Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 5 I>v Fréttir Mörg sveitarfélög á heljarþröm: Neyðarkall um urbætur __ coftto Vwötv* ftí Pt/\t«tttV1 tVktl1t/\t*Atttvi 1 olrttl/ítt* r\ rkMt - safna þrem til fjórum milljörðum í skuldir á ári Sveitarfélögin í landinu safna skuldum sem nemur tveimur til þremur milljörðum króna á ári til að geta staðið undir sínum rekstri. Það er þrátt fyrir tiltölulega litlar stofn- framkvæmdir miðað við það sem áður var. Bygging grunnskóla hefur verið stærsti hluti af framkvæmdum sveitarfélaga undanfarin misseri. Átján sveitarfélög með meira en þúsund íbúa nutu um áramótin 1998-1999 þess vafasama heiðurs að skulda meira en sem nam öllum sín- um árlegu skatttekjum. Á þeim lista voru þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum og sýnu verst var staðan hjá Vestur- byggð, en heildarskuldir sveitarfé- lagsins sem hlutfall af skatttekjum voru á þessum tíma 225,5%, eða tals- vert meira en tveggja ára skattatekj- ur. Jón B.G. Jónsson, formaður bæj- arráðs, sagði í DV að skuldir íbú- anna vegna félagslega íbúðakerflsins eins væru hátt í 500 milljónir króna, eða riflega 400 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn í sveitarfé- laginu. Þá hafði hann þau orð uppi að bæjarfélagið gæti aldrei greitt þetta. Aukinn kostnaður en gjaldendum fækkar Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir rekstur sveitcufélagsins vera farinn að taka meira til sín vegna aukinna krafna um meiri þjónustu. Þá sagðist hann telja að sveitarfélögin hefðu ekki náð inn þeim tekjum sem dygðu fyrir þeim viðbótarkostnaði sem varð vegna yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum. Hann segir einnig að ein stærstu mistökin í uppbygg- ingunni hafi verið að of geyst hafi verið farið í byggingu á félagslegum íbúðum. Þær eru nú mikill baggi á Vestmannaeyjakaupstað eins og Höröur Kristjánsson blaðamaður Fréttaljós mörgum öðrum sveitarfélögum. Varðandi uppgjörsmál eins og þau horfa nú við með afskriftum segir Guðjón að það sé alveg eftir að ræða ýmis matsatriði í þeim efnum, eins og t.d. misjafnt viðhald íbúða. „Þá má benda á það líka að sveitarfélög á landsbyggðinni hafa verið að slást um fólk sem streymir á höfuðborgar- svæðið. Til þess að halda í það hefur verið byggt upp mjög hátt þjónustu- stig. Það kostar allt peninga en samt fækkar fólkinu og tekjur minnka um leið. Þetta er vandinn sem við er að etja,“ sagði Guðjón. Auk þess horfir Vestmannaeyjabær upp á 350 millj- óna króna kostnað vegna frárennsl- ismála sem leysa á fyrir árið 2005. Forsætisráöherra ósanngjarn? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands islenskra sveitarfé- laga, sagði í yfirheyrslu í DV fyrir skömmu að sveitarfélög ættu fullan rétt á leiðréttingu og aukinni hlut- deild í skatttekjum. Þetta sagði hann í ljósi orða forsætisráðherrans, Dav- iðs Oddssonar, sem hafði látið þau orð falla opinberlega að sveitar- stjómirnar þyrftu ekki auknar tekjur heldur yrðu þær frekar að sýna meiri 1998-1999 188,6% í hlutfalli af árleg- um skattekjum. „Við vorum í dýrum málum, eins og einsetningu grunnskólans og fleiri þáttum sem okkur er lögboðið að framfylgja. Þannig lenda menn í því að það eru settar álögur með lögum sem okkur er ætlað að framfylgja en að sama skapi eru okkur ekki færðir tekjustofnar til að mæta þeim.“ Hann benti á mjög brýnt mál hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni en það eru frárennslismálin. Sveitarfé- lögum er ætlað að koma þeim málum í ákveðinn farveg fyrir árið 2005 en ekki ætlaðir neinir fjármunir til að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jón B.G. Jónsson. Guðjón Hjörleifsson. Tryggvi Guömundsson. Asgeir Logi Ásgeirsson. mæta þeirri fram- kvæmd. Á Siglu- firði, Ólafsfirði og Dalvík mun t.d. vera um að ræða framkvæmdir á bilinu 300-400 milljónir á hverj- um stað. Ásgeir sagði enn fremur að helmingur af skuldum Ólafsfirðinga væri tilkominn vegna félagslega íbúðakerfisins en fjárhagsvandi sveitarfélagsins virtist vera viðvar- andi. Skólakerfiö er dýrt Fyrir utan félagslega íbúðakerfið og fráveitumál virðast skólamál, og þá ekki síst sú kvöð að einsetja skól- ana, hafa reynst mörgum sveitarfé- lögum ærið kostnaðarsöm. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, telur að þessar framkvæmdir ásamt yfir- töku sveitarfélaga á skólamálunum hafi ekki verið mistök. „Á hitt ber þó að líta að tímarnir hafa breyst á þess- um tíma frá 1996. Það hefur orðið ákveðin þróun í samfélaginu þar sem kjör stétta hafa verið bætt langt um- fram það sem menn ætluðu á sínum tíma. Þetta hefur ríkið sjálft gert og gengið á undan. Við höfum auðvitað þurft að fylgja þar á eftir.