Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 18
í f ó k u s > * t Litlu barirnlr i Reykjavík eru í fókus nú á haustdögum þegar allir eru orðnir leiðir á því aö þræða stóru krárnar þar sem allir hittast yfir sumartímann. Þegar hausta tekur er fátt eins gott til að flýja kuldann og slepjuna sem haustinu fylgir og að setjast inn á einhvern llt- inn og nettan bar í stað þess að þurfa að standa í röð fyrir utan og jafnvel á barnum. Barir eins og Næsti bar, Dillon og Grand Rokk eru það sem koma skal á næstu misserum, það nennir enginn * w að púkka upp á Glaumbar eöa Amsterdam eöa Vegamót, fólk vill bara setjast inn I rólega stemningu og sleppa við allt kjaftæði. Hér er auðvitað ekki verið að tala um nætur- klúbbana sem eru allt annar handleggur því þangað fer fólk ef það vill þegar góðu börun- um er lokað. Það er einfald- lega allt búið sem snertir þennan milliveg á milli kránna og næturklúbbanna. Gleðilegt haust, sjáumst á barnum. „Ég flutti til London fyrir sjö árum, ætlaði ailtaf að verða dans- ari, fór í einhverja tíma en ein- hvem veginn þá varð ekkert úr því. Mig langaði til að prófa að fara eitthvert annað, t.d. til L.A, þar sem vinkona mín býr, en í miðjum þeim pælingum varð ég ólétt svo það varð ekkert úr þessu. Þá hugs- aði ég með hrolli til þess að koma heim kasólétt og ekkert að gerast svo ég ákvað að vera áfram úti. Ég fékk íbúð í Camden i gegnum breska féló. Það tók sinn tima að koma því í gegn en það tókst á end- anum. Eftir að ég var flutt þama inn labbaði ég ólétt niður á næsta hom og fékk vinnu sem DJ á W.N.D. Það stendur fyrir Wisdom, Knowledge, Destiny. Þetta er svona blandaður klúbbur i orðsins fyllstu merkingu. Annar eigandinn er svartur hommi og hinn hvítur og streit. Ég spilaði R&B, Hip Hop, gamalt fönk og sleipan jazz. Ég hlýt að hafa verið kostuleg svona kasól- étt, þurfti að troða mér inn í búrið undir lokin,“ segir Laufey og hlær. Þurfti að sofa hjá svertingja Dóttir Laufeyjar, Mœja, verður 5 ára í nóvember. Hún er dökk á hör- und og meö litla dreadlokka á koll- inum. Hvernig er það að eiga svarta stelpu á íslandi? „Það er þannig séð ekkert mikið atriði. Að vísu er oft horft á hana og hún finnur það sjálf. Krakkar vilja annaðhvort rosalega mikið tala við hana eða ekki neitt. Svo hef ég stund- um verið spurö hvar ég hafi fengið hana. Þá fer ég yfirleitt bara að hlæja og held aftur af mér, svo segi ég eins og er að ég þurfti að sofa hjá svörtum manni tO að fá hana. Hún er hálfis- lensk, hálfjamaísk og heitir Mæja. Það er ekki flóknara en það. I dag er miklu meira af dökku fólki héma á íslandi, miklu meira en þegar ég fór fyrir sjö árum. Það er ekki þannig að fólk sé aö snúa sér við til að horfa á hana.