Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
I>V
Hagsýni
Garðshorn:
Með grasið
á skónum
- best að slá oft og reglulega
Arnarhóll
Falleg grasflöt er aðalsmerki hvers gards.
Margir virðast standa i þeirri trú að
grasflatir vaxi af sjálfum sér og þurfl
litla sem enga umhirðu. Grasið er lík-
lega sú plöntutegund sem fær hvað
minnsta athygli frá hendi garðeigenda.
Til þess að fá fallega grasflöt þarf að
vanda allan undirbúning og huga vel
að undirlaginu. Það má nota gras á
flestum stöðum í garðinum, t.d. á leik-
svæðinu, við veröndina og undir snúr-
unum. Flestar grastegundir eru
ijóselskar og þrifast ilia í miklum
skugga. Helstu kostir grassins er að
það endumýjar sig sjáift og þolir
nokkum umgang, það er mjúkt undir
fæti og því gott að ganga á því. Gras
hefúr fallegan lit en það ætti að passa
sig á því að velta sér ekki í því þar sem
það er erfitt að ná grasgrænu úr fót-
um.
Gott gras þarf að uppfyfla eftirfar-
andi skflyrði:
- lágvaxið og hægvaxta
- þekja vel
- þétt rótarkerfi sem bindur yfir-
borðið vel
- að hafa fallegan lit
- að grænka snemma á vorin og
fólna seint á haustin
- að vera harðgert
Hér á landi era tvær grastegundir
sem komast næst því að uppfylla þessi
skilyrði, þ.e.a.s. vallarsveifgras (Poa
pratensis) og túnvingull (Festuca
mbra), blanda af þessum tegundum
ætti því að koma vel til greina. Ef flöt-
in á að þola mikinn ágang á hlutfafl
vaflarsveifgrass að vera hærra en á
skuggsælum stöðum á að vera meira af
túnvingli. Þeir sem era latir við að
kantskera ættu að nota meira af tún-
vingli þar sem hann skríður minna.
Undirfoúningur
Til að fá góða grasflöt þarf að gæta
vel að öllum undirbúningi. Það á að
byrja á þvi að hreinsa lóðina vel, fjar-
lægja rætur, steina, torfhnausa og allt
rusl eins og steypuafganga og timbur.
Ef það vantar mold verður að útvega
hana og blanda hana með sandi. Síðan
þarf að grófjafna svæðið og gæta þess
að láta flötina hafla frá húsinu og ef
garðurinn er mjög blautur þarf að
setja í hann drenlögn. Þegar búið er að
grófjafna skal tæta 20-30 sentímetra
jarðvegslag og hreinsa lóðina aftur.
Því næst skal bæta miklu af skelja-
sandi og lífrænum áburði (þörunga-
mjöli eða hænsnaskít) í jarðveginn og
tæta enn einu sinni. Ef ætlunin er að
setja tilbúinn áburð í moldina á að
nota 6-8 kíló á hveija hundrað fer-
metra. Þegar þessu er lokið er lóðin
finjöfnuð og teknar hæðir með því að
strengja snúrur milli hæðarpunkta.
Sáning
Þeir sem ætla að sá í flötina geta
gert það hvort sem er að vori eða
hausti, en ráðlegra er þó að gera það
að vori. Haustsáningu ætti að fram-
kvæma mánuði fyrir fyrsta frost.
Jarðvegurinn þarf að vera hæfilega
rakur þegar sáð er og æskilegt fræ-
magn er eitt kíló á 100 fermetra og það
vinnst ekkert með því að sá of miklu.
Sé notað lítið af fræi verður flötin gis-
in til að byija með en þéttist smátt og
smátt og verður fallegri með tímanum.
Ef sáð er of þétt verður hver planta
veikari vegna samkeppni um ljós, vatn
og áburð og flötin því kyrkingslegri.
