Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Side 9
24
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
Sport
Sport
- eftir sannfærandi sigur, 3-0, á Stjörnumönnum
Einkunnagjöf
DVSport
KR-Stjarnan 3-0
KR (4-4-2)
Kristján Finnbogason, 4, Siguröur
Öm Jónsson, 4, Þormóður Egilsson,
4, David Winnie, 3, Bjami Þorsteins-
son, 3, Jóhann Þórhallsson, 4, Sigur-
steinn Gislason, 3, Sigþór Júlíusson,
4, Amar Jón Sígurgeirsson, 4 (66.,
Þórhallur Hinriksson, 3), Guðmund-
ur Benediktsson, 3 (66., Haukur Ingi
Guðnason, 3), Andri Sigþórsson, 4.
Stjarnan (4-4-2)
Zoran Stjadinovic, 4, Birgir Sigfús-
son, 3, Ragnar Árnason, 4, Garðar Jó-
hannsson, 3 (60., Boban Ristic, 2),
Friðrik Ómarsson, 3, Rúnar Páll Sig-
mundsson, 3, Ólafur Gunnarsson, 2,
(27.), Bernharður Guðmundsson, 3),
Ásgeir Ásgeirsson, 3 (69. Björn Más-
son, 3), Zoran Stocic, 3, Valdimar
Kristófersson, 3, Veigar Páll Gunn-
arsson, 3.
Einkunnaskali DV-Sport
6.............. Stórkostlegur
5................. Mjög góður
4 ......................Góður
3................. í meðallagi
2 .................... Slakur
1.................Mjöglélegur
Á við um einkunnir leikmanna,
„Við erum komnir á þann stað þar
sem við ætlum að vera þegar upp
verður staðið í haust. Við hefðum í
öllum falli getað unnið stærri sigur
en nýtingin á tækifærunum var
samt betri í þessum leik en í leikjun-
um á undan. Við vorum betri aðilinn
á flestum sviðum og ætla að vona að
við höldum áfram á sömu braut. Að
mínu mati var leikur okkar oft og
tiöum sannfærandi en Stjarnan, sem
ekki hefur verið að fá á sig mörk í
deildinni í sumar, barðist vel, en
Garðbæingarnir eru síður en svo
auðunnir. Þetta var um fram allt
góður sigur,“ sagði KR-ingurinn
Andri Sigþórsson eftir sigur á
Stjörninni, 3-0, á KR-vellinum sl.
laugardag. Sigurinn var kærkominn
því þetta var fyrsti sigur liðsins í
fimm leikjum í deildinni.
KR-ingar höfðu mikla yfirburði í
fyrri hálfleiknum. Stjömumenn áttu
þó fyrsta umtalsverða tækifærið þeg-
ar Veigar Gunnarsson átti gott skot
að markinu en Kristján Finnboga-
son, markvörður KR, var vandanum
vaxinn. KR-mgar tóku smám saman
völdin í leiknum, réðu miðju vallar-
ins, og aðeins tímaspursmái hvenær
þeir skoruðu fyrsta markið. Áður en
það leit dagsins ljós átti Jóhann Þór-
hallsson þrumuskot í stöng og litlu
siðar var hann aftur á ferðinni en
Zoran Stojadinovic varði vel skot
hans.
Andri Sigþórsson kom KR-ingum á
bragðið á 22. mínútu eftir vel útfærða
sókn sem Sigurður Örn Jónsson hóf,
Sigþór Júlíusson kom boltanum til
Guðmundar Benediktssonar sem gaf
að lokum góða sendingu á Andra.
Sjö mínútum síðar skoraöi Amar
Jón Sigurgeirsson annað markið
með hnitmiðuðu skoti eftir að
Stjömumenn hreinsuðu illa frá
markinu.
Mörkin hefðu hæglega getað orðið
fleiri í fyrri hálfleik, KR-ingar fengu
svo sannarlega tækifærin til þess, en
allt kom fyrir ekki.
