Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 4
Vikan 11, áqúst til 17. áaúst ■I lífið Æ-E-J-JL.B V—I—N—ELLL Ifókus Rokkað við Rúna Júl Um helgina fór ég í afmæli til frænda míns sem haldið var í sumarbústað í Syðri-Reykjum. Rosa kósý. Varðeldur, grill og lif- andi tónlist. Eftir það skellti ég mér á sveitaball í Úthlíð með Rúna Júl - þú getur rétt ímyndað þér stuðið! Björn, kærastinn minn, skellti sér upp á svið og spilaði á bassann i tveimur lögum. Hann er ekki amalegur bassaleik- ari, enda með mér í hljómsveit- inni Jargonbuster. Þetta er eigin- lega fyrsta sveitaballið sem ég fer á, ef undan er skilið eitt ball í Njálsbúð. En þar hitaði ég einu sinni upp fyrir Todmobile, með hljómsveitinni Yrja. Kristbjörg Kari Sólmundardótt- ir, yfirdeitari Djúpu laugarinnar •Klúbbar ■ SNERTING Á THOMSEN Það veröur boðiö upp á einstakt sex klukkutlma sett með Grétarl G. í kjall- aranum á Thomsen í kvöld. Snertingin er í algleym- ingi og fólk er hvatt til að mæta snemma og taka rútuna alla leið. Á bamum uppi verða þeir Nökkvl og Ýmir í hörkustemningu. Ýmir kemur beint ofan af flugvelli með allt nýja stöffið sem dugar vonandi eft- ir að plötunum hans var stolið á dögunum. ■ TÍSKA Á ASTRO Dagskrá á Astro, tengd futurice- uppákomunni. Módel og tlskusnobbarar sýna sig og... sýna sig. Tískusýning frá X-18 og PS Margeir og PS Ýmir sjá um tónlist á meðan rætt er um mik- ilvæga tískutengda hluti. ■ STUÐ Á GRÓF Það verður nóg um aö vera á nýja skemmtistaðnum Café Gróf I kvöld. Þessi staður, sem er í hjarta borgarinnar, elsta húsi bæjarins, ætlar aö bjóða gestum sínum upp á tónlist DJ Grét- ars í kvöld og ætti enginn að veröa svikinn af herleg- heitunum. •Krár ■ CATALINA. HAMRABORG Catalina, Hamraborg. Hljómsveitin Gammel Dansk kemur mönnum í heig- arstemningu. ■ FJÖRUKRÁIN KOS leikur fyrir dansi á Fjóru- kránni. ■ GAMMON Á NAUSTINU Á Naustinu ætlar Liz Gammon að leika fyrir smjattandi matargesti og ölv- aða sjómenn. Ósérhlífnin er í fyrirrúmi því Liz ætlar að refsa sér og öðrum með fimm tíma maraþonsetu frá kl. 22 til kl. 3. Opiö alla daga. Afslöppun á Gaza-svæðinu Ég er nú búinn að vera upptek- inn við skipulagningu lágmenn- ingartónleika í vikunni en var á Snæfellsnesi um helgina. Þetta var fjölskylduferð með kærustunni minni og dóttur. Við gistum á Gaza-svæðinu, eins og nokkrir fordómafullir Ólafsfirðingar vildu kalla Hell- issand, og urðum fyrir þeirri svekkjandi reynslu að missa naumlega af tónleikum með Skímó á Grundarfirði. Þess á milli hitti ég vinafólk og hafði þaö gott. Egill Tómasson, starfmaöur Hljómalindar ■ GOS Á AMSTERDAM Boöið verður upp á sveita- ballahljómsveitina Gos á Cafe Amsterdam. Sannir tónlistarunnendur ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. ■ GUNNI Á GRAND Á Grand Hótel veröur Gunnar Páll syngjandi við eigin undirleik. Rómantíkin liggur í loftinu og blandast Ijúfum matarilmi. ■ JURTIN Á VEGAMÓTUM Herb Legowitz Gusgusnagli snýr plötum á Vegamótum I kvöld og nýtur máski aðstoðar danskra skiptinema til þess.Frítt inn. ■ PENTA LEIKUR Á DUBLINER Hljémsveitin Penta veröur í rauðhærðri [rasveiflu á öe Dubliner um helgina. ■ AKUREVRINGAR Á KRINGLUNNI Hljómsveitin PKK gefur tóninn og