Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 PV____________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tónlist Vitrun Bára Grímsdóttir er annað staðartónskáld Skálholtshátíð- arinnar í ár og á laugardaginn var voru haldnir tónleikar í kirkjunni með verkum hennar. Allt voru þetta trúarlegar tón- smíðar og sumar þeirra að hluta til innblásnar af tónlist- ararfinum svokallaða sem kynntur var um helgina í Skál- holti. Verkin voru fyrir kór eingöngu og var það Hljómeyki sem söng undir stjórn Bern- harðs Wilkinsonar. Fyrsta atriðið á efnisskránni var „Um það allra fegursta lífs- ins tré, Jesúm Kristum" sem er tiltölulega stuttur sálmur. Hann er einstaklega fagur, lag- línurnar himneskar og hljóm- ræn úrvinnsla eðlileg og blátt áfram. Stíllinn er skemmtileg blanda af gömlu og nýju, yfir- bragðið er fornt en þegar betur er að gáð er það nýstárlegt líka. Tónlistin er heilleg og sjálfri sér samkvæm og er greinilegt að tónskáldið er ekkert að sýn- ast heldur semur af innri þörf. Þema tónleikanna - Mar- ía mey Næst á dagskrá var „Ad Beatam Virginem" við texta úr handriti frá sautjándu öld. Talið er að það sé eiginhandar- rit skáldsins sjálfs, Brynjólfs Sveinssonar biskups. Textinn er á latinu og er nokkuð lang- ur, hann fjallar um það þegar María mey vitraðist skáldinu í draumi og er draumurinn svo magnaður og merkilegur að flestir myndu gefa annan hand- legginn til að dreyma slíkt og þvílíkt, þó ekki væri nema einu sinni á ævinni. Túlkun Báru á draumnum var margræð og til- finningarík, tónlistin drama- tísk þegar við átti og ávallt hríf- andi. Margt virtist liggja á milli línanna sem ekki var hægt að koma orðum að og er óhætt að segja að sú dulúð sem einkennir text- ann hafi skilað sér að öllu leyti í tónsmíðinni. Að einhverju leyti var María mey þema tón- ■ ■ Túlkun Báru á draumi Brynjólfs biskups var margræö og tilfinningarík, tónlistin dramatísk þegar viö átti og ávallt hrífandi. leikanna, því næst komu þrír Maríulofsöngvar og var sá fyrsti frumfluttur á tónleikunum. Bar hann nafnið „María, mærin svinna". Þetta er hæglátur sálmur, ljóðræn stemningin innhverf og um stund virtist söngurinn ekki vera af þessum heimi Hið sama má segja um „María, drottins liljan“ en við annan tón kvað í hinum þriðja, sem hét „Ég vil lofa eina þá“. Þar var tónlistin allt öðruvísi, mikið um hressilegar endurtekningar sem sköpuðu fjörlega og allt að því poppaða stemn- ingu og var þetta frábær- lega skemmtileg tónsmíð. Innblásturinn réð ferðlnni Síðast á efnisskránni var „Erfiljóð um Sigríði Jóns- dóttur" og var hér einnig um frumflutning að ræða. Textinn er eftir Jón Þor- kelsson Skálholtsrektor (1697-1759) og er um Sig- ríði, konu Jóns biskups Vídalíns. Tónsmíð Báru var mikilfengleg og andrík, nokkuð flóknari og marg- breytilegri en þær sem á undan voru en samt ávallt aðgengileg og auðskilin. Innblásturinn virtist ráða ferðinni meira en fyrirfram ákveðnar formúlur og var þetta einkar áhrifamikil tónlist. Hljómeyki söng flest fal- lega, aðeins bar á að hraðar hendingar væru óskýrar og samsöngurinn hér og þar örlítið klaufalegur. Þetta skyggði þó aldrei á fegurð tónlistarinnar því