Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
DV
Martti Ahtisaari
Forsetinn fyrrverandi er að jafna sig
eftir aögerð á hnjám.
Ahtisaari boðið
að verða einn
vitringanna
Fyrrverandi forseti Finnlands,
Martti Ahtisaari, sagði í gær að sér
hefði verið boðið að gerast einn vitr-
inganna þriggja sem kanna eiga
ástand lýðræðismála í Austurríki á
vegum 14 aðiidarríkja Evrópusam-
bandsins og meðferð á innílytjend-
um og þjóðarbrotum. Kvaðst Ahtisa-
ari hafa beðið um tveggja daga um-
hugsunarfrest. Heimildarmenn i
Brussel segja Ahtisaari nýlega hafa
gengist undir aðgerð á hnjám og því
ekki alveg tilbúinn í slaginn. Ann-
ars hefði hann ekki hikað við að
segja strax já.
Ferðamenn flýja
skógarelda á
grískum eyjum
Skógareldar herja víða í Miðjarð-
arhafslöndum og hafa valdið mikl-
um skemmdum. Um 100 norrænir
ferðamenn flýðu á milli bæja á eyj-
unni Samos þegar reykur og aska
barst niður fjallshlíðar í átt að vist-
arverum þeirra. Ferðamennirnir
voru þó ekki taldir hafa verið í
hættu. Eitt dauðsfall hefur orðið af
völdum eldanna á Samos.
Gífurlegar skemmdir hafa víða
orðið af völdum eldanna. Ferða-
málayfirvöld óttast að ferðamenn
hætti við komu sína til þeirra
svæða þar sem ástandið er verst.
Forseti Svartfjallalands
Milo Djukanovic sættir sig ekki við
aukin völd Milosevics
Júgóslavíuforseta.
Hóta að hunsa
kosningarnar
Forseti Svartfjallalands, Milo
Djukanovic, sagði í gær að land
hans myndi hunsa sambandsríkja-
kosningamar í Júgóslavíu í kjölfar
stjórnarskrárbreytinganna sem
gera Slobodan Milosevic Júgó-
slavíuforseta kleift að sitja áfram á
valdastóli að loknu kjörtímabili
hans á næsta ári. Djukanovic lýsti
þó ekki yfir sjálfstæði ríkis síns.
Hann sagðist ekki ætla að veita
Milosevic tilefni til að efna til styrj-
aldar.
Leiðtogar ísraels og Palestínu hittast í Camp David í dag:
Landamæradeilur
í brennidepli
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, mun í dag og næstu daga
reyna að knýja á um endanlega
lausn á deilum ísraels og Palestínu
þegar leiðtogar ríkjanna hittast fyr-
ir milligöngu Bandaríkjaforseta í
Camp David.
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, var væntanlegur til Banda-
ríkjanna nú í morgun eftir að hann
lagði upp frá Israel í gær eftir mis-
heppnað tilraun stjórnarandstöð-
imnar á þingi til að fá vantrauststil-
lögu á hendur Barak samþykkta.
Þrátt fyrir mikla gagnrýni heima
fyrir og þrátt fyrir að þrír stjómar-
flokkar hafi sagt skilið við ríkis-
stjórn hans á sunnudag tókst þeim
ekki fá nægjanlegan stuðning við
vantrauststillöguna sem var felld
með nokkrum atkvæðum.
Sagði Barak af því tilefni að að-
farir andstæðinga hans væru bama-
legar og sagði hann fréttamönnum
að ríkisstjórnin væri ekki fallin,
—
Hleypir heimdraganum
Barak kveöur ísrael í gær.
hún hefði staðið af sér vantrausttill-
löguna og timi fyrir hann að halda
áfram og fara til Camp David.
Leiðtogi Palestinumanna, Yasser
Arafat, kom til Washington í gær-
kvöld. Arafat hafði sem kunnugt er
hafnað boði Madeleine Albright um
að sitja 35 klukkustunda langan frið-
arviðræðnafund en samþykkti í sið-
ustu viku boð Clintons um að sitja
opinn fund í Camp David.
Camp David, sem er í Catoctin-
fjöllum í Norður-Maryland, verður
aðsetur leiðtoganna þriggja næstu
daga þegar þeir reyna að leysa
landamæradeilur ísraels og
Pcdestínu sem staðið hafa síðastliðna
áratugi.
Vona menn að þessi sögulegi stað-
ur hafi einhver áhrif i samkomu-
lagsátt en Egyptar og Israelar sömdu
um frið þar 1978. Staðurinn komst
aftur í fréttir þegar Clinton leitaði
skjóls þar fyrir ágangi fjölmiðla í
tengslum við Lewinsky-málið.
Þurrkatíð
íraskur bóndi situr viö uppþornaða á í Dayaia-héraöi, um 50 kílómetra norðaustur af Bagdad, sem allajafnan er full af
vatni á þessum árstíma. Miklir þurrkar í ár, fyrra og hittifyrra hafa komið hart niður á landbúnaðarframleiöslu.
