Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Síða 6
Prakkarastrákur
á pinnahælum
Hefuröu leikiö síðan þú varst lítill?
„Nei, en ættingjar mínir hafa leikið
frá því að ég man eftir mér. Fólkið
mitt var ofsalega virkt í leikfélaginu í
sveitinni. En ég fékk aldrei að leika.
Það voru aldrei nein hlutverk fyrir
krakka. Kannski vildu þau bara hafa
þetta út af fyrir sig.“
Guðmundur fékk þó í vor tækifæri
til að leika með ættingjum sínum þeg-
ar hann tók þátt í uppfærslu á Galdra
Lofti í Borgarfírði í leikstjórn Flosa
Ólafssonar.
„Ég lék fyrst af einhverju viti í MA,
í söngleik sem heitir Betlaraóperan
eftir John Gay. Ég kom eiginlega inn í
þetta í gegnum tónlistina. Það vantaði
stráka sem gátu sungið."
Guðmundur segist hafa haft meira
gaman af þvi að vasast í tónlistinni á
þessum tíma. „Kannski var þetta bara
feimni, auðveldara að vera bak við
míkrófón og gítar en að standa uppi á
sviði og leika.“
Prestur eða læknir
En langaöi þig að leika?
„Þetta kitlaði alltaf en ég er svo
mikill sveitamaður að ég vissi ekki
einu sinni að þessi skóli væri til (Leik-
listarskóli íslands). Hafði bara ekki
pælt í þessu. Eftir menntaskóla var ég
hér í bænum að reyna að basla saman
hljómsveit ásamt Stefáni Gunnarssyni
vini mínum. Það gekk brösuglega.
Hann hafði farið í Leiklistar-
skólaprufu árið áður og sagði við mér
að skella mér í prufu. Ég fór og komst
inn.“
Þetta var sem sagt ekki gert aö vel
athuguöu máli eins og hjá mörgum?
„Nei, Ég fór að vinna veturinn eftir
menntaskóla því ég vissi ekkert hvað
ég ætlaði að gera. Ég var mikið að spá
í að verða prestur eða læknir. En ég
hef einhvem veginn aldrei haft eirð í
mér til að sitja það mikið yfir bókum.
Ég skellti mér þvi í inntökuprófið,
komst inn og ákvað að fara í skólann."
Erfiður nemandi
Fannst þér þú finna þig alveg strax
í skólanum?
„Það er svolítið skemmtilegt að
segja frá því að eftir að ég útskrifaðist
sagði einn kennarinn við mig að ég
hefði, til að byrja með, sennilega verið
einhver erfiðasti eða leiðinlegast nem-
andi sem hefði komið í skólann."
Hvernig þá?
„Bara af því ég vissi ekkert út á
hvað þetta gekk. Það var verið að setja
ofan í við mig hvernig ég talaði og
hvemig ég gekk. Mér fannst nú að ég
ætti að geta leikið hvernig sem ég tal-
aði eða gekk. Ég fattaði bara ekki
konseptið. Smám saman gerði ég mér
grein fyrir hvað þetta fólk var að gera
fyrir mig og fór að taka betur eftir. Eft-
ir það held ég bara að ég hafi verið af-
skaplega ágætur nemandi."
Tvö dónaleg haust
Guðmundur segist lítið hafa unnið í
tónlistinni eftir að leiklistarnámið
hófst.
„Það er náttúrlega framkomubann í
skólanum. Ég ákvað að einbeita mér
að leiklistinni og leggja tónlistina á
hilluna. Þetta hefur þó alltaf blundað í
mér. Það er alltaf verið að segja að
maður eigi að helga sig einu fagi til að
geta náð hámarksárangri. En ég held
að ef þú gengur með svona drauma þá
verðurðu að fá útrás fyrir þá einhvern
tímann.
Ég og félagar mínir vomm í bandi í
menntaskóla. Við byrjuðum aftur að
gutla eftir menntaskóla undir nafninu
Tvö dónaleg haust. Við vorum eitt-
hvað byrjaðir, komnir með prógramm
og svona. En þá einhvem veginn dó
þetta, menn fóra út og suður.“
Var ekki iagið Prakkarastrákur á
geisladisknum Svona er sumariö ‘99
eftir þig?
Jú, það er rétt (Guðmundur skelli-
hlær). Mér flnnst ofsalega gaman að
semja. Það er eitthvað sem lætm" mig
ekki í friði þó ég hafi reynt að láta það
í friði. Núna á ég svo mikið efni að ég
er að springa. Ég bara verð að fara að
gera eitthvað meðan ég er ennþá ung-
ur. Annars enda ég örugglega með
André Backman."
Gosi með plastbrjóst
Hvaö ertu búinn aó vera aö gera síð-
an þú útskrifaðist?
„Síðan ég útskrifaðist, fyrir tveimur
árum, er ég búinn að vera meira og
minna uppi í Borgarleikhúsi. Ég byrj-
aði í Grease, fór síðan í Horft af
brúnni, svo var ég í Vorið vaknar,
Djöflunum, Kysstu mig Kata og hopp-
aði svo inn í Afaspil. Núna er ég í Ein-
hver í dyrunum og Lé konungi."
