Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Síða 7
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
23
i>v _____________________Sport
ESSO- og Pollamótið á Akureyri
Úrslit:
A-lið:
I. -2. sæti: KR Víkingur.......6-4
3.-4. sæti: FH-Höttur..........4-1
5.-6. sæti: Breiöablik-ÍA......0-1
7.-8. sæti: Stjaman-Fjölnir....4-5
9.-10. sæti: ÍR-Fram...........0-1
II. -12. sæti: Fylkir-Völsungur . . 0-1
13.-14. sæti: HK-Valur.........4-0
15.-16. sæti: Þróttur-Haukar ... 3-1
17.-18. sæti: UMFA-Leiknir .... 1-3
19.-20. sæti: KA-Þór...........3-0
B-lið:
I. -2. sæti: Breiðablik-KR.....3-1
3.-4. sæti: Stjarnan-ÍA........2-0
5.-6. sæti: Þór-Keflavík ......2-1
7.-8. sæti: Víkingur-Fjölnir .... 1-0
9.-10. sæti: FH-Valur..........4-3
II. -12. sæti: HK-Völsungur .... 5-1
13.-14. sæti: Selfoss-Fram.....1-2
15.-16. sæti: Fylkir-Haukar .... 4-1
17.-18. sæti: Leiknir-UMFA .... 0-1
19.-20. sæti: Grótta-Njarðvík ... 0-3
21.-22. sæti: Þróttur-KA.......1-3
23.-24. sæti: Grindavík-ÍBV .... 0-2
C-lið:
I. -2. sæti: FH-KR.............1-3
3.-4. sæti: Fylkir-Keflavík ...1-0
5.-6. sæti: Víkingur-Fjölnir .... 0-3
7.-8. sæti: ÍR-Fjölnir C2......3-2
9.-10. sæti: Breiðablik-KA ....3-0
II. -12. sæti: HK Cl-HK C2.....1-1
13.-14. sæti: Stjarnan-UMFA ... 2-1
15.-16. sæti: Þór-Fram.........2-1
17.-18. sæti: Þróttur-ÍA ......1-2
19.-20. sæti: Leiknir-Haukar ... 0-4
21.-22. sæti: Grindavík-Valur ... 1-4
23.-24. sæti: Grótta-ÍBV.......3-2
D-lið:
I. -2. sæti: Þór D2-KR.........0-2
3.-4. sæti: Þór Dl-Víkingur D2 . . 1-4
5.-6. sæti: Fjölnir-Víkingur D1 .. 0-2
7.-8. sæti: Breiðablik-Þór D4 . . . 1-4
9.-10. sæti: Breiðablik D2-Fylkir 4-3
II. -12. sæti: FH D2-Fylkir D2 ... 5-4
13.-14. sæti: ÍR-KA............2-0
15.-16. sæti: ÍR D2-Fjölnir D3 ... 0-3
17.-18. sæti: FH-Stjarnan......1-0
19.-20. sæti: KA D2-Haukar .... 7-0
21.-22. sæti: HK D2-Fjölnir D2 . . 0-5
23.-24. sæti: UMFA-HK D1.......0-2
—‘í-sr
;-K i'Þl .
t ■
V
■
Liðsmenn KR og Víkings eigast hér við í úrslitaleik A-liða á Esso-mótinu sem fram fór á Akureyri í síðustu viku. Á efri myndinni til vinstri fagna nokkrir
Gróttupeyjar allhressilega fyrir Ijósmyndara DV og á efri myndinni til hægri er sigurliö Breiöabliks úr keppni B-liða.
Kristján Páll Jónsson,
Leikni, R.:
Rosalega gaman
Það er búið að vera
rosalega gaman.
er í annað
sem ég kem á
Essomótið og það er
jafngaman.
er búið að ganga
hjá okkur.
Við erum að fara
keppa um 17-18
núna á eftir.
