Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 4
20
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
Sport
- að Hlíðarenda eftir Valssigur á KA í gærkvöldi
1- 0 Ólafur Ingason (56.)
2- 0 Kristinn Lárusson (84.)
Valsmenn unnu mjög mikilvægan
sigur á KA-mönnum í 1. deildinni í
gær og tryggðu sér um leið toppsætið á
ný þar sem FH-ingar töpuðu stigum á
Hornafirði. Staðan er vissulega orðin
góð að Hlíðarenda, 19 stig eftir átta
leiki og næst á dagskrá er uppgjör
toppliðanna í næstu viku.
Sigur Valsmanna á KA-mönnum í
gær var fyrst og fremst vamarsigur
enda er Valsvömin vel skipuð og gaf
gestunum lítil færi á að skapa hættu í
gær. Bæði lið fóm annars varlega í
sínum aðgerðum og lítið gerðist þar til
um miðjan fyrri hálfLeik þegar Einar
Daníelsson dómari dæmdi tvö mörk af
á tveimur mínútum, eitt á hvort lið.
Fyrra markið gerði Þorvaldur Örlygs-
son úr óbeinni aukaspymu inn í vítateig
en þar biðu KA-menn ekki eftir flauti
dómarans. Tveimur mínútum síðar
skoppaði boltinn yfir Eggert Sigmunds-
son, markvörð KA, eftir langa sendingu
en Eggert var hættm- eins og aðrir varn-
armenn KA þar sem Ólafur Ingason var
dæmdur rangstæður. Við þetta færðist
aukin harka í leikinn en liðinum gekk
þó áfram illa að skapa færi.
Ólafur Ingason, framherji Vals-
manna, var litið með í leiknum nema
þá helst við að láta dæma sig rangstæð-
an en líkt og góðum framherja sæmir
refsaði hann KA-mönnum þegar hann
slapp í gegn réttstæður eftir góða
skallasendingu Kristins Lámssonar og
skoraði laglega. KA-menn tóku við sér
eftir þetta en sem áður í leiknum
stöðvuðust nær allar sóknimar á Bri-
an Welch sem var sem klettur í
Valsvörninni og átti alla skallabolta.
Valsmenn innsigluðu síðan sigurinn
skömmu fyrir leikslok er Kristinn Lár-
usson var réttur maður á réttum staö
eftir horn Arnórs Guðjohnsens og
skalla Vilhjálms Vilhjálmssonar. Það
munar mikið um Kristin í Valssliðinu
en hann skoraði þama í öðrum leikn-
um í röð og hann og Arnór bera spil
liðsins uppi.
Bestu menn Vals vom þó aftasta
varnarlína liðsins. Miðverðimir Brian
Welch og Pól Thorsteinsson gefa fá
færi á sér og Hjörvar Hafliðason átti
Lokasprettur
- Víkinga skilaöi þriggja marka sigri á Dalvíkingum
0-1 Sumarliði Ámason (32.)
0-2 Sváfnir Gislason (38.)
1- 2 Jóhann Hreiðarsson (43.)
2- 2 Atli Viðar Björnsson (58.)
2-3 Jón Grétar Olafsson (91.)
2-4 Sumarliöi Árnason (94.)
2-5 Láms E. Huldarson (95., viti)
í byrjun leiks leit það út að
Víkingar ætluðu að vinna
auðveldan sigur á Dalvík. Vörn
Dalvíkinga var ótraust og bjargaði
Atli Már Rúnarsson oftar en einu
sinni Dalvíkingum. Dalvíkingar
fengu fyrsta almennilega færið sitt
á 43. mínútu og var það nýtt en
áður höföu Víkingar sótt stíft að
marki Dalvíkinga.
Markmenn beggja liöa vel
með á nótunum
Seinni hálfleikur byrjaöi vel og
var mikið um skot að marki en
markmenn beggja liða björguðu
miklu. Atli Viöar jafnaði svo fyrir
Dalvíkinga og við það lifnaði
aðeins yfir leik þeirra.