Eins og svo oft áður í sumar virk-
uðu KR-ingar ekki eins frískir í síð-
ari hálfleik. Þeir höfðu sem fyrr
frumkvæðið en herslumuninn vant-
aði upp á til að reka endahnútinn á
sóknaraðgerðirnar. Stjörnumenn
reyndu að sækja meira en í fyrri
hálfleik og þeir gátu hæglega minnk-
að muninn þegar Birgir Sigfússon
stóð einn fyrir framan Kristján Finn-
boga sem varði skot hans glæsilega.
Andri Sigþórsson skoraði sitt ann-
að mark í leiknum og þriðja mark
KR-inga úr vítaspymu af öryggi eftir
að Sigþór Júlíusson var felldur inn-
an vítateigs.
KR-ingar léku á köflum ágætan
bolta og hafa svo sannarlega mann-
skapinn til að gera enn betur. Þeir
voru ákveðnari en í leikjunum á
undan. Stjörnumen reyndu af mætti
að standast KR-ingum snúning en
mættu ofjörlum sínum í þetta
skiptið.
-JKS
# X
KR 10 5 3 2 15-9 18
Fylkir 8 4 4 0 15-6 16
ÍA 8 4 2 2 7-5 14
Grindavík 8 3 4 1 10-5 13
Keflavík 8 3 3 2 8-12 12
ÍBV 8 2 5 1 11-6 11
Fram 8 2 3 3 3-11 9
Breiöablik 8 2 0 6 10-16 6
Stjarnan 8 1 1 6 3-11 4
Leiftur 6 0 3 3 3-9 3
Markahæstir:
Andri Sigþórsson, KR...............7
Guömundur Steinarsson, Keflavík 6
Gylfi Einarsson, Fylkir............S
Hreiðar Bjarnason, Breiöabliki ... 4
KR-Stjarnan 3-0
Hálfleikur: 2-0 Leikstaður: KR-völlur Áhorfendur: 720.
Dómari: Bragi Bergmann (4). Gœði leiks: 4.
Gul spjöld: Andri Sigþórsson, David Winnie (KR), Rúnar PáU Sigmundsson
(Stjömunni).
Skot: 17-8. Horn: 15-4. Aukaspyrnur fengnar: 10-5. Rangstöður: 1-4.
Mörkin: 1-0 Andri Sigþórsson (22., eftir vel útfæröa sókn skoraði Andri af öryggi
úr vítateignum), 2-0 Amar Jón Sigurgeirsson (29., með viðstööulausu skoti i hægra
hornið), 3-0 Andri Sigþórsson, víti (69., eftir að Sigþór Júlíusson var feUdur innan
vítateigs).
Maður leiksins: Andri Sigþórsson, KR
Jóhann Sveinn Sveinsson kom tU liðs við
KFS frá ÍBV fyrir skömmu og var leikurinn
við GG fyrsti leikur hans fyrir félagið. Hann
skoraði í honum þrátt fyrir að vera aftasti
maður i vöminni.
Sir Alex Ferguson viU fá franska landsliðs-
manninn Laurent Blanc til liðs við
Manchester United. Ferguson setur það ekki
fyrir sig að leikmaðurinn sé orðinn 35 ára
gamaU en telur að hann ásamt Jaap Stam
muni verða grunnurinn að því að komast aft-
ur á tindinn í Evrópu.
Skoska liðið Kilmarnock mun vera að
skoða það hvort hugsanlegt sé að þeir geti
krækt í vandræðagepUinn Paul Gascoigne
frá Middlesborough. Áðeins mun þó um láns-
samning að ræða.
Charles Dempsey, fuUtrúi Eyjaálfu í nefnd-
inni sem kaus gestgjafa heimsmeistara-
keppninnar 2006, varð frægur á augnabliki
eftir að hann dró sig út úr atkvæðagreiðsl-
unni. Svo frægur varð hann að nú finnst
honum um of og hyggst hann hætta störfum
í lok september.
