Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Skoðun
I>V
Ætlarðu að fylgjast með
Ólympíuleikunum?
Guöjón Andrésson leigubílstjóri:
Já, þá helst fótboltanum, frjálsum
íþróttum og sundi.
Haukur Böövarsson smiöur:
Nei, ég horfi ekki á sjónvarp.
Hjörtur Arason gagnfræöingur:
Það veróur bara aö koma í Ijós.
Matthías Hjartarson nemi:
Nei, ég nenni því ekki.
Óli Jón Ólason nemi:
Nei, hef engan áhuga á íþróttum.
Jóhanna Bragadóttir þjónustufulltrúi:
Já, og og þá helst frjálsum
íþróttum.
Nautakjöt
— eða kýrkjöt, hvað veit ég?
Haildór Einarsson
skrifar:
Verð á kjöti i verslunum hér er
alls óviðunandi, svo og merkingar á
tegundum og uppruna kjötsins (t.d.
frá hvaða sláturhúsi, að ekki sé nú
talað um framleiðanda). Og nú er
sagt að koma eigi á gæðaeftirliti
með nautakjöti „innan skamrns",
hvað svo sem það þýðir. Því er líka
haldið fram að verðlækkun frá
bændum á nautakjöti hafi ekki skil-
að sér til neytenda. Það er hins veg-
ar hárrétt. I verðkönnun sem kúa-
bændur létu gera á nautakjöti kom
í ljós að meðalverðmunur á milli
verslana er 45% og allt upp í 83%.
Þá staðhæfingu margra að í kjöt-
borði verslana og einnig í neytenda-
pakkningum sé alls ekki nautakjöt
heldur kýrkjöt (og þar er mikill
munur á) er tímabært að kanna. Ég
fer út í búð og sé í kjötborðinu t.d.
„nautasnitsel" eða nautagúllas, að
ekki sé talað um eitthvað á grillið,
„sirloin" eða „T-bone“ steik. Ég
kaupi þetta sem nautakjöt án frek-
ari spurninga (enda fer maður ekki
að deila við afgreiðslumann, oftar
en ekki ófaglærðan kjötvinnslu-
mann). Þegar heim er komið og
undirbúningur eldamennsku hefst
(kryddun o.þ.h. fyrir grillið) sýnist
manni að hér geti ekki verið um
ungnaut að ræða. Þó er fullkomin
óvissa hvort um naut eða mjólkur-
kýr er að ræða. Eitthvað verður um
allar kýmar sem slátrað er. Er þá
ekkert kýrkjöt á markaðinum? -
Hvað varð t.d. um blessaða kúna
sem forðaði sér undan óvinum sín-
um á Hvammstanga og lét loks lífíð
Kýr ber á bási
Bæöi í kjötborðin að lokum.
„Þó er fullkomin óvissa hvort um naut eða mjólkurkýr er
að rceða. Eitthvað verður um allar kýmar sem slátrað er.
Er þá ekkert kýrkjöt á markaðinum?“
þrátt fyrir hetjulega baráttu fyrir nauti, eftirsótt og verðlögð sem hæf-
lífínu? Er hún á leiðinni í kjötborð- ir hinu kyninu, nautinu? Á ekki að
in þessa dagana - alveg ómerkt og gera könnun?
óflokkuð? Eða er hún orðin að
Stórsveitin í nýrri sveiflu
- Schneider bræðir strákana
Ragnar
skrifar:
Þeir hrifust sannarlega djassunn-
endurnir þegar þeir hlýddu á Stórsveit
Reykjavíkur í Islensku óperunni (fyrr-
um Gamla bíói) miðvikudaginn 6. þ.m.
- Þar var kominn á svið bandarískur
gestastjómandi, Maria Schneider, tO
að leysa Sæbjöm Jónsson, aðalstjórn-
anda sveitarinnar, af. Þama var Stór-
sveitin í nýrri sveiflu undir áhrifum
stjórnandans sem samdi flest lögin
sjálf. Þetta voru lög í stO nútímadjass
en gætu hafa verið, hvert um sig, lag
úr einhverri kvikmyndinni. Maria
sagði sjálf frá uppruna og tilurð lag-
anna og það var einkar vel tO fundið.
Ekki er fráleitt að ætla að við eigum
eftir að heyra eitthvað frá henni í
kvikmyndatónlist siðar.
