Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 4
A þessum síðustu
og verstu dögum
þurfa allir að leggj-
ast á eitt til þess
að stöðva glæpi út
um borg og by. En
hvað getur hinn al-
menni, löghlýOni
borgari gert? I 97.
grein laaa um
meðfero opinberra
mála má komast
að sannleikanum
um þessi mál.
„Borgurum er rétt að handtaka
mann ef rökstuddur grunur er um að
hann hafi framið brot sem sætt getur
ákæru og varðað getur fangelsi, enda
sé handtaka nauðsynleg tii að koma í
veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja
návist hans og öryggi eða koma í veg
fyrir að hann spilli sönnunargögn-
um. Afhenda skal hinn handtekna lög-
reglunni tafarlaust ásamt upplýsing-
um um ástæðu handtökunnar og
hvenær hún fór fram,“ segir í fyrstu
og annarri grein 97. greinar laga um
opinber mál.
„Þetta þýðir hins vegar ekki að þú
getir handsamað einhvem einstakling
og skelit honum niður i geymslu hjá
þér,“ segir Jónas Hafsteinsson hjá
lögreglunni í Kópavogi.
„Hins vegar geta komið upp þær að-
stæður að ekki er hægt að koma ein-
staklingnum til lögreglu „tafarlaust"
eins og um getur í lagagreininni. Segj-
um að þú sért staddur/stödd uppi á há-
lendinu og þú sérð einhvem drepa
mann. Þú þarft óneitanlega að halda
manninum fóngnum á meðan þú kall-
ar til lögreglu - og það getur aÚt tekið
sinn tíma.“
Jónas man ekki til þess að komið
hafi til borgaralegrar handtöku á hans
vakt en útilokar ekki að það hafi gerst
einhvem tima. Hann vildi þó hvetja
fólk til þess að reyna að komast hjá
þvi aö handsama fólk og kalla heldur
til lögreglu ef verið er að brjóta lögin.
„Ef eitthvað gerist innan höfuðborg-
arsvæðisins tekur það lögreglu yfir-
leitt ekki nema örfáar mínútur að
komast á staðinn. Þá er líklega vissara
að bíða sé það hættulaust og ef það
spillir ekki sönnunargögnum," bætti
Jónas við.
Salem Karím er íraki sem búið hefur á íslandi í tæpt ár. Árið 1991 þegar Salem var
nítján ára var hann kvaddur í herinn og barðist í Persaflóastríðinu. Eftir tvo mánuði
lenti hann í fangabúðum Bandaríkjamanna þar sem hann dvaldi næstu tvö árin en
með hjálp Sameinuðu þjóðanna fékk hann loks pólitískt hæli í Svíþjóð þangað sem
hann komst árið 1993. Nú er Salem búinn að koma sér vel fyrir hér á landi og
starfar við dyravörslu og steypuvinnu.
í Svíþjóð hitti hann íslensku yng-
ismeyna Söndru Björk Jóhanns-
dóttur og i dag búa þau í Reykja-
vík og eiga saman sjö vikna son,
Ómar Frey. Salem hefur sem sagt
reynt ýmislegt sem er ansi fjarri ís-
lenskum veruleika. Hann missti
tvo bræður í stríðinu og pabba
sinn og getur ekki snúið aftur til
heimalands síns. Saddam Hussein
er enn við völd og líklegt þykir að
annar sona hans taki við stjóminn-
ni þegar sá gamli fellur frá. í borg-
inni Babýlon í írak á Salem sjö
systur og fjóra bræður en öllum er
þeim meinað fara úr landi. Salem
getur þvi ekki hitt neina úr fjöl-
skyldu sinni og raimar býst hann
ekki við að komast til heimalands
síns nokkum tímann. Reyni haxm
það mim hann stofna fjölskyldu
sinni í hættu.
Fordómar kvenna
Sandra kynntist Salem árið 1997
þegar hann rak sina eigin búð í
Malmö en hún vann á McDonald’s.
