Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 3
Ifókus Vikan 11. áqúst t i I 17. áqúst iÍfÍðEPT.R viö mælum meö h- M a ft f; ' 1; '} £*; l ‘ fv) IJ_ril) gera um helgina Hinsegin dagar í fyrra mæltust ákaflega vel fyrir og verða endurteknír nú um helgina. Hátíðahöldin í ár eru enn veglegri og því um að gera að mæta á Hlemm á morgun, kl. 15, fá blöðru og trítla svo með allri hersingunni niður á Ingólfstorg þar sem gam- anið hefst. Fókus skoðaði hvað er í boði. Hinsegin dagar á aldarnótasurnri Kaffisetrinu. öndvegis veitingastað á Lauga- vegi. Búið er að skipta um nafn á þessu fyrr- um mötuneyti Keisarans og það gæti vel verið þess virði fyrir malarþúa að kýla vömþina á heitum réttum, láta líða úr sérí góðum sólstól og blanda svo sætabrauði og kaffi við gallið. Ekki spillir fýrir að stutt er í Tryggingastofnun. Af hverju ekki að á slg „strap-on“ og gægjast út úr skápn- um þessa helgina? Hommamenningin verður ekki kveðin niö- 1 ur á islandi og nú geng- jur í garð uppskeruhá- tíð þeirra sem sem hafa barist fyrir imannréttindum sam- kynhneigðra. Röntgentækni- námi. Það býður upp á óteljandi möguleika og get- ur greitt þér leið að fjölbreyttu starfi f fámennri stétt. Á undan- förnum árum hafa orðið miklar framfarir á þessu sviði og mikil eftirspurn er eftir fólki sem þekkir eðli jónandi geislunar og getur framkvæmt röntgen- myndgreiningu. Hver þarf viðskiptafræði? „Fyrrihluta fostudagsins tek ég rólega þar sem ég er enn aö jafna mig eftir verslunar- mannahelgina. Seinnipartinn ætla ég þó á myndlistarsýninguna hans pabba míns, Torfa Jónssonar, í Hafnarfirði. Eftir hana verð ég svo að drífa mig niðrí bæ og gera mig tilbúna fyrir sýninguna sem ég er að leika í í Tjamarbiói og nefnist Með fullri reisn. Eftir sýninguna fer ég líklega eitthvað út að borða og svo á Astro i 1-2 bjóra. Eftir það verður stefnan tekin heim í rúm. Á laugardaginn hef ég hugsað mér að sofa út. Seinnipartinn ætla ég þó að reyna að hreyfa mig eitthvað og vel þá líklega sund, skokk eða línuskautaferð með Brynhildi frænku minni. Kvöldmatinn ætla ég mér að borða hjá kærastan- um fyrir sýningu. Eftir sýninguna er stefnan tek- in á partí hjá vinum mínum. Á sunnudaginn ætla ég að sofa enn þá lengur út og njóta þess að kúra með kærastanum. Svo förum við líklega út að borða áður en við skellum okkur í bíó á The Patriot um kvöldið, og þá verður helgin líklega búin.“ Um helgina verður mikið um dýrð- ir þegar fimm félagasamtök samkyn- hneigðra standa að hátíðahöldum í Reykjavík að hætti lesbia og homma um allan heim en það er venja þeirra að halda hátið, svokailaða Gay Pride, að sumarlagi, undir kjörorðunum „Gleði - stolt - sýnileiki“. Hátíðahöld samkynhneigðra standa frá 10.-12. ágúst og eiga eflaust eftir að setja svip sinn á bæinn. Hinsegin dag- ar eru nokkur nýlunda á Islandi en í fyrra var þó haldin glæsileg útihátíð á Ingólfstorgi. í ár er húllumhæið síst minna að umfangi, dagskráin er fjöl- breytt og tekur mið af kjörorðum há- tíðarinnar. Undirbúningur hefur staðið síðan í vetur en þau félagasamtök sem að gleðinni standa og mynda samstarfs- nefnd um Hinsegin daga 2000 i Reykja- vik eru Samtökin ’78, félag lesbía og homma á Islandi, FSS - Félag samkyn- hneigðra stúdenta í Háskóla íslands, Stonewall-félag samkynhneigðra nem- enda í framhaldsskólum, MSC-ísland og samtökin Jákvæður hópur homma. Eitthvað fyrir alla, konur og kalia Hátíðahöldin laugardaginn 12. ágúst hefjast með litríkri skrúðgöngu gegn- um miðbæ Reykjavíkur og hefst gang- an við Hlemm kl. 15. Haldið er niður Laugaveg og niður á Ingólfstorg þar sem útiskemmtun hefst kl. 16. Á torg- inu munu fjallkarlinn og íjallkonan ávarpa gesti og flytja hátíðarljóð en síðan stíga skemmtikraftar á svið. Þar má nefna einstæðan flutning Andreu Gylfadóttur og Lögreglukórsins sem syngja saman í fyrsta skipti lög frá liðinni öld. Páll Óskar stígur á stokk, Hreiðar Ingi Þorsteinsson flyt- ur gamlan slagara, Drottningar dags- ins taka létta sveiflu undir stjórn Keikós og Felix Bergsson skemmtir auk hljómsveitarinnar Ótuktar. Hljómsveitin Bellatrix er rúsínan í pylsuendanum en hátíðahöldunum lýkur þegar sveitin hefur lokið sér af. Um kvöldið, nánar tiltekið kl. 23, er efnt til hátíðardansleiks