Lennart Johansson, forseti Knattspymu-
sambands Evrópu, hefur fordæmt aukinn
„innflutning“ Englendinga á knattspyrnu-
mönnum og segir að sumir úrvalsdeUdarút-
lendingamir væru ekki einu sinni nógu góð-
ir tU að spfla í sænsku deUdinni. Hann segir
fjöldann fáránlegan, 400 útlendingar geri fátt
annað en að hindra unga og efnUega leUí-
menn í að ná árangri. Hann segir úflendinga-
flæðið vera eina aðalorsök lélegs gengis
enska landsliðsins og að reglum um þetta
verði að breyta, reyndar séu viðræður i
gangi miUi Evrópuþingsins og sambandsins
sem miði að breytingum.
Skoska liðiö Celtic mun vera á barmi þess
að krækja í Chris Sutton, ein mestu von-
brigðakaup Gianluca Vialli, stjóra Chelsea.
Aðeins munu vera formsatriði eftir og þar
helst læknisskoðunin sem ræður mestu.
-ÓK
Intertoto-keppnin:
Franskur blús
- þegar Sedan sló Leiftur út úr keppninni
Leiftursmenn luku þátttöku sinni í
Intertoto-keppninni á laugardag þegar
þeir töpuðu 2-3 fyrir franska liðinu
Sedan í ekta norðlensku sumarveðri á
Ólafsfirði á laugardaginn, glampandi
sólskini og kaldri norðangolu. Liðun-
um virtist líka vel við þessar aðstæður
og sýndu oft og tíðum ágætistilþrif.
Frakkamir, sem sigruðu í fyrri leik-
num, 3-0, tefldu ekki á tvær hættur og
léku aftarlega, létu Leiftursmenn um að
leika sér með knöttinn án þess að
hleypa þeim nálægt markinu, en beittu
síðan skyndisóknum, mörgum hverjum
eftir að Ólafsfirðingar höfðu misst
knöttinn klaufalega við miðjuna.
Það má segja að leikstíll Frakkanna
hafi átt vel við á blúsdögum sem voru á
Ólafsfirði um helgina, léku rólega aftar-
lega en tóku svo sóló fram völlinn ann-
að slagið. Flestar skyndisókna Frcikk-
anna féllu þó um rangstöðuvöm Leift-
urs.
Á 28. mín. klikkaði vömin þó og hinn
eldfljóti framheiji Sedan, Pius Sielenu,
komst einn í gegn og lék á Jens Martin
Knudsen og skoraði örugglega. Leift-
ursmenn mótmæltu markinu kröftug-
lega, töldu að um rangstöðu hefði verið
að ræða og höfðu talsvert til síns máls.
Skömmu fyrir markið meiddist Steinn
V. GunncU'sson og vom Leiftursmenn
því aðeins 10 þegar markiö var skorað.
Undir lok fyrri hálfleiks var eins og
farið væri að draga af Leiftri og þyngd-
ust sóknir Fransmanna töluvert og skil-
uðu þeim tveimur mörkum, fyrst á 43.
mín. þegar góð sending kom frá hægri
kantinum inn í teiginn og Olivier Quint
skallaði knöttinn að marki, svo virtist
sem Jens Martin hefði varið knöttinn á
marklínu en danski línuvörðurinn veif-
aði flaggi sínu til merkis um mark.
Undir blálok fyrri hálfleiks fékk svo Si-
elenu knöttinn í vítateig, sneri sér í
nokkra hringi og skoraði örugglega.
Staðan í hálfleik var því 0-3.
Eftir leikhléið kom í ljós að Leifturs-
menn höfðu orðið að gera fleiri breyt-
ingar á liði sinu, Hlynur Birgisson
hafði meiðst og gat ekki meira tekið
þátt í leiknum, Leiftur var því búið að
missa báða miðverði sína út af og því
lítið hægt að breyta til í leik liðsins
með nýjum mönnum.