akureyrskan hreim fyrir gleði og glaum á Kringlukránnl um helgina. PKK leikur frá 23 til 3 eftir miönætti bæði kvöld og ætti enginn að verða svikinn af akureyrskri sveiflu í hæsta gæða- flokki. Hananú, Einn kaldur á Skugga Ég fór á Skuggabarinn á föstu- daginn, með landsliðinu, og fagn- aði góðu gengi á nýloknu Norður- landamóti. Mér þótti kærkomið að fá að sletta úr klaufunum eftir að hafa verið innilokaður i íþróttahúsi það sem af er sumri. Annars var þetta ósköp venjulegt, einn kaldur og kíkja á stelpumar. Baldur Ólafsson, körfuknatt- leiksrisi • GULLÖLDIN TEKUR Á SPRETT Stuðararnir í „Léttum sprettum” nfa með sér bændur og búaliö I öl og sveiflu á Gullóldinni. Opið til 3. Alltaf tilboð á bar. ■ SPORTKAFFl MEÐ DISKÓ Plótusnúöamir Ak bert og Siggi spila stuðplötur fram eftir nóttu með Sportkaffinu. Bðll ■ SVITIÁ NÆTURGALA Hinir óborganlegu félagar, Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson, sem þjóðin hefur fagnað sem ballkóngum íslands, leika öll bestu danslögin á Næturgalanum. Enginn aðgangseyrir til 23.30. ■ SÁLIN OG ÍRAFÁR í LEIKHÚSKJALLARANUM Svona er sumarið í Leikhúskjallaranum. Rokkbönd- in Sálin og írafár leika fyrir sveittum dansi fram á rauðanótt. Samfarir við hund Ég fór og fékk mér hvolp fyrir helgina. Mig hefur alltaf langað til i að fá mér einn 1 slíkan og gaf hon- 1 um það virðulega 1 nafn, Lubbi. Ég 1 fór því ekki í úti- ' legu um verslun- armannahelgina heldur einbeitti ég mér að því að þrífa upp þvag og saur. Lubbi hefur gert lítið annað en stykkin sín alla helgina og nag- að allt sem leggja má tennur á. Þetta hefur komið sér frekar illa þar sem ég er að rembast við að læra fyrir haustprófxn. Ég vona bara að þetta fari allt saman á besta veg, prófin gangi vel og Lubbi hætti að skíta á parketið og ég hlakka til þess þegar hann fer að hafa samfar- ir við löppina á mér. Haukur Örn Birgisson, laganemi og Heimdellingur ©Klassik ■ KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri veröa haldnir í dag. Tónleikaröðin hefur áunnið sér fastan sess I tónlistarlífi landsmanna á sumrin. Flestir flytjendur eru á aldrinum 20 til 30 ára og bera tónleikarnir því að þessu sinni yfirskriftina ný kyn- slóö á nýrri öld. Edda Eriendsdóttir, píanó, Finnur Bjarnason, tenór, Guörún Hrund Haröardóttlr, víóla.Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Sif Túliníus, fiöla, Slgurbjórn Bernharösson, fiðla, Siguröur Bjarki Gunnarsson, selló. •Sveitin ■ NAGLBÍTAR VIÐ LAGARFUÓT Á Ormlnum á Eg- ilsstóöum, ætla 200.000. naglbítar aö rokka úr sér lifrina á meðan gestir vinna á þeim með öðrum hætti. Aðgangseyrir er 1000 krónur. ■ DRAUGAVAKA j MINJASAFNI AKUREYRAR Mlnjasafnlö á Akureyri er opið um helgina frá kl. 11-17 og er boðið upp á draugavóku af bestu gerð eins og fólkinu á Minjasafninu er einu lagið. ■ GREIFARNIR Á STAPANUM Greifarnir veröa með megastuð i Stapanum í Keflavík.Greifarnir hafa ekki spilað í Stapanum í tvö ár svo enginn má missa af þessu tækifæri, nema þeir sem hlusta ekki á Greifana en þeir eru fáir. ■ HAFRÓT Á LUNPANUM Á Lundanum, Vest- mannaeyjum, ætlar hljómsveitin Hafrót aö tromp- ast á hljóðfærunum og opna alla svitakirtla á eyja- peyjum og -pæjum. ■ SKUGGA-BALDUR Á HELLU Plötusnúðurinn Skugga-Baldur ætlar að halda uppi stuöinu á vet- ingastaðnum Kristjáni X á Hellu í kvöld. Stemning- in hefst klukkan 23 með tilheyrandi látum. ■ SKÁTAMÓTH) NORDJAMB 2000 Skátamótiö Nordjamb 2000 státar af 450 þátttakendum og leiöbeinendum. í dag hittast skátarnir á Úlfljóts- vatni þar sem þeir verja helginni saman. Mótinu verður svo slitiö á sunnudag á Þingvöllum við Stekkjargjákl. 