Til að ná jafhri sáningu er gott að
skipta fræmagninu í tvennt, sá fyrst
langsum eftir lóðinni og síðan þvers-
um. Þegar sáningu er lokið skal raka
létt yfir flötina og valta. Með því eykst
snerting fræsins við jarðveginn og um
leið líkumar á góðri spírun.
Fyrsta árið eftir sáningu verður að
gæta þess að umgangur um lóðina sé í
lágmarki en það tekur um þrjú ár fyr-
ir sáninguna að ná fúllum styrk. Sé
sáð að vori er nauðsynlegt að vökva
lóðina reglulega í þurrviðrum. Dlgresi
getur orðið nokkurt vandamál fyrstu
árin en eina ráðið til að losna við það
er með því að reyta það burt. Varast
ber að slá grasið of snöggt til að byija
með og gott er að halda þvi í 8-10 sentí-
metra hæð. Þegar flötin hefur náð sér
að fuflu má slá hana í 4-5 sentímetra
hæð. Sé slegið sneggra en það skal
vökva vel á eftir.
Þökur
Þeir sem vilja fá grasið strax og það
helst í gær ættu frekar að þekja en að
sá. Undirbúningur fyrir þökur er sá
sami og fyrir sáningu. Þegar þökur era
lagðar skal gæta þess að þjappa þeim
ekki of mikið saman því þá myndast
holrúm undir þeim og svæði sem ekki
nær að skjóta rótum. Að lokinni þakn-
ingu skal valta flötina og vökva yfir.
Þeir sem kaupa þökur ættu að skoða
þær vandlega við afhendingu og gæta
þess að ekki leynist í þeim illgresi og
mosi.
Viðhald
Þegar grasið byijar að taka við sér á
vorin er gott að raka yfir það með lauf-
hrífu til að fjarlægja mosa, lauf og ann-
að rasl sem hindrað getur að loft eigi
greiðan aðgang niður í svörðinn. Bera
skal alhliða garðáburð á snemma á
vorin; 3-4 kíló af Blákomi ættu að
duga á 100 fermetra. I byijun júlí ætti
að gefa áburð sem inniheldur lágt hlut-
fall af nitri (köfnunarefni) og halda þvi
áfram fram í miöjan ágúst. Einnig er
gott að bæta kalki eða skeljasandi í
lóðina á nokkurra ára fresti. Regluleg-
ur sláttur er hluti af viðhaldi lóðarinn-
ar, ekki má slá of snöggt því blaðmass-
inn verður að vera nógu mikifl til að
sjá rótunum fyrir næringu. Best er að
slá oft og reglulega og það verður að
raka heyið burt því annars rotnar það
í flötinni og heftir vöxt. Sé nauðsynlegt
að vökva flötina skal vökva lítið í einu
og alls ekki í sterku sólskini. Ef grasið
er orðið mjög þétt er hætta á að ræt-
umar fái ekki nóg súrefni og að flötin
verði kyrkingsleg. Við þannig aðstæð-
ur er nauðsynlegt að gata svörðinn
með reglulegu miflibili og raka sandi
ofan í holumar. -Kip
Píanóleikur í fjölbýli:
Getur farið út fyrir eðlileg mörk
- húsfélagið getur bannað búsetu og dvöl í húsinu ef áskorun um úrbætur er ekki sinnt
íbúi í litlu fjölbýli sendi eftirfar-
andi spumingu til Húsráða:
Er leyfilegt aö spila á píanó eöa
annaö hljóðfœri á öllum tímum dags í
JJölbýli? Hver er réttur þolenda í slík-
um málum?
Fanny Kristín Tryggvadóttir,
framkvæmdastjori Húsráða,
svarar:
Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum
er hverjum íbúðareigenda skylt að
haga afnotum sínum þannig að aðrir
eigendur í húsinu eða afnotahafar
verði ekki fýrir ónauðsynlegu og óeðli-
legu ónæði, þ.e. meiri ama, ónæði og
óþægindum en óhjákvæmflegt er og
eðlilegt þykir í sambærilegum húsum.
