Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 15
14
+
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Þrjú brýn verkefni
Þótt margt sé jákvætt í samanburði íslands í samkeppn-
ishæfni við önnur lönd, er meðaltalið óþægilega lágt að
mati Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos. Við er-
um í 24. sæti af 59 þjóðum, næst á eftir Portúgal og næst
á undan Malasíu, langt að baki Vesturlanda almermt.
Grundvöllur þessa mats eru ýmsir þættir, sem stofnun-
in í Davos telur vera undirstöðu hagvaxtar í framtíðinni.
Niðurstaðan er því sú, að ísland muni á komandi árum
dragast aftur úr vestrænum löndum, ef við breytum ekki
þeim þáttum, sem draga okkur niður.
Það eru tiltölulega takmörkuð og áþreifanleg atriði, sem
við þurfum að lagfæra. Ekkert þeirra á að koma okkur á
óvart, því að mikið hefur verið fjallað um þau öll á opin-
berum vettvangi, ekki sízt hér í leiðurum þessa blaðs.
Þau hafa hins vegar ekki náð eyrum ráðamanna.
Hluti vandans felst í, að pólitíska kerfið og ráðuneyta-
kerfið er fámennara og því veikara en í flestum öðrum
löndum. Tilviljanakennt er, hvaða framfaramál eru tekin
upp og hver eru skilin eftir, af því að ekki er til mann-
skapur og timi til að sinna þeim öllum sem skyldi.
Skattar á meðaltekjur íslendinga eru með því mesta
sem þekkist í heiminum. Til þess að hægt sé að lækka
meðaltekjuskatta, þarf ríkið að draga saman seglin á þjóð-
hagslega óhagkvæmum sviðum, svo sem í fjáraustri til
smábyggðastefnu og til hefðbundinna atvinnuvega.
Hlutfallsleg framlög íslendinga til rannsókna og þróun-
ar eru með hinum lægstu, sem þekkjast í heiminum. Rík-
ið þarf sjálft að auka vísindaframlög sín um leið og fyrir-
tækjum og einstaklingum verði veittur skattaafsláttur út
á fjárstuðning þeirra við vísindalegar rannsóknir.
Þjóðhagslegur spamaður okkar er hlutfallslega séð með
því lægsta, sem þekkist í heiminum. Enginn spamaður er
að baki íburðarmikilla frétta af kaupum og sölum á papp-
írum af ýmsu tagi. Svo virðist sem brask með pappíra sé
fyrst og fremst rekið með dýrum lántökum.
Ekki hafa dugað hinar hefðbundnu leiðir að veita fjár-
magnstekjum fríðindi umfram vinnutekjur með lægri
tekjuskatti, 10% í stað 40-50%. Vafasamt er, hvort hægt er
að ganga lengra á þeirri braut. Við eðlilegar aðstæður
væri raunar eðlilegt, að þessar prósentur væru jafnar.
Til eflingar sparnaðar í landinu þarf flóknari aðgerðir.
Ráðast þarf að andrúmslofti eyðslu og sóunar. íslendingar
virðast ginnkeyptir fyrir auglýsingum, sem telja þeim trú
um, að þeir þurfi nauðsynlega á margvíslegum óþarfa að
halda. Kaupæði okkar gengur út yfir allan þjófabálk.
Skólar geta hjálpað með því að benda krökkum á, að
fólk þarf ekki á öllu því að halda, sem það langar til að
kaupa, og benda á, að sparnaður eykur svigrúm til skyn-
samlegra ákvarðana um framtíðina. Rikið getur hjálpað
með auglýsingum til mótvægis eyðsluhvatningu.
Mestur árangur mun þó nást með aukningu þess
skyldusparnaðar, sem felst í greiðslum fólks til lífeyris-
sjóða. Reynslan sýnir, að þessi skylduspamaður er alfa og
ómega alls spamaðar á íslandi. Hækka þarf greiðslur í
sameignar- og séreignasjóði upp í 15-20% af launum.
Ef ráðamenn okkar gæfu sér tima til að sinna þessum
þremur atriðum sérstaklega: of hárnn sköttum, of litlum
vísindapeningum og of litlum spamaði, væri á tiltölulega
skömmum tíma unnt að hala ísland upp úr 24. sæti í sam-
keppnishæfni upp í t.d. 5. sæti við hlið írlands.
