Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Qupperneq 11
11
Ibúð á frjálsum markaði
Draumur flestra er aö kaupa íbúð
á frjálsum markaöi en þaö er ýms-
um annmörkum háð. Vextir af lán-
um eru háir og takmarkað hversu
mikil lán fólk fær. Húsbréfalán eru
nú að hámarki um sex og hálf millj-
ón og eru vextir af þeim nú 5,1%.
Margir taka önnur lán til að fjár-
magna útborgun og eru vextir af
þeim nokkru hærri. Ekki má heldur
gleyma vaxtakostnaði af eigin fé
þegar kostnaður við íbúðakaup er
reiknaður.
Húseigandinn
Sigurður Guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins, hefur fylgst
með leigjendamarkaði í tjölda ára
og m.a. tekið þátt í að búa til húsa-
leigulög.
„Menn flá oft ekki feitan gölt við
að leigja út húsnæði," segir hann.
„Það er auðvitað afstætt með leigu-
upphæð hvort hún er há eða lág.
Fyrir þann sem þarf að borga er
hún auðvitað óþægilega há en
leigusalinn sem þarf að greiða
skatta og skyldur af húsnæðinu og
bera allt tjón sem hugsanlega hlýst
er gjaman að greiða með því. Það er
mikill munur á þessum viðskiptum
og öðrum þ'ví ef maður kaupir bil þá
fær kaupandinn bilinn og seljand-
inn peninga. Ef um leigu er að ræöa
afhendir húseigandinn margra
milljóna króna eign sína gegn
I2Q Húsaleiga á 120
almennum markaöi
100 - u.þ.b. hæsta og lægsta 95
viðmiðunarverð
4 herb. Stærrí ibúðir
og embyii
Þús.kr.
2 herb. 3 herb.
i
Sigurður segir Húseigendasam-
tökin vera hagsmunasamtök eig-
enda og vilja snúa við hinni hefð-
bundnu ímynd leigusalans sem
gjarnan er máluð dökkum litum.
„Ég vildi gjaman sjá hér öflug og
ábyrg leigjendasamtök sem gerðu
eitthvað annað en að mála skratt-
ann á vegginn og væla upp leiguna
með óábyrgum fullyrðingum í fjöl-
miðlum, leigjendum til skaða,“ seg-
ir hann. „Nú em leigjendur ósam-
stæður hópur sem á erfítt með að
beita sér og hér á landi er enginn
eiginlegur leigumarkaður, • þó svo
aðeins sé farið að bera á því að fjár-
festar séu farnir að kaupa stórar
eignir til að leigja út. Leiga er nú að
nálgast raunkostnað við fasteignir
en löngum hefur verið litið svo á að
leiga sé e.k. blóðpeningar sem renni
beint í vasa leigusala og ekkert tillit
tekið til þess hvað kostar að eiga og
reka eignina."
-vs
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
Hagsýni
I>V
íbúðakaup Búseta eru fjármögn-
uð með fé frá íbúðalánasjóði og eru
vextir lágir. Nú er lítið framboð á
íbúðum til endursölu en það er mis-
jafnt eftir því hvemig árar.
ótryggu loforði um greiðslu og lend-
ir oft í vandræðum með að koma
leigjandanum út ef hann stendur
ekki í skilum eða gengur illa um.“
Hinn venjulegi íslendingur flytur
á um það bil fimm ára fresti ef hann
býr í eigin íbúð. Leigjendur flytja að
öllu jöfnu oftar eðli málsins sam-
kvæmt þar sem enginn eiginlegur
leigumarkaður er á landinu heldur
ræðst hann af geðþótta eigenda
hverju sinni og sé fasteignaverð
hátt, eins og það hefur verið síðustu
mánuði, dregur mjög úr framboði
húsnæðis á leigumarkaði.
Valkostir þeirra sem leita að hús-
næði eru nokkrir: leiga á almenn-
um markaði, Byggingasamvinnufé-
lagið Búseti, leiga í félagslega kerf-
inu, hjá Félagsbústöðum og kaup á
almennum markaði, svo eitthvað sé
nefnt. Húsaleiga hjá Félagsbústöð-
um er lægst, eðli málsins sam-
kvæmt, en dýrast virðist vera að
kaupa á frjálsum markaði í upp-
gangi eins og verið hefur hina síð-
ustu mánuði.
Leigan 20-25 þúsund
Hjá Félagsbústöðum er mjög
slæmt ástand og voru tæplega fjög-
ur hundruð manns á
biðlista um áramót.
