Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 5
21
______ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Ragnhildur Óskarsdóttir - Róska
Haldin veröur sýning á verkum hennar í Nýlistasafninu í október.
Róska var mjög pólitísk í sinni list og bera máiverk hennar og kvikmyndir
því glöggt vitni.
Brothætt
list
Rósku
Fjórtánda október verður opnuð sýn-
ing í Nýlistasafoinu á verkum listakon-
unnar Rósku sem lést fyrir aldur fram
árið 1996. Ráðgert er að einnig komi út
bók hjá Máli og menningu um ævi og
störf Rósku - bók sem ef til vill mætti
kalla veglega sýningarskrá. Hjálmar
Sveinsson er sýningarstjóri og ritstjóri
bókarinnar en auk hans hafa setið í undir-
búningsnefhd Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Borghildur Óskarsdóttir og Bima Þórðar-
dóttir.
Hjálmar segir í samtali við Menningar-
blað að sýningin hafi verið lengi í bígerð.
„Rósku hafði verið boðið að halda yfir-
litssýningu í Nýlistasafhinu árið 1996 og
var að öllum líkindum að undirbúa hana
þegar hún lést snögglega. Tveimur vikum
áður hafði hún flutt súrrealískan gjöming
í safhinu sem mörgum er enn í fersku
minni.“
Hjálmar, fjölskylda Rósku og stjóm
Nýlistasafnsins fóru að ræða sýninguna
eftir dauða listakonunnar og sótt var um
styrk til menningarborgarinnar til þess að
hún mætti verða að veruleika. Styrkurinn
fékkst og þá hófst vinnan við sýninguna.
Verk notuð sem
gluggahlerar
„Vinnan hefur verið fólgin í því að
leita uppi verk Rósku,“ segir Hjálmar.
„Þau liggja víðs vegar um heiminn og við
höfum m.a. þurft að senda mann tvisvar
til Rómar þeirra erinda að safha þeim
saman. Mörg verkanna lágu líka undir
skemmdum og höföu til dæmis verið not-
uð sem gluggahlerar á einum stað hér á
landi. Nú hefur þeim verið bjargað."
Hjálmar segir að nú hafi tekist að safna
heilmörgum verkum: málverkum, ljós-
myndum og kvikmyndum og sýningin
því griðarlega fjölbreytt. Einnig verði á
sýningunni hin frægu pólitísku vegg-
spjöld sem Róska gerði m.a. fýrir Æsku-
lýðsfylkinguna, það verði endurgerðir
pólitískir skúlptúrar og komið upp póli-
tísku kaffihúsi í ítölskum stíl.
„Róska tilheyrði þeirri kynslóð lista-
manna sem vildi afmá mörkin á milli lífs
og listar og við reynum að vera þeirri
hugsun trú,“ segir Hjálmar. „Annars hef-
ur Róska verið ótrúlega afkastamikill og
magnaður listamaður. Hún tók þátt í
mörgum af stórviðburðum sögunnar og
sem dæmi um það má nefna stúdentaó-
eirðimar á Spáni og tengsl hennar við
Rauðu herdeildimar. Þetta speglaðist
vitaskuld í hennar list.“ Hjálmar segir enn
fremur að hann haldi því fram að Róska
hafi árið 1969 gert einn fyrsta femíníska
gjöminginn, þó að sjálf hafi hún ekki lit-
ið á sig sem femínista. Listakonan um-
breytti þá þvottavé! í eldflaugapall á
Skólavörðuholtinu.
Pólitík og póetík
Róska var einnig þekkt sem kvik-
myndagerðarmaður og muna eflaust
margir eftir kvikmyndinni Sóley sem
hún gerði ásamt félaga sínum Manrico.
í tengslum við sýninguna í Nýló verða
haldin kvikmyndakvöid og meðal ann-
ars frumsýnd kvikmynd sem Róska lék
sjálf aðalhlutverkið í; Ómöguleiki þess
að sviðsetja Elektru, sem gerð var
1969, og enn fremur átta heimildarþætt-
ir um Island sem Róska og Manrico
gerðu fyrir spænska sjónvarpið en feng-
ust aldrei sýndir hér á landi. Einnig
verður haldið málþing um pólitíska list.
Þegar Hjálmar er beðinn að lýsa
Rósku sem listamanni koma orðin póli-
tík og póetik strax upp í huga hans.
„Þau hugtök eru sterk í hennar verkum
þar sem pólitíkin í list Rósku hafði
alltaf skáldlega vídd. Hún var var brot-
hætt sál og málverkin hennar eru ex-
pressjónísk og bera vott um við-
kvæmni. Það er líka eins og þær fígúrur
sem hún teiknaði séu alltaf að falla.
Lífshlaup Rósku var heldur ekki neinn
dans á rósum og við reynum að taka á
því á heiðarlegan máta í sýningunni."
-þhs
Síðasti bærinn á
myndband
íslensk böm geta farið að hlakka til því
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og
Háðvör ætlar að gefa Síðasta bæinn í
dalnum út á myndbandi fyrir jólin. Sýn-
ingin var afar vinsæl á sínum tíma enda
einstaklega hugmyndarik og skemmtileg -
og frábær brella að gera leiksýningu upp
úr bíómynd! Gleymum við nokkurn tima
þegar kistan flaug upp af sviðinu?
Hermóður og Háðvör æfa nú af kappi
Vitleysingana, nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk
Símonarson sem verður á hátiðinni Á
mörkunum i október. Samhliða því eru
þau skötuhjú svo að vinna að leikgerð að
Grettissögu og munu æfíngar hefjast eftir
áramót. Kannski fara þau jafhvel á nám-
skeið hjá Jóni Böðvarssyni um Grettis-
sögu hjá Endurmcnntunarstofnun - það
hefst mánudaginn 2. október!
Að sjá dögg á vatni
Þorvaldur Þor-
steinsson mynd-
listarmaður og
rithöfundur verður
með námskeið fyrir
almenning við Opna
Listaháskólann í
Skipholti 1 sem hann
kallar „Að sjá dögg á
vatni“ (eða listin að
sýna það augljósa. Það hefst 24. október
og fjallar um nokkra helstu strauma i
samtímalist. Einkum ætlar Þorvaldur að
dvelja við afstöðu og efhistök listamanna
sem ganga út ffá því að hversdagsleikinn
og klisjan sé mesta undrið. Einfaldar
tilraunir verða gerðar með myndbönd,
hljóð og gjöminga.
STULKAN IVITANUM
eftir Porkel Sigurbjörnsson
við texta eftir Böðvar Guðmundsson
Opera fynr börn 9 ara og eldri
Hljómsveitarstjóri: Þorkell Sigurbjörnsson
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
.
Samstarfsverkefni Islensku óperunnar,
Tónmenntaskóla Reykjavíkur,
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur
og Reykjavíkur, menningarborgar 2000
Frumsýmng 15. október 2000
REYKiAVfK
■*■<>*><
*■“ >•“
OPERAN
PPFÆRSLUR
h € rr>e
La Bohéme
eftir Giacomo Puccini
við texta eftir Giuseppe Giacosa og Luigi lllica
Frumsýning um miðjan febrúar 2001
~ÍSLENSKA ÓPERAN
Miðapantanir 511 4200