á skemmti- staðnum Spotlight við Hverfisgötu. En það er margt fleira sem setur svip á hátíðina um helgina. Þann 10. ágúst opnaði Sigga Bima Ijósmynd- G-streng. íslenskar konur viröast hafa farið varhluta af þessu sniðuga fýrirbæri sem komið hefur fleiri karlmönnum til að brosa en Jack Daniels. Hvað karlpeninginn varð- ar er Þór Jóseps- son eina íslenska G-strengjabrúð- an enn sem komið er. Hvernig væri nú að kasta brjóstahöld- um og sloggí fyrir popplag í G-dúr? ari sýningu á verkum sínum í Regn- bogasal Samtakanna '78 á Laugavegi 3, undir heitinu „Litir, líf og stolt“. Þar sýnir hún ljósmyndir frá Gay Pride í New York í fyrra þegar minnst var 30 ára afmælis Stonewall-upp- nefnt. Lestina rekur svo Skápavagn- inn, bíll með kerru, hlaðna skápum af ýmsu tagi sem meiningin er vist að brjóta endanlega þegar gangan kemur á ákvörðunarstað á Ingólfstorgi. Eins og segir í fréttatilkynningu þá viðbótin í ár.“ Ragnar segir gönguna á laugardaginn vera að erlendri fyr- irmynd og að í flestum stórborgum heims hafi verið famar göngur sem þessi allt frá 1969. Á Ingólfstorgi í fyrra voru um 1500 manns og nú er búist við enn fleira fólki. Þegar Ragn- ar er spurður hvort hátíðahöldin gefi rétta mynd af samkynhneigðum í dag segir hann svo vera. „Við skulum samt hafa í huga að þetta er skemmt- un. Við búum okkur ekki endilega svona glæsilega upp á þennan hátt dags daglega. En þetta verður góð skemmtun.“ reisnarinnar sem markar tímamót í sögu samkynhneigðra. í kvöld sýnir leikarinn Virginio Lima frá Bretlandi kabarett sinn, „The Blond Angel“, Ljóshærða engilinn, í KafTileikhúsinu Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Einar Örn Einarsson og Peter Murphy sjá um tónlistina. Hiemmur kl. 15 Gangan er víst með glæsilegra móti en þar, eins og annars staðar i mann- lifinu, er flóran fjölbreytt. Það er kannski bara best að mæta á staðinn til að berja dýrðina augum, allavega er upptalningin löng og skrautleg. Fyrir göngunni fer mótorhjólalögga, þá fjór- ar lesbíur á mótorhjólum, Venus hin fagra og dansandi drottningar, hest- vagn með fjallkonu og -karl sem leikar- amir Hanna Maja og Ámi Pétur túlka. Þá má líta trumbusláttarlesbíur, Regnbogahermenn í rómverskum pils- um, mannskap úr MSC-Island á bíl- palli, dragdrottningar, Stínu bongó og lagskonur hennar, svo eitthvað sé eru þetta bara fyrir fram ákveðnir og fastir liðir í göngunni. Innan um verða svo borgarbúar, vinir og vel- unnarar, hommar og lesbíur og annað skemmtilegt fólk. Sýnileiki og veruleiki „Við erum búin að panta góða veðrið. Það er allt á fullu í lokaund- irbúningi og við verðum að fram á seinustu stundu,“ sagði Ragnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, en hann er í nefnd- inni um Hinsegin daga. „Það er von okkar að hátíð sem þessi geti orðið árlegur viðburður og að Hinsegin dagar verði hluti af sýnileika lesbía og homma á íslandi í framtíðinni. Hátfðin í fyrra mæltist mjög vel fyr- ir og er Paradið eða Kamivalið stóra Þetta er okkar dagur Rósa Guðmundsdóttir var ein þeirra sem voru á kafi í undirbún- ingi þegar Fókus heyrði i henni. í húsakynnum Samtakanna var verið að sauma og stússast og aðrir voru úti um allan bæ til að ganga frá laus- um endum; það var góður andi og til- hlökkun í herbúðum Hinsegin daga. „Þetta er okkar dagur, eini dagurinn á árinu sem er virkilega okkar. Við erum sýnileg og bjóðum fólki að vera með.“ Rósa segir þetta vera fyrstu Gay Pride-göngu nokkurn tímann á Islandi. Árið 1995 fór reyndar fram ganga en hún var meira í þá átt að berjast fyrir réttindum samkyn- hneigðra með kröfuspjöld og slíkt. Rósa verður að sjálfsögðu með í göngunni á laugardaginn, íklædd drag-brúðarkjól. „Málið er að hafa gaman af þessu og fagna því að vera til, vera lifandi, hvort sem maður er samkynhneigður eða ekki, við erum öll virkir þátttakendur í samfélag- inu. Þarna verður öll flóran saman komin, allur regnboginn og þannig á það líka að vera.“ Okkur er sem sagt ekkert að van- búnaði. Kynvillt eða ekki, allir úti á götu og látum sjá okkur niðri í bæ á laugardaginn. Það er synd að vera ekki með. Guðrún Inga Torfadóttir, leikkona í Með fullri reisn. ÖU dýr eru med hringlaga rassgðt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.