Samanburður stofnunarinnar í Davos er okkur mikil-
vægt hjálpartæki til að finna, hvar skórinn kreppir og
hvar okkar menn þurfa að taka á honum stóra sínum.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
DV
Skoðun
Eiginmaður minn, faðir okkar
„Það vœri eftirsjá að íslensku minningargreinahefðinni
því að minningargreinar geta verið list. En þá þarf
hún að lýsa manneskju. “
Nýlega rakst ég á norska
bók um dánartilkynningar í
norskri menningu. Ein
áhugaverðasta niðurstaða
fræðimannsins, sem hafði
rannsakað þetta merkilega
efni árum saman, var að
vægi íjölskyldu og aðstand-
enda fari stöðugt vaxandi i
dánartilkynningum. Nafn
hins látna sé efst en í kjöl-
farið fylgi æ lengri listar af-
komenda og skyldmenna,
ekki aðeins maka og bama
heldur tengdabama, systk-
ina, bamabama, maka þeirra og þar
fram eftir götunum.
Hinn norski fræðimaður telur að
þetta geri að verkum að dauðinn
verði aðalatriðið í tilkynningunni
fremur en líf hins látna. Hér sé á ferð
einn tiltekinn sorgarviðburður sem
snýst um þá sem eftir lifa, fremur en
minningu þess sem lést. Sá norski
hefur veður af íslenskum hefðum en
þessarar þróunar virðist svo sannar-
lega gæta á íslandi líka, ekki síður
en í Noregi.
Stílaðar á hinn látna
Það stingur í augun þegar íslensk-
ar minnmgargremar eru
lesnar að kynning hins
látna snýst iöulega fyrst og
fremst um fjölskyldu hans.
Birtar era ítarlegar upplýs-
ingar um foreldra, systkini
en þó fyrst og fremst afkom-
endur, en stundum er lítið
sem ekkert sagt um ævi-
hlaup hins látna eða störf
hans. Lesandi fréttir,
kannski öll nöfn systkina-
barna látins manns en þess
er hvergi getið hvað við-
komandi starfaði.
Þeir sem lesa íslenskar minningar-
greinar sjálfar eru líka stundum litlu
nær um þann sem lést þar sem þær
eru fullar af vísunum tU hvers kyns
atburða sem fæstir lesendur kannast
við. Sumar fjalla alls ekki um hinn
látna heldur um þær tilfinningar
sem fregnin af andláti hans vekur og
með fylgja oft óljóst orðaðar minn-
ingar um hinstu kynni. Sumar em
þar að auki stUaðar á hinn látna
þannig að blaðalesandanum fmnst
jafnvel óviðeigandi að lesa þær.
Áherslan á dauðann
Þetta vekur upp spumingar um tU
hvers minningargreinar séu. Þær
virðast vera farnar að fjarlægast
upphaUegt markmið sitt: að segja frá
látnum einstaklingum þannig að
þjóðin nái að kynnast innbyrðis í
dauðanum. Minningargreinar sem
snúast um einkamál án þess að hægt
sé aö taka þátt í þeim eru hæpið
blaðaefni. Sorgarviðbrögð eigi svo
sannarlega rétt á sér en ekki endi-
lega á síðum fjölmiðla. Dagblöð em
jú ætluð lesendum sem enn eru
þessa heims.
Það er einkennUeg staða i íslensk-
um fjölmiðlaheimi þegar drjúgur
hluti blaðaefnis eru einkabréf til lát-
ins fólks. Þetta þekkist hvergi ann-
ars staðar og þætti líklega hálfundar-
legt. Það sérkennUega er þó þegm-
mönnum sést jafnvel yfir einstak-
linginn sem greinamar eiga að snú-
ast um. Hér má sjá sömu tUhneig-
ingu og norski fræðimaðurinn finn-
ur í Noregi: Áherslan er á dauðann
en ekki á lífið.
Minningargreinar ættu að fjaila
um líf hins látna en ekki dauða hans.
