Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 5
Ifókus Vikan 11. áqúst til 17. áqúst 1 1 f ið F F T I R V T N N H Sambíóin og Regnboginn frumsýna í kvöld kvikmyndina The Perfect Storm. Myndin segir sanna sögu af sjómönnum sem eru við línuveiðar á Flæmska hattinum þegar þeir reita veðurguðina til reiði og fá að kynnast mesta fárviðri síðari tíma. Leikararnir eru ekki af verri endanum. Barnalæknirinn viðkunnanlegi, George Clooney, fer með aðalhlutverkið ásamt hvíta rapparanum „Marky“, Mark Wahlberg. Fárviðri á ■ ICCr 11 OIVCI hattinum Á degi hrekkjavöku 1991 liggur dall- urinn Andrea Gail viö akkeri í sjávar- plássinu Gloucester í Massachusetts- ríki Bandaríkjanna meö Biily Tyne, leikinn af Clooney, gamalreyndum grásleppukarli, við stjómvölinn. Með honum í áhöfn er Bobby Shatford (Mark Whalberg), ungur maður og ný- skilinn, sem þarf að vinna fyrir himin- háum lögfræðireikningi og halda uppi nýrri kæmstu (Diane Lane). Gegn hennar vilja ræður hann sig í síðasta túr veiðitímabilsins í von um feitan hásetahlut. Mesti stormur sögunnar Um borð í skipinu em einnig þeir Murph (John C. Reilly), gamall jaxl í sjómennskunni sem þarf að vinna fyr- ir konu og bami, Alfred Pierre (Allen Payne), léttlyndur kvennaflagari frá Jamaíku, og einmana heimamaðurinn Suily (William Fichtner) sem ákveður á síðustu stundu að fara með. Tyne skipstjóri hefur verið heldur gæfulaus í síðustu köstum og vill reyna fyrir sér á útmiðum. Hann setur stefnuna á Flæmska hattinn en þegar komið er út á rúmsjó berast honum fréttir um óveður í uppsiglingu. Kallinn vill þó reyna að ná nokkrum góðum köstum i stað þess að halda heim tómhentur. Öðmm báti, Hannah Boden, er stýrt af hörkukvendinu Lindu Greenlaw (Mary E. Mastrantonio). Hún hefur flskað vel og afræður að snúa strax til hafnar. I veðurfréttum er tilkynnt að fellibylurinn Grace sé að sækja í sig veðrið en veðurspámönnum að óvör- um lendir fejlibylnum saman við ógur- lega hæð, ættaða frá norðurskauti, og bandarískt óveður, og úr verður mesti stormur sögunnar. Allt gerist þetta á svo miklum hraða að veðurstofunni gefst ekki ráðrúm til að skýra fyrir- bærið og rétt nær að senda út viðvör- un til skipanna á miðunum áður en stormurinn nafnlausi skellur á. Á meðan Andrea Gail og hin skipin, sem era föst í klóm fárviðrisins, reyna að ná landi stefna björgunarsveitir út í óvissuna og úr verður bíómynd. Leikstýrði Das Boot Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri metsölubók Sebastians Jungers og var fengið einvalalið tæknigúrúa úr Hollywood til að gæða það lífi. Wolfgang Petersen leikstýrir Storminum en hann gerði hina frægu kafbátamynd, Das Boot, árið 1981. Nokkrar myndir komu frá honum í kjölfarið en fengu dræmar undirtektir, að Sögunni endalausu (The NeverEnd- ing Story) undanskilinni. Það var svo Clint Eastwood sem fékk hann til þess að gera In the Line of Fire en sú mynd varð geysivinsæl og Petersen fylgdi henni eftir með hasarmyndunum Out- break og Air Force One sem fengu George Clooney lelkur sjóarann Bllly Tyne sem er gamalreyndur grásleppukarl. Skipiö Andrea Gail lendir i felllbylnum Grace og ógurlegri hæö frajiorö urskauti og ur veröur mesti stormur sögunnaj og rlsastór'bíömynd. •s góða aðsókn. Umsjónarmaður tækni- brellna er Steffen Fangmeier sem áður hefur fengist við að búa til vindstig á tölvuskjá með hvirfilbylnum í Twist- er. James Homer