Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 7
4 Ifókus Vikan 11. áqúst til 17. áaúst .£ X.Ö., í kvöld verður kvikmyndin Galaxy Quest frumsýnd í Háskólabíói. Myndin skartar ekki ómerkari leikurum en Tim Allen, Sigourney Weaver og Alan Rickman. Myndin er kómedía sem sýnir fyndnari hlið á geimlífinu en menn eru vanir. Galaxy Quest fjallar um leikara í samnefndum þætti sem lenda í hremmingum þegar geimverur sjá þátt þeirra og verða sannfærðar um að leikarar þáttanna séu al- vöruhetjur. Fókus býður lesendum í bíó á þessa mynd um helgina. Leikkonan Sigourney Weaver prófar hér að leika nýtt geimhlutverk en hún hefur verið frekar öflug í þessum bransa og hefur, eins og flestir vita, verið drottning Alien-myndanna. Myndin fjaHar ekki um geimfara heldur um leikara sem leikið hafa geimfara. Thermianar, íbúar Klatu Nebala, sjá sjónvarpsþáttinn Galaxy Quest og halda að þama sé blákaldur veruleikinn á ferðinni. Sigourney Weaver (Alien, Work- ing Girl) segir um þetta: „Myndin er mjög fyndin. Hugmyndin um að fólkið sem við leikum geti bjargað heiminum finnst mér sniðug vegna þess að það er ekki geimfarar held- ur fólk sem leikið hefur geimfara. Það er jafnlíklegt að það geti bjarg- að heiminum og að NASA hringdi í mig til þess að slátra illgjamri geimveru vegna þess að ég lék í Alien.“ Ljóskan Sigourney Weaver Weaver leikur Gwen DeMarco en í þáttunum Galaxy Quest fór Gwen með hlutverk Lieutenant Tawny Madison en hennar eina hlutverk var að endurtaka skipan- ir sem tölva geimskipsins fór með. Gwen vill vera stelpa sem skiptir máli og hafa annað hlutverk í geimskipinu en að endurtaka skip- anir. Weaver kemur áhorfendum líka á óvart þar sem hún er hér í hlutverki ljósku en þannig hafa áhorfendur aldrei séð hana fyrr. Weaver hefur reyndar verið ófeim- in við að gera drastískar breyting- ar á hári sínu fyrir hlutverk, til dæmis snoðaði hún sig fyrir Alien hl Tim Allen (Home Improvement, Toy STORY I&II) leikur Jason Nesmith, leikarann sem leikur Peter Quincy Taggart í Galaxy Quest. Karakter Allen er dramnó- armaður sem filar það þegar mis- skilningurinn kemur upp og hann er talinn alvörugeimfari og hetja. Jason var sá leikaranna sem tók því verst þegar hætt var að fram- leiða þættina. The Galaxy Quest skartar ein- valaliði. Auk þekktra leikara er Galaxy Quest leikstýrt af Dean Parisot (fékk óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina The Appointments of Dennis Jennings) og framleiðendur kvikmyndarinnar eru óskarsverð- launahafinn Mark Johnson (Rain Man) og Charles Newirth. Mikið er lagt í búninga myndarinnar enda sér tvöfaldi óskarsverðlaunahafinn Linda DeSenna um búningahönn- un (Bugsy, All That Jazz). Fókus býður lesendum sínum á þessa mynd sem sýnd er í Háskóla- bíói um helgina. Miðana er að finna í Lífið eftir vinnu. b í ó Bíóborgin Keeping the Faith Mynd um furðulegan ástarþrí- hyrning þar sem trúmál flækja hlutina enn frekar. Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 American Psycho *** American Psycho byrjar nær óaðfinnanlega og heldur dampi en lokakaflinn er snubb- óttur. Þrátt fyrir það er myndin langtum betri en maður bjóst við. Hún er lykiltexti í vestrænni samtímamenningu og hvet ég fólk til að drífa sig f bíó.-BÆN Sýnd kl.: 5.50, 8,10.10 Gone in 60 seconds * Sýnd kl.: 5.50, 8,10.10 Bíóhöllin Perfect Storm Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Clooney og Wahlberg beijast við Ægi. Æsispenn- andi viðureign! The Patriot Mel Gibson er mættur drullugur upp fyrir haus aö berjast við Breta um Bandaríkin. Sögufölsun eins og hún gerist best. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Pokémon Það þarf varla að kynna Pokémon- teiknimyndina fyrir krökkunum. Þau sjá um kynn- inguna sjálf. Sýnd kl.: 4, 6 American Psycho *** Sjá Bíóborg Sýnd kl.: 10:10 Gone in 60 seconds sjá Bíóborg Sýnd kl.: 8 Toy Story 2 *** Þetta framhald fýrstu Leik- fangasögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af fjöri fyrir bæði börn og fullorðna.-ÁS Sýnd kl.: 4, 4 Háskólabíó Galaxy Quest Sýnd kl: 4, 6, 8,10,12 The Flintstones Endurgerö númer tvö af teiknimyndunum vinsælu. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Mlsslon: Imposslble 2 ** Þetta er ein albesta myndin f kvikmyndahúsunum um þessar myndir. Hvort það er lof um myndina eöa áfellisdómur yfir úrvalinu í kvikmyndahúsun- um, sem fer sfminnkandi, skalt ósagt látið.