Stórsveit Reykjavíkur á æfingu
- Maria Schneider skerpir áherslurnar.
En það er skemmst frá að segja að
stjórnandinn og lagahöfundurinn
Maria Schneider virtist nánast hafa
brætt strákana í Stórsveitinni, svo
frábærlega tókst þeim upp, öOum með
tölu. Maria nýtti þá einnig tO fuiln-
ustu, bæði að því er varðar innkomu
þeirra í sólóleik, aliflesta, og einnig
með hinum tíðu skiptingum milli
hljóðfæra í oft erfíðum atriðum og
flóknum. Segja má að sumir hafi vart
haft við að taka af sér þverflautuna og
munda „saxið“ og svo öfugt. En sam-
hljómurinn í „brazzinu" og „soimdið"
aOt var frábært, þegar öOu var tjaldað
sem gerðist æði oft á tónleikunum. Of
langt mál væri að telja upp einstök
lög, enda hefur sumra verið getið i
sérstakri umfjöllun í DV þann 8. þ.m.
Maria Schneider er frábær sem
stjórnandi stórsveitar og hefur sjáO'
eina slíka undir sinni stjóm í New
York. Hún kann þá list að koma fram
óþvinguð og fræðandi, beindi orðum
sínum beint til hlustenda og lét hyOa
Sæbjöm, aðalstjómanda sveitarinnar,
með lófataki. En hún hafði síðasta „orð-
ið“ með aukalögum og tók við löngu og
hlýju lófataki frá áheyrendum i lokin.
Dagfari
®iiií*a@
Glæpahneigð
Dagfari hefur aldrei talist mikiO iþróttagarpur
og raunar hefur honum aOa tíð verið meiniOa við
íþróttir af öOu tagi. í æsku var hann píndur í leik-
fimitímum, hlegið að getuleysi hans við kúnstirnar
og híað á hann í sturtuklefum. Af þessu hlaust ör
á sálu Dagfara sem aldrei grær.
Hin síðari ár hefur íþróttadýrkunin þó keyrt um
þverbak og mótmælarödd Dagfara orðið æ óvin-
sælli i umræðu um þetta þjóðarböl.
Látum það alveg liggja á miOi hluta þó að fólk
tuskist til að hreyfa á sér útlimina í heOsubótar-
skyni en Dagfari hefur löngum haldið því fram að
í kappleikjum „á heimsmælikvarða" blómstri sú
glæpahneigð sem auðveldlega getur sprottið af því
að þurfa að hafa andstæðinginn undir - hvað sem
það kostar -.
Ofbeldisverk eru framin á leikvöngum daglega
og þykir ekki nema eðlOegt. Ofbeldisverkin eru þó
aldrei kölluð ofbeldisverk heldur „agabrot" því
innan varnarmúra íþróttanna heitir ekkert sínu
rétta nafni. Svo langt gengur það að leikar halda
áfram, jafnvel þó að mannslif tapist, eins og sýndi
sig í kappakstursleik einum um daginn. Þá lá hræ-
ið af brautarstarfsmanni í vegkanti meðan
kappaksturshetjurnar brunuðu hring eftir hring og
uppskáru verðskuldað lof aðdáenda. Af íþróttaf-
réttamönnum var morðið á manninum þrásinnis
kaOað „óhapp".
íþróttamanna
Áttatíu árum síðar skammast Harry
til þess að játa á sig glœpinn og skilar
fánanum með glotti hins siðlausa
samfélagsóvinar. Honum er samt ekki
refsað því fánaránið er kallað á máli
íþróttanna „glens“ eða „hrekkur“ og
glæponinn Harry gengur enn laus.
íþróttamenn eiga það líka tO að raða í sig eitur-
lyfjum tO þess aö pína líkama sinn lengra áfram í
átt að verðlaunapallinum. Þetta heitir samt ekki að
vera dópisti heldur „að hafa faOið á lyfjaprófi" og
er miklu léttvægara en önnur eiturlyfjaneysla.
Syndin felst ekki í verknaðinum heldur því að láta
komast upp um sig! Þetta þykir Dagfara skrýtin
siðfræði.