Þær ættu að vera yfirveguð lýsing á
hinum látna, kostum hans, löstum og
öðrum eiginleikum (og slíkar grein-
ar mættu þess vegna vera Oeiri). Góð
minningEU-grein hefur merkingu sem
aUir lesendur blaða geta tengt sig
við, en ekki aðeins þeir sem eru for-
vitnir um einkahagi annarra. Það
væri eftirsjá að íslensku minningar-
greinahefðinni því að minningar-
greinar geta verið- list. En þá þarf
hún að lýsa manneskju.
Ármann Jakobsson
Ármann
Jakobsson
íslenskufræöingur
Gagnagrunnur í óvissu
Fyrir tveimur ámm geisaði hér
umræða um miðlægan gagnagrunn á
heUbrigðissviði. Sjaldan hefúr fram-
kvæmdavaldið á íslandi og Alþingi
lagst lægra en þegar samþykkt voru
lög um gagnagrunninn undir árslok
1998. Með þeim var heUbrigðisráð-
herra veitt heimUd tU að afhenda
einkafyrirtæki einokunarleyfl tU
gerðar og starfrækslu slíks gagna-
grunns tU 12 ára í senn.
í gagnagrunninn stendur tU að
safna upplýsingum úr sjúkraskrám
um aUa íslendinga, látna og lifandi,
og tengja þær gagnagrunnum með
ættfræðiupplýsingum og
erfðafræðiupplýsingum eins
og sett var inn í frumvarpið
á lokastigi. Undantekning
eru þeir sem að eigin frum-
kvæði segja sig úr grunnin-
um og þann rétt hafa um 18
þúsund manns notfært sér.
Aldrei hefur nærgönguUi
löggjöf um persónuhagi fólks
og heiUar þjóðar verið fest í
lög í heiminum. Hún stríðir í
senn gegn anda alþjóðlegra
samþykkta um persónuvemd
og þeirri stefnu sem mótuð
var með setningu laga um
réttindi sjúklinga sem Al-
þingi afgreiddi á árinu 1997.
Hver á upplýsingar í
sjúkraskram?
Mörgum grundvaUar-
spumingum var látið ósvar-
að í aðdraganda að lagasetn-
ingu um gagnagrunninn.
Ein þeirra var eignar- og
umráðaréttur yfir sjúkra-
skrám. Aðeins ári fyrr var
með setningu laga nr.
74/1997 um réttindi sjúk-
linga hafnað framsetningu heUbrigðis-
ráðuneytisins í frumvarpi tU þessara
laga þar sem sagði að.sjúkraskrá er
eign heUbrigðisstofnunar þar sem hún
er færð eða læknis eða annarra heU-
brigðisstarfsmanna sem hana færa á
eigin starfsstofnun." [14. grein fram-
varpsins, þskj. 492 á 121. löggjafar-
þingi] Um þetta atriði urðu talsverðar
umræður á Alþingi og í þingnefnd. Al-
þingi skar ekki úr um eignarréttinn
að öðra leyti.
Af málsmeðferðinni á Alþingi er sú
túlkun nærtæk að sjúkraskrá sé sam-
eign þess heUbrigðisstarfsmanns sem
hana færir og viðkomandi sjúklings.
EðlUegt er að líta svo á að sjúklingur-
inn eigi rétt yfir upplýsingum sem frá
honum eru komnar. Verði það niður-
staðan, m.a. fyrir dómstólum, sést
hversu fráleitt er að æUa að setja slík-
ar upplýsingar í miðlægan gagna-
grunn án upplýsts samþykkis við-
komandi.
Engir samningar fyrirliggjandi
Enn er aUt í óvissu um, hvort mið-
„Það kemur œ hetur í Ijós að þrátt fyrir ráðherratitil-
inn var Ingibjörg Pálmadóttir aðeins peð á skákborði
sér sterkari afla. Nú situr hún uppi með þann draug
sem hún berformlega ábyrgð á...“
- einsdæmi í lagasetningu
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrv. alþingismaöur
lægur gagnagrunnur á heUbrigðis-
sviði verður að veruleika. Enginn
samningur hefur enn verið gerður
við heUbrigðisstofnanir um færslur
úr sjúkraskrám. Þótt látið sé að því
liggja að samningaviðræðum miði
vel eru margar hindranir enn í vegi.
