Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 24
28 _________________________________FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 Tilvera I>V Margrét Eir í Kaffileikhúsinu Söng- og leikkonan Margrét Eir mun syngja sig inn í hjörtu viðstaddra í Kaffileikhúsinu í kvöld klukkan 22. Tónleikarnir eru í tilefni plötugerðar sem hún stendur í um þessar mundir með hljómsveit sinni. Margrét hyggst meðal annars syngja lög eftir Bob Dylan, Burt Bacharach, Neil Yong og REM. PoftP_______________________ ■ TONLEIKAR A VE6AM0TUM Það veröur nóg um að vera á Vegamót- um í kvöld þegar tvær af athyglis- verðustu ungu hljómsveitum lands- ins leiða saman hesta sína. Um er að ræða hljómsveitirnar Úlpu og Ampop sem nýlega sendi frá sér fyrstu plötu sína. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og eru sannir áhuga- menn um tónlist hvattir til að láta sjá sig. Klúbbar ■ UPPHITUN A THOMSEN A fimmtudögum er hitaö upp fyrir helg- ina á Thomsen og kvöldið í kvöld er engin undantekning. Ýmir stjórnar ferðinni og Carlsberg skaffar orkuna á góðu veröi. Ef þú ætlar einhvern tíma þunnur inn í helgina er þetta tækifærið. Djass ■ TUBORG DJASS í DEIGLUNNI Kl. 22 í kvöld verður eldheitur Tuborg- djass í Deiglunni á Akureyri. Djass- inn er í boði Listasumars á Akur- eyri. Klassík ■ FEÐGIN A SELLO OG ORGEL , Feðginin Margrét Arnadóttir og Árni Arinbjarnarson leika á selló og orgel á hádegistónleikum 7 Hallgríms- kirkju í dag. Á efnisskrá þeirra eru verk eftír Antonio Vivaldi og Johann Sebastian Bach. ■ DANSKIR DAGAR HEFJAST Jós- ep 0. Blöndal hóar saman sonum sínum og nokkrum vinum og heldur meö þeim tónleika í Stykkisholms- kirkju í dag. Jósep er sjúkrahús- læknir í Stykkishólmi og spilar á pí- anó. Þetta er í byrjun á Dönskum dögum, bæjarhátíð Hólmara. Kabarett ■ MONO TVEGGJA ARA Mono er 2 ára um þessar mundir og í kvöld veröur hlustendum boðið í bíó. Fyrir valinu verður myndin Scary Movie í Stjörnubíói kl. 20.00. Eftir myndina kl. 22.00 er boðið upp á frían Corona-bjór Tres Locos. Opnanir ■ ELDSMIÐIR Á MIÐBAKKANUM í dag kl. 16.00 hefja eldsmiöir störf á miöbakka Reykjavíkurhafnar sem hluti af Hátíö eldsins. Eldsmiöirnir verða aö störfum frá kl. 16.00- 22.00 dagana 17.-19. ágúst. ■ LISTAMENN 4. ÁRATUGARINS í dag kl. 15.00 verður opnuð sýning Listasafns íslands, „Listamenn fjóröa áratugarins", hjá Miöstöö sí- menntunar a Suöurnesjum, að Skólavegi 1 í Keflavík. Sýnd eru 16 verk listamannanna Snorra Arin- bjarnar, Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 virka daga og um helgar tii 17. september og er aðgangur ókeypis. Síðustu forvöð ■ HOGGMYNDASYNING I STOPLA- KOTI Höggmyndasýningu Bubba (Guöbjörns Gunnarssonar) fer að Ijúka._______________________ Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is X-Men frumsýnd á morgun: Ofurhetjuhasar með boðskap X-Men er ein stærsta kvikmynd sumarsins í Bandaríkjunum og hef- ur þegar halað inn um 144 milljónir Bandaríkjadala. Hún fjallar um hóp stökkbreyttra ofurhetja sem hver öðlast sinn ofur- kraft við kynþroska. Storm (Halle Berry) getur framkallað hvaða veð- ur sem er, Rogue (Anna Paquin) get- ur fjarlægt minni og krafta þeirra sem hún snertir