Þórir Áskelsson var svo tekinn
út af um miðjan seinni hálfleik og
við það virtist allur stöðugleiki
fara úr liðinu. Víkingar fóra að
sækja meira og bjargaði Atli að
Dalvíkingar fengu á sig mark.
Þrjú mörk á fjórum
mínútum
En svo bregðast krosstré sem
önnur tré og skoruðu Vikingar
þrjú mörk á fjórum mínútum en
þessar fjórar mínútur voru allar í
þeim töfum sem dómari leiksins,
Jóhannes Valgeirsson, bætti við.
Dalvikingar virtust hafa gefist
upp eftir að vallarklukkan var
komin í 90 mínúturnar og nýttu
Víkingar þaö svo sannarlega. -JJ
Maður leiksins: Sumarliði
Árnason, Vikingi.
DV
ÍR-Þróttur í Breiðholtinu í gærkvöld:
Góð stígandi
- sagði Ásgeir Elíasson eftir sigur á ÍR
1-0 Amór Gunnarsson (4.)
1-1 Páll Einarsson (45.)
1-2 Páll Einarsson (87. vítasp.)
Þróttarar unnu mikilvægan sigur
á ÍR í 1. deildinni i knattspymu í
Mjóddinni í Breiðholti í gærkvöld.
Lokatölur leiksins urðu 1-2 og
verða það að teljast mjög sanngjörn
úrslit miðið við gang leiksins.
Þróttarar fógnuðu mjög þessum
sigri sem var jafnframt fyrsti
útisigur liðsins í deildinni i sumar.
Óskabyrjun ÍR
ÍR-ingar fengu óskabyrjun þegar
Arnór Gunnarsson skoraði strax á
fjórða mínútu og var vel að þessu
marki staðið. Þróttarar áttuðu sig
smám saman á hlutunum og tóku
leikinn í sinar hendur, voru mun
beittari i leik sínum en í sjálfu sér
var liðið ekki að skapa sér hættuleg
tækifæri. Liðið var að leika vel og
spilamennskan góð úti á veUinum.
ÍR-ingar duttu í þá gryfju að bakka
fuUmikið og fyrir vikið fengu
Þróttarar meira rými á veUinum.
Jöfnunarmark Þróttara lá í
loftinu og það kom ekki fyrr en á
lokamínútu fyrri hálfleiksins. PáU
Einarsson rak endahnútinn á góða
sókn með góðu skoti utarlega í
vítateignum.
Páll felldur innan vítateigs
í síðari hálfleik héldu Þróttarar
uppteknum hætti, voru mun meira
með boltann en vöm Þróttara með
Kristján HaUdórsson í broddi
fylkingar varðist vel. Eftir því sem á
leikinn leið gerðust Þróttarar æ
ágengari og markið virtist liggja í
loftinu. Þegar þrjár mínútur lifðu af
leiktímanum var Páll Einarsson
Dean Martin, KA, sýnir hér skemmti-
lega takta fyrir framan Valsmaninn
Guðmund Brynjólfsson. Leikur Vals og
KA lauk með sigri fyrmefnda liðsins
sem með sigrinum skaust á topp 1.
deildarinnar. DV-mynd Hilmar Þór
óaðfinnanlegan leik í markinu. Auk
þeirra var Matthías Guðmundsson
mjög friskur. Valsliðið er nú búið að
taka inn 13 stig af síðustu flmmtán og
er á góðri leið með að vinna sér aftur
sæti meðal þeirra bestu á ný.
KA-liðið er aftur á móti að hiksta og
þetta var þriðji leikurinn í röð án sig-
urs. Slobodan MUisic kom nú inn í
vörnina og Þorvaldur Örlygsson þjálf-
ari fór inn á miðjuna en vandamálin
liggja enn hjá fremstu mönnum sem
hreinlega sáust ekki í þessum leik. KA
er enn í efri hlutanum en það er orðið
stutt í botninn lagist málin fyrir norð-
an ekki á næstunni.