15.30. ■ BINGÓ Á RÁNNI Beint úr Þjórsárdal koma gleöip- innarnir úr hinni frumlegu sveit, Bingó, alla leið til Keflavíkur til að græða peninga og gleðja aðdáðend- ur af Suöurnesjum bæði kvöld helgarinnar. •Kabarett ■ HINSEGIN DAGAR 2000 í REYKJAVÍK Um helg- ina veröa ýmsar viðburðir á vegum Hinsegin daga 2000 í Reykjavík. Má þar nefna Ijósmyndasýningu Siggu Bimu í Regnbogasal Samtakanna ¥78 á Laugavegi 3, kabarett! Kaffileikhúsinu og svo „Gay Pride" skrúögöngu samkynhneigöra á laugadegin- um. ■ TÍSKA í AUSTURSTRÆTI Skóframleiöandinn X- 18 stendur fyrir heljarinnar tlskusýningu í Austur- stræti í nótt. Uppákoman tengist Futurice og hefst kl. 24:00 utan viö skemmtistaðinn Astró. Sýningin verður fest á filmu af Júlíusi Kemp og verður margt erlendra gesta og fulltrúar heitustu tískufmiðla al- heims. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfskipaðar tískulöggur til að hittast og sleikja hverja aðra upp. Erum við ekki æöisleg? Hinsegin dagar að renna sitt skeiö og þá er tilefni til aö fagna og allir vita að samkynhneigt fólk kann svo sannarlega að skemmta sér. Ójá, það verður ein allsheijargay stemning á þessu Hommaheaveni íslands og hver veit nema Páll Óskar, Rósa, Berg- þór Páls, Svavar Öm, Venus, Helmir Már og Kol- brún Bergþórs. ■ TÍSKA #2 Á ASTRÓ í nótt munu plötusnúðurinn Gummi Gonsales og bongóleikarinn Shaq leiöa saman hesta sína á Astro og senda frá sér jákvæð- ar bylgjur á neðri hæð. En PS Ýmir er við stjórnvöl- in á þeirri efri. •Krár ■ CATAUNA, HAMRABORG Catalina, Hamraborg. Hljómsveltin Gammel Dansk kemur mönnum í helg- arstemningu. ■ GUNNI Á GRAND Á Grandhótel veröur Gunnar Páll syngjandi viö eigin undirieik. Rómantíkin liggurí loftinu og blandast Ijúfum matarilmi. ■ HR. HVÍTUR Á KROSSGÓTUM Mr. White ætti að vera öllum lesendum að góðu kunnur úr litaveri. Hann er kominn úr Eyjum til að þeyta skífum og komast í fíling á Vegamótum. Fritt inn. ■ PENTA LEIKUR Á DUBUNER Hljómsveltin Penta verður I rauðhærðri írasveiflu á öe Dubliner um helgina. ■ ÁLAFOSS FÓT BEZT Trió Robins Nolan veröur sígaulandi í sígaunaham og djasssveiflu á Álafoss föt bezt. Tónleikarnir hefjast kl. 23. ■ AKUREYRINGAR Á KRINGLUNNI Hljómsveitin PKK gefur tóninn og akureyrskan hreim fyrir gleði og glaum á Krlnglukránni um helgina. PKK leikur frá 23 tll 3 eftir miðnætti bæði kvöld. Góö stemning að vanda þegar þessir strákar taka sig til. ■ SKUGGA-BALDUR KUÁIST VH) ÚTLAGANN PS Skugga-Baldur ætlar að æra lýðinn þegar hann kemur fram á Útlaganum, Rúðum, í fyrsta sinn. ■ SÓLDÓGG í VÍÐIHLH) Sóldögg mun verða í góðu stuði í Víöihlíð í kvöld og leika dægurlög fyrir þá sem á vilja hlýða. Það er næsta víst aö Beggi og félagar sjá um að halda mannskapnum við efnið enda ann- álaðir drykkju- og partýmenn og kunna svo sannar- lega að sjá til þess