Göngubanni mótmælt í nótt
og að líkindum næstu daga
Róstur mótmælendatrúa á Norð-
ur-írlandi gerðu aftur vart við sig í
nótt og herskáir kölluðu eftir frek-
ari stuðningi við mótmæli gegn
banni á göngum mótmælenda um
götur þar sem kaþólskir íbúar eru í
meirihluta.
Lögregla sprautaði vatni á mót-
mælendur og beitti kylfum þegar til
átaka kom milli lögreglu og mót-
mælenda í bænum Portadown, suð-
vestur af Belfast, sem hefur verið í
brennidepli átakanna undanfama
viku og sem ógnað hafa friðarvið-
ræðunum á Norður-írlandi.
í Belfast og á nokkrum öðrum
stöðum var bensínsprengjum kastað
og kveikt í stolnum bifreiðum.
Ólæti af líku tagi hafa átt sér stað
undanfarna daga og fylgja í kjölfar
ákvörðunar yflrvalda um að meina
Óraníureglu mótmælenda að ganga
Götubrennur
Eldar hafa logað bæöi í Belfast,
Portadown og víðar.
sína hefðbundnu leið um hverfi
kaþólskra í Portadown.
BBC greindi frá því að sex manns
hefðu verið færðir á sjúkrahús eftir
bensínsprengjuárás á samkomuhús
Óraníureglunnar í Aghalee í
Antrim-sýslu.
Strætum og götum í Belfast og
víðar hefur mörgum veriö lokað
með vegatálmum af mótmælendum
sem eru æflr vegna bannsins og
hafa heitið þvi að halda mótmælum
áfram. Þá hefur verslunum og skrif-
stofum verið lokað snemma dags til
að fólk geti snúið óáreitt til sins
heima áður en rökkva tekur og
ólætin byrja að nýju.
Portadownhluti Óraníureglunnar
hefur ítrekað óskað eftir því að að
fólk mótmæli göngubanninu og
flykkist út á götur milli 10 á kvöldin
og sjö á morgnana.
Pútín þrýstir á Clinton
0forseti Rússlands,
ætlar að reyna að
þrýsta á Bill Clint-
seta á fundi helstu
iðnríkja heims síð-
ar í þessum mánuði
um að hætta við
áætlun um nýtt umdeilt eldflauga-
vamakerfi. Pútín og Clinton rædd-
ust við í gær í sima um dagskrá
fundarins.
Víkingablóðs ieitað
Vísindamenn ætla að taka DNA-
sýni úr 2500 breskum körlum til að
kanna hvort þeir séu með víkinga-
blóð í æðum. Kanna á hversu marg-
ir víkingar urðu um kyrrt á Bret-
landseyjum.
ÖSE gegn dauðarefsingu
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu samþykkti í gær ályktun
gegn dauðarefsingum. Tyrkir
greiddu atkvæði gegn ályktuninni
en Bandaríkjamenn voru klofnir.
Speight viii í ráðherrastól
Uppreisnarleiðtoginn George
Speight sagði í morgun að besta
lausnin á kreppunni á Fídjieyjum
væri að hann yrði forsætisráðherra.
Samkomulag náðist á sunnudaginn
milli Speight og hersins um lausn
gísladeilunnar.
Jarðskjálfti í Austurríki
Jarðskjálfti, 4,8 á Richter, reið yf-
ir austurhluta Austurríkis í gær.
Nokkrar skemmdir urðu á bygging-
um af völdum skjálftans.
Khatami í Þýskalandi
Mohammad
Khatami, forseti
írans, sem er í
heimsókn í
Þýskalandi, ætl-
ar að reyna að
bæta viðskipta-
samband rikj-
anna á ný. Mun
forsetinn ræða í
dag við leiðtoga
viðskiptalífsins. Gerhard Schröder
Þýskalandskanslari lagði áherslu á
mannréttindamál í viðræðum sín-
um við Khatami.
Fyrstur með lausnina
Kínverskur verkfræðingur, sem
er kominn á eftirlaun, segist hafa
verið fyrstur til að finna lausnina
sem nú er notuð til að rétta skakka
turninn í Pisa. ítalskir embættis-
menn hafi hins vegar aldrei viljað
hlusta á hann.
Engir vegatollar
John Prescott,
aðstoðarforsætis-
ráðherra Bretlands,
útilokar að settir
verði á vegatollar
næsta áratuginn
þar sem ökumenn
séu þegar nógu
hrjáðir vegna hás
bensínsverðs. Breskir fjölmiðlar
greindu frá þessu i morgun.
Drottingarmóðir heiðruð
Konungar og drottningar víðs veg-
ar úr Evrópu taka í dag þátt í guðs-
þjónustu í London til heiðurs Elísa-
betu drottningarmóður sem verður
100 ára í næsta mánuði.