Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 10
EŒ 1 1 f 1 ÖL e F J I R V I N N U V-ika n 15. sent ember til 21. september Ifókus 17/09 ! •Krár ■ ÚTÓPÍA Á OAUKNUM Útópía heldur útgáfu tónleika sína á Gauknum í kvöld, en hún er aö senda frá sér plötuna Efnasambönd. Sveitin spilar draumkennt koks-rokk og hefst leikurinn klukkan 22. Aögangseyrir er 500 krónur. •Klassík ■ TÓNLEIKAR l' SKÁLHOLTSKIRKJU í dag, kl. 16.00, munu Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Andrew Paul Holman orgelleikari halda tón- leika í Skálholtskirkju. Á efnisskránni eru sex fjölbreýtt verk fyrir selló og orgel eftir Kurt Wiklander, Kjell Merk Karlsen, Saint-Saéns, Daniel Pinkham, Joseph Jongen og Hugo Alfvén. Þetta eru endurteknir tónleikar síðan í gær í Neskirkju. ■ CAPUT ÖRHÁTÍÐ Á M20Q0 Seinni tónleikar Caput-orhátíöarinnar veröa í dag. Þeir fyrri voru haldnir í Salnum síöastliðið miðvikudagskvöld. Flytjendur á tónleikunum verða James Clapp- erton píanóleikari og Sharleen Harshenin fiölu- leikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Ruben Sverre Gjertsen, Salvatore Sciarrino, lannis Xenakls, James Clapperton og Atla Ing- ólfsson. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni CAPUT og Bergen menningarborgar 2000. Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu í dag og hefjast klukkan 17.00. •Sveitin ■ HANPVERK Á EYRARBAKKA I dag, frá kl. 14-18, tekur á annan tug handverksfólks þátt í sölusýningu á handverki í samkomuhúsinu Staö á Eyrarbakka. Selt verður kaffi og heitar vöfflur. Enn er hægt að bæta við nokkrum selj- endum. Upplýsingar fást hjá Katrínu Ósk, s. 483-1295, Þórdísi, s. 483-1394, og Páli, s. 482-1968. ■ SKEIÐFLATARKIRKJA100 ÁRA Skeiöflatar- kirkja í Mýrdal á 100 ára vígsluafmæli og því verður hátíðarguðsþjónusta í dag, kl. 14. Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur í Ólafsvík, prédikar og kórinn syngur undir stjórn Kristínar Björnsdóttur organista. í lokin verður kaffi- drykkja í Ketilsstaðaskóla. Afmælishátíðin er liðurí hátíðarhöldum Skaftafellsprófastsdæmis vegna 1000 ára kristni á Islandi. ■ HANDVERK Á EYRARBAKKA í dag, kl. 14 til 18, tekur á annan tug handverksfólks þátt í sölusýningu á handverki í samkomuhúsinu Staö á Eyrarbakka. Selt veröur kaffi og heitar vöfflur á staðnum. ©Leikhús ■ 4. SÝNING Á PÓTTUR SKÁLDSINS The lcelandic Take Away Theatre sýnir Dóttur skáldsins eftir Svein Einarsson í Tjarnarbiói í kvöld. Sjá það, verkið fær fína dóma. ■ PANODIL JÓNS GNARRS Sýning í kvöld í Loftkastalanum kl. 20. A, B, C, D og E kort gilda. Um Panodii þarf ekki að hafa fleiri orð. Jón Gnarr. ■ SJÁLFSTÆTT FÓLK ENN Á FJÓLUNUM Leik gerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur á Sjálfstæöu fólki eftir Halldór Laxness er enn þá sýnd í Þjóöleikhús- inu við góöar undirtektir. Sýningin er nýkomin frá Expo 2000 í Þýskalandi þar sem hún fékk einstakar viðtökur. Það er langur leikhúsdagur í dag og því þáöir hlutarnir sýndir. Sýnngafjöldi er takmarkaður. ■ VÓLUSPÁ ÞYKIR FRÁBÆR Völuspá eftir Þórarin Eldjárn hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda. Það er hátlðarsýning í dag í Möguleik- húsinu kl. 16 og enn eru örfá sæti laus. Hring- ið strax í síma 562 5060. ■ LÝKUR í SEPTEMBER Sýningum á Sex í sveit í Borgarleikhúsinu fer óðum fækkandi. Verkið er sýnt í kvöld kl. 19. Það að þetta er fjóröa sýningarárið segir allt sem segja þarf. ■ STORMUR OG ORMUR Stormur og Ormur er sýnt í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3 kl. 15 í dag. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og áhorfandanum er haldið hugföngnum til enda. ('/jfHiwMdAíosTii s'f’ln vcrid hanv(vn Beindu allri þinni athygli að akstrinum, veginum og umferðinni I 'lltij f I , j n I:. !. 111 rj I | • c.íi} jt f 11| /n.) |.h •! |.IMKlð >-j f 'lljOlTlt'itfkjaStjÓITí j I’'"'"" "<*; mÉUIVIFEMÐAR ? al «0 IIAI ) . uml.nh- ■ 2. SÝNING Á LÓMU Það er Möguleikhúsið við Hlemm sem sýnir Lómu eftir Guörúnu Ás- mundsdóttur. Það var frumsýnt þann 15. sept- ember sl. Skemmtilegt verk enda ekki við öðru að búast. Miðapantanir í slma 562 5060. Sýn- ingar hefjast kl. 14. •Kabarett ■ LISTAMENN AÐ STÓRFUM I tilefni af Kringludekri 14.-17. september verða lista- menn að störfum I Gallerí Fold í Kringlunni. í dag kl. 13 mun Hjördís Guðmundsdóttir renna leir. Kl. 14 mun Birna Matthíasdóttir þrykkja á fyrstu grafíkpressu sem flutt var til íslands. Kl. 15 munu svo lifandi og léttir djasstónar óma. gott myndlist „Það eru helst tvær sýningar sem ég er spennt fyrir, hvor á sínum enda myndlistarinnar. Sú fyrri er i hinu nýja listasafni Reykjavikur í Hafnarhúsinu og nefnist cafe9.net. Þ e t t a f i n n s t m é r v e r a spenn- a n d i framtak og for vitnilegt að skoða. í Ráðhúsinu hefur einnig ver- ið sýning af allt öðrum toga, á handverki og hönnun, sem vert er að skoða. Þar var unnið með náttúruna í hand- verki og þemað í því sambandi vatn. Ég hef fylgst nokk- uð vel með því sem hefur ver- ið að gerast í handverki og verð að segja að þessi sýning er að mörgu leyti mjög góð. Veitt voru verðlaun fyrir bestu hönnvm á sýningunni og það var gaman að sjá að þau hlaut Helga Kristin ker- amiker. Því er við að bæta að hér á landi er staða keramiksins svo- lítið sérstök þvi að engar fram- leiðsluverk- smiðjur er hér að f i n n a . L i s t a - maður- i n n verður því að v i n n a v e r k i ð allt sjálfur, frá hug- mynd að fullgerðum hlut og er því ef til vill á mörkum hönn- unar og hand- verks.“ Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker. Teiknisamkeppni fyrir börn yngri en 12 ára hefst kl. 13 I samvinnu viö Eymundsson. ■ ÞING HINNAR FUÓTANDI UMRÆÐU ( cafe9.net kl. 16.00 I dag býður Þóroddur Bjarnason gestum og gangandi upp á kaffi og með því um leið og hann hvetur til virkrar þátt- töku í Þingi hinnar fljótandi umræðu. Um er að ræða þrískipta vefsíðu þar sem hversdagsleg umræðuefni eru í brennidepli. Gestir cafe9.net fá umræðuhvata frá Þórhaili eða brydda sjálfir upp á málefni sem þeim er hugleikið. Umræðu- efnið er sett á vesíðuna þar sem það getur orð- ið uppspretta fyrir aðra gesti cafe9.net að frek- ari umræðu eða kveikjan að einhverju allt öðru. cafe9.net er í Hafnarhúsinu. •Opnanir ■ MINNISVARÐI UM VELGERÐARSTARF JÓSEFSSYSTRA ( dag kl.11.45 verður afhjúp- aður minnisvaröi á lóð kaþólsku dómkirkjunnar I Landakotl um kærleiksrlkt velgerðarstarf St. Jósefssystra á íslandi. Minnisvarðinn er gerður aö frumkvæði Menningarmálanefndar Reykja- víkur og með liðsinni Kristnihátíöarnefndar I þakklætisskyni fyrir fórnfúst starf systranna að hjúkrun sjúkra og uppfræðslu barna á líðandi öld. Listamanninum Steinunni Þórarinsdóttur var falin gerð höggmyndarinnar sem hún nefnir