að fólkið fer sveitt heim. ■ VÍÐAVANGSHLAUP ORKUVEITUNNAR Víöa- vangshlaup Orkuveitunnar lyrir alla fjölskylduna er haldiö í dag. Hlaupiö hefst kl 13.00 á vatnsverndar- svæðinu í Heiömörk. Bílastæði eru við Rauðhóla þaðan sem hlaupurum verður ekið aðrásmarki frá kl 11.00. •Kabarett kynhneigöra og vandamanna þeirra verður farin frá Hlemmi kl. 15:00 í dag. Haldið verður niður meö Laugavegi, með tilheyrandi slagorðum og hýrum bar- áttusöngvum. Gangan nemur staðar við Ingólfstorg og heflast þar mikilir og tónleikar um kl. 16. Loks- ins fær fjallkarlinn að hefja upp raust sína við hlið flallkonunar, en þau hafa lítinn áhuga hvort á öðru. Andrea Gylfadóttir syngur með Lögreglukómum og drottningar stíga á stokk. Páll Óskar og Felix Bergsson koma fram auk fjölda annarra skemmti- krafta og hljómsveitin Bellatrix lokar svo hátíðinni. Öllum er heimil þátttaka. ■ BACKGAMMONMÓT Á GRAND ROKK Grandið verður með Backgammonmót í dag, kl. 14.00. Allir eru velkomnir enda Grandið hlýr og elskulegur stað- ur. Mótið er haldið á vegum Backgammonfélags Reykjavíkur sem er til, ótrúlegt en satt. Þátttöku- gjald er 500 kr. en 300 kr. fyrir félagsmenn. Verð- laun eru sögð vegleg. ■ MEÐ FULLRI REISN Leikritið meö fullri reisn er sýnt í Tjamarbíói í kvöld, kl. 20.30. ■ LEIFSHÁTÍÐ AÐ EIRÍKSSTÓÐUM í HAUKADAL FjölskyIduhátíö Leifs Eirikssonar hefst í dag og stendur yfir helgina. Þar verður því fagnaö aö 1000 ár eru liðin frá Vínlandssiglingu Leifs. Dagskráin hefst kl. 16:00 í dag. ýmissaÁ hátíöinni verða 15 ís- lenskir víkingar og 50 víkingar frá Danmörku, SvT þjóð og Noregi. Eiríkur rauði (fornleifaræðingurinn Eric Zehmke) fer fyrirnorrænu víkingunum. Farið verður í fornleiki og nýrri leiki einnig, þrautaleik pl- skyldunnar og ýmislegt fleira. Þetta hljómar alit saman mjög spennandi. íslenska víkingasveitin Rimmugýgur sýnir vopnfimi.Haldnar verða kvöld- skemmtanir og dansleikir fyrir unga og gamla.Fjöl- breyttar veitingar á boöstólnum bæði að fomum hætti.Tjaldstæöi eru innifalin í verði aðgöngu- miða.Kríli fá nýja litabók um Leif heppna. Kostnað- urinn við þetta er2000 kr. fyrir fulloröna. 1000 kr. fýrir 13-16 ára og lífeyrisþega.Ókeypis fyrir strumpa sem ekki ná 12 ára aldri. •Fundir ■ HEINESEN í DEIGLUNNI! kvöld, kl. 20.30, verð- ur bókmenntavaka í Deiglunni á Akureyri. Vakan er tileinkuð verkum Willlams Helnesens. Hluti af Lista- sumari á Akureyri. •Sport ■ FJALLAMARAÞON Útilifsmiöstöðin stendur fyrir Qallamaraþoni um helgina. Rmm lið etja kappi og þurfa að leggja 150 km að baki með ýmsum hætti. Keppnin hefst í dag og stendur samfleytt í þrjá sók arhringa. Þeim sem vilja nálgast frekari upplýsingar um keppnina er bent á vefslóðina www.fossar.is Laugardaguh 12/08 ©Klúbbar ■ TRAFFÍK Á THOMSEN Loksins er komið að Traffík-kvöldi á Thomsen og eru loforð uppi um að þetta verði betra en í fyrra. Nökkvi og Bjössl hyggj- ast kveikja í mannskapnum, ekki það að við ööru sé að þúast af þeim, og á efri bamum veröa GusGus- snúöarnir Alfred More og Herb Legowitz á bleiku skýi. Vegna einkasamkvæmis verður staðurinn ekki opnaður fyrr en klukkan 2.30 þannig að fólk getur rekist á fræga fólkið sem var á Futurice eftir það. Það veröur sem sagt engin miskunn