Þar er ósættið við lækna líklega
stærsti þröskuldurinn, eins og ný-
lega var minnt á með samþykkt aðal-
fundar Læknafélags íslands. Margir
læknar líta svo á að færsla á upplýs-
ingum um skjólstæðinga sína úr
sjúkraskrám án upplýsts samþykkis
viðkomandi stríði gegn starfsvenjum
lækna og siðferðiskennd. Óvíst er að
svonefnt „opið samþykki" leysi
þennan hnút, samanber nýlegar yfir-
lýsingar Mannverndar.
Hellbrígðisráðherra í vanda
Það kemur æ betur í ljós að þrátt
fyrir ráðherratitUinn var Ingibjörg
Pálmadóttir aðeins peð á skákborði
sér sterkari afla. Nú situr hún uppi
með þann draug sem hún ber form-
lega ábyrgð á og reynir að bera sig
borginmannlega. „Alþingi er búið að
setja rammann fyrir nokkuð löngu
síðan þannig að það er aUt saman
kristaltært og ljóst,“ sagði heUbrigð-
isráðhema i viðtali nýlega [RÚV 28.
ágúst sl.] af tUefni' samþykktar
Læknafélagsins.
Kannski hafa upphafsmennirnir
þegar náð sínu takmarki með skán-
ingu DeCode á verðbréfamarkaði.
Svo mikið er víst að bakmenn ís-
lenskrar erfðagreiningar hafa sinn
lífeyri á þurru og geta horft brosandi
um öxl.
Hjörleifur Guttormsson
Með og á móti
íl'ilfSllíftii
ir menningamóttin of dýr?
Um mikla framúrkeyrslu að ræða Fær ekkert að vera í friði?
„Við sjálfstæðis-
menn í borgar-
stjóm Reykjavíkur
lögðum fram 5.
september sL fyrir-
spum um hver heUdarkostn-
aðurinn hefði verið vegna
Menningamætur, þ.e. fi'amlag
borgarsjóðs, stofnana og fyrir-
tækja borgarinnar. Við vænt-
um svars um mánaðamót. í
fjárhagsáætlun borgarinnar
er aðeins gert ráð fyrir 3,2, mUljónum
króna undir liðnum Menningamótt
en það er augljóst að sú upphæð er
aðeins brot af heUdarkostnaðinum.
Það hefur fengist upplýst að Orku-
veita Reykjavíkur hafi staðið
undir kostnaði við flugelda,
4,3 mUljónir án virðisauka-
skatts. Með þeirri viðbót er
kostnaðurinn 7,5 mUljónir
króna. Hvað aðrar stofhanir
og fyrirtæki borgarinnar
varðar um kostnað vegna
Menningamætur þá bíður
það svars. Þar sem R-listinn
hefur aðeins áætlað 3,2 mUlj-
ónir króna í fjárhagsáætlun
sinni fyrir Menningarnótt er augljóst
að um mikla framúrkeyrslu er að
ræða. Ef menn vUja taka mark á fjár-
hagsáætlun R-listans þá hlýtur Menn-
ingamótt að teljast mjög dýr.“
Jóna Gróa
Siguróardóttir
borgarfulltrúi
„Eitt af því sem
mér hefur fundist
borgarbúar vera
algjörlega sam-
mála um og
hlakka tU er hin árlega
Menningamótt.
Tugþúsundir hafa glaðst í
borginni sinni og notið þess
að vera tU og ég hef enn þá
engan hitt sem séð hefur eftir
þeim sáralitlu fjármunum
sem tU þessa hefur verið var-
ið - raimar engan hitt sem hefur velt
því fyrir sér.
Fyrirspum minnihlutans er, eins
og svo margt annað úr þeim herbúð-
um, algjörlega úr takt við
hinn almenna borgarbúa og
ég er hissa á honum að vera
að argast út í þessar gleði-
stundir íbúa Reykjavíkur.
