Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Page 22
1
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
*
Ættfræði__________________________________
Jmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
30 ára_________________________________
3óel Kristjánsdóttir,
-tirkjuhvoli, Hvolsvelli.
iigmundur Bjarnason,
lólvangi, Hafnarfiröi.
35 ára_________________________________
lón Gíslason,
rjólugötu 14, Akureyri.
80 ára_________________________________ I
lóhannes Bjarnason,
lólmgaröi 25, Reykjavík.
10 ára_________________________________ |
lón Vtöir Hallason,
trskógum 17, Egilsstööum.
3álína Halldórsdóttir,
Srundarbraut 28, Ólafsvík.
Siguröur Pálsson,
Laufskógum 31, Hverageröi.
fryggvi Gestsson,
Kringlumýri 29, Akureyri.
SO ára_________________________________
ión K. Guðbergsson,
forstööumaöur Götusmiöjunnar,
Máshólum 6, Reykjavík.
Hann veröur aö heiman.
Eggert Ólafsson,
Bergöldu 4, Hellu.
Magnús H. Pétursson,
Pýskalandi.
Oddný S. Gestsdóttir,
Skógarlundi 2, Garðabæ.
Stefán Grímur Oigeirsson,
Nesvegi 100, Seltjarnarnesi.
55 ára ________________________________
KUl Anna Vilhjálmsdóttir
söngkona,
■ Fannarfelli 12, Reykjavík,
T ~ Hún tekur á móti
* ^ -=* fl ættingjum, vinum og
^ " tfl samstarfsfélögum í
Næturgalanum,
Smiöjuvegi 14, Kópavogi, föstud. 15.9.
milli kl. 21.00 og 23.00.
50 ára_________________________________
Agnes Arthúrsdóttir,
Eskiholti 16, Garöabæ.
Anni Guöný Haugen,
Rafstöövarvegi 31, Reykjavík.
Friörik Sigfússon,
Ægisgötu 19, Dalvík.
Guöbergur Sigurpálsson,
8lesugróf 38, Reykjavík.
Hrefna Magdalena Stefánsdóttir,
Boðagranda 3, Reykjavík.
Hróömar Helgason,
Logafold 25, Reykjavík.
Margrét Sæunn Hannesdóttir,
Traöarlandi 13, Bolungarvík.
Svava Svavarsdóttir,
Raftahlíö 13, Sauðárkróki.
40 ára_________________________________
Edda Nína Heide,
Langholtsvegi 51, Reykjavík.
Elín Hekla Klemenzdóttir,
Arahólum 2, Reykjavík.
Guöbjörg Stefánsdóttir,
Stuölaseli 29, Reykjavík.
Halla Bergsteinsdóttir,
Garöarsbraut 81, Húsavík.
Hermann Þórisson,
Faxatröö 3, Egilsstöðum.
Jófríöur Hauksdóttir,
Rósarima 1, Reykjavík.
Laura Hildur Jakobsdóttir,
Túngötu 7, Bessastaðahreppi.
Sigrún Björg Bragadóttir,
Hraunbæ 93, Reykjavík.
Smáauglýsingar
irísir.is
Andlát
Þórey D. Brynjólfsdóttir, áöur til heimilis
I Kriuhólum 4, lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ mánud. 11.9.
Bergur Tómasson, fýrrv. borgarendur-
skoðandi, andaöist á Landspítalanum í
Fossvogi þriöjud. 12.9.
Kristján Björnsson, löggiltur fasteigna-
sali, Langholtsvegi 186, Reykjavík, lést
á gjörgæsludeild Landspítalans, Foss-
vogi, sunnud. 10.9.
Kristín Evlalía Þorkelsdóttir, Eyjabakka
22, Reykjavík, andaöist á heimili sínu
mánud. 11.9.
Ingi Lövdai, fyrrv. loftskeytamaöur, til
heimilis í Hraunbæ 198, Reykjavík, lést
þriöjud. 5.9. Jarðarförin hefur fariö fram
í kyrrþey aö ósk hins látna.
Jón Sigurgeirsson frá Helluvaöi lést á
hjúkrunarheimilinu Seli mánud. 11.9.
DV
SJötugur
Skúli Þórðarson
fyrrv. formaður Verkalýðsfélags Akraness
Skúli Þóröarson, fyrrv. formaöur Verkalýösfélags Akraness
Skúli var um árabil í fyikingarbrjósti verkalýöshreyfingarinnar á Akranesi.
Skúli Þórðarson, fyrrv. formaður
Verkalýðsfélags Akraness og fyrrv.
forstöðumaður Lífeyrissjóðs Vestur-
lands, Vallarbraut 15, Akranesi, er
sjötugur í dag.
