Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Side 9
9 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000_________________________________________________________________________ DV Fréttir Sleipnir kynnir nýjan kjarasamning um lágmarkskjör: Þetta er þýöingar- laus gervisamningur - segir formaður Samtaka atvinnulífsins „Þessir samningar sem Sleipnir vísar þama til eru þessir gervisamningar sem við höfum kallað svo. Þetta frumkvæði Sleipnis hefur enga þýðingu. Félagið er bundið kjarasamningi sem það hefur gert við Samtök at- vinnulífsins og hann gildir þangað til hann hefur verið endurnýjaður." Þetta sagði Ari Edwald, for- maður Samtaka atvinnulífs- ins, um nýjan kjarasamning sem Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hefur sent út til kynningar. Hann er sagður grundvallaður á samningi sem Sleipnir hefur gert við allmörg fyrirtæki. Samningar hafa ekki Óskar Einhliöa samningur. náðst milli Sleipnis og SA og hefur ekkert þokast í deilunni. Síðasti fundur deiluaðila hjá ríkissátta- semjara var haldinn 21. ágúst sl. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði við DV að hann myndi hafa samband við deiluaðila í kringum næstu helgi og taka síðan ákvörðun um framhaldið. Óskar Stefánsson hefur sagt við DV að félagið hygg- ist gera „einhliða samning" fyrir alla félagsmenn sína sem grundvallaður væri á þeim samningi sem þegar hefði náðst við allmörg fyrir- tæki utan SA. Ari sagði að „gervisamn- ingarir" tækju til mjög fárra félags- manna innan Sleipnis. „Meginþorri Sleipnismanna, sem starfar við bif- reiðastjórn árið um kring, starfar hjá fyrirtækjum innan SA og við Ari Gervi-. samningar. Þórir Staöan tekin á næstunni. ? mJ | • | i *■[ 1 — :r * -ftjf höfum ekki gert kjarasamning við Sleipni um þessi störf. Reyndar er kjarasamningur við Sleipni aldrei leiðbeinandi sem lágmarkskjör fyr- ir landið því félagið hefur einfald- lega ekki þá stöðu að það geri bind- andi lágmarkssamninga fyrir vinnumarkaðinn." Ari sagði að SA hefði samninga við Verkamannasamband íslands um bifreiðastjórastörf. Vissulega væri bagalegt að ekki hefði tekist að ljúka samningi við Sleipni. Gamli samningurinn væri því í gildi. „Ef það dregst úr hömlu að við náum að gera nýjan kjarasamning við Sleipni þá er líkleg niðurstaða sú að samningur okkar við VMSÍ verði leiðandi samningur á þessu sviði og verði sá samningur sem vísað verði til.“ -JSS rnáhziht Framtíðarhorfur og fjárfestingarmöguleikar í fiskeldi Föstudaginn 1. september nk. halda fiskeldisfyrirtækið Máki og Hólaskóli kynningarfund um framtíðarhorfur og fjárfestingarmöguleika f fiskeldi á íslandi. Fundurinn er sérstaklega ætlaður fjárfestum og fiskeldismönnum en allir áhugamenn um fiskeldi á íslandi eru velkomnir. Skránlng 00 frekarl upplýslngar f sfmn 403 6300. _______________________Dagskrá:_________________________ 08.00 Flug frá Reykjavík 09.00 Komið til Sauðárkróks 10.00 Fundur á Hólum í Hjaltadal Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Framtíðarhorfur fiskeldis (heiminum. Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar: Islenskt fiskeldi á tímamótum - möguleikar í hefðbundnu fiskeldi og nýjar tsgundir, Jsan-Paul Bianceton, sórfræðingur frá frönsku hafrannsóknastofnuninni: Hagkvæmni endurnýtingar vatns í fiskeldi. Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka: Notkun endurnýtingarkerfa til eldis hlýsjávartegunda og möguleikar á notkun þessarar tækni í eldi laxfiska. Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins Hrings: Möguleikar á þróunarsamstarfi í fiskeldi í Evrópu. Snorri Pétursson sérfræðingur, Nýsköpunarsjóði: Sjónarmið fjárfesta til fiskeldis. Fundarstjóri: Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeldisbrautar Hólaskóla 13.00 Hádegisverður á Hólum. Boðið verður upp á úrval allra íslenskra eldistegunda. 14.30 Kynnisferð í fiskeldisstöðvar Máka á Lambanesreykjum og á Hraunum. 16.30 Umræður og veitingar. 18.30 Flogið frá Sauðárkróki. DVWND DANlEL V. ÓLAFSSON Fornbílar og forn tíska Fornbílaeigendur klæöa sig oft upp oggera þaö eftir aldri bílanna. Þetta prúObúna fólk er í sjötíu ára gamalli fatatísku enda bíllinn frá því um 1930. FulIbAlniK Anerískur Ksill Yfirreið Fornbílaklúbbs íslands lokið þetta sumarið: Skruppu upp á Skaga DV, AKRANESI:______________________ Yfirreið félaga í Fombílaklúbbi íslands um landið er að ljúka þessa dagana en þeir hafa heimsótt 15 staði i sumar og enduðu með skreppitúr á Akranes. Sumarið er tími fombílamanna og þá fara félag- amir þetta 12-15 feröir, ailt frá stutt- um kvöldrúntum úr Reykjavik og upp í langferðir um landið. „Ferð okkar á Akranes var sú síðasta sem við forum út land á þessu sumri,“ sagði Öm Sigurðsson, formaður Fombílaklúbbsins. „Fombílaklúbbur íslands var stofn- aður árið 1997 og vom stofnfélagar 80 áhugasamir menn um gamla bíla. Síð- an hefur þessi klúbbur vaxið jafnt og þétt og núna em félagsmenn um 500. Allir sem hafa áhuga á gömlum bílum geta gengið í klúbbinn. Menn þurfa ekki að eiga gamla bíla en bílar verða fombílar þegar að þeir ná 25 ára aldri,“ sagði Öm Sigurðsson. -DVÓ CE i rysler Cirrus LX árg. 2000 2,41. vél -150 hö - sjálfskiptur - veltistýri - hraðastillir loftkæling - rafdrifnar rúður, læsingar og speglar - o.m.fl. Verð kr. 1.990.000,- Net (t jpm I : j|j m %íi4i i \r% c* Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241,893 7333. Sýningarbílar á Staönum. Opið: Mánudaga - Fœtudaga 10-18 • Laugardaga 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.