Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 6
6
Viðskipti
^ Hagnaður Hlutabréfasjóðs
íslands hækkar um tæp 67%
Afkoma sjó&sins er í takt viö þær aöstæöur sem hafa ríkt á fjármálamark-
a&i en á tímabillnu lækka&l Úrvalsvísitala
Íslandsbanki-FBA tekur upp árang-
urstengt launa- og kaupréttarkerfi
Umsjón: Vi&skiptablaöiö
Afkoma
Héöins hf. 67%
lakari en
í fýrra
Rekstrarhagnaður Héöins hf.
samkvæmt rekstrarreikningi fyrstu
6 mánuði ársins nam 11 milljónum
króna sem er 22 milljónum króna
lægra en á sama tíma árið áður.
Tekjusamdráttur var 41% en rekstr-
arkostnaður lækkaði um 40%. í frétt
frá Héðni hf. segir að samdráttur
rekstrartekna skýrist af fækkun
verkefna fyrir fiskimjölsiðnaðinn.
Þjónusta við fiskiskipaflotann hefur
haldist nær óbreytt frá sama tíma-
bili fyrra árs.
Eigið fé í lok júní nam 408 miUj-
ónum króna að meðtöldu hlutafé að
nafnvirði 100 milljónir króna og hef-
ur eigið fé hækkað um 4% á einu
ári. Á tímabilinu var greiddur arð-
ur 10 milljónir króna.
Skuldir voru 149 milljónir í lok
júní og hafa lækkað um 18% á milli
ára.
í byrjun árs keypti Héðinn 73%
hiut í norska félaginu Peder Halvor-
sen AS, sem framleiðir einkum
vatns- og gufukatla fyrir norskan
markað. Félagið fékk eignarhlutann
afhentan um miðjan maí þannig að
ekki þykir rétt að taka hlutdeild í
rekstrarafkomu dótturfélagsins inn
i þennan árshlutareikning Héðins.
Gert er ráð fyrir taprekstri hjá
Peder Halvorsen AS á árinu 2000 en
þær aðhaldsaðgerðir sem gripið hef-
ur verið til leiða væntanlega tii
hagnaðar á árinu 2001.
Hlutabréfasjóður íslands hf. var
rekinn með 59 milljóna króna hagn-
aði fyrir skatta fyrri hluta árs 2000.
Hagnaöur eftir skatta nam 44 millj-
ónum króna en var 27 milljónir
króna árið áður. Eignir sjóðsins
voru 828 milljónir í lok tímabilsins
og eigið fé 700 milljónir króna.
Óinnleystur gengishagnaður var 115
milljónir króna.
Á tímabilinu var Sjávarútvegs-
sjóður íslands hf. sameinaður
Hlutabréfasjóði Norðurlands hf. og
nafni sjóðsins breytt í Hlutabréfa-
sjóð íslands hf. Á aðalfundi var enn
fremur ákveðið að greiða hluthöfum
10% arð.
Afkoma sjóðsins er í takt við þær
aðstæður sem hafa ríkt á fjármála-
markaði en á tímabilinu lækkaði
Úrvalsvísitala Aðallista um 4,8%
auk þess sem verögildi skuldabréfa
lækkaði töluvert.
Fjárfestingarstefna Hlutabréfa-
sjóðs íslands hf. var tekin til endur-
skoöunar í kjölfarið á aðalfundi fé-
lagins og gerir nú ráð fyrir að um
40-70% af eignum félagsins séu
bundin í innlendum hlutabréfum,
innlend skuldabréf séu 10-20% og
erlend verðbréf á bilinu 20-40%.
Stærstu einstöku félögin í eigu
sjóðsins þ. 30. júní sl. voru Baugur,
Marel, Íslandsbanki-FBA, ÚA og
Þormóður rammi-Sæberg.
Hlutabréfasjóður íslands hf. er í
vörslu íslenskra verðbréfa.
Bankaráö Islandsbanka-FBA hef-
ur ákveðið að starfskjör starfs-
manna fyrirtækisins verði árang-
urstengd. Um er aö ræða tvíþætta
tengingu: Annars vegar með árang-
urstengingu launa og hins vegar
með tilboði til starfsmanna um
kaupréttarsamninga. Árangursteng-
ing launa felur í sér að verði arð-
semi Íslandsbanka-FBA jafn góð á
þessu ári og hún var samanlagt hjá
forverum hans á síðasta ári, eða
23%, mun hver starfsmaður fá
greiddar 100.000 krónur í mars á
næsta ári. Verði arðsemin minni
lækkar greiðslan um 10.000 krónur
fyrir hvert prósent sem arðsemin er
lægri, en verði hún meiri hækkar
greiðslan á sama hátt um 10.000
krónur fyrir hvert prósent. Þessi
regla mun einnig gilda árin 2001 og
2002.
Fram kemur i frétt frá bankanum
að öllum starfsmönnum íslands-
banka-FBA verður jafnframt boðið
að gera kaupréttarsamninga til
þriggja ára í samræmi við lög sem
Alþingi hefur nýlega samþykkt.
Verður hámarkskaupréttur hvers
starfsmanns 600 þúsund krónur á
ári að markaðsvirði. Kaupréttur
vegna ársins 2000 verður óháður af-
komu bankans en stærð kaupréttar
vegna áranna 2001 og 2002 verður
arðsemistengd með sama hætti og
launin. Starfsmenn geta nýtt kaup-
réttinn ári eftir að hann verður til
og skilyrði er að þeir eigi hlutabréf
sín í tvö ár í samræmi við ákvæði
laganna. Íslandsbanki-FBA hefur
nú, fyrst íslenskra fjármálafyrir-
tækja, fengið staðfestingu ríkis-
skattstjóra á áætlunum sínum um
kaupréttarsamninga við starfs-
menn.