Hvernig er Einhver í dyrunum, þetta
er nýtt íslenskt leikrit, ekki satt?
„Mér finnst þetta mjög gott verk.
Tvífaramir að þessu sinni em skuggalega líkir, spuming hvort þeir séu
hreinlega ekki bræður. Jóhann Þórhallsson er fæddur árið 1980 í smábæ í
norðurhluta lítillar eyju í Atlantshafi og hóf ungur að ámm að sparka í
tuðm. Hann á nokkra unglingalandsliðsleiki að baki og ekki leið á löngu þar
til eitt af stórliðunum sýndi stráknum áhuga. Sóknarmaðurinn knái er nú
hjá stórliðinu KR og er nú þegar búinn búinn að næla sér í nokkrar gull-
medalíur. Það vill svo skemmtilega tU að í smábæ í norðurhluta stórrar eyju
í Atlantshafi árið 1980 fæddist Alan nokkur Smith og byrjaði snemma að
elta bolta út um aUar trissur. Hann vakti athygli stóm liðanna ungur að
aldri og spilar nú fyrir stórklúbbinn Leeds United við góðan orðstír. Heyrst
hefur að KR sé að leita að framherja fyrir næsta tímabU og hefur nafn Al-
ans Smith eitthvað verið nefnt í því sambandi. Það væri ekki amalegt fyrir
„bræðurna" að fá kannski að spUa saman frammi.
Jóhann Þórhallsson fótboltakappi
Alan Smlth fótboltakappl
Það er faUega skrifað og í því djúpar
pælingar um mannlega hegðun."
Þú leikur sýningarstúlkuna Lauf-
eyju, ertu kvenlegur?
„Ég get verið það,“ segir Guðmund-
ur og skeflir upp úr, „með dyggri að-
stoð smink- og búningadeUdarinnar.
Ég er frekar mjór, þannig að það geng-
ur.“
Hver er hugsunin á bak við aö setja
karlmann í hlutverk konu, vantaöi
leikkonur?
„Nei, það vantaði ekki konur,“ seg-
ir hann og hlær. „Mér finnst erfitt að
svara fyrir leikstjórann, Kristínu Jó-
hannesdóttur, og leikskáldið, Sigurð
Pálsson. Leikkonan Kolbrún, sem
Kristbjörg Kjeld leikur, ætlaði að
verða fyrirsæta þegar hún var ung. En
hún var með of stór brjóst, of mikU
læri og of stóran rass. En eins og ég
skU þetta þá stendur Laufey fyrir þá
kvenímynd sem Kolbrúnu fannst ver-
ið að þröngva upp á sig þegar hún var
að reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Par-
ís. Þetta er komið gjörsamlega út í öfg-
ar. Stelpumar í þessum bransa í dag
eru bara Gosi með plastbrjóst og
þannig finnst öllum stelpum þær
þurfa að líta út. Kannski er þetta
vegna þess að stór hluti tiskukónga
em homosexual."
Karlmenn í næloni
Guðmundur segir að það séu í raun
orðin tU mörg kyn. „Það er mjög gam-
an að ræða við fólk sem er fyrir utan
„normið". Venjulegur hommi verður
tU dæmis mjög reiður ef maður ber
hann saman við klæðskipting. Klæð-
skiptingur getur síðan orðið jafnreið-
ur ef hann er borinn saman við kyn-
skipting og svo framvegis. Þetta eru
orðnir býsna margir flokkar fólks.
Þetta fannst mér sérstaklega skemmti-
leg pæling. Það era tU dæmis oftar en
ekki karbnenn sem auglýsa sokkabux-
ur. Þetta vekur upp ýmsar spumingar
um á hvaða staU við erum að setja
konuna. Ég vorkenni konum fyrir þær
kröfur sem þeim finnst þær eiga að
uppfyUa."
Guðmundur bætir við að það sé
mjög gaman að fá tækifæri tU að leika
konu. Hann segist hafa valið sér að
leika konu í einstaklingsverki í skól-
anum þar sem hann bjóst ekki við að
annað tækifæri gæfist. En raunin
reyndist önnur.
Framtíðin
Guðmundur ætlar að halda ótrauð-
ur áfram í leiklistinni meðan hann
hefur gaman af því. „Mér fmnst ég enn
þá eiga fuUt eftir ósagt. Ég er líka rétt
að byrja. Ég hef haft mjög gaman af að
vera innan um fjöldann áUan af góðu
fólki og stimdum ekki jafngóðu fólki
og lært mjög mikið af hvora tveggja."
En hvaö meö framtíóina?
„Maður er með mUljón hugmyndir
og drauma en fæst orð bera minnsta
ábyrgð. í þessum bransa veit maður
aldrei hvað gerist. En alla vega ætla ég
að vera búinn að gera ýmislegt áður
en ég dey. Við skulum bara láta það
koma í ljós.“
6
f Ó k U S 22. september 2000