Starfsferill
Skúli fæddist á Akranesi og hefur
búið þar alla tíð. Hann lauk gagn-
fræðaprófi á Akranesi.
Skúli stundaði sjómennsku og
verkamannavinnu, m.a. hjá Sem-
entsverksmiðju ríkisins en hann
vann við byggingu hennar frá 1954
og síðan við pökkun og útskipun
þar.
Skúli gekk fjórtán ára í verka-
mannadeild Verkalýðsfélags Akra-
ness, átján ára í sjómannadeildina,
varð ritari hennar, síðan ritari fé-
lagsins, var formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness 1967-80, starfsmaður
félagsins og Lífeyrissjóðs Vestur-
lands frá 1970 en sjóðnum veitti
hann forstöðu til 1989 er hann dró
úr vinnu af heilsufarsástæðum þó
hann starfaði þar til 1995.
Skúli sat í stjóm starfsmannafé-
lags Sementsverksmiðjunnar um
árabil, í sambandsstjóm ASÍ og
stjórn Verkamannasambandsins
um nokkurra ára skeið, í stjóm
Sambands almennra lífeyrissjóða,
SAL, sat í samninganefndum fyrir
ASÍ og Verkalýðsfélag Akraness um
árabil, sat í Sjómannadagsráði og
hafnarnefnd í mörg ár, var varabæj-
arfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á
Akranesi og i framboði fyrir Al-
þýðuflokkinn í alþingiskosningun-
um 1974.
Skúli er mikill áhugamaður um
bridge og spilaði m.a. á íslandsmóti
og er mikill skákáhugamaður. Hann
hefur verið formaður Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra á Akranesi og
nágrenni, frá 1990 og situr í nefnd
Félags eldri borgara á Akranesi og
nágrennis frá 1995.
FJölskylda
Skúli kvæntist 21.7. 1956 fyrri
konu sinn, Sjöfn Geirdal
Bragadóttur, f. 2.3. 1935, húsmóður,
dóttur Braga Geirdal bónda og
Helgu Pálsdóttur fiskverkunarkonu.
Skúli og Sjöfn skildu.
Fimmtugur
Skúli kvæntist 29.12. 1973 síðari
konu sinni, Soffiu Alfreösdóttur, f.
16.7. 1931, d. 7.7. 1991, meðferöarfull-
trúa. Foreldrar hennar voru Petra
Þórðardóttir húsmóðir og Alfreð
Magnússon sjómaður.
Böm Skúla og Sjafnar eru Bragi,
f. 28.8. 1957, sjúkrahúsprestur á
Landspítalanum, búsettur í Reykja-
vik, kvæntur Önnu Þ. Kristbjöms-
dóttur leikskólakennara og er dóttir
þeirra Hafdís Anna, f. 22.4. 1986, en
stjúpböm Braga eru Sigríður Birna
Bragadóttir (ættleidd), f. 1.1. 1970,
félagsráðgjafi, og Ámundi Steinar
Ámundason, f. 4.3. 1975, nemi í
Reykjavík, en unnusta hans er
lírafnhildur Vala Grímsdóttir; Sig-
ríður, f. 21.11. 1958, d. 13.2. 1959;
Hrafnhildur, f. 27.6. 1960,
viðskiptafræðingur og er dóttir
hennar frá því áður Sara Skúlína
Jónsdóttir, f. 22.4. 1982, en maður
Hrafnhildar er Ólafur
Guðmundsson og sonur þeirra er
Arnar, f. 3.8. 1995;Hafdís, f. 6.10.
1962, hjúkrunarfræðingur á Akur-
eyri, gift Magnúsi Ámasyni trésmið
og eru böm þeirra Skúli Bragi, f.
25.9. 1992, og Árni Þórður, f. 3.1.
1996.
Systkini Skúla: Kristbjörg Þórð-
ardóttir, f. 12.8. 1927, sjúkraliði, gift
Hilmari Njáli Þórarinssyni verka-
manni en böm þeirra eru Þórður
Hafsteinn og Valgerður; Bragi Þórð-
arson, f. 24.6. 1933, bókaútgefandi,
kvæntur Elínu Þorvaldsdóttur
skrifstofumanni og húsmóður, og
eru böm þeirra Þorvaldur og Bryn-
dís; Birgir Þórðarson, f. 30.9. 1939,
verslunarstjóri, kvæntur Ásu Gúst-
afsdóttur verslunarmanni og eru
dætur þeira Guðrún og Sigríður
Ragna.
