Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 32
NISSAN MICRA alltafkát! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 28. AGUST 2000 „ Læknar eftir aöalfand: Afall fyrir Kára „Hagsmunir vísindanna verða að vikja fyrir rétti einstaklingsins. Það er leiðarljós okkar í þessu máli,“ sagði Sig- urbjöm Sveinsson, formaður Læknafé- v lags Islands, eftir aðalfund félagsins sem haldinn var á ísafirði um helgina. Þar komu læknar sér saman um sameigin- lega yfirlýsingu sem gerir ráð fyrir að i framtíðinni verði sjúklingar að gefa skriflegt leyfi sitt fyrir því að sjúkra- skýrslur þeirra verði notaðar í gagna- grunn íslenskrar erfðagreiningar, svo og til annarra vísindarannsókna. Eftir stendur þá hvemig meðhöndla eigi þær sjúkraskýrslur sem þegar em til staðar, svo og gögn um þá sem látnir em. „Mikið þrottfaU úr gagnagrunninum verður að sjálfsögðu áfall fyrir Kára þótt ég geti ekki sagt til um hvar draga eigi mörkin," sagði Jóhann Tómasson lækn- ir sem mjög hefúr þeitt sér gegn áform- mn íslenskrar erfðagreiningar og Matthías Halldórsson aðstoðarland- ^iæknir er honum sammála: „Gagna- grunnurinn verður þvi minna virði því færri sem í honum em.“ -EHt Frá aðaifundi Læknafélags Islands. OL-2000: HVIeð fullt hús Island er með fljúgandi start á Ólympíumótinu í bridge sem hófst í Maastricht í Hollandi í gær. Fyrsti leikur var við Afríkuríkið Botswana og vannst hann 25-0. Næsti leikur vannst einnig með 25 en Nýsjá- lendingar fengu samt 5 stig. ísland er því efst í sínum riðli með fullt hús, 50 stig. í öðra sæti er Ítalía með 45 stig. í A-riðli er Sviss efst með 47 stig og Pól- land í öðm sæti með 46 stig. í C-riðli er England með 50 stig og Israel í öðm sæti með 49. í B-riðli er Ástralía í efsta sæti með 42 stig og Formósa í öðm sæti með 39 stig. -StG. S é r h æf ð fasteignasala í atvinnu- og skrifstofuhúsnæði STOREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18» Sími 55 12345 m Heilsudýnur t sérflokhi! 'fElLSUNNAR veG Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150 FYRIRGEF 055 VORAR SKULDIR... Húsavík: Ferðamenn í bílveltu -jaœim? » Fjórir spænskir ferðamenn sluppu með skrekkinn þegar bfla- leigubíll þeirra valt sunnan Húsa- víkur á ellefta tímanum í gær- morgun. Lögreglumenn á Húsavík fóru á staðinn og segja það mildi að fólkið skyldi sleppa úr veltunni án meiðsla. Bílaleigubíllinn, sem var spánnýr Land Rover jeppi, skemmdist hins vegar töluvert. Að sögn lögreglunnar er talið að öku- maðurinn hafi misst stjóm á bíln- um í lausamöl með fyrrgreindum afleiðingum. -aþ Dauðaslys í Breiðdal DV-MYND KK Valt niður brekku við Kársnesbraut Bílslys varð vlö Kársnesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Bíll fór út af og valt niður brekku skammt frá Urðarbraut. Mildi þykir að bíllinn skyldi ekki lenda á nærliggjandi íbúðarhúsi. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var talið að meiðsl mannsins væru alvarleg. Að sögn lögreglu í Kópavogi er rannsókn á tildrögum slyssins ekki lokið en grunur leikur á að maðurinn hafi verið ölvaður. Maður á þrítugsaldri lét lífíð í Breiðdal í gær. Maðurinn var að vinna við rúllubaggavél þegar slysið bar að höndum. Lögreglan á Fáskrúðsfirði segir tildrög slyssins ókunn. -aþ Gunnar Þorsteinsson missir hálfan söfnuð sinn yfir í Bethaníu: Krossinn klofinn - 300 milljóna skuld að sliga trúfélagið „Gunnar hefur breyst svo mikið á siðustu þremur árum að það er ekki lengur hægt að vinna með honum. Við höfum stofn- að nýjan söfnuð og sótt um leyfi til að vera kirkja," segir Kristján Rósinkransson, forstöðumaður í nýjum söfnuði fyrrum liðsmanna Krossins sem hlotið hefur nafnið Bethanía. „Á annað hundrað manns úr Krossinum hefur gengið til liðs við okkur og það er rúmlega helm- ingur virkra félaga í Krossinum. Sjálfur yfirgaf ég Gunnar fyrir síð- ustu áramót og byrjaði nýtt safnað- arstarf í bOskúr. Nú erum við kom- in með góða aðstöðu á Lynghálsin- um og vorum til dæmis með glæsi- lega samkomu þar í gær.