður var handtekinn strax á sunnudaginn. Móður Söruh kom fram í sjónvarpi í gær og bað um að Sarah yrði skilin eftir einhvers staðar þar sem hún fyndist. Á þjóöhátíð Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar landa sína á þjóðhátíöardaginn. Clinton heldur þjóðhátíð Bill Clinton hélt upp á síðasta þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem forseti í höfninni í New York í gær og fylgdist þar meö einhverri mestu bátasýningu í sögunni. Tugir her- skipta og 150 seglskip alls staðar að úr heiminum tóku þátt í sigling- unni. Um borð í flugmóðurskipinu John F. Kennedy, með Frelsisstytt- una í baksýn, fylgdist Clinton með því þegar tuttugu innflytjendur sóru eiða sem nýir bandarískir rík- isborgarar. Við það tækifæri gerði forsetinn að umtalsefni þá fjöl- breyttu menningarheima og allar hugmyndimar sem innflytjendurn- ir flyttu með sér til nýja landsins. Ólga á Norður-írlandi í nótt: Lögreglan svaraði skothríð í Belfast Lögreglan á Norður-írlandi og harðlinumenn úr röðum mótmæl- endatrúarmanna skiptust á skotum í Belfast i nótt. Enginn slasaðist í skothríðinni sem lögreglan leggur áherslu á að hafi ekki verið alvöru skotbardagi. Þetta var þriðja nóttin í röð þar sem til átaka kemur á Norður-ír- landi vegna banns yfirvalda við því að mótmælendur fái að ganga um hverfl kaþólskra. Lögreglan sagði að skotunum hefði verið hleypt af eftir að reynt var að stilla til friðar milli hópa mótmælenda og kaþólikka í Belfast. „Lögreglan svaraði skothríðinni. Ekki hafa borist neinar fregnir af því að einhver hafi meiðst,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Mótmælendur eru æfir yfir því að regla Óraníumanna fái ekki að ganga um hinn kaþólska Galvaghy- veg í þorpinu Drumcree næstkom- andi sunnudag. Þeir fengu útrás fyr- ir reiði sína með því að varpa bens- ínsprengjum og leggja eld að götu- vígjum. Öryggissveitur gripu til vatns- byssu til að dreifa hópi reiðra harð- línumanna mótmælenda sem réðst að þeim með bensínsprengjum og grjótkasti, að því er sjónarvottar sögðu. Um fimm hundruð mótmælendur reyndu að brjótast gegn um raðir öryggissveitanna og komast inn á Garvaghy-veg. Vatnsbyssan, sem fengin var að láni frá Belgíu, kom hins vegar i veg fyrir að þeim tæk- ist ætlunarverk sitt. Drumcree hefur lengi verið mið- punktur átaka milli mótmælenda og kaþólikka, einkum þó á árlegri „göngutíð" Óraníumanna þegar þeir halda upp á aldagamla sigra yf- ir herjum kaþólskra. BBC greindi frá því í morgun að mótmælendur hefðu einnig efnt til mótmæla í mörgum öðrum bæjum á Norður-írlandi og að þeir hefðu komið fyrir vegartálmum. Peter Mandelson, ráðherra mál- efna Norður-írlands í bresku stjórn- inni, var í hópi þeirra sem hvöttu menn í gær til að sýna stillingu og að styrkja friðarferlið. Lögreglu- stjóri Norður-írlands hvatti Óraníu- menn til að fordæma ofbeldið. — Ofriöur á Noröur-lrlandi Harölínumenn úr rööum mótmælenda á Noröur-írlandi létu ófriðlega í gærkvöld, þriöja kvöldiö í röö, vegna banns viö göngu Óraníureglunnar um svæöi kaþólskra manna í þorpinu Drumcree á sunnudaginn kemur. Lögmaður Færeyja sendir Poul Nyrup bréf: Harmar ójafnræðið í samningaviðræðunum Anflnn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, harmar mjög í bréfi til Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Danmerkur, það ójafnræði sem ríkt hefur í samningaviðræðun- um