Foreldrar Skúla voru Þórður Ás-
mtmdsson, f. 8.1. 1899, d. 21.3. 1971,
verkamaður á Akranesi, og kona
hans, Sigríður Hallsdóttir, f. 23.10.
1898, d. 12.12. 1982, húsmóðir.
Ætt
Þórður var sonur Ásmundar, b. í
Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi,
Þorlákssonar, b. á Ósi, Ásmunds-
sonar, b. á Ósi, Þorlákssonar. Móðir
Ásmundar á Ósi var Ragnheiður
Beinteinsdóttir, lrm. á Breiðaból-
stað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í
Hólum, Bergssonar, ættföður Bergs-
ættar, Sturlaugssonar. Móðir Ás-
mundar í Fellsaxlarkoti var Guðríð-
ur Ólafsdóttir, b. á Hofsstöðum i
Hálsasveit, Bergþórssonar, Árna-
sonar.
Móðir Þórðar á Akranesi var
Kristbjörg Þórðardóttir, b. á Heggs-
stöðum i Andakíl, Magnússonar, b.
þar, Magnússonar. Móðir Krist-
bjargar var Sigurbjörg Gísladóttir,
b. á Hóli í Norðurárdal, bróður Guð-
mundar á Sámsstöðum, afa Jóns,
skálds á Háreksstöðum, langafa Þór-
arins Tyrfingssonar yfirlæknis og
Pálma Gíslasonar. Ánnar bróðir
Gísla var Sigurður, b. á Háafelli í
Hvítársiðu, afi Jóns Helgasonar,
skálds og prófessors, og langafi Guð-
jóns B. Baldvinssonar, formanns
BSRB. Gísli var sonur Guðmundar,
b. á Háafelli, Hjálmarssonar og
Helgu Jónsdóttur, ættforeldra Háa-
fellsættarinnar.
Sigríður, móðir Skúla, var dóttir
Halls, b. á Stóra-Fljóti í Biskups-
tungum, Guðmundssonar, b. á
Torfastöðum, Jónssonar, b. á
Tungufelli, Sveinbjömssonar. Móð-
ir Guðmundar var Guðrún Guö-
mundsdóttir, b. í Hellisholtum,
Ólafssonar. Móðir Halls var Jó-
hanna, systir Jóns, langafa Ólafs
Skúlasonar biskups. Jóhanna var
dóttir Jóns, b. á Kópsvatni, Einars-
sonar, b. í Berghyl, Jónssonar, b. í
Skipholti, Jónssonar, bróður Fjalla-
Eyvindar.
Móðir Sigríðar var Sigríður, syst-
ir Helgu, ömmu Ólafs Skúlasonar
biskups. Sigríður var einnig systir
Önnu, ömmu Jóns Skúlasonar póst-
og símamálastjóra. Sigríöur var
dóttir Skúla, alþm. á Berghyl, bróð-
ur Jósefs, langafa Ólafs Isleifssonar
hagfræðings. Skúli var sonur Þor-
varðar, b. í Miðdal og víðar, Jóns-
sonar, pr. á Breiðabólstað í Vestur-
hópi, Þorvarðarsonar.
Sigurður Gunnar Ólafsson, skrif-
stofu- og fjármálastjóri Rafveitu
Hafnarfjarðar, Hamragarði 10,
Keflavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Sigurður Gunnar fæddist í
Reykjavík en ólst upp á Akranesi.
Hann stundaði nám við VÍ frá 1966,
lauk stúdentsprófi 1972, stundaði
nám í viðskiptafræði við HÍ og lauk
þaðan viðskiptafræðiprófum 1977.
Sigurður Gunnar var bæjarritari
í Njarðvík 1977-88, fjármálastjóri
hjá Malarnámi Njarðvíkur 1988-99
og hefur verið skrifstofu- og fjár-
málastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarð-
ar frá því í ársbyrjun 2000.
Fjölskylda
Sigurður Gunnar kvæntist 22.5.
1976 Lilju Björk Sigurðardóttur, f.
24.7.1951, hárgreiðslumeistara. Hún
er dóttir Sigurðar Jóhanns Guð-
mundssonar bifreiðarstjóra og Sig-
rúnar Hannesdóttur, húsmóður í
Keflavík.
Synir Sigurðar Gunnars og Lilju
Bjarkar eru Ólafur Ágúst Sigurðs-
son, f. 18.1.1976, vélstjóri en sambýl-
iskona hans er Ragnheiður Sif
Gunnarsdóttir, f. 31.5.1978, nemi og
er dóttir þeirra Lilja Björk, f. 11.9.