Hér vegast á andstæð sjónarmið. Ann-
ars vegar er það frelsi íbúðareiganda
til að gera það sem honum hentar inni
í íbúð sinni og eru þeir hagsmunir
varðir af eignarréttarsjónarmiðum.
Hins vegar eru í húfi hagsmunir ann-
arra íbúðareigenda af því að hafa eðli-
leg og ótrufluð afnot af eignum sínum
og verða ekki fyrir ónæði umfram það
sem eðlilegt má telja. Þeir hagsmunir
eru varðir af eignarréttarsjónarmiðum
en eignavemdin virkar vitaskuld í
báðar áttir.
Það er erfitt að setja mjög nákvæm-
ar reglur eða kvarða um það hvað má
og hvað má ekki. Það getur farið eftir
atvikum og aðstæðum i einstökum
húsum og samspili margra atriða og
þátta. Eigendur íbúða í fjölbýlishús-
um hljóta alltaf að verða fyrir ein-
hverju ónæði og jafnvel óþægindum
vegna sambýlisins og sameignarinn-
ar. Menn verða að umbera það sem
venjulegt eða eðlilegt getur talist í
þessum efnum. Það er ekki hægt að
taka tillit til ofurviðkvæmni ein-
stakra eigenda gagnvart einhverju
sérstöku áreiti sem ekki fer almennt
út fyrir mörkin.
Það er ljóst að píanóleikur, svo
ekki sé talað um píanóglamur daginn
út og inn, getur farið út fyrir þau
mörk sem eiganda er leyfilegt og öðr-
um er skylt að þola. Þegar svo er þá
geta aðrir íbúðareigendur gripið til
úrræða sem lögin heimila og gflda al-
mennt um brot á sameiginlegum
skyldum. Er þá nauðsynlegt að að-
vara viðkomandi eiganda og skora á
hann að taka upp betri siði. Sinni
hann því ekki gæti hugsanlega komið
til frekari aðgerða af hálfu húsfélags-
ins, sbr. 55. gr. laganna. Þannig getur
húsfélagið bannað hinum brotlega bú-
setu og dvöl í húsinu og krafist þess
að hann selji eignarhluta sinn.
Píanóleikur
Getur fariö í taugarnar á nágrönnun-
um í fjölbýlishúsi.
Varðandi húsreglur og píanóleik:
Sjá álitsgerðir kærunefndar fjöleign-
arhúsamála nr. 17/1996 og 97/1996
(www.rettarrikid.is).
Húsráð - Ráðgjafaþjónusta húsfé-
laga er að Suðurlandsbraut 30 og veit-
ir margvíslegar upplýsingar og leitar
ráða við álitamálum sem upp geta
komið varðandi samskipti fólks í
íbúðarhúsnæði. Síminn þar á bæ er
568 9988.
Tilboð verslana
10-11
Tilboöin gilda til 23. ágúst.
0 Forstelktar kjötbollur 597 kr. kg
0 Hamborgarar x 4 198 kr.
! 0 Nautasteik + marln. 1.298 kr. kg
0 Jaröarberjarúlluterta 98 kr.
0 Kakórúlluterta 98 kr.
0 Marsipanrúlluterta 98 kr.
0 Toblerone, 200 g 199 kr.
0 FJölskyldupakki 188 kr.
0 Gatorade Cool blue 138 kr.
0 Gatorade Green Apple 138 kr. i
Þín vc-rsiun L_
Tilboöin gilda tll 23. ágúst.
0 Nautahakk 696 kr. kg
0 Nautasnitsel 1.088 kr. kg
0 Hattlng smábrauö x 12 198 kr.
0 Slklleyjarbollur x 8 199 kr.
0 Franskar kartöfíur, 1 kg 199 kr.
0 Merrlld 103, 500 g 299 kr.
o
o
Q
©
KÁ. verslanir
Tilboöin gilda á medan birgöir endast.
