Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
Fréttir
DV
Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson í yfirheyrslu DV:
Eg krefst
agaðra
vinnubragða
- Af hverju þurfa sveitarfélög á
íslandi auknar tekjur til að halda
sér á floti?
„Við eigum fullan rétt á því. Við
erum búnir að sýna fram á það með
ítarlegum gögnum og upplýsinga-
miðlun til ríkisins. Sveitarfélögin
eiga rétt á leiðréttingu tekjustofna
sinna. Ég er mjög hissa á ummæl-
um einstakra ráðherra sem eru að
gefa til kynna að sveitarfélögin
þurfi ekki á slíkum tekjum að
halda. Þau eigi bara að spara, sýna
aðhald og draga úr þenslunni. Þetta
höfum við einmitt verið að gera og
höfum raunar sýnt meira aðhald á
mörgum sviðum en ríkið.“
Slæmar fullyrðingar
- Hvar helst?
„Ég bendi t.d. á launaþróun í
þjóðfélaginu. Þar eru stéttir sem
ríkið ber alfarið ábyrgð á eins og
heilbrigðisstéttir og BHM sem eru
með hærra og meira launaskrið enn
allar stéttir sveitarfélaga, að kenn-
urum meðtöldum.
Mér finnst því mjög slæmt þegar
svona fullyrðingar fara af stað í fjöl-
miðlum á milli for-
ystumanna sveitar-
félaga og einstakra
ráðherra, þar á
meðal forsætisráð-
herra, fullyrðingar
sem hafa í raun
ekkert með lausn
þessa máls að gera.
Snöggsoðnar yfir-
lýsingar frá forsæt-
isráðherra, borgar-
Snöggsoðnar yfirlýs-
ingar frá forsætisráð-
herra, borgarstjóra
eða mér um þessi mál
í fjölmiðlum leysa
engan vanda.
fjármálaráðherra sem að þessu
koma, kynni sér vel þau gögn sem
liggja fyrir.
Ég kann ekki neina skýringu á
því hvers vegna Davíð kýs að tjá sig
með þeim hætti sem hann gerir í
þessu máli. Hann verður sjálfur að
skýra það.“
Ekki stórkostlegar kröfur
- Hvemig ætla menn að ná 1
meiri skatttekjur?
„Það er mjög viðkvæmt mál sem
ekki er farið að ræða í neinni al-
vöru hvernig yrði gert. Maður hefur
sagt stundum að það sé vitlaust gef-
ið á milli þessara tveggja stjórn-
sýslustiga, ríkis og sveitarfélaga.
Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkis-
sjóður, sem hefur drjúgar tekjur,
lækki tekjuskattinn í staðgreiðsl-
unni og hækki útsvarið á móti. Það
kemur einnig til greina að ríkissjóð-
ur lækki sig að hluta.en hámarkið á
útsvarinu verði hærra en sem lækk-
uninni nemur. Það yrði þá í ákvörð-
unarvaldi hvers sveitarfélags
hversu langt þau vilja ganga. Það
gæti haft þau áhrif að staðgreiðslan
hækkaði örlítið eða
brot úr prósenti. Það
er í sjálfu sér ekki
verið að tala um
stórar upphæðir, lík-
lega fjóra milljarða
fyrir öll sveitarfélög
á íslandi. Kröfur
okkar eru réttmætar
og studdar góðum og
gildum rökum."
stjóra eða mér um þessi mál i fjöl-
miðlum leysa engan vanda. Það þarf
að stunda mjög öguð og ákveðin
vinnubrögð í samskiptum ríkis og
sveitarfélaga hvað varðar fjármála-
leg samskipti. Ég krefst þess og ætl-
ast til þess af aðilum máls.
Það er líka nefnd að störfum sem
ríkisstjórnin og félagsmálaráðherra
samþykktu að setja á fót til að end-
urskoða tekjustofna sveitarfélag-
anna. Hún á að fá að vinna í friði að
þessum málum og á að skila tillög-
um um miðjan september. Þá er rétt
að menn setjist niður og liti yfir
þær tillögur og gögn sem liggja fyr-
ir. Þá munu koma fram staðreyndir
málsins sem eru þær að sveitarfé-
lögin hafa farið halloka. Þau þurfa
meiri tekjur til að geta sinnt þeim
lögbundnu verkefnum sem m.a. rík-
isstjórn og Alþingi hafa sett á sveit-
arfélögin með löggjöf. Ég frábið mér
alla upphrópunarumræðu um þessi
viðkvæmu mál.“
Hissa á ummælum Davíðs
- Af hverju heldur þú að Davíð
hafi sagt þetta?