“ Páll Óskar Hjálmtýsson er úr fókus með þátt- inn sinn slepjulega, Dr. Love, á útvarpsstóð- inni Mónó. Þar býðst hann til að greiða úr sál- arflækjum unglinga og annarra sem eru hjálp- ar þurfi I einkalífmu, sjálfmenntaður sálar- og kynlífsfræöingurinn. Áherslan viröist einmitt vera lögö á kynlífiö. Þaö er nú í sjálfu sér ekki svo slæmt, enda ágætt að ræöa þau mál. Gallinn er hins vegar sá að fólkið sem hringir er nær undantekingarlaust undir lögaldri, krakkar á versta gelgjuskeiði sem taka hinar misgóðu ráðleggingar mjög bókstaflega. Þá skiptir litlu hvort um er að ræða ástarsorg, endaþarmsmök, sjálfsmorðshugleiðingar eöa tíðahring kvenna. Páll er sérfróður um öll þessi mál. Þaö er til dæmis fátt að þvl að ung- lingsstrákur eða -stelpa reyni að sofa hjá sem flestum meöan þau eru ung og frjáls, eða taki inn þriðja aðila I ástarsamband. Þó aö margt af því sem Páll segir sé satt og rétt segir það kannski mest um gæði þáttarins hverjir hlusta og nenna að hringja en þar eru flissandi smá- stelpur úr dreifbýlinu I miklum meirihluta. Það eina jákvæða við þennan annars ömurlega þátt er tónlistin sem Sþiluð er. Innhverfur hip hop aðdáandi Laufey er þekkt fyrir það að hafa varla hlustað á annað en svert- ingjatónlist frá því hún var 12-13 ára. „Þetta er ekki eitthvað sem mað- ur velur, þetta bara vex með manni. Þegar ég var yngri hlustaði ég bara á þessa tónlist heima hjá mér. Hip hop þótti ekkert kúl þeg- ar ég var 12 ára. Ég var hálfpartinn innhverf. Lá bara heima og mixaði spólur." Nú eru báóir foreldrar þínir tón- listarfólk, er pabbi þinn ekki frœg- ur poppari? „Pabbi, jú hann er rosa frægur. Labbi í Mánum. Hittarinn hans var Ó, pabbi minn kæri. Hann söng þetta yfir mér i bamæsku. Sat yfir mér með gítarinn. Amma var ekki að fila það þvi lagið fjallar um einhvem alka sem liggur fullur á bamum á meöan krakkinn hans em að heima að deyja úr tæringu. Henni fannst það eitthvað óviðeig- andi.“ dekk og hjónaband? Laufey pælir aðeins í spuming- unni. „Mixerdekk væri meirihátt- ar. Hjónaband allt í lagi ef ég fyndi einhvem sem ég gæti þolað að húa með en það er sko ekki efst á blað- inu. Það sem er mikilvægasti punkturinn í lífi mínu er bama- uppeldið. Eignast heimili fyrir mig og Mæju. Svo væri ég til i að toppa feril minn sem plötusnúður og spila R&B, Hip Hop, gamalt fönk og sleipan jazz fyrir sveitta alþýður- assa á Broadway." Langar til að spila á Broadway Hver eru framtíöarplönin, mixer- Hún er flutt heim eftir sjö ára búsetu í London. Nú afgreiðir hún brennivín á 22 og er DJ þar þegar hvötin kemur yfir hana. Tónlistin hefur alltaf verið henni í blóð borin þar sem hún er einkadótt- ir útvarpskonunnar og rokkömm- |J| unnar Andreu Jóns. Margrét Hugrún náði Laufeyju Ólafsdóttur hverjir voru hvar meira á. www.visir.is Grand Rokk er einn af þessum stöðum sem aldrei klikka og það veit fræga fólkið eins og við hin. Á föstudagskvöldið mátti auövitað sjá kónginn Kalla Hjaltested á barnum (hann er enn I heilögu stríði við Ingi- björgu Sólrúnu) og auðvitað var Siggi Bergþórs á sínum stað. Einnig mátti sjá glitta I fólk eins og Helga Björnsson og hans heittelsk- uöu, BJörn Jörund Friðbjörnsson, sem fagnaöi nýja þættinum stlft, og svo var auðvitað tilvon- andi sjónvarpsstjarnan og rikisstarfsmaðurinn Stelnunn Ólína