Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Qupperneq 10
% pörunaraðferðir í beinni boðið að taka að sér þáttinn. „Svo bentu svo margir á Mariko að hún var kölluð á fund. Ég held þeim hafi líka þótt spennandi að við erum báðar japansk-íslenskar og við erum ekki mörg á íslandi með þessa blöndu. Frekar fyndið að hafa okk- ur saman i einum þætti. Það er líka svolítið skemmtilegt að kostunarað- ili þáttarins er umboðsskrifstofan sem flytur inn japönsku Kanebo snyrtivörumar, sem við notum báð- ar. Við viljum samt taka fram að Kanebo hentar einnig hreinræktuð- um.“ Aldraðir við skjáinn Hugmyndin að þættinum er sí- gild og þær Mariko og Dóra ættu því að geta haldið því mikla áhorfi sem þátturinn fékk hjá Krist- björgu Karí og Laufeyju Brá. Það er reyndar skondið, að sögn Mariko, að áhorfið reyndist vera jafnt í öllum aldurshópum. Djúpa laugin átti upprunalega að vera sumarþáttur en hann reyndist það vinsæfl að ákveðið var að setja hann aftur á dagskrá, endurskoða og breyta. Þar koma Mariko og Dóra til sögunnar... Leikhússtemning „Við Marikó erum búnar að gera nokkrar breytingar. Ein þeirra er sú að keppendumir þrir koma til með að kynna sig sjálfir á mynd- bandi. Svo verða líka allir þátttak- endur á einu sviði,“ segir Dóra. „Þannig að áhorfendur bæði heima og í salnum geti fylgst með allri skemmtuninni. Það verður þó tjald á mifli,“ segir Mariko. Þær treysta því að fólk sé ekkert að svindla og reyna að kíkja á bak við tjaldið. Þegar þátttakandinn er búinn að taka ákvörðun og velja þann sem fer á stefnumótið þá munu þær draga tjaldið frá. Útlitið á þættinum verður líka allt annað því hann er ekki lengur sendur út frá Astro heldur verður Djúpa laugin í Þjóðleikhúskjallaranum. „Við setjum þetta svolítið upp eins og lítil leikrit," segir Dóra. Með tökulið í rassinum Önnur breyting er að þegar pörin koma heim úr helgarferð taka þær viðtöl við þau sitt í hvoru lagi strax á mánudeginum og ræða hvernig helgin tókst til. Þetta er svo sýnt í þættinum auk ferðarinnar sjáifrar. Þær Dóra og Mariko segjast líka hafa tekið ákvörðun um að hver keppandi fái sömu spumingu og að engar þrautir verði lagðar fyrir þá. „Svo ætlum við líka að gefa öllum pakka. Við erum að bæta öðru við og þurftum því að taka eitthvað út svo þetta verði ekki tveggja tíma þáttur,“ segir Dóra. Til sextugs Þær segja ekki erfitt að fá fólk til liðs við sig. „Við erum þegar komn- ar með þátttakendur í tvo fyrstu þættina. Ég held að þegar fólk sér hvað þetta er skemmtilegt þá eigi eftir að fyllast hjá okkur pósthólf- ið. Við erum líka opnar fyrir fólki á öllmn aldri. Það er ekkert aldurs- takmark, fólk um fertugt, fimmtugt eða sextugt þess vegna. Þetta verð- ur alls konar fólk á öllum aldri, en þó á svipuðum aldri í það og það skiptið." Þegar hér var komið sögu tók viðtalið óvænta stefnu. Blaða- manni svelgdist illilega á kaffinu sínu þegar þær stöllur gengu á hann og reyndu að fá hann í þátt- inn. Allt kom fyrir ekki. í þættinum í kvöld má sjá af- rakstur djammferðar þeirra stallna en þær brugðu sér í bæinn um helg- ina til að taka efni i þáttinn. Þær hittu fólk á fornum vegi og spurðu það út í stefnumót. „Það eru nokkrir búnir að hringja sem voru að ranka við sér og mundu þá að þau höfðu verið í sjónvarpsviðtali niðri í bæ um nóttina," segir Dóra. „Við vorum líka svo seint á ferð,“ bætir Mariko við. „Klukkan var að verða fimrn um morgun þegar við hættum." - Dýrðina sjáum við í kvöld. Sendið stelpunum póst á djupalaugin@sl.is og þið gætuð