„Ég er mjög hissa á þessum um-
mælum Davíðs. Við erum ágætir
vinir og höfum starfað mjög náið
saman i sveitarstjórnarmálum. Ég
var formaður skipulagsnefndar í öll
þau ár sem hann var borgastjóri í
Reykjavík. Ég geri mér auðvitað
grein fyrir því að Davið kann að sjá
þessi mál með öðrum augum en ég
geri. Hins vegar lit ég ekki svo á að
hann hafí verið að loka einhverjum
dyrum. Það væri komin upp mjög
alvarleg staða ef hann væri að slíku
með þessum yfirlýsingum. Ég ætlast
til þess að hann og aðrir ráðherrar,
hvort sem það eru félagsmála- eða
Sandkorn
Nafn: Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson. Staöa: Formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Efni: Staöa sveitarfélaga og pólitík.
Skulda engum neitt
- Hvaða áhrif hafa árekstram-
ir við Davíð á stöðu þína innan
flokksins?
„Ekki nokkur. Við erum ekki
alltaf sammála. Davíð er mjög sér-
stakur einstaklingur sem ég hef
alltaf kunnað ákaflega vel við. Dav-
íð er ekkert hriflnn af einstakling-
um sem eru bara JÁ -menn. Hann
hefur heldur ekki ætlast til þess.
Það kann að vera að Davíð sé frek-
ur og harður en stjórnendur þurfa
að vera það, ekki síst í stórum
stjórnmálaflokkum. Það eru fáir
sem mér hefur fundist jafn gott að
vinna með.
Ég skulda engum neitt í mínum
flokki eða öðrum. Ég skulda hins
vegar stuðningsfólki mínu að gera
eins vel og ég get. Ég er heldur ekki
háður neinum hagsmunahópum eða
klíkum, hvorki í Sjálfstæðisflokkn-
um eða öðrum flokkum."
- Hvað með samskiptin við Al-
freð Þorsteinsson?
„Ég skil ekki alveg þessa umræðu
um okkur Alfreð. Hann sat í skipu-
lagsnefnd þegar ég var þar formað-
ur 1986-1990 og þar áttum við ágæt-
is samstarf. Hann tók mjög faglega á
öllum málum og oft var meiri
ágreiningur á milli hans og Guðrún-
ar Ágústsdóttur, sem var þá líka
með honum í minnihluta, en á milli
hans og meirihlutans. Við Alfreð
eigum einungis saman faglegt sam-
starf en við erum þó oft ósammála.
Ég á líka fullt af vinum og kunningj-
um um allt land í öllum stjórnmála-
flokkum og hef ekki verið gagn-
rýndur fyrir það enn þá.“
Mun styðja Ingu Jónu
- Muntu sækjast eftir forystu í
borgarstjómarflokknum?
„Ég útiloka ekkert í því sam-
hengi. Ég studdi þá ákvörðun þegar
Inga Jóna Þórðardóttir tók við. Það
var mitt mat að það færi ekki sam-
an við mína stöðu sem formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
að vera oddviti minnihlutans. Þá er
Inga Jóna dugleg og ákveðin og hef-
ur staðið sig vel. Ef hún gefur kost
á sér sem borgarstjóraefni mun ég
styðja það. Maður veit þó aldrei
hvað er fram undan.“
Tekur borgarstjóraembætti
fram yfir þingmennsku
- Sækist þú þá eftir þingsæti?
„Það geta engir nema kjósendur
ákveðið það hverjir fara á þing. Ég
hef þó haft áhuga á því að fara þar
inn. Ég tel að ég hafi mjög góða og
dýrmæta reynslu bæði á sviöi sveit-
arstjórnarmála og félagsmála al-
Yfirheyrsla
HörðurKristjánsson
og Garðar Örn Úifarsson
ö/aðamenn
mennt. Ég tel líka að það veiti ekk-
ert af því fyrir Reykvíkinga að fá
inn á þing mann sem þekkir vel til
hagsmunamála borgarbúa."
- Hvað ef þú þyrftir að velja á
milli borgarstjórastöðu og þing-
mennsku?
„Ef ég lenti í því hlutverki gæfi ég
að sjálfsögðu ekki kost á mér til
þingmennsku."
- Hvað með Kristján Þór Júlí-
usson í borgarstjórastól?
„Þetta er algjörlega út í loftið. Það
er ekkert á bak við það að hann hafl
sóst eftir því og það er algjör tilbún-
ingur.“
- En Júlíus Vífill Ingvarsson og
Guðlaugur Þór Þórðarson?
„Þeir eru auðvitað í þessu sjálf-
sagt til að láta gott af sér leiða. Þeir
takast á við ýmis verkefni og mál-
efni og hafa gert það með ágætum.
Þeir ætla sér greinilega eitthvert
áframhald í borgarmálum. Þá verða
menn auðvitað að sýna það að þeir
séu þess virði að þeir séu kosnir."
i erfiðri stöðu
- Er Inga Jóna ekki í erfiðri
stöðu sem eiginkona varafor-
manns flokksins?