Þorsteinsdóttir á þessum líka besta stað bæjarins. Frumsýning íslenska draumsins var á fimmtu- dagskvöldiö I slöustu viku í Bíóborginnl og var að sjálfsögðu mikiö um dýrð- ir. Hilmir Snær Guðnason leikari kom með konu sinni og Gunnar Eyjólfs- son, einn leikaranna, mætti einnig með konu sinni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og kona hans, Inga Jóna Þóröardóttir borgarfulltrúi, létu sig ekki vanta og heldur ekki Björn Bjamason menntamála- ráöherra. Bjartmar Þórðarson Verslótappi, Sindri Kjartansson og nýja kærastan, Rakel, sem eru heitasta pariö I bænum, vöktu mikla eftirtekt, sem ogJón Gnarrl leöurbuxunum, en Sigurjón Kjartansson var öllu rólegri, enda I minna hiutverki I myndinni. Hrelmur I Landi og sonum gat ekki leynt strákastælunum og kastaði poppi út um allt en Birgir Nielsen, trommarinn hans, reyndi að halda aftur af honum á meðan Steini I Qu- arashi hélt sig frá þeim. Jón Fjörnir, framleiðandi myndarinnar, og kærasta hans voru glæsileg saman og eins sást til Loga Bergmanns Eiðssonar, Elínar Hirst og Sigga Hlö og Valla Sports sem voru fulltrúar sjónvarpskalla ásamt Óskari Frey sem dreymir um framtíð I sjónvarpinu. Berglind Jóna Hlynsdóttir Ijós- myndari var á svæðinu en féll I skuggann af stjörnunum Þórhalli Sverrissyni aðalleikara, Robba Douglas leikstjóra og Júlla Kemp og Hafdisi Huld. Axel og Eydís (hugmynd að flugvélarnafni?) flug- freyjur héldu upp á afmæliö sitt á Klaustrinu um síðustu helgi og þar mátti sjá flugfreyjur Flug- leiöa I sínu fínasta pússi. Helga Braga, leikkona meö meiru, skemmti afmælisbörnunum og Bryndís Blöndal söng fyrir gestina en um kvöld- ið fór gestunum að fjölga og mátti sjá glitta I kempur eins og Amar Gauta og Gunna GK ásamt starfsfólki GK, Jón Gunnar Geirdal, fyrr- verandi Mónó-mann, sem leit inn, og hið sama gerði Þórgerð- ur Þórðardóttir. Rnnsku strákarnir I hljómsveitinni Da Root voru I sveittu stuði og Pét- ur Jóhann Sigfússon (fyndasti maður íslands?) lét sjá sig (sást víst eitthvað að rýna I flugurnar á klósettinu) og Hanna nætur- drottning var einnig á svæðinu. Phillppe Dreamworld mætti með brosið og Eva fegurðar- drottning dúkkaði upp án Unnars (hvar var hann?). Þá var Ægir Dags I Háskólablói á sveimi og Rúnar Róberts og Jói Jó rifust um hvor hefði meira sjarmerandi rödd. Stelpurnar höfðu úr hellingi að velja um helgina á Skuggabarnum, þar sem fullt var af flottum strákum að vanda. Mátti meðal annars sjá Gunnar Vammen, sem kominn var alla leið frá sjóræningjalandinu Norge, Hólmgeir Baldurs, sjónvarpsstjóra á Stöð 1 (hvar er hún?), Birgi Baldursson, útvarpsstjóra á 101 Reykjavik, EF rík Rafn, markaðsstjóra Sambíóanna, Jón Gunnar Geirdal, Gunnar Hafliða, tónlist- armann og rafmagnskóng, Kalla Lú og Rúnar Róberts út- varpsmenn, Olla og Sigga klippara, Gumma Th og Helga Kolvlðs (nýju kvikmynda- stjörnuna) og svo mætti Fjölnir Þor- geirsson (I frli frá tökum?) með Marín Möndu upp á arminn. 18 f Ó k U S 15. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.