Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 13
Það er ekki mjög langt síðan hljómsveitin Mansun var heilmikið í umræðunni og það af góðu einu. Þessi sveit, sem varð til sumarið 1995, átti einhverja lygilegustu byrjun sem um getur þegar 4ra laga demósnælda varð til þess að útgáfur hófu stríð um bandið áður en það hafði svo mikíð sem spilað á tónleik- um. Þriðja plata sveitarinnar, Little Kix, var að koma í verslanir og af því tilefni skoðaði Kristján Már Ólafsson sögu hennar. Að duga eða drcpasf fýrir Mansun Meðlimir Mansun eru fjórir tals- ins, Paul Edward Draper semur megnið af lögunum, syngur og spil- ar á gítar, Dominic Chad leikur á gitar, Stove King sér um bassann og Andie Rathbone trommumar. Strengjabrúðumar eru upprunnar í Liverpool en enduðu i smáborg- inni Chester sem er ögn norðan við fæðingarstaðinn. Þar vann Domin- ic á pöbbnum Fat Cat en hinir tveir störfuðu mestmegnis við að drekka á sama stað. Einhvern daginn ákváðu þeir að stofna hljóm- sveit til að drepa tímann og létu ekki sitja við orðin tóm. Það er ekki það sem þú getur... Piltamir viðurkenna fúslega að hafa lítið kunnað fyrir sér þegar lagt var af stað. Draper hafði jú spilað á gítar og samið lög frá ellefu ára aldri en hafði lít- ið verið í hljómsveitum. Chad spilaði eitthvað á gítar í skóla- hljómsveit og var þar með tals- vert betur settur en King sem keypti sér bassa daginn eftir að þeir stofnuðu bandið og byrjaði að kroppa. Hann reyndist þrautseigari námsmaður en Stu Sutcliffe... Þeir notuðust í fyrstu við trommuheila en urðu snemma varir við takmarkanir og hófu að skima eftir trommara. Andie Rathbone var þá að tromma í einhverju pöbbabandi og eftir að hafa séð hann spiia voru félagamir sann- færðir um að hann væri þeirra mað- ur. Gallinn var bara sá að hann hafði enga lyst á að ganga i bandið þar sem hann hélt að það væri að spila eitthvert „Brit-popp rusl.“ Demó sem piltarnir hentu í hann viku seinna dugði til að fá hann, og marga fleiri, á þeirra band. Örlagademóið Hið margfræga demó var tekið upp á einum degi með dyggri aðstoð Roland-trommúheila. Þeir voru hins vegar svo ósáttir við það að þeir leyfðu engum að heyra. Þar kom svo dag einn þegar þeir voru að æfa að fulltrúi hljómplötufyrirtækis, sem hafði komið frá London til að tékka á öðru bandi í húsinu, rann á hljóðið og heillaðist. Hann fór að spyrja um demóið og þeir sögðust vera á leiðinni með að gera eitthvað betra. Á endanum plat- aði hann þó út úr þeim spóluna. Þegar spólan komst til London varð hreinlega allt vitlaust og full- trúar hljómplötufyrirtækja hlupu upp til handa og fóta að reyna að landa drengjunum. Eitthvað kvisað- ist til Bandaríkjanna og menn þaðan fóru lika að hnusa af þeim og reyna að ginna á sitt band. Ótal aðilar settu sig í samband og reyndu að semja, bæði á löglegan og ólöglegan hátt, og buðu víst allt milli himins og jarðar: peninga, konur, dóp og svo framvegis. Það ótrúlega er að þeir sögðu nei takk og pressuðu heldur 1000 eintök af vinýl upp á eig- in spýtur. Sú plata innihélt lagið Take it Easy Chicken á báðum hlið- um vegna takmarkaðra fjárráða. Málaferli við Manson Þegar hér var komið sögu þurftu þeir nauðsynlega að finna endanlegt nafn á bandið. Þeir höfðu kaliað sig Grey Lantern (sem átti að hljóma eitthvað líkt Pink Floyd) en breyttu því A Man Called Sun. Það var seinna stytt i Mansun