Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 Skoðun Hvaða kvikmynd sástu seinast? Jóhann Guðmundsson sölumaður: Mistery Man og hún var ekkert sér- stök. Þaö fóru 2 tímar í hana og svo fór maöur bara aö sofa. Hrafnhildur Viðarsdóttir, vinnur á sambýli: Airheads, hún var rosalega skemmtileg. Benedikt Jónsson Ijósleiðaratæknir: Space Quest og hún var æöisleg. Hjördís Hjörleifsdóttir ritari: 28 days, hún var stórgóö. Ástþóra Kristinsdóttir Ijósmóðir og Hjördís Magnúsdóttir: 28 days og fannst þetta mjög skemmtileg mynd. Tinna Freysdóttir nemi: Pokémon og hún var leiöinleg. Frá Skagaströnd Djúpt seilst í vasa til samneyslunnar. Eru þetta breiðu bökin? „Þessir öldruðu þjóðfélags- þegnar, sem búnir eru að strita alla œvi og búa í haginn fyrir eftirkomendur sína, hafa fœstir annað til ráðstöfunar en vasapeninga þá er Tryggingastofnun út- hlutar þeim.“ Sigrún s krifar:____________________________ Þeim brá ónotalega í brún, vist- mönnunum þrettán sem búa á dval- arheimili aldraðra á Sæborg á Skagaströnd, þegar þeir fengu álagningarseðlana um siðustu mán- aðamót. - Þetta fólk er af hinni hverfandi kynslóð sem engum vill skulda, hvorki einstaklingum, bæj- arfélagi né riki, og því meira var áfallið að fá í hendur innheimtu- seðla þar sem þeir voru krafðir um greiðslu til hins opinbera með til- heyrandi vanskilaálagi. Þessir öldruðu þjóðfélagsþegnar, sem búnir eru að strita alla ævi og búa í haginn fyrir eftirkomendur sína, hafa fæstir annað til ráðstöf- unar en vasapeninga þá er Trygg- ingastofnun úthlutar þeim. Aðrar tryggingagreiðslur ganga til dvalar- stofnunarinnar þeim til uppihalds. Nokkrir fá greitt úr lífeyrissjóð- um, í flestum tilvikum lágar upp- hæðir sem viðkomandi er að sjálf- sögðu búinn að greiða skatta og skyldur af fyrir löngu. Ef fólk er svo lánsamt að hafa ögn hærri lífeyris- sjóðsgreiðslur skerðast trygginga- bætur og sá aðili þarf að nota hluta lífeyrisins til greiðslu dvalarkostn- aðar á vistheimili. Skulu nú nefnd örfá dæmi um skattgjöld þau sem til innheimtu koma hjá íbúum dvalarheimilisins Sæborgar: Kona um nírætt með greiðslu úr líf- eyrissjóði, kr. 13.262 á mánuði, og vasapeninga, kr. 9.667, samtals kr. 22.929 til ráðstöfunar, fékk innheimtu- seðil upp á kr. 36.641. Önnur á sama aldri með 6.223 kr. í lífeyri og kr. 12.785 í vasapening, samtals kr. 19.008 á mánuði, skal greiða kr. 24.039. Áttræð kona með 2.189 kr. úr lif- eyrissjóði og 15.755 kr. í vasapen- inga, samtals 17.944 kr. á mánuði, er rukkuð um 13.063 kr. og 84 ára kona sem einskis lífeyris nýtur en fær í vasapeninga á skattárinu ‘99 kr. 15.755 á mánuði - af henni eru kroppaðar 2.708 krónur! Þessar konur eiga engar fasteign- ir eða annan veraldarauð upp á að hlaupa. Segja verður að þama er seilst djúpt í tóma vasa til samneysl- unnar í hinu islenska velferðarríki. - Er hér ekki umræðu þörf? Engar fréttir úr flugturninum Jóhann Sigurðsson hringdi: Hið hörmulega flugslys fyrir stuttu hefur komið róti á hugi margra landsmanna. I slysum af þessu tagi (og á ég þá við stórslys í samgöngum yfirleitt, svo og sjó- slys) er algengt að greint sé frá að- stæðum á slysstað svo og aðdrag- anda og skýrt frá því að t.d. öku- maður hafi verið á rangri akrein, farið yfir á rauðu ljósi eða ekið í veg fyrir tjónþola. í þessu nýlega, mannskæða flugslysi hefur ekkert heyrst frá þeim sem voru við stjóm í flugtuminum á Reykjavíkurflug- velli. Virðist sem