milli stjórnvalda landanna um sjálfstæði Færeyja. Danska fréttastofan Ritzau segir að í bréfinu sem Kallsberg sendi í gær leggi lögmaðurinn jafnframt til að danska stjórnin og færeyska landstjómin hittist við fyrsta tæki- færi í Þórshöfn til að ljúka viðræð- um um þá þætti nýs samnings um sjálfstæði eyjanna sem sátt getur náðst um. „Síðasti fundur okkar í Kaup- mcumahöfn endurspeglaði í augum landstjómarinnar mikið ójafnræði í sambandi landstjómarinnar og Anfinn Kallsberg Færeyski lögmaöurinn stendur í bréfaskriftum til Kaupmannahafnar. dönsku stjórnarinnar þegar samn- ingaviðræður um sjálfstæði Fær- eyja eru annars vegar. Fundurinn, rétt eins og fyrsti fundur okkar 17. mars, olli landstjórninni vonbrigö- um,“ segir Kallsberg meðal annars í bréfi sínu til danska forsætisráð- herrans. Dönsk stjórnvöld hafa hingað til þvertekið fyrir að veita Færeying- um lengri aðlögunarfrest en fjögur ár vegna afnáms ríkisstyrksins sem nú nemur rúmum níu milljörðum íslenskra króna. Færeyingar hafa aftur á móti óskað eftir allt að fimmtán árum. Kallsberg segir í bréfinu til Pouls Nyrups að land- stjórnin kanni nú hvort einhvers staðar sé að finna fordæmi að lausn sambærilegrar deilu. Elísabet slæm móðir Elísabet Eng- landsdrottningu er lýst sem slæmri móður í nýjum breskum heimildar- þætti sem sýndur verður á breskri sjónvarpsstöð í haust. í þættinum segir greifynja að drottningin hugsi meira um hestana sína en bömin sín. Höfundur þáttarins er Andrew Morton sem skrifaði umdeilda ævi- sögu um Díönu prinsessu. Olíuverð lækkar Olíuverð lækkaði á mörkuðum í London í gær í kjölfar yfirlýsingar Sádi-Araba um aukna olíufram- leiðslu. Veita Rússum lokafrest Tsjetsjenar veittu í gær Rússum 72 klukkustunda frest til að afhenda þeim rússneskan liðsforingja sem sakaður er um að hafa nauðgað og myrt unga tsjetsjenska konu. Verði liðsforinginn ekki afhentur gera Tsjetjsenar nýjar árásir á Rússa. Þjóðaratkvæðagreiðsla Wolfgang Schússel, kanslari Aust- urríkis, sagði í gær að flokkarnir í samsteypustjórn landsins hefðu náð samkomulagi í gær um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu i haust um afstöðu manna til refsiaðgerða Evr- ópusambandsins gegn Austurríki. Sambandið einangrar Austurríki vegna stjórnarþátttöku Frelsis- flokksins. Herferð gegn spillingu Vicente Fox, ný- kjörinn forseti Mexíkó, kynnti í gær áætlun sína um herferð gegn glæpum, spillingu og fíkniefnavið- skiptum. Fyrsta skrefið yrði að hreinsa til í ýmsum stofnunum. Uppreisn hersins Útgöngubann var á Fílabeins- ströndinni síðastliðna nótt í kjölfar uppreisnar innan hersins. Her- mennirnir kröfðust greiðslu fyrir þátt sinn í valdaráninu í desember síðastliðnum. Lög á fótboltabullur Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti í gær tillögur stjórnarinnar um hertar aðgerðir gegn fótboltabullum. Lagt er til að lögregla fái meira vald. Bjargað úr göngum Um 100 lestarfarþegar voru lokað- ir inni í göngum nálægt Bristol á Englandi í um tvær klukkustundir í gær þegar lest fór út af sporinu vegna aurskriðu. Björgunarsveitir komu farþegunum til aðstoðar. Borgarstjórafrú grunuð Xaviere Tiberi, eiginkona borgar- stjóra Parísar, Jeans Tiberi, er grunuð um að hafa falsað nöfh á kjör- skrár fyrir þing- kosningarnar 1997. Borgarstjórafrúin tengist einnig öðru spillingarmáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.