Keyptar voru 96 nýjar
íbúðir í fyrra og búist
er við því að keyptar
verði 90-100 íbúðir á
þessu ári en það hefur
lítið að segja, eftir-
spurnin er svo mikil
eftir félagslegu hús-
næði. Til þess að hafa
möguleika á að sækja
um íbúð hjá Félagsbú-
stöðum þarf fólk að
vera nánast á göt-
unni og ekki þýðir
fyrir þá sem eiga í
annað hús að venda
að sækja um á meðan
ástandið er eins og
það hefur verið upp á
síðkastið.
Leigunni er haldið í lágmarki og
algeng leiga fyrir tveggja herb. íbúð
er 20-25 þúsund krónur sem er tals-
vert lægra en á frjálsum markaði
þar sem sams konar ibúð myndi
leigjast á 40-55 þúsund. Leigan
hækkar skv. neysluverðsvísitölu en
verð á húsnæði hefur hækkað langt
umfram hana og veldur það Félags-
bústöðum nokkrum óþægindum
varðandi ákvörðun leigu á nýkeypt-
um íbúðum þar sem leiguverð er
reiknað að hluta út frá kostnaði við
kaup á íbúð.
„Sú staða getur komið upp að við
séum með tvær sambærilegar íbúð-
ir, keyptar með hálfs annars árs
millibili. Sú sem keypt var fyrir ári
kostaði þá rúmar fimm milljónir en
er komin í um það bil sjö milljónir
nú og hlýtur leigan að endurspegla
það að hluta en við eigum erfitt með
aö útskýra fyrir fólki af hverju al-
veg sambærilegar íbúðir eru ekki á
sömu leigu,“ segir Sigurður Frið-
riksson hjá Félagsbústöðum.
„Reykjavíkurborg greiðir líklega
10-15 þúsund krónur með hverri
íbúð og á þeim eru félagsleg lán
sem hafa verið með mjög lágum
vöxtum. Hins vegar stefnir í að þeir
vextir fari hækkandi og er stefnt að
því að þeirri hækkun verði mætt
með hækkun húsaleigubóta og/eða
stofnstyrkjum sem renni til leigufé-
laga á vegum sveitarfélaga og til fé-
lagasamtaka, einstaklinga og fyrir-
tækja sem eiga og reka sérhæft
leiguhúsnæði, t.d. fyrir námsmenn,
aldraða, fatlaða og öryrkja.
að sem flestir geti keypt sér hús-
næði. En það eru bara ekki allir til-
búnir til þess að eiga eigið húsnæði
og kjósa því að leigja, enda á leigu-
húsnæði að vera eðlilegur kostur í
húsnæðismálum í takt við breytta
tíma og þjóðfélagsgerð og því eðli-
legt að húsaleigubætur séu skatt-
frjálsar líkt og vaxtabætur. Mér er
kunnugt um að Jóhanna Sigurðar-
dóttir hefur lagt fram frumvarp þar
aö lútandi sem verður vonandi tek-
ið til afgreiðslu á haustþingi skv.
tillögum nefndar sem fjallaði um
leigumarkað og leiguhúsnæði í
sumar. Sú breyting mun kosta ríkið
um aðeins 120 milljónir en mun
koma þeim til góða sem mest þurfa
á aðstoð að halda því húsaleigubæt-
ur eru tekjutengdar og taka mið af
fjölskyldustærð.
Hægt er að reikna út húsa-
leigubætur með forriti sem er á
slóðinni:
http://brunnur.stjr.is/inter-
pro/fel/nsf.pages/reiknir
Viðhalds- og
1,5%
Vextir
og aðstöðu. Það kostar 3000 krónur
á ári að vera félagsmaður og nú eru
um 370 íbúðir á höfuðborgarsvæð-
inu í rekstri. Þegar íbúð losnar er
hún auglýst fyrir alla félagsmenn og
ræður þá úthlutun lægsta félags-
númer, þ.e. sá sem hefur verið
lengst í félaginu fær íbúðina og dug-
ar hvorki klíkuskapur né neitt ann-
að tO að breyta því. Að vísu ruglar
það kerfið nokkuð ef fariö er fram á
svokallað leiguíbúðalán, en þá er
lánað með mjög lágum vöxtum og
viðkomandi þarf að vera undir
ákveðnum tekju- og eignarmörkum.