Fær ekkert að vera í friði fyr-
ir þessu fólki?“
Sjálfstæöismenn i
vegna hennar.
borgarstjórn Reykjavíkur hafa gagnrýnt R-llstann vegna kostnaöar vlö Menningarnóttina og óskaö eftir sundurliöun á reikningum
+
Ummæli
Samskiptin við Kínverja
„Blaðamenn Dagblaðs alþýðunnar og
Morgunblaðsins sitja hlið við hlið í ör-
uggu skjóli öryggisvarða. ÓþægUegar
spumingar eru barðar niður... Því mið-
ur getur kurteisi breyst í undirlægju-
hátt og ljóst er að íslensk stjómvöld
hafa einhvers staðar farið út af sporinu
í samskiptum við Kínverja. Misheppnuð
heimsókn Li Pengs er kórónuð með því
að bjóða Jiang Zemin, forseta Kína, tU
landsins. Þannig er tryggt, að sirkusinn
mun halda áfram.“
Siguröur Már Jónsson blm. 1
Viöskiptablaöinu 13. sept.
Er vá án ESB?
Enginn íslenskur
stjómmálaflokkur hef-
ur það á stefnuskrá
sinni, að ísland skuh
gerast aðih að Evrópu-
sambandinu. Hins veg-
ar er stundum látið að
því liggja, að íslending-
ar standi frammi fyrir voðalegri vá í
framtíðinni vegna þess að Evrópa geti
þróast á þann veg, að okkur sé hætta
búin af framvindu mála þar. Minnir
þetta dálítið á óttann, sem hefur lengi
blundað í vitund þjóðarinnar, að tU þess
kunni að koma, að við glötum tungu
okkar, eða jafnvel aUir íslendingar
ákveði að yfirgefa ættjörð sína og velja
sér geðfeUdari dvalarstað."
Af vefsíöu Björns Bjarnasonar
menntamálaráöherra.
Stóra bomban
„Nú er uppi enn
einn hávaðinn út af
embættisveitingu og er
prófessor í stjómmála-
fræði búinn að gera að
stórri bombu og stað-
hæfir að HaUdór utan-
ríkisráðherra eigi að
biðjast afsökunar eða segja af sér... er
stóra bomban kannski sú, að umboðs-
maður (alþingis) þekki ekki verksvið
sitt og að stjórnmálafræðingurinn leggi
út af heimatUbúnum texta og að tU sé
stjórn Flugstöðvarinnar hf. og hver á þá
hlutabréfin?"
Oddur Ólafsson blm. í Degi 13.sept.
Rauntekjur af mjólk
„Matvara er með 23,9% álagningu
(meðalálagning hjá Baugi) og kostar það
sama og mjólk. TU að gera dæmið ein-
falt skulum við segja að tekjur fyrirtæk-
isins séu 23,9 kr. af sölu á þessari mat-
vöru. Álagningin fyrir mjólkina er
lægri (13,6%) en veltuhraðinn þrefalt
meiri. Hver fema skUar í þessu dæmi
14,9 kr. í tekjur og því eru hefldartekjur
44,7 kr. (14,9 x 3). í dæminu eru raun-
tekjurnar 20,8 kr. hærri af mjólkursöl-
unni en af matvöranni með hærri
álagninguna."
Snorri Sigurðsson, framkv.stj. Lands-
sambands kúabænda, í Mbl. 13. sept.
Handhafar
sannleikans
Mönnum hefur tekist Ula
að meðhöndla sannleikann
í tímans rás. Strlð hafa
geisað og trúardeUur hafa
sundrað þjóðum, aUt í nafni
trúar og sannleikans.
„Sannleikurinn er tU, en
aðeins lygar eru fundnar
upp“ (G. Braque). Nýlega
kom upp klofningur í trúar-
hópnum Krossinum og leið-
togar voru spurðir um
ástæður. „Viö fylgjum
sannleikanmn," sagði séra
Gunnar.
Nýlega var gefin út bókin „Hið
sanna ástand heimsins“ eftir hálf-
fertugan Dana og tölfræðing, Björn
Lomborg (BL). Hann telur ástand
heimsins vera mun betra en viðtekn-
ar skoðanir fólks bendi tU. „Jörðin
er sannast sagna betri staður að búa
á þegar við skUum henni af okkur
heldur en þegar við tókum við
henni.“ - „Það gengur betur og betur
á öUum mælanlegum sviðum mann-
kynsins."