túlkun Bernharðs Wilkinsonar stjórnanda var hlýleg og einlæg í hvívetna. Voru tónleikamir því frábærir og verða án efa lengi í minnum hafðir. Jónas Sen Bókmenntir Sumarbústaðal j óð Fyrir skömmu gaf Sig- urlaugur Elíasson út sína sjöundu ljóðabók sem nefnist Græna skyggnis- húfan. Undirtitill bókar- innar er ferðaljóð og skipt- ist hún í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn hefst á þessum orðum: „Ók ég fyrstur / yfir fjöllin / fyrstur / inn i haustið?" (7) Þessar linur gefa tóninn að öðrum ljóð- um bókarinnar en í öllum hlutum er ljóðmælandi á ferðalagi um landið. Fyrsti hluti er skýrt afmarkaður við haust og vetur; frost, myrkur og norðurljós en í hinum hlutunum tveimur er ort um dæmigert ís- lenskt sumar með tilheyr- andi rigningu eða fógru sólsetri. Farkostur ferðalangs- ins er jeppabifreið líkt og hjá Huldari Breiðfjörð í bók hans Góðir íslending- ar. Og andrúmsloftið í Grænu skyggnishúfunni minnir um margt á bók Huldars, þ.e. lýst er sýn ferðamannsins á marg- G R Æ N A SKYGGNISHÚFAN rr,RÐAi.|ói> SltiUHI AlíC.UK EÍÍASSOtt Græna skyggnishúfan Undraverð kyrrðin og hæfileikinn til að draga litina það sterkt fram að lesandinn sér heiiu málverkin í Ijóði minnir á fegurstu Ijóð Snorra Hjartarsonar. breytileg undur náttúrunnar. Munurinn á þessum tveimur bókum er hins vegar sá að sögumaðurinn í Góðum ís- lendingum lendir hvað eftir annað í klandri í glímu sinni við náttúruöflin en hjá Sigur- laugi ríkir kyrrð, fegurð og angurværð sbr. ljóðið Gisting en þar hugsar ljóðmælandi um gamla tima og endar ljóð- ið á þessum linum: „En svona hefur það þá verið / myrkrið í stofunni / öll þessi haust.“(9) Sigurlaugur dregur upp falleg- ar og skýrar myndir með sterkum litum, svo sterkum að lesandi sér hæglega fyrir sér himinbláma og kvöldstill- ur. Undraverð kyrrðin og hæfileikinn til að draga litina það sterkt fram að lesandinn sér heilu málverkin í ljóði minnir á fegurstu ljóð Snorra Hjartarsonar. Andi Gyrðis El- íassonar svífur einnig yfir ljóðum Sigurlaugs í formi ein- veru, framandleika og undrun- ar sbr. ljóðið Rjúpnatíð - til þeirra sem veiða og hinna sem ekki veiða -: „Feta mig inn í / helgidóm þagnar. / Og smæð mín / með sinni stærð. / Smáríki í víðáttunni. / Nautn einveru / og eftirvæntingar:,, (17) í einstaka ljóði rennur ljóðmælandi saman við náttúruna og nýtur þess að vera aleinn með ur- riða og flugustöng (11). í öðrum er hann ýmist á ferð með syni sínum eða eiginkonu og þau ljóð endurspegla ást, hlýju, kærleika og samheldni. Og ljóðmælandi þarf ekki að sveifla myndavél í kringum sig til að hremma minningar sínar því þær myndir sem maðurinn ber í minni eru falleg- astar: „Treysti orðið / á síst lakari myndir / þó vélin sé heima.