Maður leiksins: Brian Welch,
Val. -ÓÓJ
\ ZÍ- 1. DEILD KARLA
FH 8 5 3 0 18-7 18
Valur 8 6 1 1 20-7 19
Víkingur 8 4 3 1 17-13 15
KA 8 3 2 3 13-10 11
Dalvík 8 3 2 3 16-14 11
ÍR 8 3 2 3 11-11 11
Þróttur, R. 8 3 2 3 10-14 11
Sindri 8 0 5 3 2-8 5
Skallagr. 7 1 0 6 5-20 3
Tindastóll 7 0 2 5 4-12 2
Markahæstir:
Sumarliöi Árnason, Víkingi .... 11
Hörður Magnússon, FH.........10
Arnór Guðjohnsen, Val...........8
Atli Viðar Bjömsson, Dalvík.....6
Jóhann Hreiðarsson, Dalvik......6
Pétur Bjöm Jónsson, KA .........6
Skallagrimur fœr Tindastól í
heimsókn i lokaleik 8. umferðar á
morgun, 11. júlí. -ÓÓJ
felldur innan vítateigs og dæmdi
dómari leiksins umsvifalaust
vítaspymu. Páll tók spyrnuna
sjálfur og skoraði af öryggi.
Síðustu mínúturnar sóttu ÍR-
ingar nokkuð en Þróttarar voru
fastir fyrir, ákveðnir að halda
fengnum hlut sem gekk síðan eftir.
Nokkrar breytingar voru á liði ÍR
frá síðasta leik. Fimm leikmenn
sem þá voru með voru fjarri góðu
gamni, ýmist vegna leikbanns,
meiðsla eða veikinda. Þetta veikti
liðið óneitanlega og bar liöið þess
merki í leik sínum.
Batamerki á liöinu
„Ég var mjög ánægður með leik
liðsins í þessum leik. Það eru mikil
batamerki á liðinu og óhætt að segja
að það sé góð stígand, i þessu hjá
okkur. Við vorum betra liðið og
sigurinn því fyUilega sanngjarn,"
sagði Ásgeir Elíasson með bros á
vör í leikslok. -JKS
Maður leiksins: Páll Einarsson,
Þrótti.
Sindri-FH
Dauft
Leikur Sindra og FH á
Hornaflrði í gær var ekki mikið
fyrir augað, gestimir voru þó
heldur sterkari og hefðu auð-
veldlega getað unnið leikinn en
heimamenn stóðust áhlaupið og
niðurstaða 0-0 jafntefli og enn
stríða Sindramenn stóru
liðunum í fyrstu deildinni.
Hvorugt liðið sýndi nokkra
yfirburði í hálfdaufum fyrri
hálfleik, meöalmennskan var i
fyrirrúmi og fá marktækifæri
litu dagsins ljós. Skásta færi
hálfleiksins áttu þó heimamenn
þegar Almir Mestevic lék vörn
FH-inga grátt en ágætur mark-
vörður FH-inga Guðjón Skúli
Sveinsson varöi máttlaust skot
hans vel.
Seinni hálfleikur var nokkuð
líflegri og skiptust liðin á um að
sækja enda þótt fátt kæmi út úr
því sem liðin voru að gera
framan af hálfleiknum líkt og í
þeim fyrri.
FH-ingar komust í sitt besta
færi í leiknum þegar
markahrókurinn Hörður Magn-
úson komst einn inn fyrir vöm
Sindra en stóð ekki undir nafni
og skaut í hliðametið.
Sindramenn misstu mann út
af á 73. minútu þegar Almir
Mestevic braut á Jóni Gunnari
Gunnarssyni. Eftir þetta jókst
pressa FH sem sótti látlaust það
sem eftir lifði leiks en án árang-
urs. -EE
Maður leiksins: Nihad
Hasecis