“ Vilhjálmur segir sveitarfélögin líka að gera örlítið meira en þeim ber bein skylda til samkvæmt lögum og þeim samningi sem gerður var við ríkið. Það nemi um 6% umfram það sem samið var um, eða nálægt sex til átta hundruð milljónum króna á hverju ári. Þegar er búið að einsetja 162 skóla af þeiml88 sem í landinu eru. Patreksfjörður Vesturbyggð, skuldsettasta sveitarfélag landsins, er samnefnari fyrir nokkur sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum sem sameinuö voru undir einn hatt fyrir nokkrum árum. laga og félagsmálaráðuneytinu. Vonir eru þó bundnar við að viðræður muni leiða til þess á næstunni að vandinn verði leystur. Lausnin er vandmeðfarin Eins og fram hefur komið er þegar búið að semja um það milli ríkis og sveitarfélaga að afskrifa mun á inn- lausnarverði og markaðsverði íbúða í félagslega eignaríbúðakerfinu. Þannig munu sveitarfélögin borga 10-15% en varasjóður borgar það sem upp á vantar af afskriftunum. Vilhjálmur Þ. segir þetta vera frágengið mál. Nýtt íbúðalánakerfi skuldbindur sveitarfélögin ekki til að kaupa íbúð- irnar til baka. Þess vegna telja menn sig ekki eiga eftir að upplifa sama vanda og áður varðandi íbúðakerfið. Afskriftir skulda sveitarfélaganna, eins og ákveðið hefur verið að gera, geta þó dregið dilk á eftir sér. Fjölmörg sveitarfélög eiga við bráðavanda að stríða í peningamál- um. Stjórnendur þeirra verða að hafa allar klær úti. Því óttast Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur og fast- eignasali vestur á fjörðum, að menn grípi nú tækifærið og dembi öilum vandamálaíbúðunum i sölu á einu bretti. Slíkt hefði einfaldlega í för með sér eignaupptöku hjá því fólki sem er að reyna að selja íbúðir á frjálsum markaði. Þá yrði hrun á fasteignaverði í það minnsta þar til bylgja slíks offramboðs hjaðnaði. Þetta yrði örugglega ekki til að styrkja byggðirnar. Ef slíkt yrði uppi á teningnum hjá sveitarfélögunum þá yrði það rétt eins og að pissa í skó- inn sinn eins og Tryggvi orðaði það. Ekki alvont Ekki eru öll sveitarfélög i sömu krísunni og dæmi er til þar sem stað- an er vel bærileg. Af sveitarfélögum með yfir þúsund íbúa má nefna Ölf- ushrepp sem er með heildarskuldir sem nema „aöeins" 25,6% af skatt- tekjum. Reyndar eru ekki mörg sveit- arfélög sem komast nálægt þessu. Þó má nefna mjög bærilega stöðu á Ak- ureyri, en þar námu heildarskuldir sem hlutfall af skattekjum um ára- mótin 1998-1999 ekki nema 35,9% sem hlýtur að teljast léttvægt miðað við það sem á undan er talið. Meira að segja Seltjamarnes, sem löngum hefur þótt vel rekið sveitarfélag, er skuldsettara. Þar námu skuldirnar á þessum tíma 68,8% af skatttekjum. Grindavík telst líka á þokkalegu róli með sín 50,5% en öll önnur sveitarfé- lög en hér eru upptalin með þúsund íbúa eða fleiri eru skuldsettari. Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting úrbótum í tekjuöflun sveitarfélaga vegna ýmissa lögboðinna pósta sem sveitarfélögunum er gert skylt að standa undir. Ólafsfiörður er í öðru sæti yfir skuldsettustu sveitarfélög landsins og skuldaði um áramótin séu komin á gjörgæslustig. Vandi Vesturbyggðar hafi þó verið afskap- lega mikill sem helgist að mestu af fé- lagslega eignaríbúðakerfinu. Hefur vandi sveitarfélagsins m.a. komið til umfiöllunar hjá Lánasjóði sveitarfé- ráðdeildarsemi. það er dýrt meðan á því stendur. Við Körfur „Við erum búnir að sýna fram á höfum fengið um 260 milljónir króna Vörunr. Heit' Brútto Netto Hæð Breidd Dýpt sem Einangrun þykkt fmnt. m/v18°C umhv.hita Tilboðsverð það með ítarlegum gögnum og upplýs- á ári frá ríkinu sem er auðvitað að- Lítrar Litrar sm. sm. sm. fylgja Læsing kWh/24 klst Verð áður ingamiðlun til ríkisins,“ sagði Vil- eins lítið brot af því sem þetta kost- 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 hjálmur. „Sveitarfélögin eiga rétt á ar,“ segir Vilhjáimur. leiðréttingu tekjustofna sinna.“ Hann Þess utan má einnig nefna fram- 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 segir að sveitarfélögin hafi sýnt mikla ráðdeildarsemi og jafnvel meira að- kvæmdir við leikskóla og íþróttamann- virki sem kosta verulega fiármuni.' 29HL HFL 290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 hald á mörgum sviðum en ríkið. Ekki í gjörgæslu 38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 Vantar tekjustofna Þrátt fýrir mjög erfiða stöðu 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- margra sveitarfélaga vill Vilhjálmur 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 stjóri á Ólafsfirði, segir brýna þörf á ekki taka svo djúpt í árinni að þau U R N I R Lágmúla 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is jfik. PáDIOílíitlSs Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.