“ Að sögn Kristjáns voru skráðir fé- lagar í Krossinum 500 talsins um síðustu áramót en þar af voru að- eins 200 virkir. Bethanía hefur því náð í meira en helming virkra fé- laga en Kristján í Bethaníu gegndi áður lykilhlutverki í Krossinum sem gjaldkeri safnaðarins. Skuld- ir vegna mikilla húsbygginga , Krossins í Kópavogi munu i vera að sliga trúfélagið en þær nema nú hátt í 1 þrjú hundruð rísku móðurkirkjunnar, Christ Gospel Church, við Krossinn en ytra gáfust menn upp á sam- starflnu við Gunnar sem fór i sínar eigin leiðir, án sam- ' ráðs við nokkum mann. Hann var búinn að fá við- varanir sem hann sinnti í engu,“ segir Kristján i Bethaníu. við Bethaníu sem tekur upp merkið þar sem milljón- um króna. „Það sem réð úrslitum voru sambandsslit banda- Christ Kristján í Bethaníu Segir Gunnar í Krossinum hafa breyst svo mikið á síðustu þremur árum að ekki sé lengur hægt að vinna með honum. Gospel Church er hreyfing sem rekur 1360 kirkj- ' ur í 130 löndum og hefur verið kjölfestan í starfl Krossins siðast- liðin 18 ár. Hreyflngin i hefur nú gengið til liðs Gunn- ar sleppti því þegar upp úr samstarfinu slitnaði. „Sjálfur var ég búinn að vera í Krossin- um í 15 ár þeg- ar ég gafst upp á Gunnari. Það var ekki hægt ,,Gunnar I Krossm vrossinum Fékk viðvaranir frá móðurkirkjunni vestra sem hann sinnti í engu. að vinna með honum lengur," segir Kristján í Bethaníu. Ekki náðist í Gunnar Þorsteins- son i Krossinum þegar eftir því var leitað í gærkvöld. -EIR Noröausturbrautin á Reykjavíkurflugvelli Konurnar tvær hjóluðu þvert yfir brautina frá flugskýli 4 með stefnuna á Hótel Loftleiðir þegar lítil flugvél var að koma inn til lendingar yfir Landspítalanum. Tvær konur við Reykjavíkurflugvöll: Hjoluðu yffir flugbrautina - flugvél yfir Landspítalanum á leið til lendingar „Þær hjóluðu héma fram hjá flug- skýli númer 4 í hrókasamræðum og tóku svo stefnuna á Hótel Loftleiðir þvert yfir norðausturbrautina," sagði Gunnar Berg, aðstoðarmaöur flugvirkja hjá Flugfélagi Islands, en hann og félagar hans urðu vitni að óvenjulegri fífldirfsku tveggja kvenna á reiðhjólum. „Þetta voru konur um fertugt og þær virtust ekkert vera að flýta sér, þó svo lítil reila væri að koma inn til lendingar yfir Landspítalanum." Gunnar og félagar hans biðu með öndina í hálsinum eftir viðbrögðum starfsmanna Flugmálastjórnar sem létu ekki sjá sig. Konumar á reið- hjólunum hurfu sjónum þeirra við norðurenda Hótel Loftleiða og héldu þaðan áfram ferð sinni. Flugvélin lenti hins vegar klakklaust skömmu síðar. „Við héldum að Reykjavíkurflug- völiur væri alþjóðavöllur og þetta ætti ekki að geta gerst. Konumar máttu þó eiga það að þær vom báð- ar með hjálma,“ sagði Gunnar Berg. Starfsmenn flugtumsins á ReykjavíkurflugveUi urðu einskis varir og sögðust aðspurðir ekki trúa því að tvær konur hefðu hjólað yfir aðra af tveim flugbrautum vaUarins sem nú eru í notkun. „Við vorum þrír félagamir sem horfðum á konumar hjóla yfir brautina. Starfsmenn flugtumsins hafa bersýnflega verið að gera eitt- hvað annað en fylgjast með,“ sagði Gunnar Berg. -EIR / / / / / / / / / I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.