á Thomsen í kvöld. ■ ARNAR OG FRÍMANN Á GRÓF Þaö verður nóg um að vera á Café Gróf I kvöld þegar Mono, Reykja- vík.com og Heineken bjóða til allsherjarveislu. Há- tíðin hefst á hefðbundnum tíma og verða plötusnúð- arnir ekki af verri endanum, snillingarnir Amar og Frímann. Ójá. ■ HÁTÍÐARDANSLEIKUR HOMMA OG LESSA Gay pride queer disco er yfirskrift kvöldsins á Sport- light við Hverfisgötu í kvöld. Eins og alþjóð veit eru Böl 1 ■ MILLAR Á BROADWAY Síösumarsdanslelkur Milljónamæringanna er orðinn árlegur viðburður. Þeir Bogomil Font, Páll Óskar Hjálmtýsson, Bjami Ara og Raggi Bjama þenja raddböndin á Broadway í fjölbreyttri dagskrá. 1500kall inn, enginn afsláttur fýrir ellilífeyrisþega. ■ GREIFAR í LEIKHÚSKJALLARA Greifarnir spila gamlar lummur í bland við hinar nýju í LeikhúskjalF aranum og úr verður ótrúlegt gaman fýrir ungt fólk á öllum aldri. „Vonandi drekkið þið ykkur ekki í hel!“ ■ SVITIÁ NÆTURGALANUM Hinir óborganlegu fé- lagar, Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson, sem þjóöin hefur fagnað sem ballkóngum íslands, leika öll bestu danslögin á Næturgalanum. ]) jass ■ DJASS Á JÓMFRÚNNI Djassgeggjararnir í Tríói Hauks Gröndals leika á smurbrauðsstofunni Jóm- frúnni milli klukkan 16 og 18. Tónlistin mun óma ut- andyra ef Veðurstofan er í stuöi fýrir djass og aö- gangur er ókeypis. JKlassík ■ ORGELTÓNLEIKAR í HALLGRÍMSKIRKJU í dag, kl. 12 á hádegi, verða orgeltónleikar í Hallgríms- kirkju. Við orgelið mun sitja hinn þekkti belgíski org- anisti, Jozef Sluys, dómorganisti í Brussel. Að- gangseyrir er 500 kr. ■ SÍÐUSTU SUMARTÓNLEIKARNIR í SKÁL- HOLTSKIRKJU Síöasta tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju verður nú um helgina.! dag, laugardag, kl. 15, verður flutt blásaratónlist frá barokktímanum. Rytjendur eru Bonner Barock Solisten, þýskur hópur sem hefur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar. Kl. 17 mun svo Manuela Wiesler flautuleikari flytja innlend og erlend einleiks- verk frá tuttugustu öld sem fjalla um náttúruna, fugla, stjörnur og sólina. Boðið er upp á bamagæslu meöan á tónleikum stendur. Aögangur er ókeypis og eru allir að sjálfsögöu velkomnir. ■ KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI Sjá föstudag. •Sveitin ■ SELFOSS MEÐ SÁL Sel fyssingar deyja ekki sálariaus- ir. Sálin leikur á Hótel Selfossi og blandar sér þar með inn í þaráttu ballsveitanna um yfir- ráðin! Buffalóbænum tattúver- aða. Svarar Skímó í sömu mynt? Forsala aðgöngumiða í Suðurlandssól. ■ SELMA & TODMOBILE Okkar elskaða popp- gyöja, Selma, ætlar í félagi við Todmobile að poppa upp Eiriksstaöahátið í Dölum með kvöldinu. ■ BALL Á STAPANUM Keflvíklngar mæta væntan- lega allir á sportbílunum, með hafnaboltakylfur i skottinu, til þess að hlýða á tónlistarsnilldina sem Land og synir flytja með miklum tilburðum og hreim. Er þetta uppskerudansleikur samstarfs L&S við Coca-Cola og Frelsi Landssímans. ■ HAFRÓT Á LUNDANUM Á Lundanum, Vest- mannaeyjum, ætlar hljómsveitin Hafrót aö tromp- ast á hljóðfærunum og opna alla svitakirtla á eyja- peyjum og -pæjum. ■ KLOBBIÁ ORMIDJ Klobbl viðrar mannskapinn á Orminum á Egilsstööum. ■ DANS! DEIGLUNNI í kvöld kl. 20:30 mun Anna Richards dansa fyrirgesti oggangandi í Deigtunni á Akureyri. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri. ■ HELLISBÚINN Hellisbúlnn, gamanleikrit ! leik- stjórn Siguröar Sigurjónssonar, er sýndur í kvöld í fslensku óperunni. Bjami Haukur Hellisbúi fer á kostum ! þessari sýningu sem Hallgrimur Helgason þýddi. ■ MEÐ FULLRI REISN Leikritiö Meö fullri reisn er sýnt í Tjamarbíói í kvöld, kl. 20.30. •Opnanir ■ HAUKUR DÓR í KJÓRBÚÐINNI Myndlistarmað- urinn Haukur Dór opnar! dag sýningu ! Kjörbúö Reykjavíkur á Bræðraborgarstíg. Sýningin er í glugga kjörbúðarinnar sem oft er talað um sem minnsta galleri í heimi. Opnunin er klukkan 14 og verða ýmsir listamenn úr hverfinu með dagskrá á opnuninni. ■ RÚRÍ í KETILSHÚSI Kl. 16 í dag mun verða opn- uð sýning á Ijósmyndum Rúriar á annarri hæð Ket- ilshúss á Akureyri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri. ■ VAL HÓDDU Opnuð verður sýning sem kallast Val Höddu kl. 16 ! dag á neöri hæð Ketilhúss á Akur- eyri. Sýningin stendurtil 27. ágúst. ■ ELVA j DEIGLUNNI í dag verður opnuð sýning á myndverkum Elvu Jónsdóttur í Deiglunni. Sýningin er á vegum Listasumars á Akureyri. Lokadagur sýn- ingarinnar er 27. ágúst. ■ EINKASÝNING. ÞIÐRIK Kl. 16 í dag opnar Þið- rik Hansson sina fýrstu einkasýningu ! sýningarsal Galleris Reykjavíkur, Skólavörðustíg. Sýnd veröa glæný oliumálverk, 28 talsins. Aögangur ókeypis ■ GRASRÓT Á NÝUSTASAFNI Sýningin Grasrót 200 veröur opnuð á Nýlistasafninu, Vatsstig 3b, { dag kl. 16:00.11 ungir listamenn sýna mismunandi verk sín. Á opnunardegi verður margt um að vera s.s. gjörningar, raftónlist og aðrar uppákomur. ■ VINDHANAR HJÁ ÓFEIGI40 málmlistamenn frá 12 löndum halda sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ófeigs. Sýningin (allar um vindhana semlistamenn- inir hafa hannað og umbreytt! eyrnalokka. Verkefn- iö er hluti af „Helsinki menningaborg 2000 og er far- andssýning. Sýningin verður opnuð ! dag kl. 16 og stendur til 30. ágúst.Sýningin er opin á verslunar- tíma. ■ VÍDEÓUST Á AKUREYRI „Audio visual art gall- ery“ Ustasumars á Akureyrl opnar kl. 16 í dag sýn- ingu á videólistaverkum John Hopkins í Deiglunni. Hopkins mun einnig halda fýrirlestur við opnunina. •Feröir ■ HJARTAGANGA Á ÞINGVÓUUM Landssamtök hjartasjúklinga efna til hjartagöngu á Þingvölk um.Rútuferöir verða frá BSÍ kl. 13.300 og til baka milli kl. 16 og 17. Viö Þjónustumiöstöðina á Þing- völlum verður safnast saman og þaðan farið í tvær gönguferðir, önnur frá Valhöll fýrir þá og hin aö Skóg- arkoti eftir Skógarkotsvegi. veitingar eftir göngu.eins og til dæmis heitar pylsur og nikkuielkari skemmt- ir göngufólki. ■ VIÐEYJARGANGA Þeir sem vilja feta ! fótspor Jóns blskups Arasonar, í Viðey, og ganga um sögu- fræga staöi honum tengdum geta mætt við Viðeyj- arferjuna, Sundahöfn, kl. 14:00 í dag. Gangan tek- ur tvo tíma. Ferjutollurinn er 400 kr. fýrir fullorðna, en 200 fýrir börn. ■ UÓSHÆRÐI ENGILUNN Ljóshæröl engillinn veröur sýndur ! Kaffileikhús- inu ! kvöld, kl. 21.00. Kabar- ettdagskrá með Virginio Lima í tilefni af Hinsegln degi. ■ THRILLER Thriller Nerrv endafélags Verslunarskóla ís- lands verður sýndur í kvöld, kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.