Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 6
Tvítug að aldri er Gisele Biindchen á toppnum, fullskapað tískufyrirbrigði. Síðustu 18 mánuði hefur hún komið sér upp föstu aðsetri á forsíðum tískublaðanna og á sýningarpöllum. Svo mikið er æðið kringum hana að þegar er talað um hana sem helstu fyrírsætu áratugarins. Karlmenn standa á öndinni þegar þeir sjá hana og þótt ótrúlegt megi virðast kunna konur einnig að meta hana. í janúar birtist Gisele á forsíðum bresku og bandarísku útgáfnanna af Vogue, auk þess að hafa þegar prýtt forsíður Vogue í Brasilíu, Rússlandi, Þýskalandi, Japan, á Spáni og í Austurríki. Þetta er ansi mikið af Vogue en ekki allt þvi í desember var hún kosin módel árs- ins hjá Vogue og VHl og þótti þar stela senunni frá Madonnu, Jennifer Lopez og fleiri slikum stjömum. Eins og móðir Guðs Gisele hefur birst á auglýsinga- spjöldum um allan heim fyrir öll helstu tiskufyrirtækin og auk þess að hafa setið fyrir á forsíðum helstu tískublaðanna hefur hún m.a. birst á forsíðu George, bandaríska stjóm- málatímaritsins sem John Kenn- edy Jr. kom á fót. Og fólk virðist einfaldlega standa á öndinni þegar það sér hana. „Allar konur langar til að líkjast Gisele og alla karl- menn langar til að sofa hjá henni,“ seg- ir Francesca Martin, ritstjóri breska Vogue. „Hún er með fallegt andlit, stór brjóst, ótrúlega mjótt mitti og langa leggi. Hún er sett í hvaða fot sem er og hún lítur ótrúlega út. Ég meina, stór brjóst og mjóir handleggir - hvað gæti kona farið fram á meira?“ Gisele var uppgötvuð þeg- ar hún var ein- ungis 14 ára á MacDonald’s- stað í Sáo Paulo í Brasil- íu í skóla- ferðalagi. Þann dag seg- ir sagan að öll söfn hafi verið lokuð og eiga ör- lögin víst að hafa tekið völdin í stað- inn. Þetta var fyrsta ferðalag Gisele til stórborgar, en hún ólst upp í smá- bæ á stærð við Akureyri, og tveim- ur árum seinna var Elite 'búið að koma auga á hana. Fulltrúi Elite lýsti henni strax þannig að hún hefði litið út eins og móðir Guðs. Alltaf jafn rólegir í yfirlýsingunum, þessir vitleysingar í tískuheiminum. Gisele er ein sex dætra kaupsýslu- manns í Brasilíu, þriðju kynslóðar innflytjenda frá Þýskalandi. Allar systur hennar fimm þykja mjög fal- legar þó engin slái systur sína beint út. Hún flutti til New York árið 1997, 17 ára gömul, ákveðin í því að meika það sem módel. Timasetningin var þó ekki sú besta því heróínlúkkið var í hámarki. „Enginn vildi ráða mig ... ég var venjuleg og gat ekki breyst, þeir urðu bara að taka mér eins og ég er,“ segir hún. í byrjun síðasta árs var þetta hins vegar allt breytt, heróínlúkkið var úti og Gisele var orðin eftirsóttasta fyrir- sæta í heimi. Bandaríska Vogue hef- ur einmitt nefnt hana holdgerving þess sem þar á bæ kallast endur- koma línanna. Finnst óþægilegt að fólk sjái geirvörturnar Og línumar eru svo sannarlega til staðar. Það sem flestir taka auðvitað eftir eru bijóstin, sem eiga víst að vera ekta, en hún er ekki mjög hrif- in af þvi að sýna þau. Fyrir svona mjóa stúlku þykja brjóstin víst afar stór og hefur gula pressan í Banda- rikjunum uppnefnt hana Brjóstin frá Brasilíu. Hafa pirrað- ir ljósmyndarar jafn- vel gengið svo langt að stofna þrýstihóp sem er víst kallaður Frelsum tvennuna hennar Gisele, í afar slæmri íslenskri þýð- ingu. Miklar umræður hafa einmitt spunnist um það hvort brjóst hennar séu ekta en fræðimenn í bransanum segja engan vafa leika á þvi að þau séu ekta, þau einfaldlega hreyfist ekki þegar hún gengur niður „catwalkið". Gisele sjáif lætur sér hins vegar fátt um finn- ast þegar umræður beinast að brjóstum hennar. „Ég veit að ég er með stór brjóst ... og ég veit að þeir vilja allir sjá þau en það er lít- ið sem ég get gert í því. Ég vil ekki losna við þau og það er ekki eins og ég geti falið þau.