Já, gott ef satt er. TitUl bókarinn-
ar bendir tU þess höfundur sé að
storka öfgafuUum umhverfissinnum
eða sjálfur haldinn bráðauppljómun
eða tölfræðivímu; hann vitnar
reyndar sjálfur i B. Disraeli: „TU eru
lygi, bölvuð lygi og tölfræði." Engin
tölfræði hefði getað spáð 1960 fyrir
um að ný ey risi úr sjó og að gos yrði
í Heimaey. Eitt sinn var reiknaö út
að ekki yrði hægt að aka hestvögn-
um í London um 1900 vegna hrossa-
skíts; þá kom bUlinn og hrossaskitur
hvarf.
súrt regn valdi þessu ekki.
Annars eyðast skógar í
flestum löndum hitabeltis-
ins og sums staðar mjög
hratt. BL segir að regnskóg-
ar Amazon hafi rýmað að-
eins um 13% af manna völd-
um; gott og vel, en sá skóg-
ur er sá stærsti i heimi, en
annars staðar er þróun aUt
önnur; á Bomeo um 3,6% á
ári. Regnskógar í Mið-Am-
eríku hafa rýmað um ca
70% sl. 50 ár. Pólitískár get-
gátur BL um það hvað eigi
að gera tU að sporna gegn frekari
eyðingu eru léttvægar.
Matur og munnar
Um matvælaframleiðslu og sult
fjaUar BL yfirlætislega og slær fram
tölum um framleiðni í heiminum öU-
um. í raun eru þau svæði sem eru
nálægt stærstu eyðimörkunum að
eyðast og breytir það litlu í fram-
leiðnireikningum; aUir vita að fram-
leiðni í hinum „þróaða heimi" hefur
farið vaxandi, en það gerist m.a. með
mikUli einræktun, áburðamotkun
Dr. Jönas
Bjarnason
efnaverkfræöingur
og pláguvörnum; afleiðingar þessa
sér enginn.
Fiskveiði hefur farið minnkandi
að undanfórnu en BL telur að fisk-
rækt vegi það upp og gott betur, enn
þekkingarskortur. Stærstur hluti
eldisfisks er annaðhvort dýraætur
(lax, sUungar, rækja) eða alætur,
sem þurfa mikiö prótín, m.ö.o. fisk-
mjöl eða gæöaprótín; helmingur aUs
fiskmjöls fer nú i fiskrækt; ekki dug-
ar að framlengja þessa þróun.
Umrædd bók er gott innlegg sem
framtíðarspámenn og umhverfisvin-
ir eiga að lesa. Alvarlegustu vanda-
mál mannkyns eru rýrnun ræktun-
arlands, fólksfjölgun í þróunarlönd-
um, vatnsskortur, þrávirk efni í
náttúrinni, ozoneyðing, gróðurhúsa-
áhrif af manna völdum og hugsanleg
flýting á komu jökulskeiðs; þessi
vandamál verða ekki leyst með töl-
fræði því þau eru ný og engin for-
saga er tU. - BL er í hópi mjög
margra bjartsýnismanna sem leitast
við að framlengja sýnUega þróun í
jákvæða átt i andstöðu við dóms-
dagsspámenn.
Dr. Jónas Bjamason
Um eyðingu skóga
BL er sigri hrósandi yfir því að
hafa sýnt fram á að súrt regn valdi
ekki lauffaUi ýmissa trjáa t.a.m. í
Suður-Þýskalandi heldur verk-
smiðjureykur. Skógarvöxtur í Evr-
ópu er ekki vandamál, plantað er út
trjám í staðinn fyrir felld tré.
Brennsla eldsneytis sem inniheldur
brennistein er skýring á brennistein-
stvíoxíði (bto) í lofti. BL fuUyrðir í
bók sinni að mengun stórborga stafi
ekki af súru regni. Hér sýnir BL van-
þekkingu sína en eyðing marmara
og kalsítsteins í byggingum og lista-
verkum er víða mikU; bto breytir
kalksteini í gifs sem molnar niður. í
mörgum stærstu borgum heims fær
fólk í vaxandi mæli ertingu í öndun-
arfærin; hún stafar af ýmsum efnum
og þar á meðal bto; ekki er hægt að
snúa út úr þessu með því að segja að
„Engin tölfræði hefði getað spáð 1960 fyrir um að ný
ey risi úr sjó og að gos yrði í Heimaey. Eitt sinn var
reiknað út að ekki yrði hœgt að aka hestvögnum í
London um 1900 vegna hrossaskíts; þá kom bíllinn og
hrossaskítur hvarf.