Bæði segja þau mun þægilegra að
búa á íslandi en í Svíþjóð. Þar er
meira atvinnuleysi og fordómar en
á íslandi. Þó þau hafi orðið vör við
einhverja fordóma hér á landi seg-
ir Salem að sér hafi verið tekið frá-
bærlega hér, allir séu mjög áhuga-
samir og vingjamlegir. „Fólk hefur
reyndar mjög miklar ranghug-
myndir um arabalönd og múslíma
sem stafa einna helst af einhæfum
og neikvæðum fréttaflutningi,"
segja þau bæði. Þeir fordómar sem
þau hafa fundiö fyrir hafa ekki sist
beinst að Söndru fyrir að vera með
erlendum manni. „Ég fæ mest að
finna fyrir því hjá íslensku kven-
fólki. Þetta kemur allt frá eldra
fólki því unga fólkið er mjög opið.“
Sandra og Salem eru bæði
múslímar en Sandra tók íslamska
trú nýlega. „Eftir að ég kynntist
þessu fór ég að líta hlutina í öðru
ljósi og taka eftir nýjum. Maður fer
að pæla mun meira,“ segir Sandra.
Sedem stundar ekki trúna eins og
hann hefði annars gert í heima-
landi sínu.
Gestsaugað og
vinnualkar
Salem vinnur nú í Steypustöð-
inni og um helgar í dyravörslu á
nokkrum skemmtistöðum borgar-
innar. Það er einmitt þaðan sem
margir íslendingar kannast eflaust
við hann. Salem segist eiga félög-
um sínum í Steypustöðinni margt
að þakka og að þeir hafi hjálpað sér
á margan hátt. „írakar vinna mik-
ið en íslendingar þó enn meira,“
segir Salem. í fyrstu var hann
undrandi á allri drykkjunni um
helgar en segist skilja það betur eft-
ir að hafa kynnst íslensku vinnu-
vikunni af eigin raun og finnst fólk
eiga upplyftinguna skilið. „Ég
brosi bara að fullum íslendingum
sem ég hitti í dyravörslunni um
helgar," segir Salem. Að sjálfsögðu
er margt sem kemur honum
spánskt fyrir sjónir hér á landi
enda ólikir menningarheimar á ís-
landi og i trak. „íslendingar eru án
allra vandamála og geta alltaf grln-
ast, það reddast alltaf allt. Svona er
þetta ekki í írak,“ segir Salem.
Honum fmnst dýrt að lifa hér og
fmnst einkennilegt að hægt sé að
labba inn í bílaumboð rétt sisona
og kaupa bíl út á greiðslukort.
Þannig er ísland í dag.
bankamálafulltrúi Regnbogans
og Stjömubíós, því þetta eru
sömu fyrirtækin."
Aðspuröur um hvort Halldór
sjái flestar kvikmyndirnai- sem
sýndar eru í Regnboganum segir
hann svo vera. Hann hefur lika
gaman af þvi að gefa kvikmynd-
unum sem hann sér sljömur.
The Patriot gefur hann þrjár
stjömur og Me, Myself and Irene
einnig. „Svo bíð ég spenntur eft-
ir að sjá myndina X-Men sem
frumsýnd verður í kvöld,“ segir
Halldór að lokum, hress í bragði.
„Búningurinn er sérsaumaöur
af Hexa - Sauinastofunni Sól-
inni," segir Halldór stoltur. Hann
bætir við að nýja „uniformið"
komi sér vel fyrir Regnbogann
sjálfan, „ég er jú andlit fyrirtæk-
isins út á við og vil vera þvi til
sóma“. Halldór er sannfæröur
um að Regnboginn eigi eftir aö
dafna enn frekar eftir þessa
ánægjulegu breytingu. Eins og
áður sagði er Halldór fram-
kvæmdastjóri móttökusvið Regn-
bogans. En hann sér einnig um
ýmis bankamál. „Ég er líka
Halldór Ómar Slgurösson, framkvæmdastjórl móttökusvlfts Regnbogans.
Halldór Ómar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri móttökusviðs Regnbog-
ans, sem talað var við í síðustu viku
hefur fengið í hendurnar langþráðan
nýjan einkennisbúning.
f 6 k U S 18. ágúst 2000