Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 3
Grímur Grímsson er formaður Backgammonfélagsins og eyðir drjúgum tíma í spilamennsku á Grand Rokk. „Spilið er fljótlært, það tekur ekki nema um tvo tíma eða svo, og þegar maður er búinn að ná tök- um á því er alveg eins hægt að vinna einn leik af tíu við heims- meistarann. En þó að þú stúderað- ir skák í tíu ár þá gætirðu ekki unnið eina skák af hundrað við Kasparov," segir Grímur Gríms- son , formaður Backgammonfé- lags Reykjavíkur. Grímur lýsir leiknum sem samblandi af lúdó, skák og póker. „Það hefur einfald- leikann frá lúdó, stöðubaráttuna og orrustuna eins og í skák og svipar loks til pókers í sambandi við að hækka það sem spilað er um,“ segir hann. Kotra á Litla-Hrauni Backgammon hefur verið spilað i 5000 ár. Það var mjög vinsælt í Grikklandi til forna og heimspek- ingurinn Sókrates vitnar í það og ber greinilega mikla virðingu fyr- ir því, að sögn Gríms. Nú nýtur Backgammon er mikið spilað í Reykjavík um þessar mundir. í Backgammonfélagi Reykjavíkur eru rúmlega 100 manns og það ætlar að standa fyrir vikulegum- mótum á Grand Rokk í vetur. leikurinn mikilla vinsælda um all- an heim. í Danmörku er spilað á öllum kaffihúsum og í arabalönd- um sleppir fólk varla teningunum nema rétt til að ræða við Allah. Að sjálfsögðu hefur Netið orðið aðal- vettvangur spilamennskunnar. Grímur segir að þar sé að finna fjölda ókeypis backgammonrása þar sem hægt er að etja kappi við allra þjóða kvikindi. Á íslandi er rík hefð fyrir leiknum því hið foma spil kotra er eitt afbrigði af Backgammon. „Það virðist enginn kunna kotru lengur, nema kannski einhverjar ömmur, og því eru deildar meiningar um hvort eigi ekki bara að nota kotrunafnið yfir þetta.“ Til eru ótal afbrigði af backgammon en eitt þeirra er langútbreiddast og er leikið á mót- um og í netleikjum. „Hér á landi er önnur gerð mjög vinsæl og er oft kölluð Litla-Hraunsafbrigðið, innan gæsalappa. Aðspurður um þetta sérstaka nafn segist Grímur hafa heyrt af því að Backgammon sé vinsælt á Hrauninu en þekkir það þó ekki af eigin raun. Bjór eða kaffi Áhugamenn um Backgammon halda mest til á öldurhúsinu Grand Rokk og mætti kalla það þeirra fé- lagsheimili. En er þá spilamennsk- an ekki bara afsökun til þess að fá sér bjór? „Ég veit nú ekki hvort maður þarf nokkra afsökun til þess,“ segir Grímur en þykir þessi svo sem ekki verri en hver önnur. „Sumir koma nú bara og fá sér kaffi," bætir hann við. „Þetta er mjög afslappað spil og hægt að spjalla saman yfír því, öfugt við skákina, þó að mönnum takist það nú svo sem á Grand Rokk. Margir skákmenn hafa gaman af Back- gammon. Hannes Hlífar og Róbert Harðarson taka þátt í íslandsmeist- aramótinu og Karpov, fyrrverandi heimsmeistari, spilar mikið.“ Laug- ardaginn 21. september fer fram úr- slitaumferð íslandsmeistaramótsins og brátt hefst nýtt stigamót. Áhuga- samir geta skráð sig í félagið á Grand Rokk. Hlynur Páll Pálsson, formaður Stúdentaleikhússins og Stefán Hallur Stefáns- son framkvæmdastjóri leikhússins. „Þetta byrjaði allt í vor í kúrs í bók- menntafræðinni. Terry Gunnell var þar að kenna leiklistarfræði og við sem vorum í kúrsinum settum upp Tartuffe eftir Moliére með styrk frá Stúdentasjóði. Ég hafði verið formaður Torfhildar, félags bókmenntafræði- nema, og varð þess vegna í forsvari fyrir þetta. Þetta var svo skemmtiiegt að okkur fannst við verða að halda áfram. Við töluðum því við rektor og hann var til í að styrkja okkur við end- urlifgun Stúdentaleikhússins. Hann hefur verið mjög hjálplegur síðan.“ „1 vor hóuðum við saman 20 manns á fund tO að starta Stúdentaleikhúsinu á nýjan leik. í gær byrjaði svo 4 daga undirbúningsnámskeið sem leikstjór- inn okkar, Elfar Logi Hannesson, stjómar. Elfar er mjög sniðugur, menntaður sem trúður frá Kaup- mannahöfn. Við höfum hins vegar ekki enn komið okkur saman um hvaða verk verður fyrir valinu nú í haust.“ í vor mun Stúdentaleikhúsið hins vegar setja upp leikrit sem valið verð- ur úr hópi annarra í leikritasam- keppni sem leikhúsið stendur fyrir í haust. „Öllum háskólaborgurum er leyfdegt að taka þátt í henni. Það verða peninga- og ferðaverðlaun í boði fyrir vinningshafann. Skilafresturinn rennur svo út á nýársdag.“ Þótt skilyrðið fyrir að senda leikrit í keppnina sé að vera háskólaborgari eru skilyrðin fyrir inngöngu í Stúd- entaleikhúsið ekki þau sömu. Það stendur í reglum Stúdentaleikhússins að þar sé öllum frjálst að starfa, hvort sem viðkomandi er í Háskólanum eða ekki, og þar hafið þið það. Stúdentaleik- húsið hefur risið upp frá dauð- urn. Að þessu sínni verða sett upp tvö verk. Hlynur Páll Páls- son er formaður leikhússins og horfir bjartur fram á veg. Hlynur segir Stúdentaleikhúsið hafa verið óvirkt í 2 til 3 ár. „Þess vegna voru flestir ráðamenn fegnir þegar ég og félagar mínir sýndu áhuga á að endurlífga það.“ Arnar ívarsson: Safnar myndum af skrýtnu fólki ■| 4 Fyrirsætan Gisele: Tékur við af Naomi Campbell Árni Pétur Reynisson leikari: Snýr heim frá London Jón Gnarr: Er Andrés önd í Andabæ Robbie Williams: Alltaf sömu stælarnir Hljómsveitin A Perfect Circle: Orðin að sjálfstæðu bandi Þorsteinn Guðmundsson: Er kínverskur fjöldamorðingi Shotgun-reglurnar: Loksins settar á blað 69 ástæður fyrir því að þú ættir að stunda sjálfsfróun Á 1* £ • V 1 T 1 0 fónleikar i Cafe9.net Ampop, GusGus oa Plastik saman Gene Hackman er arunaður Steipur oa strákar í bíómvnd f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók E.ÓI. af Árna Reynissyni 8. september 2000 f ÓkllS 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.