Hvort það var innkoma Páls Gísla-
sonar eða værukærð Frakkanna sem
blés lífi í leik Leiftursmanna er spum-
ing. í það minnsta léku þeir mikið bet-
ur i seinni hálfleik og áttu mörg góð
færi.
Það var svo strax á 51. mín sem Al-
bert Arason sendi góða sendingu inn á
John Petersen sem sneri sér við í víta-
teignum og skaut fallegu skoti í hægra
homið. Þetta mark færði fjör í leikinn
og aukið sjálfstraust í þá gulklæddu.
Mínútu eftir markið átti Albert skalla
sem Frakkamir vörðu á marklínu.
Þessi aðgangsharka Leifturs skilaði
þeim ekki marki fyrr en á síðustu mín-
útu leiksins þegar Sámal Joensen
sendi fyrir og þar stökk Júlíus Tryggva-
son manna hæst og skallaði knöttinn í
markið, hans fyrsta mark fyrir Leiftur
á sex ára ferli hans með liðinu.
Leiftursmenn geta verið nokkuð sátt-
ir við þennan leik, þeir þurftu að sækja
enda þremur mörkum undir eftir fyrri
leikinn, þeir lentu svo i því að missa
Stein út af meiddan og fá á sig mark um
leið. Steinn var sá eini sem eitthvaö
hélt í við hinn fljóta Sielenu. 1 seinni
hálfleik var orðið enn brattara fyrir þá
en þeir sóttu af krafti og tvö mörk
glöddu áhorfendur.
Eins og áður segir var Steinn góður á
meðan hans naut við, Albert Arason
var duglegur, hvatti sína menn áfram
allan leikinn og var hættulegur við
franska markið. Júlíus Tryggvason
skilaði líka sinu á miðjunni.
Franska liðið lék skynsamlega í þess-
um leik, sterka vöm og snarpar skynd-
isóknir, Alex Dirocco og Pius Sielenu,
maður leiksins, vom ógnandi í sókn-
inni, en vömin var sterk eins og hún
lagði sig og erfitt að taka neinn einstak-
an út úr henni. -RG
Karakter hjá RKV
1- 0 Olga Færseth (19., vítl)
2- 0 Guðlaug Jónsdóttir (36.)
3- 0 Olga Færseth (44.)
4- 0 Guðlaug Jónsdóttir (54.)
5- 0 Guðlaug Jónsdóttir (72.)
6- 0 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (79.)
7- 0 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (81.)
8- 0 Guðlaug Jónsdóttir (86.)
Áður en leikur KR og RKV (Sam-
einað lið Reynis, Keflavikur og Víð-
is) hófst var ekki búist við miklu af
gestunum, enda þær í 1. deild og
KR eitt af toppliðunum í úrvals-
deildinni.
Það kom þó annað á daginn því
þær mættu grimmar til leiks og
vörðust vel, enda velflestar ein-
beittar i varnarhlutverkinu. Það
tók 19 mínútur fyrir íslands- og
bikarmeistarana að brjóta Suður-
nesjastúlkur á bak aftur og þurfti
víti til. Eftir það fóru mörkin að
koma en ekki i þvi magni sem var
búist við.
RKV -túlkur stóðu sig með prýði
og var markvörðurinn þeirra,
Hanna Kjartansdóttir, vel með á
nótunum sem og allt liðið. KR-liðið
virkaði vel á fóstudag og gaman að
sjá ungu stelpurnar spreyta sig,
sem venjulega þurfa að verma
bekkinn.
-esá
Fjögur mörk
- í lokin komu Breiöabliki áfram í undanúrslit 9. áriö í röð
Breiðabliksstúlkur komust í fjög-
urra liða úrslit bikarkeppni kvenna
á fostudagskvöldið þegar þær sigr-
uðu ÍA á Akranesi með fjórum
mörkum gegn engu.