eftir að þeir fréttu af bandi sem kallaðist A Man Called Adam. Á þessi fyrstu 1000 eintök sem hljómsveitin sendi frá sér var hins veg- ar stimplað Manson. Ekki stóð á viðbrögðum frá um- sjónarmönnum Charles Manson-búsins og málaferlum var hótað, en það er önnur saga. Fyrstu eintökin fóru til Johns Peel og Steve Lamaq sem reyndist sterkur leikur. Þeir fríkuðu alveg á þessu ósamningsbundna bandi sem enginn hafði heyrt af. Peel bauð þeim strax að koma og taka session en Lamaq valdi lagið smáskífu vik- unnar tvisvar. Restin af upplaginu gufaði fljótlega upp í búðum. í kjöl- farið fylgdu tónleikaferðir með The Charlatans og Suede og ein smá- skífa til á eigin vegum áður en þeir skrifuðu undir samning hjá Parlophone. Sigrar og ósigrar Fyrsti ávöxtim þessa samstarfs var Attack of the Grey Lantem og innihélt eins og fjóra topp tiu smelli - þeirra þekktastur er lík- lega Wide Open Space. Platan þótti hafa visst níunda áratugs yfirbragð og það skemmdi síst fyrir, smellur- inn fyrmefndi náði í gegn á há- skólastöðvunum í Bandaríkjunum og þeir fóru í vel heppnaða for til Japans. Allar dyr virtust standa opnar. Önnur plata sveitarinnar, Six, náði hins vegar engan veginn i gegn. Piltamir misstu sig í ein- hverjar þemapælingar og vitleysu sem fæstum féll í geð. Platan kolféll í sölu og einhver gagnrýnandi sagði að innihaldið væri jafn hryliilegt og umbúðimar sem vora svo sannarlega slæmar. Bandið lognaðist svo sem ekkert út af en þeir voru ekki lengur í uppáhaldi hjá fjölmiðlum. Nú er sem sagt að duga eða drepast, Little Kix er ný- komin i búðir og fróðlegt verður að sjá hvemig henni reiðir af. plötudómar hvaöf fyrir hvern? Vfd9i1~r niðurstaöa ★★ Rytjandi: Robbie Williams piatan: Sing When You're Winning Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: Rúmar 50 mín. (rúmar 20 í leynilagsgrin) ★ ★★★ Rytjandi: Kanada piatan: Kanada Útgefandi: Thule Musik Lengd: 44:26 min. ★★★ Rytjandi: A Perfect Circle piatan: Mer de Noms Útgefandi: Virgin/Skífan Lengd: 44:31 ★ ★★★ Rytjandi: Fink piatan: Fresh Produce Útgefandi: Ntone/Hljómalind Lengd: 56:57 mín. Vondi strákabandsstrákurinn sem fyrir einhverja töfra er orðinn óskabarn Breta. Líklega gerði orösporið það að verkum að hann er einn af fáum sem lifað hafa af umskiptin úr stráka- bandshetju yfir í .fullorðna" popp- stjörnu. Þetta er hans þriðja plata. íslenska partíbandið Kanada ætti að vera flestum kunnugt. Þeir félagar komu fyrst fram í Sirkus Skara Skripó í Loftkastalanum fýrir fjórum árum og hafa verið að sækja í sig veðrið alla tíð sfðan. Þetta er þeirra fyrsta plata. Hliðarverkefni sem Maynard James Keenan, foringi hljómsveitarinnarTool, rekur með Billy nokkrum Howerdel í kringum tónlist þess sfðarnefnda. Þessi frumburður sveitarinnar hefur vakið mikla athygli innan .alternative metal“-geirans í Bandarfkjunum og selst í hinum margfrægu bílförmum. Góð spurning. Það hefur ekki verið gefið upp hver er á bak viö Fink-nafnið en við vitum að hann er frá Bristol, spilaöi í jazz-funk-hljómsveitum og kail- aði sig áður E.V.A. Þetta er fyrsta plata Rnk fyrir Ntone-útgáfuna sem er undir- merki Ninja Tune, ætlað enn þá til- raunakenndari og skrýtnari hlutum en Ninjan sjálf. Pilta og stúlkur á aldrinum 7-13 ára, sem og hvern þann sem hefur gaman af dauðhreinsuðu þoppi. Þó hann sé ekki Islandsvinur númer eitt þá býst ég fastlega við að