Auk þess verður komið á fót sér-
stakri árangurstengingu fyrir
stjómendur og þá starfsmenn bank-
ans sem skila umtalsverðu framlagi
til afkomu hans. Unnið er aö út-
færslu þess.
Með árangurstengingu launa og
kaupréttarsamningum vill banka-
ráðið stuðla enn frekar að því að
starfsmenn fyrirtækisins séu jafn-
framt eigendur þess og að afkoma
þeirra tengist í ríkari mæli við af-
komu fyrirtækisins. Þannig fá
starfsmenn greitt i samræmi við ár-
angur og tengslin milli hagsmuna
starfsmanna, bankans og hluthafa
eflast. Jafnframt telur bankaráðið
að árangurstenging launa sé mikil-
vægur þáttur í því að halda góðu
starfsfólki og gera bankann að eftir-
sóttum vinnustað.
Sparidagar
Skýr og tær tilboð, beint heim í stofu
SHARR .
VCM-330 Tilboðs verð,
myndbandstæki
o
14.900
kr. stgr.
YAMAHA Tilboðs verð.
34.900
Heimabíó magnari
AC-3
o
kr. stgr.
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
I>V
Þetta helst
HEILDARVIÐSKiPTI 2.483 m.kr.
Hlutabréf 89 m.kr.
Húsbréf 1.209 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
. | Íslandsbanki-FBA 23 m.kr.
} Pharmaco 18 m.kr.
; íslenski hugbúnaöarsjó. MESTA HÆKKUN 10 m.kr.
0 Pharmaco 10,9%
0 Lyfjaverslun íslands 7,5%
0 Íslandsbanki-FBA 5,4%
MESTA LÆKKUN
Q Fiskiöjusamlag Húsavíkur 5,9%
Q Kögun 3,6%
Q Hlutabréfasjóöur Vesturlands 3,5%ÚRVALSVÍSITALAN1.544 stig
- Breyting Q 1,15%
Símaleyfin halda áfram
að hækka í Þýskalandi
Tilboð í símaleyfm í Þýskalandi eru
núna komin í 42 milljarða dollara eða
rúmlega 3,2 billjónir íslenskra króna
sem eru um áttföld fjárlög íslenska
ríkisins og talið er að þau muni halda
áfram að hækka. Bjóðendurnir hafa
farið i gegnum 157 tilboðsumferðir.
Bjóðendumir eru Deutsche Telekom’s
T-Mobil, Vodafone’s Mannesmann
Mobilfúnk, France Telecom-backed
Mobilcom, Viag Interkom, sem er
styrkt af British Telecommunications,
og Group 3G, sem er hópur frá Spain’s
Telefónica og Sonera frá Finnlandi.
Debitel, sem var styrkt frá Sviss,
hætti þátttöku í leiknum.
rrjEfflpmaL- síðastliöna 30 daga
‘ Össur 350.806
■ Marel 340.440
, Landsbanki 334.703
Íslandsbanki-FBA 272.469
Eimskip 267.144
B | i:\ fci; hH ’A’A 1] i £3 síöastliöna 30 daga
0 Olíufélagiö 11%
; 0 Jarðboranir 10% :
0 Rugleiöir 9%
i Q Pharmaco 8%
0 Þróunarfélagiö 8%
.iflMtilllna 30 daga 0 ísl. járnblendifélagiö -29 % i
0 Loönuvinnslan hf. -20%
0 Vaki fiskeldiskerfi hf. -17 %
0 Hraöf. Eskifjarðar © -9%
Spilling kostar Bosníu
500 milUónir dala árlega
Bosnía verður af 500 milljónum
dollara vegna spillingar ár hvert, en
það er vegna spillingar hjá undir-
mönnum í kerfinu, segir Peter van
Walsum, fulltrúi Sameinuöu þjóðanna
í HoUandi. Mest af peningum er kom-
ið undan í gegnum smygl á sígarett-
um. Hann bætti við að ef Bosnía fengi
þessar tekjur í kassann myndi landið
vera laust við viðskiptahalla.
E3jZHSnS»n!EI
11008,39
16161,03
1479,85
3861,20
6378,40
7291,82
6665,92
17.08.2000 kl. 9.1S
KAUP SALA
®^JDollar 79,470 79,870
SSsPund 119,110 119,720
1*1 Kan. dollar 53,810 54,140
Dönsk kr. 9,7270 9,7800
i+*3 Norsk kr 8,9580 9,0070
BJSSœnsk kr. 8,6140 8,6610
Fl. mark 12,2039 12,2772
K Fra. franki 11,0618 11,1283
B iBolfcfrankl 1,7987 1,8095
; Sviss. franki 46,4200 46,6800
C3hoII. gyllini 32,9267 33,1245
"-iÞýskt mark 37,0998 37,3227
B Btt líra 0,03747 0,03770
QQausL sch. 5,2732 5,3049
RflPort. escudo 0,3619 0,3641
i[T Ispá. peseti 0,4361 0,4387 t
|l • |Jap. yen 0,73180 0,73620
| jírskt pund 92,133 92,686
SDR 104,1800 104,8000
EIecu 72,5609 72,9969