Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 PV_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Urnsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tónlist Gleði og lífskraftur Raddir Evrópu „Frábær byrjun á vonandi glæsilegri tónleikaförsegir Arndís Björk um tónteika Raddanna í Hallgrímskirkju á laugar- dagskvöldiö. Eitt viðamesta sameiginlega verk- efni menningarborganna er kórinn Raddir Evrópu sem samanstendur af áttatíu útvöldum ungmennum, tíu frá hverri menningarborg, að utanskilinni Prag sem af einhverjum ástæðum dró sig út úr verkefninu. Kórinn hefur að undanfornu verið við strangar æfingar í Reykholti til að undirbúa tónleikafór til menningarborganna átta sem hófst í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Á efnisskrá tónleikanna voru að sjálfsögðu verk frá löndum menningar- borganna, trúarleg í bland við verald- leg, og hafði greinilega verið vandað til valsins. Kórinn gekk inn í kirkjuna með hátíðlegum hætti, syngjandi Gefðu að móðurmálið mitt, og var ekki að heyra á framburði kórsins að þar væri íslenskumælandi söngfólk í mikl- um minnihluta. Á eftir kórnum gengu svo stjómendurnir átta en af þeim var það Denis Menier frá Brússel sem reið á vaðið og stjórnaði kómum i flutningi á tveimur köflum úr verki Jean-Marie Rens: Trois poémes lettristes. Kaflam- ir tveir voru afar ólíkir. Sá fyrri ein- kenndist af stöðugu flæði með löngum líðandi, síbreytilegum hljómum sem kórinn söng bliðlega og með útspekúleruðum styrkleikabreytingum sem gáfu verkinu þrívídd- aráhrif en sá síöari rytmiskur og snaggaralegur sem var fluttur af ekki síðri innlifun en sá fyrri. Fékk hárin til að rísa O Sacrum Convivium eftir Messiaen hljómaði þarnæst friðsælt, kristaltært og fagurt undir stjórn Michels Capperons, en það eru fáir sem komast með tæmar þar sem Messiaen hafði hæl- ana hvaö varðar áhrifamátt trúarlegra verka. Einn þeirra er þó pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki en þeir sem áttu því láni að fagna að vera viðstaddir þegar hann stjómaði flutningi á Sálumessu sinni á Listahátíð 1988 munu seint gleyma þeirri upplifun og ég leyfí mér að fuliyrða að svo verði einnig með flutning Radda Evrópu á Agnus Dei-þætti messunnar undir stjórn Stan- islaws Krawczynskis, sem var magnaður svo ekki sé meira sagt og fékk hárin til að rísa þegar best lét. Hið undurfagra Requiem Jóns Leifs fékk við- eigandi meðferð undir stjóm Þorgerðar Ingólfs- dóttur en hún er aðalstjómandi kórsins. Það kom því í hlut hennar að stjóma frumflutningi á verki Arvo Párts ... which was the son of... sem hann samdi sérstaklega fyrir Raddir Evrópu og tileink- að Þorgerði. Textinn er fenginn úr Lúkasarguð- spjalli þar sem ættartala Jesú er rakin i föðurætt, þ.e. Jóseps. Það þarf snilling tii að gera sér efni úr slíkum texta sem við fyrstu sýn virðist ekki gefa efni til mikilla tilþrifa en Párt er óumdeilan- lega einn slíkur og hefur hér tekist að skapa verk sem er í senn aðgengilegt fyrir áheyrendur, til- komumikið og einhvern veginn fuilt af hamingju og gleði sem söngfólkið unga miðlaði til áheyr- enda af slíkri kostgæfni að mann langaði helst til að heyra það strax aftur. Stuðrapp Of langt mál væri að telja upp allt það sem hljómaði eftir hlé en kórinn söng hvert verkið á fætur öðru af algjöru öryggi og innlifun. Það var einmitt þessi gleði og lífskraftur sem geislaði af kómum í gegnum alla tónleikana og það að stjórnendurnir átta skiptu með sér hlutverkum þar sem hver þeirra hafði nostrað vel við sitt verkefni gerði það að verkum að kórinn hélst ferskur. Ótaldir stjórnendur eru þau Timo Lehthovaara frá Finnlandi, Pier Paolo Scattolin frá Ítalíu, Maria Gamborg Helbekkmo frá Noregi og Maxim- ino Zumalave frá Spáni sem, líkt og áðurnefndir kollegar þeirra, skiluðu sínu með miklum sóma. Lokaverk tónleikanna var svo verk Atla Heimis Sveinssonar, Evrópskt rapp, sem var frumflutt af Röddum Evrópu á