fjölmiðlar hafi heldur ekki spurst fyrir um aðdrag- anda og ástæður þess að flugvél var „Það er ekki til framdrátt- ar í svona málum, ef draga skal fjöður yfir suma þætti, en upplýsa eða jafnvel leiða getum að öðrum. “ beint til lendingar svo að segja aft- an i annarri. - Nema engin svör fá- ist. Flugmálastjóri, sem einn hefur haldið á málflutningi gagnvart fjöl- miðlum, hefur ekki látið neitt upp- skátt. Fyrirspum sem beint var til flug- málastjóra í Morgunblaðinu þ. 11. ágúst sl. m.a. um aðflug og millibil milli flugvélanna tveggja, hefur ekki verið svarað svo ég viti. Rannsókn flugslyssins er sögð taka nokkrar vikur. En nú er farið aö birta glefsur úr því sem rann- sóknarmenn segjast þó hafa í hönd- um. Sú er niðurstaðan helst að flugmaðurinn hafi verið kominn yfir mörk um hámarksflugtíma. Hvort sem það reynist rétt eða ekki, er enn full þörf á að upplýsa almenning um hvemig málum hafi verið háttað í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli hinar örlaga- ríku mínútur mánudagskvöldið 7. ágúst. - Það er ekki til framdráttar í svona málum, ef draga skal fjöður yfir suma þætti, en upplýsa eða jafnvel leiða getum að öðrum. Dagfari iMmSi. Hægfara gullmolar Dagfari lék knattspymu í æsku og bmnaði oft upp hægri kantinn með fyrirgjöf sem sjaldan klikkaði. Þá var hraði á hlutunum og stundum hljóp Dagfari sjálfan sig um koll. Verðlaunin vom lítil kók og prins póló sem hann borgaði sjálfúr með vasapeningunum. En nú er öldin önnur. Knattspymumenn em famir að selja sjálfa sig fyr- ir milljarða og dansa um á takkaskóm í veislusöl- um við undirritun samninga. Samkvæmt fréttum fá þessir gulldrengir þó aldrei neitt af peningun- um sjálfir heldur félögin sem selja þá til skiptis. Þeir em síðan settir á laun og látnir hlaupa þar til fætumir gefa sig um þrítugt. Og hvers virði er þá allt gullið? Nýjustu stjömunar heita Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen og em samanlagt rnemir á milljarð af erlendum félagsliðum sem nota þá sem skiptimynt í bókhaldi. Dagfari hefúr séð þá hlaupa í sjónvarpi á erlendum leikvöngum og þá virðast þeir hlaupa jafnhratt og erlendir knattspymumenn. Þegar þeir svo koma heim og leika með landsliðinu á Laug- ardalsvellinum hlaupa þeir helmingi hægar en úti. Hvort það er norðanvindurinn sem veldur þessu veit Dagfari ekki en hitt er víst að þetta er staðreynd sem allir sjónvarpsáhorfendur þekkja. Best sást þetta þeg- ar Stoke-lið Guðjóns Þórðarsonar kom í Íslandsheim- sókn og lék hér nokkra leiki. Stoke-mennimir, sem Knattspymumenn eru famir að selja sjálfa sig fyrir milljarða og dansa um í takkaskóm í veislusöl- um við undirritun samninga. frægir em fyrir snerpu og hraða í sinni heimabyggð, komust vart úr sporunum í Laugardalnum. Þeir hlupu eins og innfæddir, töpuðu öllum leikjum og voru ekki túkallsvirði. Enginn breskur bókhaldari hefði litið við þeim, þó svo hann hefði verið með tvö- falt bókhald. Skýringin hlýtur að vera sú að menn hlaupi hraðar í útlöndum en hér heima. Eða þá að sjónvarpsmyndavélamar í útlöndum séu með ein- hvem flýtibúnað sem gerir knattspymumennina sneggri, fallegri og milljarðavirði. Dagfari vildi fá svoleiðis myndbandstökuvél í jólagjöf. Þá yrði eig- inkonan svo falleg í eldhúsinu og bakkelsið svo gott - á mynd. Vegna alls þessa er Dagfari löngu hættur að fara á völlinn en nýtur þess ákaflega að horfa á fót- bolta í beinum sjónvarpsútsendingum frá útlönd- um