verið á útleið með tindilfættan ferðafélaga upp á arminn. Hægt er að fylgjast með þeim i kvöld á Skjá einum kl. 22.30, eða bara mæta niður í Leikhúskjallara. Hinn bráðvinsælí stefnumótaþáttur Djúpa laugin kemur aftur á Skjá einn í kvöld eftir sumarfrí og róttæk- ar breytingar. Þátt- urinn hefur nú slitið barnsskónum og það eru tveir íðil- fagrir kvenskörung- ar sem halda um stjórnartaumana nú í haust. Þær Dóra Takefusa og Mariko Ragnarsdóttir lofa kósý og korný þættí í Leikhúskjallaranum öll föstudagskvöld í beinni útsendingu. Dóra og Mariko hafa verið á fleygiferð undanfarna daga enda nóg að gera við að undirbúa þátt- inn. Vinnan sem liggur að baki einnar klukkustundar útsendingu er nefnilega meiri en margur gerir sér grein fyrir. Þær gáfu sér þó tíma til að hitta blaðamann eftir erflsam- an dag í vikunni. Stöllurnar voru formlega kynntar fyrir tveimur vik- um. Þá höfðu þær hist nokkrum sinnum á árlegum fagnaði japansk- íslenskra barna en aldrei af nokk- urri alvöru, a.m.k. óraði þær ekki fyrir því að þær ættu eftir að vinna saman að stefnumótaþætti í sjón- varpi. Dóru þarf vart að kynna, hún hefur verið viðloðandi sjónvarp frá 15 ára aldri en þá kom hún fyrst fram í þeim eftirminnilega þætti Rokkaramir geta ekki þagnað. Mariko er hins vegar að birtast í fyrsta sinn á skjánum. í vor lauk hún námi í Verzlunarskóla ís- lands og tók þar þátt í fjórum nem- endauppfærslum á jafnmörgum árum, nú seinast Thriller sem sýn- ingum lauk á fyrir stuttu. Þátta- gerðin leggst vel í Mariko enda hef- ur hún jaxlinn Dóru sér við hlið. Japan og Frón Japansk/íslenska teymið hefur fengið stuttan undirbúningstíma, „Það er einmitt þess vegna sem við erum á hlaupum," segja þær báðar. Dóra er einnig pródúsent að þættin- um þó hún sjái ekki um útsending- arstjómina sjálfa, enda hinum meg- in við myndavélina. Hún segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar henni var Ólympíuleikarnir og allt sem þeim fýlgir er i fókus um þessar mundir, enda kemst varla neinn heilvita maður hjá því að verða var við þá. íþróttaáhugamenn mæta í vinnu með bauga undir augunum sökum tímamismunar- ins en fæstir kvarta, ánægian af þvi að hafa íþróttaefni á skjánum í fleiri stundir á dag er ofar því. Þó að iþróttafólkið okkar sé kannski ekki að dæla frá sér heimsmetunum verðum viö að láta íslandsmetin duga þó Örn Arnar- son haldi auðvitað uppi heiðrinum. Sjónvarpið á stóran hlut í þessari ánægju og sú tilfinning gripur um sig að loksins séu afnotagöldin nýtt til einhvers góðs. Það er hátíð um þessar mundir fyrir íþróttaáhugamenn, hátíð sem kemur bara á fjögurra ára fresti. Það er von- andi aö hundieiöinlegar húsmæöur geti sætt sig við að útsendingarnar séu á nóttunni, en ef líta á raunsætt á málið má allt eins búast við að einhver lesendabréf fái að fjúka frá þessu pakki. Tæbóiö á Stöö 2 er gjörsamlega úr fókus, enda þarf hver og einn Islendingur sem villist inn á Stöð 2 að horfa upp á þennan viðbjóð á næstum hverjum degi. í fínu formi heitir umræddur þáttur og þar hittum við fyrir þrjá hressa einstaklinga sem hoppa og garga og sparka og stappa, allt í takt auðvitað, á milli þess sem hvatningarópin dynja á þeim sem sitja heima í stofu. Heima I stofu einmitt, hvaða heilvita maður, ef hann er ekki í banda- rískri bfómynd, tekur upp á því að klæða sig upp í spandex galla klukkan 17.45 og koma sér fyrir á heilagasta svæöi heimilisins, sjón- varpskróknum, og hoppa í takt við einhverja vitleysinga sem eru uppteknastir af sjálfum