-BÆN Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Simpatico Ef þú villt sjá fullt af frægu fólki skaltu fara á þessa mynd sem er gerð eftir leik- riti Sam Shepards. Sýnd kl.: 8,10.15 101 Reykjavík *** 101 Reykjavík liggur mik- ið á hjarta en gleymir aldrei því hlutverki að skemmta áhorfendum. 101 Reykjavfk er islensk og alþjóðleg mynd f senn, og hún er með á nót- unum. Það er ekki brokkað á milli bæja f 101. - BÆN Sýnd kl.: 8,10 East Is east *** Galsafull mynd sem er fylli- lega þess viröi að horfa á þótt bæði uppbygging sögunnar og lykilpersónur séu nokkuð þver- 1 e i k h ú s |Kabarettsýningin Ljóshærði engillinn verður á dagskrá Kaffileikhúss- ins í kvöld í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Sýningin kemur frá London og brasilíski leikarinn Virginio Lima er kominn til landsins af því tilefni með sýninguna. Rannsakar kabaretttónlist Ewópu milli stríða Leikarinn Virginio Lima frum- sýndi Ljóshæröa engilinn í London, nánar tiltekið í Canal Café leikhúsinu áriö 1998. Sýning- in hefur verið alveg fáránlega vin- sæl og hefur verið endurtekin aft- ur og aftur og aftur. Virginio þessi er frá Brasilíu og er auk þess að vera leikari, leikstjóri, dansari og hönnuður. í sýningunni er farið yfir stórt svið, allt frá drottning- unni Marlene Dietrich og til Hollywood. Hann frumsýndi Ljós- hærða engilinn í Canal Café leik- húsinu í London árið 1998 við svo frábærar undirtektir að sýningin hefur verið tekin upp aftur og aft- ur. Einnig á hann að baki feril í sjónvarpi sem höfundur að fræðsluþáttum fyrir böm. Hann hefur búið í London síð- astliðin fjórtán ár og hefur i um fjögur ár verið á fullu í rannsókn- um og upprifjun á kabaretttónlist Evrópu sem blómstraði á árunum milli stríða. Stjórnandi og danshöfundur sýningarinnar er David Waring en tónlistarmaðurinn Peter Murphy hefur umsjón méð tón- listarútsetningum og leikur á dragspil í sýningunni. Hér heima verðurEinar örn Einarsson með í dæminu og hann ætlar að sjá um píanóleik. Virginio Lima er staddur hér á landi meö sýninguna Ljóshæröa engilinn. Fókus-mynd ÞÖK sagnakenndar. -BÆN Sýnd kl.: 8 Sweet and Lowdown **** Besta kvikmynd Allens í langan tíma, einstaklega lifandi og grá- glettna kvikmynd um mann sem öörum þræði er snillingur en á hinn bóginn sjálfselskur drykkju- bolti sem traðkar á tilfinningum annarra. Rós í hnappagat Allens.-HK Sýnd kl.: 6 Kringlubíó PerfectStorm ClooneyogWa- hlberg berjast við Ægi. Æsispennandi viðureign! Sýnd kl.: 3:45, 5:30,10:30 American Psycho *** sjá Bíóborg Sýnd kl.: 8,10 Romeo must die Kung fu meistarinn Jet Li hopp- ar og sparkar og segir: ,Híæ“ í 90 mínútur. Sýnd kl.: 8,10.15 Pokémon sjá Bíóhöll Sýnd kl.: 3:45, 6:15 Three to Tango ** Sem betur fer leggja menn enn metnað sinn í að gera vandaðar afþreyingar- myndir. Three to Tango er dæmi um slíka mynd. BÆN Sýnd kl.: 4, 6 Laugarásbíó Return to Me David Duchovny hristir af sér X- files-slenið með ofurgellunni Minnie Driver. Sýnd kl.: 5:30, 8,10:20 The Patriot Sjá Bíóhöll Sýnd kl.:5, 8, og 11 Keeplng the Faith sjá Bíóborg Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Gladiator *★* Hér er boðið upp á kvikmynda- gerð eins og hún getur best orðiö. -HK Sýnd kl.: 5, 8,10.40 Regnboginn Perfect Storm Sjá Kringlubíó Sýnd kl.: 5:40, 8,10:30 Me, myself & Irene ** Nóg er af ágætum hug- myndum en þær smella einhveija hluta vegna ekki. .-BÆN Sýnd kl.: 5.40, 8,10.20 Hamlet Enn ein útfærslan af Hristispjótsverkinu Hamlet. Nú er miðalda Danmörk í nútíma Wall Street búning. Sýnd kl.: 6, 8 Stuart little ** Á milli vel heppnaðra hasar- sena er bandarísk flölskylduvæmni allsráðandi í aliri sinni yfirborðsmennsku. -BÆN Sýnd kl.: 6 Ordinary decent Criminal Sýnd kl. 10:20 Erin Brockovitch ** Erin Brockovich er fyrst og síðast það sem þeir í Hollywood kalla ,star vehicle" eða stjörnuvagn, sérhannaöur pakki utan um sjarma tiltekinnar kvikmyndastjörnu. -ÁS Sýnd kl.: 8,10.20 Stjörnubíó The Patriot sjá Bíóhöll Sýnd kl.: 4, 7,10 Pokémon sjá Bíóhöll Sýnd kl.: 4, 6 28 Days ** Skaösemi brennivíns og eiturlyfja sýnd á gamansaman hátt. -HK Sýnd kl.: 8,10 T/AFFI REY HjAVlK RFS TAURAN I H A R Föstudagur: Montana í búrinu og frítt inn til kl. 24.00, 500 kr eftir það. Snyrtilegur klæðnaður, 25 óra aldurstakmark. Laugardagur: Hausverksball með Valla sport í súpermannbúningi ú barnum og Sigga Hlö í búrinu. T/AFFI , REUJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.