Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 12
« « »
>
en af einhverjum óskiljanlegum
orsökum gleymdist að bjóða mér
á Futurice-sýninguna síðustu
helgi. Það þýðir samt ekki að ég
hafi ekki mætt. Það þýðir bara
það að ég þurfti að drekka mig
fulla til þess að telja í mig kjark
og þora að mæta (soldið lágt
sjálfsmat hjá minni). Ég hef
alltaf fylgst með tískunni frá því
að ég var lítil stelpa og það var
mér að þakka að íslendingar
misstu ekki gersamlega af
axlapúðunum á sínum tíma.
Þannig að ef það er einhver sem
átti skilið að vera boðið á Fut-
urice þá er það ...
■■■ 69*
Það tók mig langan tíma að finna
réttu fötin til þess að fara í. Mig
langaði ekki að vera eins og hinir
en samt alls ekki að vera neitt allt
of mikið öðruvísi (þetta er nú gald-
urinn við að vera stílisti elskan).
Ég vildi vera smá drusluleg eins og
Björk ólétt, ógeðslega evil eins og
Páll Óskar í latexi og rosalega
virðuleg eins og Vigdís fyrrver-
andi forsetafrú. Og þó ég segi sjálf
frá þá tókst það fullkomlega. Ég
var viðbjóðslega vel...
... heppnuð.
Ég slurkaði í mig nokkrum
sterkum sjússum og sagði við
sjálfa mig í spegilinn: „Þú ert æðis-
leg, þú ert ógeðslega sterkur karakt-
er, þú átt heima í tískubransanum.“
Þetta eru svona styrkjandi æfingar
sem ég gæti ekki lifað án. Svo tók
ég leigubíl út í Bláa lónið. Ég hló
rosalega mikið og notaði hásu
röddina mína þegar ég steig út úr
leigubílnum (Magga Vilhjálms
meets svarthærða stelpan í Djúpu
lauginni). Það bregst aldrei, fólk
heldur alltaf að maður sé í rosafíl-
ing ef maður er ...
... hás.
Svo reyndi ég bara að troða mér
inn í hóp af stílistum sem voru á
leiðinni inn (allt topphð, engir lúserar). Og þegar dyravörðurinn stopp-
aði mig þá feikaði ég þvílíkt hláturskast yfir því að hafa gleymt miðan-
um þangað til að hann hleypti mér inn. Soldið niðurlægjandi en hvað
gerir maður ekki fyrir tískuna? Ég fann það reyndar þegar ég var kom-
in þama inn að ég var aðeins of full. Ég flýtti mér þess vegna inn í bún-
ingsklefann, klæddi mig í sundbolinn, bleytti hárið til þess að sýnast
hafa farið í sturtu og hoppaöi út i...
... lónið.
En þá rann af mér og ég fatt-
aði að sýningin var ekki úti í
hvernum sjálfum heldur i mat-
salnum (smá vonbrigði) þannig
að ég fór aftur inn og klæddi mig
aftur í (lyktandi af kísilgúr eins
og sóreasissjúklingur). Ég var dá-
lítið að missa mig af drykkju en
náði samt að horfa á næstum því
alla tískusýninguna og hlæja með
sjálfri mér. Viðbjóðslega hallæris-
legt drasl og alls ekki þess virði
að vera boðin. En ég hitti þó fullt
af frægu fólki. Það er alltaf ógeðs-
lega næs. Mér líður eins og heima
hjá mér þegar ég sé frægt fólk tala saman eins og ekkert væri
... eðlilegra.