Mál hins aldargamla Hal Haig Prieste, sem var í
fréttum fyrir skemmstu, renndi enn frekari stoðum
undir þessar óvinsælu skoðanir Dagfara. Þegar
íþróttagarparnir þvælast í öðrum heimshomum og
þykjast vera að sinna einhverju sem kaOað er
„ólympíuhugsjón" ganga þeir um og berstrípa glæpa-
hneigð sína. Prieste, sem er víst kaOaður Harry og
stundaði forðum þá list að stökkva út í sundlaug,
rændi ómetanlegum antik-fána af gestgjöfum sínum
á Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920, þegar
hann átti að vera þar tO að halda uppi ímynd and-
legrar og líkamlegrar hreysti. Áttatíu árum síðar
skammast Harry tO þess að játa á sig glæpinn og
skilar fánanum með glotti hins siðlausa samfélags-
óvinar. Honum er samt ekki refsað því fánaránið er
kaOaö á máli íþróttanna „glens“ eða „hrekkur" og
glæpóninn Harry gengur enn laus. í uppsiglingu er
svo heimssýning á kúnstum koOega hans sem enn
sigla undir fólsku flaggi. ~ n .
Herjólfur á siglingu
Lægsta tilboði á að taka
Tökum lægsta
tilboði í Herjólf
Kjósandi skrifar:
Það verður ekki verjandi fyrir hið
opinbera annað en taka lægsta tOboði
í rekstur Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs úr því sem komið er. Sam-
skip hefur boðið 192 mifljónir á móti
Herjólfi hf. sem vOl fá 325 mifljónir
króna frá ríkinu. Það var kannski
mál tO komið að láta hlutafélagið
Herjólf finna að aðrir aðOar geta rek-
ið skipið fyrir lægri fjárhæð. Það er
engin ástæða tO að gráta það þótt
rekstur ferjunnar Herjólfs flytjist tO
lands, skipið þjónar landsmönnum
öflum, ekki bara Vestmannaeyingum.
V élhlaupahjólin
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Ég trúði varla mínum eigin augum
einn morguninn fyrir nokkru. Ég var
fyrir utan húsið og sá tvo krakka, lík-
lega ekki meira en 10 ára eða svo, á
fullri ferð eftir götunni á einhvers
konar hlaupahjóli með lítiOi vél, sem
knúði tækið áfram. Þetta fannst mér
furðulegt. Var þetta hægt? Og svo fór
ég að hugsa tO yngri ára minna í
Skotlandi. Þá keyrði ég eimlest, að-
eins 13 ára gamaO! Hver væri ég ef ég
færi að dæma uppátækið?
Íslandsbanki-FBA
Nú eru það lykilmenni sem selja.
Lykilmenn í
lukkupottinum
Kristinn Guðjónsson skrifar:
Ég var búinn að spá því að öO þessi
hlutfjárkaup í hinum og þessum fyrir-
tækjum ættu eftir að draga dilk á eft-
ir sér. Ungir athafnamenn keyptu
áberandi stóra hluti í bönkum og fjár-
málafyrirtækjum. Íslandsbanki-FBA
fór ekki varhluta af umsvifum þess-
ara ungu ofurhuga. Nú les maður
fréttir um að lykilmenn í þessum nýja
banka séu að „losa bréf' eins og það
orðað svo snyrtilega. Ég kafla þá
sannkaOaða „lykilmenn í lukkupotti".
En þeir mega þakka fyrir að geta losn-
að við eitthvað af bréfunum á meðan
sætt er og þau eru einhvers virði.
Verst fyrir bankann að þeir skuli
tengjast bankanum sem stjómendur.
Orðsending til
Snorra í Betel
Alda Guðrún Sigurjónsd.,
Gullsmára 1, Kópavogi, skrifar:
Þú þarft ekki, Snorri, að segja mér
að þín bókstafstrú sem felst í því að
kunna Biblíuna utan að sé hin sanna
kristni. Þú nefnir einhver 5 atriði sem
séu syndir: þjófnaður, hórdómur, laus-
læti, kynvifla og lygi. Stendur það í
Biblíunni? Minnist Jesús ekkert á þá
synd sem felst í því að mismuna fólki
á gróflegan hátt? Og „kynviOa" sem þú
orðar svo smekklega, en ég kýs að
kalla samkynhneigð, er kynhneigð og
er að sjálfsögðu engin synd. Við sem
erum gagnkynhneigð emm ekkert
rétthærri hvað þetta varðar en sam-
kynhneigðir. En það era menn eins og
þú, Snorri, og aðrir bókstafstrúar-
menn sem láta þessu fófld líöa Ola.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.