“ (31). Persónugervingar og líkingar eru hvorki ný- stárlegar né sláandi góðar en þrátt fyrir það er myndmálið ágætlega heppnað, fágað og snyrtilegt sbr. eftirfarandi: „Tunglið dansar / á brúarhand- riðinu" (13) eða „Áður en tunglið kveður / sýnir það mér / hvar heiðardalurinn / bíður eins og bókaropna" (14). I Grænu skyggnishúfunni leiðir höfundur les- anda inn í töfra íslenskrar náttúru og þó greina megi predikanir i ætt við yfirburði sveitar and- spænis hraða stórborgarinnar (sbr. ljóðið Náttúr- unetið - skiljum ferðatölvuna eftir heima - (35)) er bókin ljúfur lestur. Hana er kjörið að taka með sér í bústaðinn eða tjaldið og grípa til þegar helli- rignir og andinn þarf á upplyftingu að halda. Sigríður Albertsdóttir Græna skyggnishúfan Sigurlaugur Elíasson Mál og menning 2000 Aðalsteinn skrifaði greinina í gær urðu þau leiðu mistök í um- broti að nafn höf- undar myndlistar- umfjöllunar hér á menningarsíðu féll niður. Grein- ina „Um söfnunar- áráttuna" skrifaði vitaskuld okkar skeleggi myndlistarrýnir, Aðal- steinn Ingólfsson, og sjálfsagt að það komi hér skýrt fram. Má bæta því við að sýningin á verkum í eigu Péturs Arasonar, sem Aðalsteinn skrifaði um, stendur yfir í Gerðarsafni til 8. ágúst. Gerðar- safn er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 11-17. Lise Lotte í Lista- safni Sigurjóns Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 kemur fram Ydun Duo frá Danmörku. Dúóið skipa Lise Lotte Riisager, mezzósópran, og gitarleik- arinn Morten Spanggaard. Á efnis- skrá eru sönglög eftir dönsku tón- skáldin P.E. Lange-Múller, Carl Nielsen og Egil Harder og einleiks- verk fyrir gítar eftir Manuel de Falla. Lise Lotte Riisager hlaut menntun sína við Nordjysk Musik- konservatorium, Álaborg, Malmö Musikhögskola og Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en frá þeim skóla lauk hún burtfararprófi árið 1999. Hún hefur stundað nám hjá Evy Bráhammar og Bodil Gúmoes og tekið þátt í námskeiðum hjá Dorothy Irving og Judith Bech- mann. Lise Lotte Riisager hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri meðal annars við Den Jyske Opera í Árósum. Morten Spanggaard stundaði gít- amám hjá Carlos Bonell í London 1996-97 og hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá gítarleikurunum Pepe Romero og Aldo Lagrutta og einnig hjá píanóleikaranum George Hadjinikos. Árið 1998 lauk Morten Spanggaard burtfararprófi frá Nord- jysk Musikkonservatorium, Ála- borg, en kennari hans þar var Karl Petersen. Spanggaard hefur haldið tónleika víða í Danmörku, Englandi, Grikklandi og tekið þátt í Tónlistarhátíðinni í Schleswig-Hol- stein. Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard hafa unnið saman frá árinu 1992 undir heitinu Ydun Duo. Eftir tónleikana í Listasafni Sigur- jóns halda þau til Stykkishólms, Ak- ureyrar og Seyðisfjarðar. Lesarinn Uglan, íslenski kiljuklúbburinn, hefur gefið út bók- ina Lesarinn (Der Vorleser) eftir Bernhard Schlink í þýðingu Arthúrs Björgvins Bolla- sonar. Bókin fjallar um Michael Berg, fimmtán ára, sem lendir i heitu ást- arsambandi við konu á fertugsaldri. Konan hverfur piltinum sjónum eins og svo margt annað í gleymsku unglingsárcmna, en mörgum árum síðar sér Michael hana aftur - í rétt- arsal þar sem hún situr á saka- mannabekk. Sú upprifjun og sjálfs- skoðunin sem fylgir í kjölfarið felur í sér magnað uppgjör - ekki bara einstaklinga heldur heilla kynslóða í Þýskalandi eftirstríðsáranna. Bókin kom fyrst út á íslensku hjá Máli og menningu fyrir tveimur árum. BERNHARD SCHUNK LESARINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.