Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Page 5
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 21 I>V Sport LAUGAVEUVSW Þátttökuréttur Öllum þeim sem náð hafa 18 ára aldri er frjáist að taka þátt í hlaupinu. Rétt er þó að benda á að þeir þátttakendur sem verða komnir að skála Ferðafélags ís- lands í Emstrum (Botnum) 6 klukkutímum eða siðar frá byrj- un hlaups verða keyrðir í Þórs- mörk. Sveitakeppni Boðið verður upp á þriggja manna sveitakeppni sem hægt er að mynda óháð kyni og aldri. Samanlagður tími hlauparanna gildir í úrslitum. Verðlaun Allir þeir sem ljúka hlaupinu hljóta vegleg verðlaun. Fyrsti karl og kona hljóta utanlands- ferð á vegum Flugleiða og fyrstu þrir karlar og konur sem koma í mark hljóta sérverðlaun. Einnig eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Að síðustu verða útdráttar- verðlaun þar sem dregnar eru út tvær innanlandsferðir á vegum Flugleiða og íþróttavörur frá Nike. Þrjár fyrstu sveitir í sveita- keppninni hljóta einnig verð- laun. Einkar fagurt er í Landmannalaug- um eins og sést á myndinni en þar verður hlaupið ræst. Á litlu mynd- inni sést sigurverari hlaupsins í fyrra, Arnaldur Gylfason, hér á marklínunni í Þórsmörk. Arnaldur hljóp „Laugaveginn" á nýjum met- tíma. 4:29.28 klst. Ofurmaraþonið úr Landmannalaugum í Þórsmörk haldið í 4. sinn: Laugavegurinn hlaupinn - á 55 kílómetra langri leiðinni er hlaupið yfir sand, möl, gras, snjó, ís og vatnsföll. BESTU TÍMAR Nafn Þjóö Timi Ár Karlar: Amaldur Gylfason ÍSL 4:49,28 klst. 1999 Manu Kauppila FIN 5:04,43 klst. 1999 Sigurður Pétur Sigmundsson ÍSL 5:17,09 klst. 1999 Rögnvaldur D. Ingþórsson ÍSL 5:19,54 klst. 1997 Bjartmar Birgisson ÍSL 5:23,26 klst. 1999 Steinar J. Friðgeirsson ISL 5:26,54 klst. 1999 Konur: Bryndís Emstsdóttir ISL 5:31,15 klst. 1999 Jórunn Viðar Valgarðsdóttir ÍSL 6:13,59 klst. 1999 Hafrún Friðriksdóttir ÍSL 6:37.50 klst. 1998 Valgerður Dýrleif Heimisdóttir ÍSL 6:39,29 klst. 1999 Laugavegshlaupið, þar sem hlaupið er úr Landmannalaugum í Þórsmörk verður vinsælla með hverju árinu, en í fyrra var metþátt- taka í hlaupinu. í ár verður hlaupið þann 22. júlí, nánar tiltekið klukkan 9 mn morguninn. Hlaupinu lýkur svo við skála Austurleiðar í Húsa- dal í Þórsmörk. Lagt af staö í bítiö Til þess að geta byrjað hlaupið á réttum tíma þurfa keppendur að leggja í hann frá íþróttamiðstöð ís- lands í Laugardal kl. 04.30. Búist er þó við því að að hlaupinu loknu vilji þátttakendur frekar gista i Þórs- mörk í stað þess að halda strax aft- ur heim á leið. Enda er boðið til ss .viy Jt & / iS S* J- Metrar 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 - r—4-, 1 / Y - , ■ Li— ■ , 4 - 1 n i 1 ! ■ ■ i. .11 ■■ 1 1 ■■■ ■ii — .Lí— 4 - L_ ■■■■ ■ 4 4— 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 50 52 5455 KM „Laugavegurinn" - Hæö yfir sjávarmáli griflveislu að hlaupi loknu og því ekið með farangur þátttakenda í Þórsmörk svo ekki þurfi að burðast með svefnpokann og tilheyrandi alla 55 kílómetrana. Drykkir og ávextir Boðið verður upp á drykki og ávexti fyrir þátttakendur víðs vegar á leiðinni, en aðaldrykkjarstöðvam- ar eru við Hrafntinnusker, Álfta- vatn, Emstrur og Þórsmörk. Sjúkragæsla verður einnig við að- aldrykkjarstöðvamar og gæsla alla leiðina svo hlauparar fari ekki af leið. Veðurfar og fleira gagnlegt Rétt er að benda á að huga þarf vel að útbúnaði, þá sérstaklega skóm og fatnaði. Meöalhiti á þessu svæði í júlí er um 7-8 gráður og má búast við alls konar veðri, þó svo að sól- skin verði auðvitað vel þegið. Hlaupaskómir þurfa að vera með þykkum sóla og að búið sé að hlaupa skóna til, þannig að ekki verði hætta á blöðrum. Af fatnaði er rétt- ast að benda á að æskilegast er að klæðast langermabol, æfingabuxum, vett- lingum og húfu. Flokkaskipting Keppt verður í 9 flokkum í hlaupinu. í karlaflokki skiptast flokkarnir í 18-29 .*• Hlaupaleiöin Vegalengdin frá Landmcmna- laugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er afla leiöina þar sem undirlag er að mestu leyti sand- ur, möl, gras, snjór, ís og vatns- fóll. Leiðin er mjög vel stikuð þannig að ekki ætti að vera mik- il hætta á að farið sé af leiö og einnig em rúmlega 30 brautar- verðir til staðar. Til þessa hefur þessi leið verið gengin og henni skipt niður í fjórar dagleiðir. Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá Landmannalaugum í Hrafn- tinnusker. Loftlína er um 10 km og lóðrétt hækkun tæpir 500 m. Annar hluti leiðarinnar er frá Hrafntinnuskeri að Álfta- vatni. Loftlína er um 11 km og lóðrétt lækkun um 500 m. Þriöji áfangi leiðarinnar er frá Álftavatni í Emstrur. Loft- lína er um 16 km og lóðrétt lækk- un um 50 m. Fjóröi hluti leiðarinnar er frá Emstrum i Þórsmörk. Loftlína er um 13,5 km og lóörétt lækkun um300 m. ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Hjá konunum er skiptingin 18-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 8000 krónur. Innifalið í því eru rútuferðir, peysa hlaupsins, verðlaun, sturtuaðstaða í Þórsmörk, drykkir, númer, tíma- taka og fleira. Þeir sem ferðast á eigin vegum borga 5000 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.