Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Page 28
NISSAN MICRA alltafkát! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 VISA neglir kortabanann Kortafyrirtæk- ið VISA hefur sagt upp samn- ingi sínum við Sigurð Lárusson, kaupmann í Dals- nesti í Hafnar- firði. Sigurður hefur verið nefndur korta- baninn eftir að hann hirti krítar- kort af viðskipta- vini sínum sem ætlaði að kaupa af honum þrjá rjómaísa og greiða fyrir með korti. Þar sem viðskiptin náðu ekki ákveðinni upphæð kom til átaka við sjoppulúgu Sigurðar sem enduðu með því að viðskipta- ^vinurinn missti kort sitt í hendur Sigurðar. Kortið liggur nú hjá rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði sem sönnungargagn. „Ég gekk á fund ráðherra og spurði hvort þetta væri sú framtíð- arsýn sem við gætum átt von á. Þetta er ekkert annað en frelsis- svipting," sagði Sigurður kortabani sem var óhress í morgun. „En ég get enn tekið kort. Það er þriggja mán- aða uppsagnarfrestur á þessum samningi." -EIR Ekkert annað en frelsissvipting. ^ Eyfirskir f járbændur: Slátra á Blönduósi DVWVND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Fýlavelöimenn Ártegar fýlaveiðar eiga sér staö þessa dagana í Mýrdal. Þessir krakkar voru að veiðum í Kerlingardalsársundum. Þau eru Þór Jónsson, Eiríkur V. Siguröarson, með fýlaprikiö, og Erna Jónsdóttir. Fýlatekja er stór þáttur í lífi Mýrdælinga. Breskir ferðamenn: Féllu í Skaftafellsá Bresk kona og tvö böm hennar féllu í Skaftafellsá skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar á Höfn var fólkið ásamt eiginmanni konunnar að skoða hvar Skaftafellsáin kemur und- an jöklinum skammt austan þjónustu- miðstöðvarinnar í Skaftafelli. Dreng- urinn fór of nálægt ísbrúninni og féll í ána, og þegar móðir hans og systir ætl- uðu að bjarga honum úr ánni hrundi íshellan sem þær stóðu á. Eiginmaður konunnar og fleira fólk sem var nærri hjálpaði þeim upp úr ánni. Konan var 5 eða 6 mínútur í ísköldri jökulánni og missti meðvitund, en þýskur hjúkrun- arfræðingur sem var staddur við ána hóf þegar lífgunartilraunir á henni, sem báru fljótlega árangur. Landvörð- ur i Skaftafelli hringdi í Neyðarlínuna og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til þess að sækja konuna. Eins kom læknir og sjúkrabfll frá Klaustri, sem er í um 80 kílómetra fjarlægð frá Skaftafelli. Þyrlan flutti svo konuna til lækna í Reykjavík og liggur hún á gjörgæsludeild Landspitatans í Foss- vogi þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Bömin fengu snert af ofkælingu en em að öðra leyti heii heilsu. -SMK Bændurnir sem kærðu sölu ríkisjarðarinnar Kambsels reyna enn að fá söluna ógilta: Kambsel í Hæstarétt Allnokkrir sauðfjárbændur í Eyjafirði ihuga nú að færa fé sitt til slátrunar hjá Sölufélagi Aust- ur-Húnvetninga á Blönduósi, en ekki Húsavik. A.m.k. fimm bænd- ur, þar á meðal einn sem rekur eitt stærsta fjárbúið í Eyjafirði, hafa þegar ákveðið að slátra á Blönduósi og einn mun ætla að slátra á Sauðárkróki. —, Stjórn Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði hélt fund sl. föstudag. Forsvarsmenn Sölufélagsins á Blönduósi höfðu sett sig í sam- band við bændur fyrir fundinn og kynnt þeim sín kjör. Birgir Arason, formaður Félags sauð- fjárbænda, kvað ekki annað hafa verið stætt en koma þeim skila- boðum áfram áleiðis til félags- manna. Boð Sölufélagsins á Blönduósi hljóðar upp á viðmiðunarverð Landssambands sauðfjárbænda. Þá býður það fullt uppgjör fyrir dilka- og ærkjöt 25. október. „Af hálfu sauðfjárbænda er þetta einungis spurning um að