Það tók Breiðabliksstelpumar 67
mínútur að rjúfa varnarmúr
Skagastúlkna sem var mjög sterkur
með Ingibjörgu Ólafsdóttur fremsta
í flokki og Dúfu Ásbjömsdóttur
markvörð. Á 67. mín. var dæmd
vítaspyma á Skagastúlkur eftir að
bolti hafa lent í hendi eins vamar-
manns og skoraði Rakel Ögmunds-
dóttir úr spyrnunni.
Hrefna Jóhannesdóttir kom svo
Blikum í 2-0 á 69. mín. með skoti
innan teigs og Rakel Ögmundsóttir
var aftur á ferðinni á 76. mín. er hún
skallaði í markið eftir fyrirgjöf frá
Eyrúnu Oddsdóttur. Eyrún Odds-
dóttir var svo á ferðinni á 88. mín. er
hún skallaði f markið innan teigs.
Breiðablik var mun betri aðilinn
í leiknum og Skagastúlkur sköpuðu
sér aðeins eitt gott færi enda sökn-
uðu þær Elínar Önnu Steinarsdótt-
ur sem er að leika með unglinga-
landsliðinu.
-DVÓ
Einstefna
0-1 Bryndís Jóhannesd. (35 mín.)
0-2 Kelly Shimmins (45. mín.)
0-3 Karen Burke (68. min.)
1-3 Einarína Einarsd. (70. min.)
1-4 Svetlana Balinskaya (77. min.)
Leikur Þór/KA gegn ÍBV var
lítil skemmtun fyrir þá fáu áhorf-
endur sem lögðu leið sína á Akur-
eyrarvöll á föstudagskvöldið.
Heimastúlkur áttu fá svör við
leik gestanna og svo fór að þær
náðu aöeins að skora eitt mark
gegn fjórum mörkum Eyja-
stúlkna.
Leikurinn var nánast einstefna
að marki Þórs/KA allan tímann.
Varnarleikur heimamanna hélt
fyrstu tuttugu mínúturnar án
þess að ÍBV-stelpur næðu að ógna
verulega. Það fór þó aö síga veru-
lega á ógæfuhliðina eftir það og
ÍBV fékk mörg góð færi og voru
klaufar að skora ekki fleiri mörk
en þau fjögur sem komu á
heimaliðið.
Ljóst er að Þór/KA þarf að fara
að gera eitthvað í sínum málum
ef það á ekki fara illa. Besti mað-
urinn á vellinum var Bryndís Jó-
hannesdóttir, ÍBV, og virkaði
hún fljót og dugleg og er klárlega
með gott auga fyrir samspili. -JJ
KR stigahæst
Lið KR er stigahæsta knatt-
spyrnulið íslands frá upphafi
(1912) íslandsmótsins eftir sigur
liðsins á Stjömunni á laugardag.
Þau þrjú stig sem áunnust i þeim
leik fleytti þeim upp fyrir Vals-
menn, sem eru með 1037 stig. KR
er með einu stigi meira, 1038.
0-1 íris Andrésdóttir (9.)
0-2 Margrét Lilja Hrafhkelsdóttir (82.)
Spútniklið Stjömunnar mátti þola
sitt annað tap í röð og fall út úr
Coca-Cola-bikarkeppni kvenna á
föstudag. Má kannski áætla að blaðr-
an sé sprungin í Garðabæ eftir frá-
bæra byrjun i sumar en lukkan er
allavega búin að yfirgefa Stjömulið-
ið sem tapaði þrátt fyrir góða spila-
mennsku.