Köllun. Yfirpriorinna St. Jósefssystra I Dan- merku, systir Ansgaria Riemann, mun afhjúpa- minnisvarðann. Afhjúpunin fer fram að lokinni hámessu I Kristskirkju sem hefst kl.10.30. Viðstaddir messuna verða biskupar kaþólsku kirkjunnar á Norðurlöndum sem halda hér haustfund sinn og svo skemmtilega vill til að sama dag eru liöin 50 ár síðan séra George, sem stjórnaði Landakotsskóla I nærfellt 40 ár, vann klausturheit sitt. ■ OLÍA OG PASTEL Á CAFÉ MÍLANÓ í dag kl. 13.00 opnar Hólmfríöur Dóra Sigurðardóttir sýningu slna á olíumálverkum og pastelmynd- um I Café Milanó, Faxafeni 11. Á sýningunni eru sýnd 18 verk. Dóra hefur ekki sýnt áöur I Reykjavík en haldið einkasýningar og tekið þátt I nokkrum samsýningum á landsbyggðinni. Hún býr á Hvammstanga og starfrækir þar galleri sem sérhæfir sig I persónuleg- um gjöfum. Café Mílanó er opið j alla virka daga j ’ kl. 9 til 23.30, 1 laugardaga kl. 9 til 18, sunnu- daga kl. 13 til 18. Sýningin verður til október- loka. •Síöustu forvöö ■ EPWARDS FUGLÓ í dag lýkur sýningu á verkum Edwards Fugló I Norræna húsinu. ■ UÓSMYNDIR LANDMÆLINGAMANNA ( dag lýkur sýningunni “Vörðuð leið” I Listasetr- inu Kirkjuhvoli á Akranesi. Til sýnis eru forn- kort og gamlar Ijósmyndir I eigu Landmælinga íslands. Um er að ræða 50 kort frá árunum 1547-1901 og Ijósmyndir sem danskir land- mælingamenn tóku hér á landi á ferðum slnum á tímabilinu 1900-1910. Sýningin er opin frá kl. 15-18. ■ PORTRETTUÓSMYNDIR í dag lýkur Ijós myndasýningu Goethe-Zentrum Reykjavík og Ljósmyndasafns Reykjavíkur á verkum Bar- böru Niggl Radloff. Sýningin nefnist “Barbara Niggl Radloff Portrettljósmyndir 1958-1962” og er i Grófarsal, Grófarhúsinu að Tryggvagötu 15. Á sýningunni gefur að líta mannamyndir af ýmsum þekktum rithöfundum, myndlistamönnum og heimspekingum; Asger Jorn, Gúnter Grass, Truman Capote, Heinrich Böll, Evelyn Waugh og Otto Dix, svo nokkrir séu nefndir. Sýningin er opin á opnunartíma Grófarhúss, 10-16. ■ RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR í dag kl. 18.00 lýkur sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur I sýningar- sal félagsins íslensk Grafik við Tryggvagötu 15, Hafnarhúsinu. Allir velkomnir. ■ SKAFTFELL ( dag lýkur sýningu á verkum Olafs Christophers Jensen í Skaftfelli á Seyö- isfirði. Þú nærð alltaf sambandi Smáauglýsingar (ö 550 5000 Wj j alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 550 5000 við okkur! dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er ■ SNORRI, JÓN OG JÓHANN Síðasti séns að sjá sýning Listasafns íslands “Listamenn fjóröa áratugarins” hjá Miöstöö símenntunar áSuðurnesjum, að Skólavegi 1 í Kefiavík. Sýnd eru 16 verk listamannanna Snorra Arinbjarnar, Jóns Engilberts og Jóhanns Briem sem allir komu fram eftir 1930. í verkum þessara manna komu fram ný róttæk viðhorf, jafnt I vali á myndefni sem túlkun. Ný myndefni eins og maðurinn við vinnu sína, götumyndir og nán- asta umhvefi listamannsins verða meginvið- fangsefnið I stað landslagsmálverkins á blóma- skeiði þeirra Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stef- ánssonar. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis. ■ ÞÝSKT LANDSLAG í GERÐARSAFNI Nú fer hver að verða slðastur til að sjá sýningu I Gerð- arsafni á grafíkverkum og skissum eftir 6 þýska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.