fá sem mest og best fyrir sínar af- '♦ urðir," sagði Birgir við DV í morgun. -JSS - gengur ekki að ráðherra úthluti gæðum á silfurfati í skjóli nætur, segir lögmaður bændanna Kambsel Enn er slegist um Kamþsel í Álftafirði. Bændumir tveir í Djúpavogs- hreppi í Álftafirði, sem kærðu landbúnaðarráðuneytið fyrir að hafa selt ríkisjörðina Kambsel án þess að auglýsa jöröina opinber- lega til sölu, hafa ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi héraðsdóms Austurlands frá i júni þess efni að ráðuneytinu hafi verið heimilt að selja jörðina án auglýsingar. Krafa bændanna er að salan verði ógilt. Eins og áður hefur komið fram gekk Guðmundur Bjarnason frá sölu Kambsels fyrir 750 þúsund krónur til Helga Jenssonar á Egils- stöðum og Atla Ámasonar á Sel- tjamamesi á síðasta degi sínum í embætti landbúnaðarráðherra í maí 1999. Atli er eiginmaður fyrr- verandi varaþingmanns Fram- sóknarflokksins i Austurlands- kjördæmi. Segir ekkert réttlæta sölu „Umbjóðendur mínir una ekki þessari niðurstöðu enda telja þeir engin rök hníga til þess að það sé hægt aö afhenda þessum mönnum jörðina á silfurfati," segir Ólafur Björnsson, lögmaður bændanna tveggja, þeirra Ásgeirs Ásgeirs- sonar og Jó- hanns Einars- sonar. Ólaftu' segir sterkustu rök umbjóðenda sinna vera að stjómsýsluregl- Bjarnason. ur hafi augljós- lega verið brotn- ar við sölu Kambsels. „Jafnræðisreglan er brotin með því að jörðin er ekki auglýst á frjálsum markaði. Þá er rannsókn- arregla brotin vegna þess að það var ekki leitað álits jarða- eða hreppsnefndar um það hvernig væri hagkvæmast að ráðstafa þessari jörð. Þannig að þessar tvær grundvallar-stjórnsýsluregl- úr eru brotnar, svo sem kemur fram í héraðsdómi þótt hann láti kaupin engu að síður standa. Það er mjög óeðlilegt því það em eng- ar aðstæður í þessu máli sem rétt- læta það eins og hugsanlega var í öðrum sambærilegum málum. Þeir sem keyptu jörðina hafa aldrei haft neina búsetu þama né haft jörðina á leigu,“ segir Ólaf- ur. í skjóli nætur Að því er Ólaf- ur segir voru helstu rök ríkis- lögmanns og kaupendanna að ráðherra hefði einfaldlega heim- ild til að selja það sem honum sýnd- ist, byggði hann á málefnalegum for- sendum. „í þessu tilfelli var jörðin seld til skógræktar og það var út af fyrir sig málefnaleg afstaða og ekkert sérstakt tilefni tO að hnekkja þvf. Það brýtur hins veg- ar bara í bága við stjórnsýsluregl- ur og á að vera liðin tíð að ráð- herra fái að ráðstafa gæðum af þessu tagi í skjóli nætur,“ segir hann. Ólafur Bjömsson segir kröfu Ás- geirs og Jóhanns einfaldlega vera þá að salan á Kambseli verði ógilt. „Þeir vilja að jörðin verði seld á almennum markaði og að þeim verði gefinn kostur á að bjóða í hana eins og öðrurn." -GAR Eldur í íbúðí Eskihlíð Slökkviliðið var kallað að fjölbýl- ishúsi í Eskihlíð í Reykjavík seinni- partinn í gær er eldur kom upp í einni íbúðinni. Mikill reykur var í stigagangi og íbúðinni, en íbúi hennar hafði gleymt að slökkva undir potti á eldavél. Maðurinn, sem var ölvaður, var fluttur á slysa- deild með grun um reykeitrun. Eng- ar skemmdir urðu á öðrum íbúðum hússins. -SMK Fluttur á slysadeild fbúi fjölþýlishúss í Eskihlíð var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð hans, en hann hafði gleymt að slökkva á eldavél. S é r h ae f ð fasteignasala í atvinnu- og skrifstofuhúsnæði STÓREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18» Sími 55 12345 Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 Heilsudýnvur í sérfíokki! } i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.