og sjálfur læri- meistari þeirra, Charles Xavier (Patrick Stewart), er mesti hugs- anaflytjandi heimsins. Sagan gerist í nálægri framtíð eft- ir að hluti mannkyns hafði stökk- breyst á ofurmannlegan hátt og er af tegundinni homo superior. Venjulega fólkið hræðist þessa teg- und og upp kemur sú hugmynd að losa heiminn við stökkbreytlingana. En X-fólkið er gott og verndar mannfólkið gegn ógn hinna illu stökkbreytlinga sem Magneto (Ian McKellen) leiðir. Myndin er gerð eftir samnefndum teiknimyndasögum frá sjöunda ára- tugnum sem sagðar hafa verið póli- tísk ádeila á kynþáttamisréttið í Bandaríkjunum. X-Men eru mest seldu teiknimyndasögur frá upphafi og meira býr á bak við kvikmynd- ina en flottir búningar og tækni- brellur. Hún varpar meðal annars ljósi á hvemig framkoma fólks er oft byggð á fordómafullum ótta og misrétti. Til verndar mannkyni X-fótkiö er stökkbreyttir homo superior í framtíðinni sem berjast gegn vondum stökkbreytlingum. Aðalhetjurnar hafa allan sinn djöful að draga þrátt fyrir að vera ofurhetjur og eiga ásamt því að berj- ast við óvini sína í átökum í einka- líflnu og þannig er verið að bjóða ímyndinni um hin óskeikulu ofur- menni byrginn. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer sem sló í gegn með kersknu glæpamyndinni The Usual Suspects. X-Men verður frumsýnd í Regn- boganum, Laugarásbiói, Sambíóun- um, Álfabakka, Nýja bíói, Keflavík, og Borgarbíói, Akureyri, á morgim. -jtr Baiögagjtejirri Laugarásbíó - Return to Me: 'k'k'k Bryan Singer, leikstjóri X-Men: Heillaður af illskunni X-men er fjórða kvikmynd hins 32 ára gamla Bryans Singers sem hlaut frægð á einni nóttu fyrir The Usual Suspects árið 1995. Illskan hefur verið rauður þráður í gegnum myndir Singers sem sjálfur gekk í nasistaklúbb þegar hann var dreng- ur, þrátt fyrir þá staðreynd að hann væri gyðingur. „Ég tek myrkar sögur og gæði þær eins konar undrun og inn- blæstri," segir Singer. Enginn getur vænst þess að horfa á heila mynd eftir Bryan Singer án þess að sér komi á óvart oftar en einu sinni og það misþægilega. Ein aðferð sem Singer notar tfl að auka spennu og eftirvæntingu í myndum sínum er að sýna ekki áhorfandanum það sem hann vill sjá. Þetta á við um hinn dularfufla Keyser Soze í Usual Suspects sem alltaf virðist á barmi þess að detta inn á skjáinn en allt kemur fyrir ekki. Stundum er þessari spennu riðlað á þann hátt að persónur sem í upp- hafi virðast vera gæddar góðvild og jafnvel hetjulund reynast fremja ólýsanleg illskuverk. Þannig reynist gamli nágranninn (Ian McKellan) í Apt Pupil (1998) vera nasiskur stríðsglæpamaður í felum. Og jafnvel drengurinn ungi í sömu mynd kemur öllum á óvart með því að fremja illvirki sem þrátt fyrir allt virðist passa vel inn í sög- una. Áhorfendur sitja uppi með að Þegar hjartað ræður ferðinni Guörún Guð- mundsdóttir Herforingi meö barnið sitt Bryan Singer er herforingi á tökustað og stjórnar þvíjafnan hvar myndavélin er staðsett. Við tökur á X-Men. Á meðan ég beið eftir að myndin byrjaði gat ég ekki annað en hugsað að vonandi væri myndin ekki of langdregin eða of fyrirsjáanleg. Önnur vonin rættist - myndin varð ekki of langdregin. Manni tekst stöðugt að