Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 6
3 haf Dó á Hinsegin tónleikum Þegar hljómsveitin Bellatrix hljóðprófaði sig fyrir Hinsegin tónleika á Ingólfstorgi síðasta laugardag hné maður úr áhorf- endaskaranum niður. Maðurinn féll til jarðar þegar sveitin lék alldramatískan kafla í laginu „Jediwannabe". Sem betur fer er Sigrún, hljómborðsleikari Bellat- rix, lærð hjúkrunarkona. Hún stakk sér af sviðinu og hugðist koma manninnum til bjargar með skyndihjálp en það var um seinan. Meðlimir Bellatrix voru í uppnámi þegar tónleikar þeirra áttu að hefjast en hörkuðu af sér og skiluðu sínu og vel það. Ekki er vitað um dánarorsök. Perrastrik.is Á spjallþráðum strik.is má finna ýmsa undirflokka og efni fyrir umræður netverja. Meðal annars er þar spjallþráður stefnumótaþáttarins Djúpa laug- in sem sýndur er á SkjáEinum. Fæst bera skilaboðin sem um þráðinn fara þess merki að vera pikkuð inn af vitsmunaverum, en þar kennir ýmissa grasa. Meðal þess sem skoða má eru auglýsingar frá fólki sem lofar ungum stelpum og strákum skjótfengnum gróða. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta eru örþrifaráð sveittra karl- manna sem eru komnir á fremsta hlunn með að nauðga einhverjum og eru tilbúnir að greiða fyrir samfarir. Úps, reyndu aftur Hver græðir á því að kíkja í hálfkláraða kókflösku? Kíktu í Coke leikur Vífilfells er alveg hættur að vera fyndinn. Ár eftir ár kynnir fyrirtækið þennan bjánalega sumarleik og það eina sem fréttist af vinningum eru óljósar frásagnir kunningja, sem eiga vini, sem eiga skyldmenni, sem „græddu“ geisladisk með Landi & Sonum þegar þau voru rúmlega hálfnuð með fjórtándu 2 1 kippu sumarsins. Og hvað er grínið með þessa vinninga? Bíla- vinningurinn hvarf út í góðærið og var skipt út fyrir einsmanns- flugferð til Balí. Vissulega er kókið óumdeilanlegur þjóðar- drykkur landsmanna, eftir að framleiðslu hvannarótarbrenns- ans var hætt, en það er spurning hvort er sorglegra leikurinn sjálfur eða fávitarnir sem auka kókneyslu sína í von um að græða aðra kókflösku. Líklega er þetta sama hyskið og fer á vöru- sýningar i Perlunni til þess að fá pulsur og ... hvað annað en kók. Ingvar Magnússon leigubílstjóri Popph Túlipkanarnir' Húsvíkingamir Siggi Bluga og Oddur Bjarni leika og syngja frumsamin lög kl. 15.15 i Ráðhús- inu. Þeir eru víst voða hressir! Magga Stína og Hr. Ingi.R Brjálað stuð og polki í nýja Borgarbókasafninu í Grófarhús- inu, Tryggvagötu 15, kl. 19.00. Jagúar Kl. 20.30 munu piltarnir í Jagú- ar spila í lítinn hálftíma á Ingólfs- torgi og svo aftur í annan lítinn hálftíma kl. 22.00. Hvað gera þeir á milli „gigganna"? Hér er leiðarvísir fyrir þá sem vilja skemmta sér án mikillar áreynslu og forðast „hámenningu" á Menningarnótt. Fyrir þá sem hinsvegar hafa taugar í „hámenninguna" er tilvalið að kíkja á dagskrá Menningarnætur á visir.is á netinu. nningarnætur Ragga Gísla og Stórsveit Reykjavíkur Líklega svakalegt „show' hafnarbakkanum kl. 22.45. Djammdúettinn Kókaím Á Kaffl Gróf kl. 21.00 spilar Djammdúettinn Kókaín, snuff, snuff, og svo snýta! Geirfuglarnir Tjútta og tralla eftir flugelda- sýninguna (sem er kl. 23.00) fyrir utan veitingastaðinn Tvo fiska, Miðbakkamegin. Með bandinu kemur fram hinn þjóðkunni sjón- varpsmaður Egill Helgason. 