Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Síða 5
4 fókus y j k a n 29. se Pt ember tll 5. október ■Li-fJLð. Sjailanum ísafiröi í kvöld. Það verður sko grúví kænd of luv á ísafirði í kvöld. ■ JÓN OG BJARNI EN HVAB ER JÓN ODDUR ? Jón Oddur verður fjarri góðu gamni í kvöld í Egilsbúð I Neskaupstað, því það verða tón- skólasjarmörarnir Bjarni Freyr og Jón Hilmar sem verða i svakastuði í Stúkunni í kvöld. Jón og Bjarni klikka seint og munu halda merkjum Jóns Odds á lofti. ■ LAUFSKÁLARÉTTARBALL í KVÓLD Staður inn í kvðld er án efa Höfðaborg, Hofsósi. Það verður laufskálaréttarball og munu Heiðurs- menn, Kolbrún og Stefán P halda uppi fjörinu. ■ PAPASMELLIR MEÐ PÖPUNUM Hljóm sveitin Papar spilar á Sjallanum á Akureyri í kvöld. Spurning hvort þeir taki smellinn góða „Papa was a rolling stone” eða kannski „Papa don¥t preach”? ■ RÚNAR ÞÓR OG FÉLAGAR Hafnarbarinn á Þórshöfn er þekktur fyrir sín þrumuskot. I kvöld leika fyrir dansi Rúnar Þór og félagar. Búast má við því að heimamenni fjöl- menni og dansi fram eftir nóttu. ■ SKEMMTILEGASTA TÓNLIST SÍÐUSTU 50 ÁRA Diskórokktekið Skugga-Baldur spilar á Breiðinni uppá Akranesi í kvöld. Skugga-Baldur er skífuþeytir af bestu gerð. Reykur, þoka, Ijósadýrð og skemmtilegasta tónlist sfðustu 50 ára verður leikin. •Leikhús ■ MEÐ FULLRI REISN Leikritið Með fullri reisn er sýnt í Tjarnarbíói kl. 20:30 í kvöld. Uppselt. Miðapantanir í síma 561 0280. ■ SEX i SVEIT í S'IÐASTA SINN Allra síðasta sýning á Sex í sveit I Borgarleikhúsinu I kvöld kl. 19. ■ STORMUR OG ORMUR Barnaeinleikurinn Stormur og Ormur verður sýndur í Kaffileikhús- inu I dag kl. 15:00. Þetta er 10. sýning ein- leiksins. ■ SÝNINGUM FÆKKAR Leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness er enn sýnd í Þjóðleikhúsinu við góð- ar undirtektir. Sýningin er nýkomin frá Expo 2000 í Þýskalandi þar sem hún fékk einstakar viðtökur. Það er langur leikhúsdagur I dag og því báðir hlutarnir eru sýndir. Sýningafjöldi er takmarkaður. ■ SHOPPING AND FUCKING EGG leikhúsið sýnir í samvinnu við Leikfélag Islands í Nýlista- safninu verkið Shopping and Fucking í kvöld, kl. 20. Það eru G-kortin sem blíva í kvöld. ■ HELUSBÚINN BJARNI Bjarni Haukur er enn þá Hellisbúinn í íslensku óperunni. Sýning- in gengur enn fyrir fullu húsi. Holl lexía fyrir bæði kynin. Leikstjóri er Sigurður Sigurjóns- son. Sýning í kvöld kl. 20. •Kabarett ■ BACKGAMMON Á GRANDINU Það verður nóg um að vera á Grandrokk í dag þegar úrslit- in ráöast á íslandsmótinu í Backgammon, en keppnin hefur verið æsispennandi fram að þessu. Staða efstu manna fyrir lokaorrustuna er þannig að í 3. sæti er Róbert Harðarson skákmeistari, í 2. sæti er Jóhannes Jónsson. varaformaður Backgammonfélags Reykjavíkur en í því efsta er auðvitað kóngurinn sjálfur, for- maöur Backgammonfélags Reykjavíkur, drrrrrr... Grímur Grímsson. Þeir Grímur og Jó- hannes heyja úrslitaglímuna klukkan 14 en klukkan 15 hefst opið stigamót fyrir almenn- ing. Ójá. ■ DROTTNINGAR Á LOKAHÓFI Queen-sýning- in heldur áfram á Broadway í kvöld en einnig er haldið lokahóf KSÍ. Hljómsveitin Gildran mun síðan leika fyrir dansi. Það má búast við því að