gamlárskvöld. Þetta er mikið stuðverk þar sem eins gott er fyrir flytjendur að hafa sæmUegt rytmaskyn. Básúnuleikarinn Helgi Hrafn Jónsson lék einleik í verkinu og fór á mikl- um kostum. Líflegt samspU hans og kórsins, und- ir stjórn Þorgerðar, var þess eðlis að það eina sem maður gat sagt var bara Vá. Sem sagt frábær byrjun á vonandi glæsUegri tónleikafór. Amdís Björk Ásgeirsdóttir Myndlist Listakona á krossgötum Verk þýsku listakonunnar Paulu Modersohn-Becker Sýning á verkum hennar og fimm annarra þýskra landslagsmálara stenduryfir í Listasafni Kópavogs til 17. september. Saga þýsku listakonunnar Paulu Moder- sohn-Becker (1876-1907) ætti að vera skyldulesning fyrir listnema, listáhugafólk og aUa þá sem láta sig varða innviði menn- ingarfræðinnar, svo lærdómsrík sem hún er, jafnvel á vorum póstmódemísku tím- um. Þessi saga um baráttu bráðefnUegrar ungrar listakonu tU að öðlast bæði sjálfs- traust og viðurkenningu í harðsvíruðu karlasamfélagi er ómetanlegt - og langt í frá úrelt - innlegg i feminiska listasögu. Innri barátta Modersohn-Becker við prí- vatmeinlokur sínar og efasemdir um líflð og listina, sem hún skráir skUmerkUega i dagbækur sínar og opinberar í sendibréf- um (útg. 1979), hefur auk þess verið sál- fræðingum og listfræðingum drjúgt um- fjöhunarefni. í ofanálag tengist ævi og myndlist Modersohn-Becker náið listamannanýlend- imni í Worpswede, nálægt Bremen, og öllu því sem listamenn töldu sig - og telja sig - bera úr býtum i slíkum samfélögum og tog- streitunni miUi hins viðtekna og vana- bundna í listinni og nýrra viðhorfa, fram- úrstefnu. Á stuttri ævi lenti Modersohn- Becker í margháttaðri klemmu vegna aðstæðna: Worpswede var henni griðastaður og andlegt heimili, þar var vinahópur hennar og maðurinn sem hún gekk að eiga. Listrænt andrúmsloft í Worpswede var hins vegar þrungið fortíðar- hyggju og síðrómantískri náttúruljóðrænu 19. aldar; listrænar fyrirmyndir flestra Worpswede- listamanna voru íhaldssamir Barbizon-málaram- ir. Örlagasaga Modersohn-Becker hafði hins vegar snemma pata af öðrum viðhorfum í listinni, formrænni og tilfinningalegri „hleðslu" þeirra Gauguins og van Goghs sem boðaði myndlist af aUt öðru tagi fyrir aUt aðra tíma: expressjónisma og módemisma. Þess vegna þurfti hún æ ofan í æ að „flýja“ frá Worpswede tU Parísar tU að öðlast hlutdeUd í hinum nýja myndlistarlega sannleik. Lokakaflinn í lífi þessarar listakonu hefur síð- an á sér yfirbragð 19. aldar örlagasögu, kannski skáldsögu eftir Balzac. Árið 1906-7 er hún í þann mund að ná áttum í myndlistinni, um það votta tU dæmis táknsæknar sjálfsmyndir hennar og myndir af bömum, í senn innilegar og svipsterk- ar - áhrif Gauguins fara ekki á miUi mála - og í ofanálag er að rætast æðsta ósk hennar í einkalíf- inu, að eignast bam með Modersohn, manni sín- um. í nóvember 1907 fæddist henni dóttir; þrem- ur vikum síðar var Modersohn-Becker látin úr blóðtappa, einungis 31 árs. Það er sérstaklega þakklátt af Goethe-stofnun- inni þýsku að senda Gerðarsafni í Kópavogi sýn- ingu sem gerir örlitla grein fyrir þessari merku listakonu sem, burtséð frá því sem á und- an hefur verið tíundað, er talin meðal frumkvöðla þýska expressjónismans. Um leið segir sýningin okkur sitthvað um sam- félag listamanna í Worpswede í byrjun ald- arinnar og eðli slíkra samfélaga yfirleitt. Englar og prinsessur Að vísu er sýningin ekki stór og tekur einungis til teikninga og grafikmynda Modersohn-Becker og félaga hennar, Ottos Modersohn, Fritz Mackensen, Hans am Ende, Fritz Overbeck og Heinrich Vogeler, en hún er afskaplega vel valin og vönduð að öUum frágangi, svo ekki sé minnst á sýningarskrána. Þar er sérstaklega íjallað um tengsl skáldsins Rilke viö Worpswede og listamennina þar. Það þarf ekki að horfa lengi á verkin á sýningunni tU að sjá að listrænt séð var myndlistarsamfélagið í Worpswede á krossgötum. Flestir lista- mannanna voru í raun 19 aldar-menn, einkum