200.000 naglbítar í gargandi stuði á þaki Músíkur og mynda í Austurstrætinu kl. 20.00. Kanada Kanada jafn sætir og skemmti- legir og alltaf á þaki Músíkur og mynda í Austurstræti kl. 21.00. ;inu á Súfistanum einhvern timann á milli 20.00 og 23.30. Úlfur er líka í Kanada og Svasil og því verður mikið að gera hjá drengnum þetta kvöldið! Svasil _____ Á milli 20.30 og 24.00 mun hin mjög svo fjölmenna hljómsveit Svasil (13-17 meðlimir!) halda uppi fjörinu fyrir SPRON á Skóla- vörðustíg. Afrisk stemning. Rafmagnssveitin á. Hlemmi Band skipað myndlistarmönn- um og því líklega þokkalega steikt. Ætla að spila tilrauna- kennda tónlist frá kl. 19.15 til 21.00 á Hlemmi. Ampop Rafdúettinn (voða vinsælir þess- ir dúettar!) Ampop spilar kl. 22.00 í bakgarði Meistara Jakobs, list- húss, Skólavörðustíg 5. Dúettinn skipa Birgir Hilmarsson og Kjart- an Friðrik Ólafsson. Ingvar Magnússon, leigubílstjóri á Hreyfli, hefur til umráða vinsælan vinsældanna eru öflugar hljómflutningsgræjur, vídeó og DVD-tæki sem spila bæði tónlist og kvikmyndir í Ingvar hefur lent í ýmsum skemmtilegum uppákomum í tengslum við starfið. „Fyrirtæki nýta sér oft vídeó- tækið til að sýna kynningarmynd- ir. Þetta er vinsælt þegar ég næ í kúnna út á flugvöll. Þeir nota þá tímann á leiðinni af Vellinum inn í Reykjavík til að horfa á kynningar- myndband þess fyrirtækis sem þeir eru hér til að heimsækja," seg- ir Ingvar. Vegna þess hversu geggjaður kraftur er í hljómflutningsgræjim- um hefur Ingvar einnig lent í hin- um og þessum ævintýrum. „Vinur minn, Guðmundur í Nes-radíói, á nú stóran þátt í vinsælduniun. Það var hann sem setti upp hljómflutn- ingsgræjumar í bílnum." En hvað er beðið um? „Ég hef haldið ball að lokinni ökuferð upp í sumarbústað með græjunum í bílnum." Ingvar hætir við: „Einu sinni fór ég líka með hóp fólks upp á Snæfellsnes og annan norður til Akureyrar og aftur til baka. Það munar vist einhverjum tugum þús- unda að taka leigubíl og að fljúga norður fyrir 8 manns.“ Ingvar og bíllinn eru einnig mjög vinsælir í steggja- og gæsa- partí. Það er jú alltaf jafn hryllilega gaman að öskra úr sér lungun í kapp við græjumar í bílnum á leið- inni í djammið. Tvífaramir að þessu sinni eru varla tvífarar. Þeir eru einn og sami maður- inn. Nefnilega Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna, krafta- verkapredikari og lögfræðingur. Það hefur sýnilega ruglað marga i riminu að Jón hefur tekið sér nafnið Benny Hinn og notar það í predikunarstólnum. Á báðum sviðum er hann umboðsmaður litla maimsins, ýmist gagnvart kaup- manninum á hominu eða guði almáttugum. Margir muna eftir því, árið ‘95, þegar Jón spreyjaði i toppinn með „Elnette" og fyllti Laugardalshöll af öryrkj- um, „krossurum" og heilögum anda í þrumuræðu sinni um betra líf með Kristi. Blindir fengu sýn og lamaðir dönsuðu heim á hótel, enda allir úr fylgd- arliði predikarans. Nýlega steig Jón svo fram fyrir skjöldu og sagðist vilja birta svartan lista yfir okurkaupmenn landsins, á vegum Neytendasamtakanna. Þeim sem vilja berja kappann augum í gervi Hinn er bent á þáttinn „This is your day“ á Omega. „Dú æ hir ann Eyyyyyyyméeeeeeeen?" Jón Magnússon, varaformaöur Neyt- endasamtakanna og lögfræðingur. Benny Hinn, sjónvarpshermaður Krists. 6 f Ó k U S 18. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.