Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 4
Vikan 15. september tii 21. september II 1 íf Íð F F T ■ B „V,...L Ifókus aö meta fyllirí og kvennafarr* með Venna Sko, nú þarf ég að rifja þetta upp. Á fostudaginn fór ég á ís- lenska drauminn, ég lék sjálfur í henni og skemmti mér vel. Á laug- ardaginn vakti ég töframanninn Venna upp frá dauðum og galdra- ði fyrir fólkið á sýningu Sam- skipta í gamla Rafveituhúsinu. Þaðan lá leiðin í matarboð til tengdó og var það mjög „næs“. Björgvin Franz Gíslason Fjallganga Ég labbaði upp á Reynisfjall, við Vík í Mýrdal, á laug-, ardagsmorgun. Það I var ekki mjög erfitt j því veðrið var svo gott, logn og blíða.! Ég tók með mér jj myndavélina og náði góðum mynd- j um. Þegar á topp- j inn var komið var 1 mjög fmt útsýni yfir alla víkina og ég sá langt út á sjó i fallegri kvöldsólinni. Eva Dögg Þorsteinsdóttir nemi Road Trip er gam- anmynd um ferða- lag nokkurra vit- leysinga eftir þjóð- vegum Bandaríkj- anna með það fyrir augum að hindra að upp úr sam- bandi eins þeirra við kærustuna flosni. Myndin er frumsýnd í Kringlu- bíói, Laugarásbíói og Nýja bíói Akureyri og Keflavík í kvöld. svipuð hlutverk í unglingabíó- myndum. Breckin Meyer stimpl- aði sig inn með leik sínum í þátt- unum Bernskubrek (Wonder Years) og nýlegar myndir hans eru Go, Clueless, 54 og The Craft. Seann William Scott lék síðast í rúnkkómedíunni Americ- an Pie og Amy Smart sem sást í Outside Providence og Varsity Blues. Ég fór í partí á laugardaginn til félaga míns að norðan og hitti þar fullt af „macho“-Akureyringum sem vildu keppa í öllu. Við skellt- um okkur á Klaustrið því það var eini staðurinn sem var ekki troð- inn. Þar reyndi maður að kýla mig út af einhverju smáræði en það var svolítið fyndið og hlaust eng- inn skaði af. Ég endaði svo í eft- irpartíi og vaknaði flnn og hress í Formúluna. Þorbjörn Guömundsson Ijósmyndari Á Netinu til Qðgur Ég gerði nú ansi lítið xnn helg- ina, var aðallega bara heima hjá mér og þetta var því ekki dæmigerð helgi fyrir mig. Ég var á Netinu til klukkan fjögur á föstudagsnóttina, á spjallsiðu hljóm- sveitarinnar Nine Inch Nails, og ræddi þar við fólk um alla heima og geima. Á laugardaginn fór ég á myndlistarsýningu á Næsta Bar. Siguröur Sveinn Halldórsson, grafískur hönnuöur High Fidelity er byggð á sam- nefndri metsölubók Nick Hornby og fjallar um Rob Gordon (John Cusack), strák um þrítugt sem neitar að fullorðnast. Ær og kýr Robs eru tónlistin og hún jaðrar við fíkn. Hann er eigandi hálfmis- heppnaðrar plötubúðar sem versl- ar með gömlu vinýlplöturnar og hann ver mestum tíma sínum við afgreiðslu. Með honum starfa Dick (Todd Louiso) og Barry (Jack Black) og saman verja þeir mestum tíma í að fylgjast með tónlistarlífinu og útbúa lista yfir lög sem henta við ýmis fáránleg tækifæri. Tónlistin er Rob þó lítil björg þegar Laura (Iben Hjejle), kærasta hans til langs tíma, skell- ir á eftir sér útidyrahurðinni án þess að gera sig líklega til að koma aftur í bráð. Við hinar nýju aðstæður tekur hann að skoða líf sitt í nýju ljósi og neyðist til að fullorðnast á mettíma. John Cusack fer meö hlutverk Robs og á líka hlut í kvikmyndahandriti bókarinnar. Cusack hefur unnið sig upp úr þessum sorglegu ung- lingamyndum og er farinn að blanda geði við alvöruleikara í stað Corey Haim. Hann lék síð- ast í mynd Spike Jonze, Being John Malkovich. Aðrir leikarar eru minna þekktir í Hollívúdd en hafa sést á öðrum stöðum og í smærri hlutverkum. Myndin er sögð mjög skemmtileg skoðun á nútímakarlmannimnn og höfðar til beggja kynja. „Það halda allir sem lesa bók Hornbys að hún sé um þá sjálfa,“ segir D.V. Devincentis, aðcdhöfundur hand- ritsins. Þaö er alltaf fjor a heimavistinni i bandariskum háskólum og sjaldan er gítarinn langt undan. Road Trlp er einmitt ein af þessum eöal-háskólamyndum sem ekki |i Jí L klikka ef fólk kann % Framhjáhald í háskóla er ekki framhjáhald ef þú ert staddur í annarri sýslu en hinn aðilinn í sambandinu. Ef þú manst ekki eftir að hafa haldið framhjá gerð- ist það ekki í raun og veru og ef þú tekur hliðarsporið með tveim- ur í einu jafna hinir tveir aðilam- ir hvor annan út og gera framhjá- haldið að engu. En ef atriðið er fest á filmu og fyrir slysni sent í pósti til kærustunnar þinnar þá fyrst er það orðið að ótvíræðu framhjáhaldi. Aðalpersóna myndarinnar, Josh, verður einmitt fyrir þessu óláni og vill hindra að spólan með kynmökum sínum berist til sinn- ar heittelskuðu. Vandinn er sá að hann er staddur i New York, en spólan er á leiðinni til Austin, í Texasfylki. í veikri von um að bjarga sambandinu dregur hann þrjá félaga sina af heimavistinni með sér í 3000 kílómetra sunnu- dagsbíltúr um Bandaríkin endi- löng. Myndin er ný sýn á flipp- ferðalög bandarískra háskólastúd- enta í leikstjórn Todd Philllps, reynslubolta í þessum „djöfull- ergamanaðverafulluríháskólan- um-flokki“ bíómynda. Leikararnir eiga allir að baki Vinýl OQ High Fidelity er gamanmynd með róm antísku ívafi um tilvistarkreppu karl- manna á þrítugsaldri sem óttast skuld- bindingar. Myndin er frumsýnd í Sam- bíóunum í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.