Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Síða 2
18 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Sport i>v Spyrnukeppni 7. Júlí 2000: Úrslit Mótorhjól aó 750 cc 1. Ólafur H. Sigþórsson, Yamaha R-6. Timar í tímatöku: 11,084, 10,762. Keppni: 11,304, 10,665 (íslandsmet), 10,736, 10,828, 10,735. Mótorhjól aö 1300 1. Lúövlk Halldórss., Kawasaki ZX9R. Tímar í tímatöku: 10,507, 10,554. Keppni: 10,315, 10,630, 10,647, 10,327. GT Flokkur fólksbila 1. Kristinn G. Guðm., MMC GT 3000. Tímar í timatöku: 13,452-13,681. Keppni: 13,681, 13,366, 13,257 (íslandsmet), 13,581. MC flokkur fólksbila 1. Hafsteinn Valgarösson, Chevrolet Camaro 350, Tímar í tímatöku: 14,851,14,459,13,801. Keppni: 14,121, 14,086, 13,924. SE flokkur bila (götubíla) 1. Einar Birgiss., Chevrol. Nova 436 cid. Tímar í timatöku: 10,893, 10,864. Keppni: 10,734,10,699 (Islandsm.), 10,739. Opinn flokkur bila 1. Valur Jóhann Vífilsson, STP Dragster 360 cid Chrysler. Tímar í tímatökum: 10,386. Keppni: 10,280, 10,434, 9,681. 2. Egill Guðmundsson, Bílabúð Benna Beinagrindin 327 cid Chevrolet. Tímar í tímatökum: 10,214, 10,240. Keppni: 9,745, 9,700. Endura-mótið í Ólafsvík: Viggó í banastuði - mikil uppsveifla í mótorhjólamaraþoninu Önnur umferð íslandsmótsins í mótorhjólamaraþoni fór fram á laugardaginn við Ólafsvík. Keppnin þar í fyrra var hin skemmtilegasta en þótti mjög erfið, bæði fyrir hjól og menn og þvi hafði verið ákveðið að stytta hana aðeins og sleppa verstu köflunum sem eyðilögðu mótorhjól í tugavís. Fyrir vikið varð keppnin í ár í styttra lagi en þó voru enn í henni nokkrir erfiðir kaflar síðan í fyrra eins og bratta stórgrýtisbrekkan. Það sást þó best hve auðveldari keppnin í ár hlýtur að hafa verið á því hversu margir kláruðu hana og á hve stuttum tíma. Fljótustu keppendumir kiáruðu á rúmum klukkutíma yfir heildina. Viggó vinnur enn og aftur Viggó Viggósson er í miklu stuði í sumar og vinnur hverja keppnina af annarri. Hann kom, sá og sigraði í motokrossinu á Akureyri, i öllum motoum og vann seinni hlutann í síðasta maraþoni á Þorlákshöfn. Hann virtist hafa lítið fyrir sigrinum á Ólafsvík og var næstum sex mínútum á undan næsta manni, íslandsmeistaranum frá í fyrra, Einari Sigurðssyni. Viggó er mikill keppnismaður og aldeilis óhræddur við að gefa í yfir stórgrýtisurðina þar sem aðrir fara hægar yfir. Mikil uppsveifla Mótorhjólamaraþon á íslandi er á hraðri uppleið. Mótið í Ólafsvík var annað íslandsmet í þátttöku í aksturiþróttum á árinu en alls ræstu 67 keppendur af 72 sem skráðir voru til leiks. Einnig hefur áhorfendum á þessum skemmtilegu mótum verið að fjölga og því ákvað Vélhjólaíþróttaklúbburinn, VÍK, að senda keppnisstjórann Hjört Jónsson á maraþonkeppni í Englandi til að kynnast betur skipulagi slikra móta. Vonandi skilar það sér í ennþá skemmtilegri keppni, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. -NG ■ * I íslandsmet hjá Magnúsi - á Novunni á kvartaldarafmæli Kvartmíluklúbbsins. „Karlinn er svo fljótur á Ijósunum," sagði Egill Guðmundsson um Val Vífilsson keppinaut sinn en Valur sigraði í ofurbílaflokknum (stóra myndin). Á myndinni til vinstri er Einar Birgisson að hita dekkin undir 436 cid Novunni fyrir eina spyrnuna. Hann setti nýtt íslandsmet í sínum flokki. A myndinni ofar til hægri er Ólafur Helgi Sigurjónsson, fjær, á Yamaha R-6 en hann vann Eirík Sveinþórsson á Suzuki GSXR 750 í flokki mótorhjóla að 750CC. DV-myndir JAK í gær, sunnudag, hélt kvartmílu- klúbburinn upp á 25 ára afmæli sitt með fjörugri keppni á kvartmílubraut- inni í Kapelluhrauni. Aðstæður til keppni voru eins og best verður á kosið, glampandi sólskin og mjög heitt. Gripið í brautinni var því mjög gott og voru keppendur að ná mjög góðum tímum. Keppt var í sex flokkum og voru keppendur margir. Þó vantaði nokkra sem vitað er að hafa undir höndum spræka bíla og hjól. í ofurbílaflokki var mikil spenna þegar Valur Vífilsson á STP Ragstemum og Egill Guðmunds- son á Beinagrindinni spymtu til úrslita. Valur byrjaði á að þjófstarta í fyrstu spymu þeirra og tapaði því henni. I annarri spymunni náði Valur betra við- bragði en Egill og naut þar mikillar keppnisreynslu sinnar. Þegar þeir komu út í enda lenti Egill í vandræðum með Beinagrindina þegar hann byrjaði að bremsa í endann. Bíllinn byrjaði að hoppa og missti Egill hann út fyrir brautina og laskaði framhjólastellið undir Beinagrindinni. Það var því létt verk fyrir Val að innsigla sigurinn í síöustu umferðinni í SE flokki sigraði Einar Birgisson ; Chevrolet Nova 436 cid eftir harð keppni við Magnús Magnússon Chevrolet Monsa 350 cid. Einar sýnd sniildarakstur og setti nýtt íslandsmet flokknum þegar hann ók brautina 10,699 sek. -JAI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.