furða sig á því að hægt sé að gera endalaust myndir um sama efnið, ástina, án þess að hrekja áhorfendur stöðugt frá. Ást er nokk- uð sem aflir þrá og því almennt auð- velt að spila inn á þær tilfinningar. Verra er að gera efnið áhugavert þannig að mann langi til að sjá mynd um sama efni. Reynt er að fá leikara sem trekkja að þegar svo er. Aðalleikararnir David Duchovny og Minnie Driver eru bæði vel þekkt. David fyrir leik sinn í hinum endalausu Ráðgátum (X-flles) og Minnie vakti fyrst verulega athygli í Good Will Hunting. Einhvem veg- inn finnst manni hálffúrðulegt að David hafi verið valinn - hann er þegar of staðlaður í hlutverki furðu- lega FBI-gaursins að erfitt er að tengja hann nokkru öðru. Samt virðist leikstjórinn Bonnie Hunt telja hann hafa eitthvert aðdráttar- afl og duga í hlutverkið. Ekki er Bob og Grace Hér hiustar Bob 'á hjarta látinnar konu sinnar. hægt að neita að hann hefur enn þá útlitið með sér. Hins vegar er Minnie enn þá fersk og það sem er sérstaklega skemmtilegt við hana er hversu aðlaðandi hún er á óhefð- bundinn hátt. Þrátt fyrir að vera ólík ná þau David og Minnie að byggja tengsl milli persónanna með leik sínum og þau passa ótrúlega vel saman. Minnie leikur unga konu, Grace, sem er svo ólánsöm að hafa átt við hjartasjúkdóm að stríða síðan hún var unglingur. Þegar við fáum að kynnast henni er hún langt leidd og hver stund gæti verið hin síðasta. David leikur mann, Bob, sem er hamingjusamlega giftur og lífið leikur við. Gæfan snýst þó fljótt við er konan hans deyr í umferðarslysi en hjartað í henni hentar Grace. Grace nær fullum bata og fyrir til- viljun hittast Bob og Grace, Bob þá enn sorgmæddur ekkill. Af ein- hverri ástæðu fer hjartað í Grace að slá af fullum krafti í nálægð Bobs. James Belushi er alveg yndisleg- ur í hlutverki eiginmanns vinkonu Grace, Megan, sem sjálf Bonnie Hunt leikur. Þeirra fjölskylda er skemmtilega raunveruleg og ekki er dregin upp alltof rósrauð mynd af fjölskyldulífinu. Þetta er fyrsta treysta ekki persónunum í mynd- inni og ráfa ráðvilltir út úr kvik- myndahúsunum að sýningu lok- inni. Hvemig Bryan Singer hefur tek- ist til með að gera hinar fjölmörgu persónur X-Men-teiknimyndasagn- anna áhugaverðar í kvikmynd verð- ur gaman að sjá. skrifar gagnrýni um kvikmyndir. mynd Bonnie og jafnframt fyrsta handritið sem hún leggur nafn sitt við. Smáatriðin eru mikilvæg og koma oft skondin atriði í myndinni. Það er ekkert sem kemur manni á óvart í myndatökunni og engar sér- stakar brellur í gangi. Leikstjórnin byggist fyrst og fremst á að koma efninu til skila á fallegan og einfald- an hátt. Sést það á almennt einfold- um sviðsmyndum. Leikararnir eru almennt prýði- legir, enda fjöldi gamalreyndra leik- ara í minni aðalhlutverkum, og handritið myndar heild. Því miður er fléttan fremur fyrirsjáanleg en sé maður að leita eftir þægilegri af- þreyingu er þessi mynd ánægjuleg sem slík. Leikstjóri: Bonnie Hunt. Aðalhlutverk: David Duchovny, Minnie Driver, Carroll O’Connor, Robert Loggia, Bonnie Hunt, David Alan Grier, Joely Richardson, Eddie Jones og James Belushi. Bandarísk, 2000. Leyfö öllum aldurshópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.