Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 14
30
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
Sport__________________r>v
Orri er höföingji
Það er margsannað mál að Orri
frá Þúfu er mestur allra núlifandi
stóðhesta og mikill foðurbetrungur.
Það eitt að hesturinn skuli eiga af-
kvæmi sem vinna bæði A-flokk og
B-flokk gæðinga á landsmótinu seg-
ir allt sem segja þarf.
Orri frá Þúfu hlaut æðstu verð-
laun sem nokkurt kynbótahross get-
ur fengið, Sleipnisbikarinn, sem
veittur var á fyrsta landsmótinu á
Þingvöllum 1950. Heildarfjöldi
skráðra hrossa undan höfðingjan-
um Orra eru 357 og af þeim eru 137
með kynbótadóm. Öryggi matsins
er 99%.
Það var eftirminnileg stund þegar
Orri sjálfur var leiddur inn á
Brekkuvöllinn við tvítaum og fékk
að spranga innan um afkvæmin sín
sem hvert er öðru glæsilegra. Þetta
var hápunktur landsmótsins sem
margir biðu eftir. Fyrir marga út-
lendinga sem voru tæplega helming-
ur mótsgesta að þessu sinni fann
maður fyrir hve mikilvægt var fyr-
ir þá að sjá klárinn berum augum
og margir voru að sjá hann í fyrsta
og síðasta skiptið.
Orri frá Þúfu var sýndur við tvítaum af ungu og efnilegu reiöfólki. Á myndinni til hægri eru 10 afkvæmi Orra sem sýnd voru á afkvæmasýningu á sunnudaginn.
Framtíðar-
reiðmenn
Það var umtalað á LM 2000 hvað
börn og unglingar voru með góðar
sýningar og hesta. Reiðmennskan
var upp til hópa fyrsta flokks og ár-
angur góðs ungmennastarfs hjá
þeim félögum sem sinna því skilar
sér í keppni eins og á landsmóti.
Camilla Petra Sigurðardóttir náði
sigrinum af Heklu Katharinu Krist-
insdóttur sem hafði verið efst fyrir
úrslitin. Camilla, sem keppti fyrir
Hestamannafélagið Mána, reið sitt
prógram af mikilli festu og uppskar
sigur. Annars var erfitt að greina á
milli þeirra keppenda sem voru í
fyrstu þremur sætunum, svo jöfn
var keppnin og spennandi. Hesta-
kosturinn sem var í bamaflokki var
einnig eftirtektarverður og gátu
þeir hestar sómt sér vel meðal
reyndari knapa. Börnin eiga hrós
skilið fyrir faglega reiðmennsku og
vel þjálfaða hesta.
Freyja Gísladóttir sigraði í unglingaflokki á Muggi.
Enaurfæddur
Kolfinnur
Afkvæmasýning Kolflnns frá
Kjarnholtum var í einu orði sagt
frábær.
Kolfinnur, sem hefur átt sínar
lægðir sem kynbótahestur, sannaði
það svo rækilega að hann er hestur
sem gefur fjölhæf ganghross, af-
kastahross i fremstu röð. Tilburð-
imir í afkvæmum hans og Kolfinni
sjáifum voru þvílíkir að sumir
höfðu það á orði að hafa tárast yfir
hæfileikum þeirra og kostum.
Kolfinnur var tekinn úr haga daginn
áður en hann var sýndur og jámaður
upp. Hann lét sér ekki muna um að
skeiða eins og gammur þrátt fyrir nán-
ast enga þjálfun. Það var snill-
ingsknapinn og heimsmeistarinn, hún
010 Amble, sem sýndi höfðingjann, og
var það vel við hæfi því hún tamdi
hestinn á sínum tíma og sýndi.
Eitt af afkvæmun Kolfinns
frá Kjarnholtum, Þula frá
Holum, sem stóð efst í flokki
7 v. hryssna og eldri.