Ég blandaði ógeðslega miklu
geði og ég veit að það á eftir að
skila sér í atvinnutækifærum
seinna. Ég gaf líka mikið af ókeyp-
is ráðleggingum (sagði Dóru
Takefusa hvernig hún gæti náð
krullunum úr hárinu), ég skálaði
við mikilmenni og ljósmyndarana á
Séð og heyrt, ég náði í kampavín
handa frænda hans Egils Ólafssonar
sem ég held að sé hommi, togaði í
gríni í geirvörtumar á Móu en svo
var mér hent út þegar ég reyndi að
fara í sleik við Vigdísi. En þá var
mér alveg sama af því að ég var búin
að sanna að ég ætti heima í þessum
hópi, bless minnimáttarkennd!
f Ó k U S 18. ágúst 2000
í hverjum mánuði deyja í
kringum 120 Reykvíking-
ar og nærsv/eitarmenn.,
Öllu þessu fólki er síðan
holað niður-éinh.vers
staðar og til þess að ein-
falda ættingjum eftirleik-
inn set'ti Fókus saman
nokkrar skotheldar leiðir
fyrir hvern og einn um
hvernig á að jarða sig.
Þér
verður
Þetta er að sjálfsögðu ekkert
gamanmál. Dauðinn er alltaf ákaf-
lega sorglegur og erfiður fyrir þá
sem eftir lifa. Væri það ekki yndis-
legt fyrir eftirlifendur ef þeir gætu
gengið að því vísu að þessi jarðar-
for væri akkúrat sú sem þú mund-
ir vilja fá?
Útfararstofa
Það fyrsta sem þú þarft að gera
er að velja þér útfararstofu. Þetta
er ekkert sérstaklega flókið fyrir-
bæri - bara að fara I símaskrána og
leita uppi stafinn Ú og áður en þú
veist af ertu runninn á bragðið.
Síðan er bara að hafa samband við
útfararstjórann og reyna að mæla
þér mót við hann/hana. Nokkra
hluti þarftu samt að hafa á hreinu
áður en þú ferð.
Kostnaður
Hvað eiga mamma og pabbi mik-
inn pening? Ertu líftryggð(ur)?
Þykir einhverjum vænt um þig? Ef
svarið við öllum þessum spurning-
um var ,já“ getur þú sleppt fram af
þér beislinu. Samkvæmt upplýsing-
um frá Útfararstofu íslands kost-
ar jarðarfor á bilinu 70 til 250 þús-
und. Segðu við útfararstjórann að
þú viljir láta jarða þig í fotum frá
Chanel eða Gucci, að Karlakór
Reykjavíkur eigi að syngja í jarð-
arförinni þinni með Kristján Jó-
hannsson og Diddú sem einsöngv-
ara. Sé svarið hins vegar „nei“
þarftu ekki að hafa áhyggjur af því
að velja organista - þú hefur ekki
efni á því.
Tónlist
Þú getur látið syngja hvað sem
er í jarðarforinni þinni. Loksins,
loksins er fólk komið saman til
þess að hugsa bara um þig og þá er
kominn tími til þess að það hlusti
á tónlistina sem það bað þig i sí-
fellu að lækka. Éinhverjir munu
líklega vilja að Kristján Jóhanns-
son spreyti sig á „My Way“ eftir
Sinatra og eins er hægt að láta
organistann vinna fyrir kaupinu
sínu með því að heimta einhvem
slagarann eftir Metallica.
Staður
Ef þú ert ekki þegar búinn að
láta taka frá pláss handa þér í
Fossvogskirkjugarði verður þú
að velja á milli kirkjugarðsins í
Hafnarfirði eða í Grafarvogi.
Þó áttu færi á að láta hola þér
niður í Fossvogi ef þú ert til í að
láta brenna þig - sem er víst að
komast í tísku - um 15 prósent
allra sem hrökkva upp af láta
kveikja i sér á indverskan máta.
Líkkistan
Hvernig væri að finna sér ein-
hverja lofttæmda kistu svo að þú
verðir ekki maðkétinn eftir
fimm mánuði? Reyndu síðan að
velja þér svarta kistu (hvítt
verður svo skitugt í moldinni),
helst með gyllingum á alla kanta
og NMT-síma hendi það þig að
þú værir jörðuð/jarðaður lif-
andi.
Þegar þessu er öllu lokið er
bara að setjast á grafarbakkann
og bíða - ef þú ert heppinn gæti
biðin tekið dálítinn tíma.