Vogeler sem sótti myndefni sitt aftur í þjóðsögur og ævintýri; verk hans eru vettvangur fyrir prinsessur og engla. Aðrir voru á kafi í frásögnum af flötu landslaginu við Worpswede. Modersohn-Becker sker sig mjög snemma úr þessum hópi. Árið 1899 teiknar hún og málar gamla karla og kerlingar sem ekki eru endUega heimUisfastar í Worpswede heldur hefur þetta fólk á sér yfirbragð hinnar jarðbundnu „frum-al- þýðu“ aUra landa á öUum tímum. Það er líka ómaksins vert að gaumgæfa teikningar Moder- sohn-Becker af nöktu kvenfólki, í senn einfaldar, innUegar og mikUúðlegar; bera þær síðan saman við ofur-nettar en smásmugulegar fígúrur þeirra Vogelers og van Ende. Gerum samt ekki lítið úr félögum Modersohn-Becker, tU dæmis er grafík- tækni þeirra glæsUeg. Þetta er sem sagt sýning í háum gæðaflokki; um að gera að láta hana ekki fram hjá sér fara. Aðalsteinn Ingólfsson í draumum var þetta helst Á miðvikudaginn kl. 20 veröa útgáfu- tónleikar á Súfistan- um, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Lauga- vegi 18. Rithöfund- urinn Einar Már Guðmundsson og tónskáldið Tómas kynna nýjan geisladisk þar sem Einar Már les ljóð sín við undirleik hljómsveitar Tómasar. Diskurinn hefur hlotið nafnið í draumum var þetta helst og er þar á ferðinni úrval úr dagskrá sem þeir félagar frum- fluttu á Jazzhátíð Reykjavíkur 1999 og hlaut lof gagnrýnenda. Á diskin- um les Einar Már kvæði úr ljóða- bókunum: Er nokkur i kórónafótum hér inni? Róbinson Krúsó snýr aft- ur, Klettur í hafi og í auga óreið- unnar. Hljómsveitina skipa Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Óskar Guð- jónsson, tenór- og sópransaxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó og slag- verk, og Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Annar einleikur í Kaffileikhúsinu Eins og kunnugt er stendur Kaffi- leikhúsið fyrir Ein- leikjaröð árið 2000 undir yfirskriftinni í öðrum heimi. Fyrsti einleikurinn, Bannað að blóta í brúðarkjól, eftir Gerði Kristnýju var frumsýndur 31. maí síðastliöinn. Á fimmtudaginn kl. 17 er svo komið að einleik núm- er tvö sem er barnaeinleikurinn Stormur og Ormur. Verkið er byggt á sænskri barna- bók eftir Barbro Lindgren og Ceciliu Torudd og var upphaflega leikgerð bókarinnar unnin af By- teatern í Svíþjóð. Sú leikgerð hefur verið sýnd víða um heim við miklar vinsældir. í Þýskalandi vann Thom- as Ahrens nýja leikgerð verksins og byggir sýningin Stormur og Ormur í Kaffileikhúsinu á henni. Einleikurinn fjallar um mann sem hittir ánamaðk sem vill vera vinur hans. Manninum líst ekkert á það í fyrstu en á endanum tekst þó góð vinátta með þeim. Þeir félagar Stormur og Ormur taka sér ýmis- legt fyrir hendur og eru ekki alltaf á eitt sáttir en i samræðum manns og ánamaðks birtist ný sýn á hvers- dagsleikann. Einleikari er Halla Margrét Jó- hannesdóttir (á mynd). Salurinn opnað- ur á ný Glæsilegir söng- tónleikar marka upphaf Tibrár og vetrardagskrár Salarins í Tónlist- arhúsi Kópavogs, annað kvöld kl. 20 en vegna fjölda áskorana hefur kvöldtónleikatími Salarins verið færður fram um hálfa klukkustund. Á opnunartónleikum Salarins starfsáriö 2000-2001 fáum við að heyra verðuga fulltrúa yngri kyn- slóðar islenskra söngvara en öll hafa þau nú þegar vakið verulega athygli erlendis. Þau eru Auður Gunnarsdóttir sópran (á mynd), Sig- ríður Aðalsteinsdóttir, messósópr- an, Bjöm Jónsson, tenór, og Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón. Það er hinn sístarfandi ástmögur söng- listarinnar, Jónas Ingimundarson, sem leikur á slaghörpuna. Efnis- skráin samanstendur af söngperlum eftir meistara Beethoven, Gluck og Mozart, Rossini, Bizet, Puccini, Verdi og Gershwin. Vetrardagskrá Salarins var borin á hvert heimili í Kópavogi um helg- ina en mun einnig verða kynnt á opnunartónleikunum. Miðasala á alla bókaða tónleika vetrarins hefst fóstudaginn kl. 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.