sér, útlitinu og klæðnaðinum. Þarf að segja meira, Islendingar eru einfaldlega ekki þannig gerðir að þeir hoppi og skoppi eins og þetta fólk, heima í stofu og á þessum tíma. Annars er þjóðfélagið að fara til andskotans ef Is- lensku húsmæöurnar eru farnar að lepja þessa vitleysu upp eftir kananum, Ifkt eins og „snilldaruppfinninguna" sjónvarpsmarkað- inn. Mætti þá heldur biöja um Jónínu Ben aft- ur f útvarpið. hverjir voru hvar Mjög mikið að gerast alla helgina á Skuggabamum og meðal þeirra sem sáust voru Páll Magnússon, frétta- stjóri á Stöð 2, Finnur Jóhannsson, húðflúraði handboltakaflinn, Þórjón fallhlífamaður, Hörður Magnússon skinka og FH-ingur ásamt Heimi Guð- jónssyni. Birna Rún módel, Rósa Spotlight, sem var á Skjá 1, Andrea Ró- berts, Sólveig Kristbjörg, frétta- stjóri á Skjá 1, Ant- onio frá Icelandic Models mætti með tveim af toppum MTV Europe og Anna Rakel Silíkon-gella var að filma fyrir þáttinn sinn. Eyþór Little Ceasars var á svæðinu sem og FM 957 drengimir Jói Jó og Bjarki Sig, Viggi fyrirsæta, Pétur Pétursson ljósmyndari og þjálfari KR var á svæðinu með strákunum, Andri Sig- þórs markakóngur, Einar Þór Dani- elsson, sem alltaf er brjálaður þegar hann er tekinn út af, og Hilmar Bjömsson Framari. Siggi Boila í 17 var með sínu liði og Ingvar Ingvars- son. Gunni og Maggi Laugarásbíó- menn létu stórkarlalega en það er ekki hægt að segja um Valtý Bjöms- son íþróttafréttamann, Ásgeir Kol- beins Bylgjumaður og Halldóra sum- arstúlka vom á svæðinu en Maggi Bess kraftakóngur, var í rólegheitun- Bókmenntafræði- jjk nemar voru með Dillon og mátti þar dþjgWp Þekkja nokkur and- ■ JjPwL lit, Ragnar ísleifur Hlynur Páll Páls- son, formaður félagsins, Haukur í Fnæs, Höskuldur Ólafsson úr Quarashi og Karl Óttar Geirsson, trommari Fálka frá Keflavík. Þegar gengið var fram hjá Dubliner á fóstudagskvöldið blasti Bjöm Jörundur Frið- björnsson við fólki, vel í glasi, en þegar inn var komið var Skítamóralshraðlestin (nafn sem þeir fundu sjálfir upp) eins og hún leggur sig það fyrsta sem sást. Á Næsta bar vom aftur á móti á fóstu- daginn þau Stefán Baldursson Þjóð- leikhússtjóri, Selma Bjömsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Helgin var góð á Klaustrinu og í venjulega FM 957 genginu voru þeir Bjarki Sig, Heiðar Austmann og frú og Gunna Dís, Unnar í Japis var hress að vanda, Þormóður Egils og Gummi Ben komu fagnandi ásamt fleiri KR-ingum á laugardaginn og Dóra Takefusa var á staðnum með tökumenn en önnur sjónvarpsstjama, Siggi Hall, mætti ásamt staffinu á Óð- insvéum, Tóti smiður kíkti á dansgólfið eins og Edda sem var í 8-villt en sportistarnir Júlíus Gunnarsson, rauð- hærði handboltamaðurinn, og Herbert Arnarsson körfu- þeytari voru með vatnið á hreinu og Ragga Hausverkur geislaði. Philippe og Lára Dreamworld litu inn og Ægir Dags- son var á sínum stað, Villi Naglbítur gólaði á dansgólfið og Siggi P fékk sér snúning. Nóg var af fólki á Prikinu um helgina og mátti meðal annars sjá til Barða í Bang Gang, Kristjáns Ragnars á SkjáEinum, Agnars Tr„ og Breka Árnasonar Johnsens sem tróð sér fram fyrir röðina. Þá var Helgi Ey- steinsson á svæðinu og Erlendur Ei- ríksson leikaranemi bullaði frá sér allt vit. Grímur Garð- arsson knattspymu- maður og Henný kærasta hans. Svala Björgvins r&b drottning, Doddi litli, Börkur í Jagú- ar, Villi Goði, Anna Rakel, Margrét Rós og auðvitað Styrmir múrari og lesbíurnar. Tíska* Gæði* Betra verð 10 f Ó k U S 22. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.