Valskonur nýttu færin sín nánast
óaðfinnanlega og skomðu tvö glæsi-
leg mörk og uppskáru heimastúlkur
í Stjörnunni lítið sem ekkert þrátt
fyrir að ráða leiknum nánast allan
timann.
fris Andrésdóttir, sem lék í byrj-
unarliði Vals í fyrsta sinn í sumar,
skoraði glæsilegt skallamark úr
fyrstu sókn Vals í leiknum eftir frá-
bæra fyrirgjöf Hjördísar Símonar-
dóttur af hægri kanti. Hjördís átti
einnig glæsilega stoðsendingu í
Sj)3. DEILP KARLA
A-riðill:
Njarðvík-Fjölnir..............2-0
Bjarni Sæmundsson, Óskar Hauksson.
Barðaströnd-Bnuii.............2-5
Amór Guðjónsson, Jón Pétursson - Ás-
geir Ólafur Ólafsson 2, Árni Halldórs-
son, Hermann Geir Þórsson, Stefán
Ólafsson.
Þróttur V.-HSH ...............3-3
seinna markinu þegar varamaður-
inn Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir af-
greiddi aukaspymu hennar á lagleg-
an hátt í markið.
Skömmu áður höfðu Stjörnustúlk-
ur átt tvær góðar tilraunir á tveimur
mínútum við Valsmarkið. Elfa Björk
Erlingsdóttir fékk algjört dauðafæri
ein gegn markverði Vals, Ragnheiði
Jónsdóttur, eftir vamarmistök en
skaut yflr og Guðrún Halla Finns-
dóttir átti frábært skot af löngu færi
sem Ragnheiður varði snilldarlega í
hom. Leikurinn var annars rólegur
og bauð ekki upp á mörg góð færi.
Valskonur höíðu ekki komist í
undanúrslitin tvö síðustu ár, sem
jafnframt vom einu árin sem þetta
mikla bikarlið hefur ekki komist í
undanúrslitin, og fögnuðu þær líka
vel í leikslok þegar ljóst var að sú
bið var á enda. Ólíkt fyrri leiknum
í Garðabæ í deildinni þegar Valskon-
B-riðill:
ÍH-Grótta........................2-2
Eiríkur Egilsson, Leon Einar Pétursson
- Stefán Karlsson 2.
KFS-GG ..........................5-0
Sindri Grétarsson 2, Gísli Geir Tómas-
son, Yngvi Borgþórsson, Jóhann
Sveinn Sveinsson.
C-riðiU:
Neisti H.-Hvöt...................2-1
Hilmar Hilmarsson, Auðunn Blöndal -
Gísli P. Gunnarsson.
ur fóm illa með mörg dauðafæri og
töpuðu, áttu þær mun minna i þess-
um leik en gerðu það sem þurfti. Erla
Dögg Sigurðardóttir, Margrét Jóns-
dóttir, Rósa Júlía Steindórsdóttir og
Hjördís léku mjög vel fyrir Val í
leiknum en sóknarmenn liðsins hafa
oft sýnt meira en í þessum leik.
Hjá Stjörnunni léku þær Elfa
Björk, Guðrún Halla, Justine Lorton,
Heiða Sigurbergsdóttir og Auður
Skúladóttir best.
Liðið var að spila betur en að
undanförnu en þarf að ná sér aftur á
strik eftir þrjá markalausa leiki í
röð. Liðið „þoldi“ greinilega illa að
vinna KR og fór þá of hátt upp og
Stjörnustelpumar þurfa að leita aft-
ur uppi sjálfstraustið sem þær höfðu
1 upphafi sumars. Takist það ekki er
hætt við því að liðið nái sér ekki aft-
ur á strik. -ÓÓJ
}^» 2. DEILD KARLA
Vlðir-KVA.................3-2
Antony Stissi 2, Dargur Eggertsson -
Andri Þórhallsson, Marian Cekic.
Staða efstu liöa:
Þór 8 8 0 0 25-5 24
KS 8 5 1 2 13-9 16
KÍB 7 5 0 2 15-10 15
Afturelding 8 4 2 2 17-11 14
Víðir 8 4 1 3 12-10 13
Selfoss 7 3 0 4 16-14 9
Leiknir R. 8 3 0 5 11-14 9