samdi tónlist við lætin en hann gerði slíkt hið sama fyr- ir Titanic. Hlustaði á reynslusögur sjóara Aðalleikarar The Perfect Storm, Ge- orge Clooney og Mark Wahlberg, baða sig báðir i sviðsljósi Hollywood um þessar mundir. Þeir léku nýlega sam- an í myndinni Three Kings og raunar var það Clooney sem benti leikstjóra Perfect Storm á að gefa Wahlberg hlut- verk í myndinni. Þeir félagar eyddu hvor um sig nokkrum vikum til undir- búnings áður en tökur hófust. Clooney varð að læra að sigla skipinu og Wa- hlberg, sem spreytti sig á línuveiðum, lék þess á milli ballskák og hlustaði á reynslusögur alvörusjóara á búllum Gloucester. Mark Wahlberg hóf sinn feril sem skemmtikraftur í líki rapparans og breikdansarans Marky Mark. Bróðir hans, Donnie, söng með hinu eina sanna strákabandi New Kids on the Block, en okkar maður var of reiður fyrir sykursætt táningspopp og hitaði frekar upp fyrir bandið með eigin sveit, the Funky Bunch. Hann söng inn á tvær plötur en lagðist í mikla eiturlyfjaneyslu um líkt leyti, rændi fólk og limlesti í hjáverkum. Á endan- um vaknaði Mark upp við vondan draum, í fangelsi, við hliðina á gröð- um klæðskiptingi. Hann ákvað að bæta ráð sitt og sýndi nærfatnað fyrir Calvin Klein þar til hann krækti í hlutverk í myndinni Basketball Di- aries, við hlið Leonardos DiCaprio, og fékk mikla athygli fyrir. Það var svo Boogie Nights sem skaut honum upp á stjömuhimininn. Þar fór strákur með hlutverk sem byggt var á lífi klám- myndaleikarans Johns Holmes og skartaði miklum gúmmíbelli. Síðan þá hefur hann leikið í nokkrum myndum og hans helsta áhugamál ku vera að aðstoða gamla vini sem eiga erfitt með að venja sig af glæpsamlegu lífemi. Eðlilegi glaumgosinn George Clooney er besti vinur bandarískra húsmæðra. Hann hefur leikið Dr. Doug Ross, barnalækni á Bráðavaktinni, í fimm ár samfleytt og í nokkrum bíómyndum þar að auki, meðal annars sem leðurblökumaður- inn, vampímbani, bankaræningi og ofursti í Persaflóastríðinu. Clooney rembist við að vera eðlilegur en hon- um er meinilla við stjörnufárið í kringum Hollívúdd-leikara og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar hvað það varðar. Hann neitaði að borða i sérstöku mötuneyti fyrir leik- Mark Wahlberg þykir enn einu sinnl sýna góðan leik í Perfect Storm en frægð- arsól hans hefur rlsið hratt frá myndinni Basketball Dlaries. ara á tökustað Bráðavaktarinnar og tókst næstum því að kyrkja David Russel, leikstjóra Three Kings, eftir að Russel hafði gengið í skrokk á varnar- lausum aukaleikara. „Hann öskraði á mig: sláðu mig, kuntan þín, sláðu mig,“ er haft eftir Clooney í tímaritinu Playboy varðandi atvikið. Clooney á fullorðinn gölt fyrir gæludýr en er að öðru leyti einhleypur. Hann líkir hús- inu sínu við Playboy-setrið þó að mik- ið vanti upp á kynlífið að hans eigin < sögn. Um hverja helgi hittist vinahóp- urinn til þess að grilla, spila körfu- bolta og keyra um á mótorhjólunum sem Clooney gaf bestu félögunum. Pet- ersen, leikstjóri Perfect Storm, er óspar á hrósið í garð Clooneys og spá- ir því að frægðarsól hans muni rísa enn hærra á komandi árum. Næsta verkefni hins geðþekka sjarmörs er fyrir Coen-bræðurna í myndinni Brother, Where Art Thou? og verður spennandi að fylgjast með honum í þeirri mynd. mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 • Fax: 554 6303

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.