“ Það er heldur ekki eins og Gisele sé sú eina sem verður vör við at- hyglina sem vöxtur hennar fær því hin módelin eru ekki alltaf sátt við það. „Allar hinar stelpumar hafa verið að spyija mig af hveiju ég fái alltaf öll sexí fotin. En ég held að það sé ekki málið. Ef sumar af hin- um stelpunum, sem eru með minni brjóst, ættu að fara í fotin sem ég fer í myndu þau líklega ekki verða eins kynþokkafull." „Þetta er minn líkami og ég er ánægð með hann, ég er ánægð manneskja. Þetta er líka mitt starf, þetta er það sem ég geri. Ég er ekk- ert voðalega hrifin af því að klæð- tvífarar Gabríela Friöriksdóttir. Robbie Williams. Tvífararnir að þessu sinni eru listamenn. Annar þeirra er íslenskur listamaður, hinn er breskt poppgoð sem getið hefur sér gott orð fyrir að vera feitur m.a. Gabríela Friðriksdóttir er samt ekkert feit. Þau deila hins vegar þessum hörkulega andlitssvip: fínum hrukkum í kringum augun, hvössu augnaráði og nettum brosviprum um þunnar varimar. Svo halla þau líka svo skemmtilega undir flatt. Robbie er mikið ólík- indatól og er þekktur fyrir að láta ófriðlega á tónleikum; berar t.a.m. á sér bossann i tíma og ótíma. Gabríela er reyndar líka til alls likleg, þó hún sé ekkert alltaf að múna, en hún er ákaflega hæf listakona. Við eig- um Gabrielu, Bretar eiga Robbie. ast svona mörgum bikiníum þegar ég er að sýna en ég fer venjulega í allt sem þeir biðja mig um - nema það sé gegnsætt ... mér finnst óþægilegt að fólk sjái á mér geir- vörturnar." Og hún tekur þar af öll tvímæli því við einn blaðamann sagði hún: „Elskan, ég fer aldrei úr að ofan. Ég fer bara úr að ofan þeg- ar ég fer í sturtu - ég þarf auðvitað að þvo þau, ekki satt?“ í sambandi með DiCaprio? Það er ekki bara bakgnmnur Gisele eða brjóst hennar sem vekja athygli á henni því áberandi kærastar hennar hafa fengið sinn skerf af athyglinni undanfarið. Lengsta sambandi hennar fram til þessa, við myndarlega módelið Scott Barnhill, lauk fyrr á þessu ári. í mars viðurkenndi hún að sambandinu væri lokið en sagði um leið að hún væri ekki ein af því furðulega fólki sem þyrfti alltaf að vera í sambandi. Þessi orð hennar komu þó ekki í veg fyrir getgátur fjölmiöla um samband hennar við Jáo-Paolo Diniz, 36 ára erfmgja að keðju stórmarkaða 1 Brasilíu, eða Vikram Chatwal, 29 ára auðkýf- ing af indverskum ættum sem rek- ur hótel, fjölmiðla og bar og á auk þess piparsveinaibúð i Trump-tum- inum í New York. Náðu paparazzi- ljósmyndarar m.a. myndum af par- inu á körfuboltaleik með New York Knicks. Þar með er þó ekki allt talið því leikaramir eru eftir. Ge- orge Clooney á víst að hafa fallið fyrir henni eftir að hafa séð mynd- ir af henni og hið sama gerði ungi leikarinn Josh Hartnett sem ís- lendingar sjá væntanlega í kvik- myndinni Virgin Suicides á næst- unni. Þá er ótalið imgstimið Leon- ardo DiCaprio sem sást ansi oft með Giselu okkar röltandi á ströndinni í Malibu, auk þess að þræða næturklúbbana með henni. Fjölmiðlafulltrúar beggja neita því þó harðlega að eitthvað annað en vinskapur hafi verið á milli þeirra. Naomi er sjáifselsk Fyrstu kynni Gisele af neikvæðri hlið fyrirsætubransans komu í september í fyrra þegar umboðs- maður hennar færði sig frá Elite yfir til IMG og tók Giselu með sér. Aðalmaðurinn hjá Elite, John Casablancas, var ekki par hrifinn og réðst með fúkyrðum á Gisele, kailað.i hana sjálfselskt skrímsli og klykkti út með því að hefja 9,5 milljóna punda lögsókn á hendur IMG og umboðsmanninum. Gisele gefur þó lítið fyrir svona yfirlýsing- ar: „Ég er ekki sjáifselsk eins og eldri stelpumar, eins og Naomi. Hún er mjög sjáifselsk. Þær em ekki vinkonur mínar.“ í raun virðist hún vera algjör andstæða glamúrsins sem fylgir þeim módelum sem hún hefur tek- ið við af. „Ég nota ekki eiturlyf og drekk ekki áfengi vegna þess að ég vil lifa lífinu og njóta þess. Ég vil ekki búa I Los Angeles og vera alltaf í partíum, ég vil ekki deyja ung. Þess í stað vil ég lifa rólegu, góðu lífi.“ Þeir sem hafa eitthvert vit á tísku eru sammála um að Gisele hafi í sér eitthvað gott frá öllum tiskustraumum síðustu ára- tuga. Tími hennar er án alls efa runninn upp og má hiklaust kynna hana hér með sem stúlku næsta áratugar. 6 f ÓktlS 8. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.