„Mönnum dettur auðvitað fyrst í
hug að hún hljóti að vera það þar
sem hún er gift fjármálaráðherra og
varaformanni flokksins. Staða
hennar hefur þó ekkert breyst frá
því hún tók við oddvitastarfinu.
Víða erlendis þætti slíkt ekkert til-
tökumál þótt íslendingar séu eitt-
hvað viðkvæmir fyrir þessu. Ég hef
þó töluvert heyrt þessa umræðu,
hvaðan sem hún kemur.“
Hræðslubandalag
Er minnihlutinn ykkar ekki
grútmáttlaus?
„Nei, það er af og frá. Mér finnst
það vera að aukast að R-listinn sé
að komast í vörn á æ fleiri vígstöðv-
um. Ég held að almenningur skynji
það líka. Alfreð talaði um þreytu
hjá ríkisstjórnarflokkunum en ég
held að það eigi miklu frekar við
hjá R-listanum. Það er allt annað
ástand þar en fyrir fjórum árum.
Nú eru t.d. bæði Helgi Hjörvar og
Hrannar komnir í borgarráð sem er
æðsta fjármálastjórn borgarinnar.
Þeir eru farnir að gera sig mjög
gildandi þar. Helgi Hjörvar er
valdamesti maður í félags- og hús-
næðismálum og Alfreð Þorsteinsson
í orkumálum. Þeir eru því orðnir
svo ráðandi í mörgum málaflokkum
að borgarstjóri ræður ekkert við
það. Þeir fá það fram sem þeir vilja.
Það er því ekki gott að vera borgar-
stjóri í hópi sem eingöngu er bund-
inn saman af hagsmunagæslu og
hræðslu við Sjálfstæðisflokkinn."
___JK Umsjón:
Hörður Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Seljum Valhöll
Á dögunum
spurði frétta-
maður for-
mann Sam-
fylkingarinn-
ar hvort hann
væri andvíg-
ur sölunni á
Valhöll. Öss-
ur Skarp-
héðinsson
kvað svo ekki
vera. Það kom á fréttamanninn sem
spurði þá hvort honum væri sama
þó kaupandinn væri útlendur auð-
maður. Össur kvaðst telja fremur
æskilegt að Valhöll kæmist í hend-
ur útlendinga. Fréttamanni varð
orðfall þangað til Össur útskýrði að
þó hann væri andsnúinn því að
selja Hótel Valhöll væri hann ákaf-
lega hlynntur því að selja þá Valhöll
sem ekki væri hótel heldur flokks-
höll Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vik...
Ættarlaukur úr Engey
Innan Sjálf-
stæðisflokksins
eru menn þeg-
ar farnir að
velta fyrir sér
hver verði
munstraður
upp sem leið-
togi D-listans í
næstu borgar-
stjórnarkosn-
ingum. Það eina
sem talið er duga gegn Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra
er áræðinn og árásarglaður karl-
maður sem helst er óspjallaður af
pólitík. Meðal þeirra sem eru heitir
í umræðunni er helsti laukur Eng-
eyjarættarinnar, Benedikt Jó-
hannesson. Hann var orðaður við
forstjórastól Eimskipafélagsins og
margir telja að verið sé að spara
hann fyrir kosningaslaginn í borg-
Horn í síðu Gísla
Kastljós Rík-
issjónvarpsins
sætti strax i
upphafl
harðri gagn-
rýni vinstri
í manna í upp-
hafi enda
Gísli Mart-
einn Bald-
__ ursson gam-
all Vökupiltur og
Heimdellingur, og vinstraliðinu
þótti bæði hann og Ragna Sara
Jónsdóttir allt of upptekin af hluta-
bréfamarkaðnum og verðbréfahetj-
um. Blaöamanni DV brá því þegar
hann gekk fram á Össur Skarphéð-
insson forystumann Samfylkingar,
í hörkudeilum við blaðamann fjöl-
miðils sem hingað til hefur ekki
þótt til hægri. Vinstrisinninn varði
Gísla Martein í líf ög blóð á meðan
formaðurinn hallmælti þættinum
fyrir hægrislagsíðu...
Borgarstjóraefnin
Innan Reykjavíkurlistans
menn þegar i
famir að pæla í f
arftaka Ingi-
bjargar Sól-
rúnar Gísla-1
dóttur borgar-
stjóra en flest-1
um þar á bæ I
þykir ólíklegt I
að hún nenni I
að klára |
þriðja kjör-
tímbilið vinni hún næstu kosning-
ar. Talið er líklegt að hún muni
ráða mestu um arftakann og er sögð
farin að búa ráðgjafa sinn, Stefán
Jón Hafstein, undir stöðuna.
Helgi Hjörvar telur sig hins vegar
sjálfsagðan arftaka hennar og hefur
stuðning margra yngri manna. Þeir
eru sagðir leggja traust sitt á að
Stefán Jón leggi ekki í prófkjör
fremur en síðast...
eru