1999, en dóttir Ólafs og Bjameyjar
Rutar Jensdóttur er Ólöf Björk, f.
15.3. 1995; Guðni Sigurbjörn Sig-
urðsson, f. 25.5. 1982, nemi.
Systkini Sigurðar Gunnars eru
Elías Viktor, f. 26.3.
1952, viðskiptafræð-
ingur og atvinnu-
rekandi í Seattle í
Bandaríkjunum;
Friðrik, f. 24.7.1953,
verkfræðingur í
Reykjavík; Ólína, f.
12.11. 1959, starfs-
maður hjá stéttarfé-
laginu Eflingu.
Foreldrar Sigurð-
ar Gunnars eru
Ólafur Jafet Elías-
son, f. 27.11. 1925, netagerðarmeist-
ari á Akranesi og síðar í Reykjavik,
og Jóna Ágústa Viktorsdóttir, f. 8.6.
1924, húsmóðir á Akranesi og síðar
í Reykjavík.
Ætt
Ólafur Jafet er sonur
Elíasar Benediktssonar,
skipstjóra og netagerð-
armanns á Akranesi, og
k.h., Ólínu Ólafsdóttur
húsmóður.
Jóna Ágústa er dóttir
Viktors Björnssonar,
verkstjóra á Akranesi
og síðar búsettur í
Garðabæ, og k.h., Frið-
meyjar Jónsdóttur hús-
móður.
Sigurður Gunnar tekur á móti
gestum í Félagsheimili Karlakórs
Keflavíkur, Vesturbraut 17, Kefla-
vík, laugard. 16.9. kl. 17.00-20.00.
Sigurður Gunnar Ólafsson
skrifstofu- og fjármálastjóri Rafveitu Hafnarfjaröar
Merkir Islendingar
Brynjólfur biskup Sveinsson fæddist 14.
september 1605, sonur Sveins Símonar-
sonar, prests í Holti í Öndundarfirði, og
k.h., Ragnheiðar, dóttur Staðarhóls-Páls.
Brynjólfur er einn þekktasti biskup
íslandssögunnar. Hann settist tólf ára I
Skálholtsskóla, stundaði nám við
Kaupmannahafnarháskóla með lof-
samlegum vitnisburði, var konrektor
Latinuskólans í Hróarskeldu 1632-38,
og varð magister í heimspeki 1633.
Brynjólfur var kjörinn biskup í Skál-
holti 1638, vígður 1639 og gegndi embætt-
inu til 1674. Hann var mikill skörungur
á biskupsstóli, kom skikkan á allt eftirlit
með prestþjónustu, kirkjum og kirkjueign-
um, kom á árlegri prestastefnu á Þingvöllum
Brynjólfur Sveinsson
um þingtímann, sá til að ákvæðum um
prestskosningar væri fylgt út í æsar, vann
að málefnum uppgjafa-presta og kom á
prestadómi. Þá lét hann reisa veglega
dómkirkju í Skálholti 1947-50 en hún
stóð til 1802. Auk þess kom hann í veg
fyrir að herskipaskattur væri lagður á
þjóðina, beitti sér íyrir stofnun fjög-
urra holdsveikraspítala og var helsti
málsvari Islendinga við erfðahylling-
una í Kópavogi 1662. Hann var heim-
spekilega menntaður, andsnúinn
galdrafárinu og reyndi að lægja refsi-
gleðina sem því fylgdi. Hann lést 1675.
íslensk alþýða hefur þó löngum haft
meiri áhuga á Ragnheiði, dóttur Brynjólfs,
og ástamálum hennar og Daða Halldórssonar.
JBMHTOIfí 551
Gyöa Þorbjörg Jónsdóttir frá Kleifárvöll-
um, Vesturgötu 22, Reykjavík, veröur
jarösungin föstud. 15.9. kl. 13.30 frá
Hafnarfjaröarkirkju.
Jóhannes Pétursson kennari, frá Reykj-
arfirði, Hraunbæ 77, Reykjavík, veröur
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtud. 14.9. kl. 13.30.
Ámi Sigurður Árnason frá Akranesi,
Hlíöarási 8, Mosfellsbæ, verðurjarð-
sunginn frá Akraneskirkju fimmtud.
14.9. kl. 14.00.
Guðmundur Rúnar Bjarnleifsson, Rauf-
arseli 9, veröur jarösunginn frá Bústaöa-
kirkju fimmtud. 14.9. kl. 13.30.
Eyvindur Árni Árnason, áöur Grímsstöö-
um, Grímsstaöaholti, veröur jarösunginn
frá Neskirkju fimmtud. 14.9. kl. 13.30.