0 SS lambalæri 898 kr. kg
0 Bratwurst pylsur 498 kr. kg
0 Helnz tómatsósa, 680 g 99 kr.
0 Lakkrískonfekt, 400 g 179 kr.
0 McVitles Jaffa kex, 150 g 99 kr.
o
o
0
0
©
Kraðbú&ir Esso
Tilbobin gilda tll 31. ágúst.
0 Göteborg Ballerina, 180 g 85 kr.
0 Freyju Staur, 40 g 59 kr.
0 Nóa Skúlupúkar, 60 g 59 kr.
0 Nóa Piparpúkar, 60 g 59 kr.
0 Nóa Hlaupapúkar, 60 g 59 kr.
0 Nóa Fýlupúkar, 60 g 59 kr.
0 Góu Prlns, 40 g 39 kr.
Q Nóa Pipp, 40 g 39 kr.
0 Verjur Okeido 495 kr.
© Verjur Cho-San 495 kr.
Tilboöln gilda til 23. ágúst.
0 Súpukjöt, 1. fí. (frosiö) 399 kr. kg
0 Súpukjöt, 2. fí. (froslö) 299 kr. kg
0 ísl. púrrulaukur 199 kr. kg
0 ísl. rófur 169 kr. kg
0 ísl. spergllkál 399 kr. kg
0 ísl. hvítkál 129 kr. kg
0 ísl. blómkál 199 kr. kg
Q
Q
©
K.B. Borgarnesi
Tllboöin gilda á meöan birgöir endast.
0 Pylsur + frír bakpoki 696 kr.
0 Pepsí, 21 139 kr.
0 Doritos snakk 188 kr.
0 Appelsínur 139 kr.
0 Epli, gul 139 kr. kg
0 Óöalsbrauö 192 kr.
0 Möndlukaka Q Q © 344 kr.
11-11
Tilboöin gilda til 30. ágúst.
0 Pylsur + pennaveski 22% afsl.
0 Myllu pylsubraub x 5 25% afsl.
0 Kjarnagrautur, 21 25% afsl.
0 Sun Lolly Klakar x 10 25% afsl.
0 Myllu möndlukaka 25% afsl.
0 AB mjólk, 11 15% afsl.
0 AB mjólk, 500 ml 22% afsl.
0 AB mj. m/perum, 500 ml 20% afsl.
0 AB mjólk létt, 500 ml 11% afsl.
0 Sýröur rjómi, lauk/grasl. 10% afsl.
Hóa tún 1
Tilboöin gilda á meöan birgöir endast.
10 Bjarna B. Pilsner, 500 ml 50 kr.
j 0 Bjarna B. Pilsn., 6 x 500 ml 300 kr.
j 0 MJólkurkálfasnltsel 1.399 kr.
0 Fersklr svepplr 499 kr.
0 Mexlkósk chllllsúpa 98 kr.
10 Mexikósk tómatsúpa 116 kr.
o
Q
O
©
Tilboöin gilda til 20. ágúst.
j 0 Raup epli 139 kr. kg
0 Beikon hleifur 499 kr. kg
0 pitsa hleifur 499 kr. Kg
0 goöa kindabjúku 589 kr. Kg
0 Kjötb. I br. sósu, 430 g 229 kr. Kg
0 Súkkulablkex, 500 g 169 kr. kg
1 0 Myllu heimilisbraub 139 kr.
0 Ökonomi maískorn 159 kr. Kg
0 Myndaalbúm 299 kr.
0 Appelsínur 139 kr. kg
Tilboóin gilda tll 19. ágúst.
0 Grill lambakótelettur 998 kr.
: 0 Fjallalamb, ódýrt súpuk. 248
| 0 Mexíkó, grísahnakkasn. 998
j 0 Kjarnafæöi hrásalat, 350 g 99
10 Blómkál, íslenskt 198
3 AB mjólk, 2 teg., 500 ml 109
| 0 Rjómasúkk. 5 teg., 500 g 180
0 Prlngles snakk, 200 g 179
0
©