Mér fannst skemmti-
legast i Kjarnaskógi á
Fantaleikunum að taka þátt í
leikjunum.
Ragnar Snorrason, Gróttu:
Gengiö vel
Það er búið
að vera mjög
gaman á
Essómótinu.
Mér finnst
langskemmti-
legast að
skora. Mér
fannst Fanta-
leikarnir
mjög góöir.
Okkur hefur
gengið mjög
vel.
Við erum að spila um lélegt
sæti en við erum búnir að
standa okkur ágætlega en ekki í
öllum leikjunum.
Esso-mót KA var haldið í 14. sinn
í síðustu viku. Aldrei hafa jafn-
mörg lið keppt og er þetta stærsta
Esso-mótið sem haldið hefur verið
en núna voru um 400 keppendur á
mótinu í 107 liðum.
Mikið er gert svo að keppendum
og fararstjórum líöi sem best og
verður þetta mót glæsilegra með
hverju árinu sem líður. Fararstjór-
um og keppendum er boðið í sund
og fleira og ljóst er að KA-menn
leggja mikinn metnað í mótið.
Mótið byrjaði á miðvikudags-
kvöldi með skrúðgöngu, setningu og
32 leikjum. Á flmmtudagskvöldinu
voru Fantaleikarnir haldnir en þeir
eru nú orðnir árviss atburður á
Esso-mótinu og eru þessir leikar
orðnir mjög vinsælir meðal kepp-
enda. Þama er keppt í ýmsum
greinum og eru sigurvegarar verð-
launaðir fyrir árangur sinn.
Á laugardeginum voru úrslita-
leikirnir spilaðir.
Breiðablik og KR spiluðu til úr-
slita í b-liðum og Víkingur og KR í
A-liðum.
Mótinu lauk svo á laugardags-
kvöldinu með glæsilegu lokahófi
þar sem heiðursgesturinn var Rob
Walters, heimsmeistari í knatt-
þrautum. Hann sýndi listir sínar
og er það ekki að ástæðulausu sem
hann er heimsmeistari.
Áhorfendur settu mikinn svip á
mótið og voru stuðningsmenn ÍA
mjög duglegir að hvetja sln liö
ásamt hinum liðunum. Mörg lið lit-
uðu hár sitt samkvæmt liðslitunum
og var hár margra keppenda býsna
skrautlegt.
Úrslitaleikur b-liða var mjög
dramatískur. Þegar aðeins voru
þrjár mínútur eftir var staðan 1-1
og allt virtist stefna í vítaspymu-
keppni. Bæði lið sóttu mikið og
pressuðu KR-ingar Breiðabliks-
menn stíft. Breiðabliksmenn fengu
svo tvær skyndisóknir á einni mín-
útu og skoraði Aron Magnússon úr
báðum færunum og tryggði því
Breiðablik sigurinn á síðustu mín-
útunum. Mikill fögnuður braust út
í leikslok og voru Breiöabliksmenn
gífurlega ánægðir með árangurinn
sinn.
Mörg mörk voru skoruð í úr-
slitaleik A-liða. KR-ingar byrjuðu
að skora. Þeir virtust vera að ná yf-
irhöndinni í leiknum þegar Víking-
ar settu tvö mörk á KR-inga á
skömmum tíma og voru komnir yf-
ir, 2-1.
KR-ingar gáfust ekki upp og voru
yfir í hálfleik, 5-2. Það leit út fyrir
að KR væri að vinna úrslitaleikinn
örugglega en Víkingar minnkuðu
muninn í 5-4 og voru komnir aftur
inn í leikinn.
Mikil barátta var í báðum liðum
og hvorugt vildi tapa leiknum. KR-
ingar tryggðu sér svo sigurinn rétt
undir leikslok með frábæru marki
og verðskulduðu þeir sigurinn.
Esso-mót KA haldiö í 14. sinn:
107 keppnislið
- mættu til leiks á glæsilegasta Esso-mótið til þessa