þar sem gullmolamir þjóta um völlinn. Dag- fari laumast hins vegar stundum á kvennaleiki hér heima og hefur gaman af. Kvennaknattspyma er eins og íslensk knattspyma: Hæg, þung og stirð. íslenskir kvenknattspymumenn era ekki metnir á milljarða enda em leikir þeira meira í ætt við sirkus en fótbolta. En það er svo gaman þegar konumar fagna settum mörkum með rassaköstum og brjósta- sveiflum í vítahring að það hálfa væri nóg. En það er þó eitt enn sem Dagfari skilur ekki: Hverjum datt í hug að láta kvenfólk fara að leika fótbolta? Er það gert annars staðar en í Noregi? Þó langt sé síðan Dagfari hljóp sjálfan sig um koll á hægri kantinum við Hlíð- arenda þá man hann þó vel að stelpur fengu aldrei að vera með. Ekki einu sinni í marki. Farsímar fjöl- skyldunnar Guðlaug Magnúsdðttir skrifar: Ég las í fastadálki í Degi sl. laugar- dag, Spurt og svarað, svör nokkurra manna sem vom spurðir um fjölda farsíma á heimili sínu. Þama vora m.a. nafnkunnir einstaklingar og sögðust þeir allir vera með fleiri en einn farsima, þeir sjálfir og konan eða þá að símamir vom enn fleiri, t.d. fyrir krakkana eða aðra fjöl- skyldumeðlimi. Það kom mér á óvart að þessir menn, sem stundum birtast í fjölmiðlunum sem talsverðir vand- lætarar á eyðslu og óráðsíðu, skuli sjálfir taka þátt í þenslukapphlaupinu af slíkum eldmóði er þeir tjáðu sig um farsímaeign sína og sinna. Smárinn í Kópavogi - Miöja alheimsins? Stór-Reykjavík - „Greater Manchester“ Lárus Reykvíkingur skrifar: „Átt þú heima í Stór-Reykjavík,“ spurði ég Kópavogsbúa, með það fyr- ir augum að æsa upp stoltið yfir að búa, hafa alltaf búið og ætla alltaf að búa í Kópavogi. Honum vafðist tunga um tönn. Kannski ekki skrýtið þegar hafður er í huga sá áróður að Smár- inn í Kópavogi sé og verði miðja al- heimsins. Tilefni þessara skrifa er þó ekki hrepparígur á höfuðborgarsvæð- inu heldur sú árátta fjölmiðlafólks, sérstaklega á Stöð 2/Bylgjunni, að kalla það ágæta svæði Stór-Reykja- víkursvæði. Þetta er innflutt afbökun á „Greater Manchester" og álíka orðasamböndum og á hreinlega ekk- ert erindi til íslands. Fasteignaverð lækkar Guðjón Ólafsson skrifar: Rénun þenslu er hafin og fáir hafa efni á að leggja í fasteignakaup sam- kvæmt þeim skala sem ofurþenslan hefur boðið upp á að undanfomu. Mál var að linnti. Ég er einn þeirra sem ekki hafa lagt i íbúðarkaup á liðnum misserum. Maður sér líka að fasteigna- salar em komnir í klemmu og koma ekki út eignum sem era enn yfirmetn- ar i takt við undanfarandi þenslu. Nú ættu allir í íbúðarkaupahugleiðingum að doka við þar til menn hafa tekið sönsum á markaðnum. Frá reiöhjólaborginni. - Engir hjélmar og engin slys é hjólum. í reiðhjólaland- inu Danmörku Bjartur skrifar: Mér fannst fróðlegt að koma til Kaupmannahafhar eftir næstum tveggja áratuga hlé á ferðum þangað. Margt hefur breyst, og flest til hins verra. Eitt hefur þó ekki breyst; hjól- reiðar borgarbúa. Það em tugir, hundmð manna á hjóli á hveiju götu- homi, einkum snemma morguns og svo síðdegis. Og þama er enginn, alls enginn, með hjálm á höfði. Ég leigði mér reiðhjól og fékk samstundis. Bað um hjálm, ég fékk glott til baka. Ég gæti jú keypt mér hjálm ef ég vildi en fyrirbærið er ekki þekkt í reiðhjóla- landinu. I i (I 'T ■» Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gragff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, ÞverhoRi 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.