Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 8
8
Útlönd
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
I>v
Sex börn lágu í valnum
Forsætisráöherra Kólumbíu hefur
fyrirskipaö rannsókn.
Engir skæruliðar
á staðnum
Forseti Kólumbíu, Andres
Pastrana, fyrirskipaði í gær rann-
sókn á árás hermanna, er voru
vopnaðir rifGum og handsprengj-
um, á hóp skólabarna. Sex börn létu
lífið og fimm önnur særðust.
Atburðarásin varð með þeim
hætti að 60 börn voru á gangi með
kennurum sínum i kaffiræktunar-
bænum Pueblo Rico þegar þau lentu
í eldlínunni er aðvífandi hermenn
hófu skotárás á ellefu meðlimi
skæruliðasamtaka Þjóðfrelsishers-
ins.
Kennarar og nemendur sem lifðu
hina 45 mínútna löngu skotárás af
segja hins vegar að engir skærulið-
ar hafi verið á staðnum og árásinni
því augljóslega beint að börnunum.
Breskar og norskar björgunarsveitir á leið í Barentshafið:
Efast um að nokkur
sé á lífi í kafbátnum
Örvæntingarfullar tilraunir til að
bjarga 118 sjóliðum um borð í rúss-
neska kjamorkukafbátnum Kúrsk,
sem liggur á botni Barentshafsins,
hafa mistekist til þessa.
„Okkur hefur ekkert miðað áieið-
is,“ sagði yfirmaður á vakt í flota-
stöðinni í Severomorsk þegar frétta-
maður Reuters hafði tal af honum í
morgun.
Míkhaíl Kasjanov, forsætisráð-
herra Rússlands, sagði í morgun að
ástandið á slysstaðnum væri
hörmulegt. Hann sagðist þó vona að
enn væri hægt að bjarga áhöfninni.
Björgunartilraunirnar hafa mis-
tekist vegna hávaðaroks og lélegs
skyggnis á hafsbotni. Rússneska
ríkissjónvarpið RTR sagði þó í
morgun að veðrið hefði skánað.
Vestrænar þjóðir eru þegar farn-
ar að undirbúa aðstoð við björgun-
artilraunirnar. Búist er við að
norskir kafarar verði komnir á slys-
staðínn eftir tvo daga og von er á
breskum dvergkafbáti þangað um
miðjan dag á laugardag, um borð í
skipi sem átti að sigla af stað frá
Þrándheimi í morgun. Rússar
féllust formlega á það í gær að er-
Dvergkafbátur í flugvél
Þessi mynd var tekin af breska dvergkafbátnum sem nota á viö tilraunir til
aö bjarga rússnesku sjóliöunum úr kafbátnum Kúrsk á botni Barentshafsins.
Breski kafbáturinn kom flugleiöís til Þrándheims í Noregi frá Skotlandi í gær.
Lítil von er til aö bjarga rússnesku sjóliöunum á lífi. Sagt er aö súrefnis-
birgðír þeirra endist hugsanlega fram í næstu viku.
lendar þjóðir tækju þátt í björgunar-
aðgerðunum.
Rússar sögðu í gær að ekkert
hefði heyrst í áhöfn kafbátsins frá
því á þriðjudag þegar sagt var að
heyrst hefði bank i skrokk bátsins
innanverðan.
Bandaríska leyniþjónustan segir
aftur á móti að ekki hafi heyrst
neitt lífsmark frá Kúrsk frá því
hann sökk til botns á laugardag en
ekki sunnudag eins og Rússar hafa
sagt.
Starfsmaður leyniþjónustunnar,
sem ekki vill láta nafns síns getið,
sagði í gær að kafbáturinn, sem var
við heræfingar i Barentshafi, hefðí
sokkið eftir að tvær sprengingar
urðu um borð. Seinni sprengingin
hefði verið miklu öflugri en hin
fyrri.
„Við höfum ekki séð eða heyrt
neitt sem bendir til að einhver hafi
komist lífs af í kafbátnum. Við vit-
um ekki hvort einhver slapp lifandi
frá þessu,“ sagði starfsmaðurinn í
samtali við Reuters.
Hann sagði það þó ekki útilokað
að einhverjir hefðu lifað af spreng-
ingamar.
Sparidagar
Heimilisleg tilboð fyrir ilmandi eldhús
Handþeytarar
verð frá kr.
2.490
Brauðristar
verð frá kr.
1.990
Emile Henry
leirvörur/eldföst mót
25%
afsláttur
Kaffivélar
verð frá kr.
2.490
Tefal
pottar og pönnur:
allt að
40%
afsláttur
Hraðsuðukönnur
verð frá kr.
3.190
Lágmarksafsláttur af öllum heimilis- og raftækjum er 15%, en ekki er veittur
aukaafsláttur af verði tilboðsvara.
Allar vörur endurspegla það besta og aöeins það besta, sem völ er á - frá
heimsþekktum framleiðendum - upp með sparibrosið.
www.ormsson.is
Hvítur skógarbjörn
Dýraverndurnarsinnar vilja vernda stofninn og friöa skóglendi í bresku
Kólumbíu.
Tyrkir minnast jarðskjálftans í fyrra:
Enginn dreginn til ábyrgðar
Fjöldi íbúa Golcuk í norðvestur-
hluta Tyrklands kom saman í
morgun til að minnast þeirra sem
fórust í jarðskjálftanum hrikalega
sem reið yfir landið fyrir ári.
Jarðskjálftinn var 7,4 á Richter-
kvarða og varð yfir 17 þúsund
manns að bana - þar af fimm
þúsund í Golcuk einni.
í mannfjöldanum grétu margir og
mikil reiði var í fólki þar sem
enginn hefur enn verið dreginn til
ábyrgðar. Lélegu húsnæði er kennt
um hversu illa fór.
Götur Golcuk bera enn glögg
merki náttúruhamfaranna. Lóðir
standa auðar og í hæðunum í
kringum borgina er unnið að því að
taka tjaldborgir niður og koma
eftirlifendum skjálftans fyrir í
tímabundnu húsnæði.
Búiö í tjaldborg
Alls uröu 600 þúsund manns
heimilislausir eftir skjálftann í fyrra.