„Eignarhlutur félagsmanna er
10-15% af heildarverði eignarinnar
en við bjóðum upp á að hafa milli-
göngu með lán fyrir allt að helmingi
þeirrar upphæðar," segir Gunnar
Jónatansson, framkvæmdastjóri Bú-
seta. „Sé tekið t.d. dæmi um 3 herb.
íbúð og leiguíbúðarlán borgar við-
komandi félagsmaður 949 þúsund í
eignarhluta sinn og greiðir svo
mánaðarlega 35.500 krónur og er þá
allt innifalið nema rafmagn. Sé hins
vegar um að ræða almenn lán greið-
ir sami aðili svipaða upphæð í
eignarhluta en mánaðarlega
greiðslan er 51.000 og ráða
hærri vextir þar mestu. Þess
ber þó að gæta að vaxtabætur
greiðast til þeirra eins og ann-
arra og húsaleigubætur einnig
þar sem það á við og lækkar
mánaðargreiðslan nokkuð við
það. í mánaðargreiðslunni eru
innifalin 0,7% af brunabóta-
mati sem fer i viðhaldssjóð en
að öðru leyti er þetta eingöngu
kostnaður við eignina, við höf-
um enga arðsemi af fiárfest-
ingunni."
Keypt á almennum markaði
- dæmi um 3 herb. íbúð sem keypt er notuð.
Verð: 10.000.000 0
Skattfrjálsar húsaleigubætur
besta kjarabótin
„Besta kjarabótin og það sem
kæmi tekjulágu fólki best er að
húsaleigubætur verði skattfrjálsar
líkt og vaxtabætur. Það eru leifar af
gömlum sið að hafa vaxtabætumar
skattfrjálsar til þess að stuðla að því
A almenn-
um leigumarkaði
Eftirspurn eftir leiguhús-
næði hefur verið gífurleg
undanfarin tvö ár og hefur
það haldist í hendur við
ástandið á fasteignamarkaði
þar sem eignir hafa selst á
toppveröi og yfirverði.
„Þó hefur ástandið róast nokkuð
síðustu vikur," segir Guðlaugur
Örn Þorsteinsson hjá Leigulistan-
um, „en nú finnum við fyrir aukn-
um þrýstining vegna skólafólks sem
er aö koma inn. Um leið fáum við þó
inn fleiri íbúðir en verið hefur og er
greinilegt að margar ibúðir sem
hefðu farið i sölu koma nú inn á
leigumarkað þar sem fasteigna-
markaður hefur róast aðeins.“
Guðlaugur segir framboðið þó
fljótt að breytast og að dagamunur
sé á. Þessa stundina sé framboð gott
og nokkuð jafnt af öllum gerðum
eigna en þó vanti alltaf einbýlishús
og stærri eignir til leigu.
Leigulistinn sér ekki um að velja
húsnæði fyrir leigjendur heldur læt-
ur í té lista sem fólk hringir eftir.
Hins vegar kemur það stundum
fyrir að húseigandi biður Leigulist-
ann um að finna leigjendur og þá er
það gert og heldur Leigulistinn utan
um upplýsingar sem safnast hafa
um leigjendur sem standa sig illa
gagnvart greiðslu og umgengni.
Hvað varðar verð á leiguhúsnæöi er
það misjafnt en algengt er að leiga
fyrir 2 herb. íbúð sé 40-55 þúsund,
leiga fyrir 3 herb. íbúð sé 55-75 þús-
und og þar fram efir götunum.
Leiga fyrir einbýlishús er ekki
miklu hærri en fyrir 5-6 herbergja
íbúð en getur farið í rúmlega 100
þúsund á mánuði.
Búsetaréttur - góður kostur
Byggingasamvinnufélagiö Búseti
er með um 2000 félagsmenn og geta
allir gengið í félagið, óháð tekjum
Húsbréfalán
hámarksupphæð: 6.420.000
með 5,1% vöxtum
Lrfeyrissjóðslán,
1 milljón króna,
með 6,4% vöxtum
Eigiðfé
8-10% vextir af afgangi
Búseti
Leiguíbúðalán:
Eignarhluti 1.000.000
Mánaðargreiðsla þar sem innifalin eni
fasteignagjöld, hússjóður og 0,7% viólialdsgald:
35.500 kr.
Almenn lán:
Eignarhluti 1.000.000
Mánaðargreiðsla þar sem innifalin em
fasteignagöld, hússjóður og 0,7% viðhaldsgjald:
Q_________________51000 kr.__________ Q
Allir þurfa aö búa einhvers staðar og margir kostir eru í boði:
Að leigja eða kaupa
- eða ganga í byggingarsamvinnufélag?