fjölmargir vilji taka inn þessa mixtúru sem Williams og pródúsentinn Guy Chamþers hrista hér fram úr erminni þriðja sinni. Kanada spilar hugmyndaríka partftón- list sem ætti að höföa til gleðipinna úr öllum þjóöfélagshópum. Þetta sam- bland af húmor og stuöi er rakið í upp- hitunarteitin og eftirpartfin. Aðdáend- ur jafn ólfkra sveita og Brims ogTexas Jesús ættu að geta sameinast í Kanada. Hvern þann sem er forvitin/n um f hvaða áttir rokk í þyngri kantinum er að teygja sig þessa dagana. Hér er allt tekið upp f ProTools og sfðan steikt aðeins til líkt og vinsælt er um þessar mundir. Tool-aðdáendur ættu að kynna sér þennan, þó svo að áherslurnar séu ögn mýkri en þeir eiga að venjast. Þetta er grúví tónlist f anda Ninja Tune. Hún er marg-lagskipt og sfbreyti- leg og hentar þvf aðeins tónlistarleg- um ævintýramönnum. Hér ægir öllu saman: reggí, djass, drum & bass, fönk... Rnk samplar allan fjandann, allt frá David Attenbourgh til Boss Hog. Svo samvaxnir eru þeir Guy og Robbie hvað sköpunina varðar að Hróbjartur hreinlega tileinkar Gæjanum plötuna. Hann segir jafnframt að Guy eigi jafn- mikið f tónlistarmanninum Robbie og hann sjálfur. Það er spurning hvort brúökaupið fer fram f kyrrþey. Platan er að mestu instrúmental en þó eru á henni nokkur vel valin textabrot, t.d. raddir úr kvikmyndunum Kúrekar norðursins og 79 af stöðinni og kokk- teiluppskrift úr gömlum útvarpsþætti. Allt mjög þjóðlegt og skemmtilegt eins og klippimyndin á umslaginu. Til aðgreiningar frá störfum sfnum með hljómsveitinni Tool hefur Mayn- ard gripið til sérstaks ráðs. Hann er að staðaldri sköllóttur en smellir á sig síðri, brúnni kollu þegar A Perfect Circle troða upp. Ninja Tune-útgáfan heldur upp á 10 ára afmæli sitt á árinu. Hún rekur nú 3 undirmerki: Ntone, sem sérhæfir sig f tilraunakenndri raftónlist, Big Dada, sem er hip-hop-merkið þeirra, og Qu- annum, en Ninja Tune tók nýverið við útgáfu á efni Quannum-klíkunnar sem er þekktust fyrir verk DJ Shadow og Blackalicious. Frábær framleiðsla en tilfinningin týnd- ist einhver staðar á leiðinni, Guy fór of margar umferðir meö pússvélinni. Þessi plata verður aldrei jafngóð smá- skffnauppspretta og fýrri afurðir, þrátt fýrir Gloriu Gaynor-sampl og Kylie Minogue-dúett. En fyrir þá sem voru bara að bfða eftir næsta skammti þá dugir þetta. kristján már ólafsson Platan er eins og kokkteill. Innihaldið er betristofu-tónlist, keyrslurokk, raf- tónlist, orgelgrúv og ýmis skringileg- heit. Það sem gerir gæfumuninn hér er flölbreytnin. Það er ekki verið að hjakka f sama farinu heldur láta þeir félagar fmyndunaraflið draga sig á spennandi slóðir. Besta fslenska plat- an á árinu hingað til. trausti júlíusson Þó hér séu gerð tilbrigði við stefið hvað útsetningar varðar þá er Mayn- ard mjög trúr sfnum söngstfl og setur sinn stimpil afgerandi á flest lögin, nettan Tool-fíling. Billy kann Ifka greinilega sitthvað fýrir sér og gerir sitt til að Ijá verkinu eigin karakter. Útkom- an er ffn plata sem fórnar bjögun fýrir dýpt. kristján már ólafsson Þetta er helvíti flott plata. Um leið og hún er fjölbreytt og full af óvæntum hlutum þá er hún Ifka þægilega grúví og göð heild. Fresh Produce stendur undir nafni. Platan er sönn upplifun. Ódýrara og skemmtilegra en mörg önnur ofskynjunarefni. trausti júlíusson 15 september 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.