það verði fleiri en ein drottning á dans- gólfinu í kvöld. •Opnanir ■ GUÐMUNDUR í STÖÐUKOTI Guðmundur W. Vilhjálmsson opnar málverkasýningu i Stöðlakoti, Bókhlöðustig 6, i dag. Þetta er fimmta einkasýning Guðmundar. Á sýningunni eru vatnslita- og pastelmyndir. Opið alla daga frá 14 -18. Sýningunni lýkur 15. október. ■ MÁLVERK í HAFNARBORG í dag kl. 16:00 veröur opnuö í Hafnarborg i Hafnarfirði sýning á málverkum Þorbjargar Höskuldsdóttur. Sýn- ingin stendur til 16. október og er opin alla daga nema þriðjudaga frá 12 til 18. ■ NORRÆN SKARTGRIPASÝNING í dag kl. 16:00 er opnuð sýning í Hafnarborg á verkum norænna skartgripahönnuöa. Að sýningunni standa fimm ungir listhönnuðir frá Finnlandi, Sviþjóð og íslandi. Sameiginlegur áhugi þeirra er að gera áhorfandann að þátttakanda i sýn- ingunni þannig að skoðandinn hafi möguleika á að snerta og prófa skartgripina. Sýningin stendur til 16. október og er opin alla daga frá 12 -18, lokað á þriðjudögum. ■ SIGURÐUR ÁRNI HJÁ SÆVARI Siguröur Árni Sigurðsson opnar sýningu í Gallerii Sævars Karls i dag kl. 14. Sýningin verð- ur til 20. október og er opin á opnunartíma versl- unarinnar. I • #• áré þ- ® • é • • • # 01 tí- & Hl ÍHH ■ TEIKNINGAR KATRÍNAR BRIEM i dag kl. 15 er opnuð sýning á teikningum Katrínar Briem i safninu i kjallara Skáiholtsskirkju. Myndirnar eru unnar viö sálma og Ijóð Valdi- mars Briem og birtust þær í nýútkomnu riti Guðfræðistofnunar Háskóla íslands. Sýningin er opin frá kl. 10 -18 alla daga og henni lýkur 30. nóvember. ©Síöustu forvöö ■ FANTASI DESIGN í dag lýkur sýningunni Fantasi Design i Gerðubergi. Þetta er samnor- ræn sýning á hönnun og uppfinningum barna og unglinga. Á sýningunni eru hlutir frá Rnn- landi, Svíþjóð, Danmörku og fslandi. Sýningar- gripir eru rúmlega 50 og þar af 18 íslenskir. Á sýningunni má sjá hluti eins og Bakteriusím- ann frá Danmörku en hann gerir tjáskipti við bakteríur möguleg og er þannig mikilvægt inn- legg í læknavisindin. Fantasi Design hefur þeg- ar verið sett upp I Kalmar í Svíþjóð og í Helsinki, þar sem hún var hluti af dagskrá Helsinki - menningarborg árlð 2000 sem er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Þema Fantasi Design er hönnun barna fyrir nánasta umhverfi sitt. Fantasi Design er hluti af dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evr- ópu árið 2000. ■ INNANSTOKKSMYNDIR I dag lýkur mynd- listarsýningu í ListasafniBorgarness sem ber yfirskrifina Innanstokksmyndir. Þar sýna þeir Ólafur Sveinsson og Jóhannes Dagsson akrýl- og olíumyndir sem fjalla um manngert um- hverfi sem tíminn og minnið hafa leikið um áður en skrásetning (mynd á striga) á sér stað. Með þessari nýju framsetningu koma þau öfl sem á fyrirmyndina hafa verkað fram og verða jafn áþreifanleg og hlutirnir sjálf- ir.Ólafur er búsetur í Eyjafirði en Jóhannes I Aö- aldal og hafa þeir báðir stundað nám við Myndlistarskólann á Akureyri og víðar. Þeir hafa haldið ýmsar sýningar viða um land og er- lendis, meðal annars héldu þeir samsýning- una Konur i Safnahúsinu á Húsavík 1998. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar. Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi, og verður sýningin opin þegar það er opið, 13- 18 virka daga og 20-22 á fimmtudagskvöld- um. Sýningunni lýkur í dag. ■ UÓSMYNDIR í HÁSKÓLANUM í tilefni af sextiu ára afmæli Aðalbyggingar Háskóla ís- lands á þessu ári var efnt til Ijósmyndasam- keppni um bestu Ijósmyndir af aðalbyggingu skólans I samvinnu við Ljósmyndarafélag ís- lands. Ljósmyndasamkeppnin var hugsuð til að minnast Guðjóns Samúelssonar, en ekki síður til að styrkja vitund starfsmanna Há- skólans og annarra um það listaverk sem há- skólabyggingin er, i stóru, en ekki siður í smáu. Alls bárust sex tillögur í keppnina með tuttugu og þremur myndum. Myndirnar eru til sýnis í fordyri hátiðasalar Háskólans. Sýning- unni lýkur í dag. ■ MYNDIRNAR HENNAR SIGGU í dag lýkur Ijósmyndasýningu á vegum Byggðasafns Hafn- arfjarðar og íslandsbanka. Sýningin kallast „Bærinn minn“ og er í nýju húsnæði bankans að Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta eru myndir úr eigu Sigríðar Erlendsdóttur. Myndir þessar hafa ekki áður komið fýrir sjónir almennings. Sigríðurvaráhugamanneskja um Ijósmyndirog eftir hana liggur fjöldinn allur af filmum og Ijós- myndum sem með leiftrandi hætti bera vitni um sýn Sigríðar á bæinn sinn og fólkið sem hann byggði. Sýningin er opin á sama tíma og bankinn. ■ VAXMYNDASÝNING í dag lýkur sýningu á vaxmyndum í Byggðasafni Hafnarfjarðar. •F undir ■ VENERABLE KELSANG LODRÓ Kelsang Lodrö er enskur búddamunkur og einn af reyndustu kennurum Kadampa-búddisma. Hann hefur iökað búddisma I nær 15 ár og er kennari hjá stærsta menntasetri Kadampa- búddismans á Suður-Englandi. Hann mun halda fýrirlestur i dag um Kadampa-búddisma kl. 15 til 16.30. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verðurisal Guðspekisamtakanna, Hverfisgötu 105, 2. hæð. Allir velkomnir og ekkert þátt- tökugjald. Bí ó ■ JÓN GNARR FER Á KOSTUM Jón Gnarr fer á kostum sem taugaveiklaur kvikmyndagagn- rýnandi í stykkinu Panódíl fyrir tvo. Sýningin er í Loftkastalanum og hefst kl.20. ■ NÓRDH) HANN JÓN Uppistandið hans Jóns Gnarr, Ég var einu sinni nörd, er sýnt á fjölum Loftkastalans i kvöld kl.23. Stórmyndin Scary Movie er frumsýnd í kvöid í Regnboganum, Stjörnubíói, Laugarásbíói, Nýja bíói í Keflavík og Borgarbíói á Akureyri. í myndinni er heldur betur gert grín að unglingahryllingsmyndunum. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að guUfalIeg stúlka er myrt og misgáfulegir skólafélagar hennar komast í framhaldinu að þvi að morðingi gengur laus á meðal þeirra. Aðalhetjan er Cindy Camp- bell en með henni fylgja vinir hennar sem bera álíka skemmtileg nöfn og Buffy, Brenda, Bobby og Shorty. Hættan er svo sannarlega fyrir hendi og ekki aðeins þurfa þau að verjast blóðugum morðingja heldur er fréttamannsskúrkurinn Gail Hailstrom alltaf að angra þau. Ójá, þetta hljómar óneitanlega kunnuglega en eftir því sem líður á ævintýrið hafa fjölmargar þræl- fyndnar og furðulegar uppákomur áhrif á framvinduna, þannig að úr verður allsherjar skemmtun. Og án þess að þess þurfi að geta er auðvit- að verið að gera grín að myndum eins og Scream, Sixth Sense, The Matrix, I Know What You Did Last Summer og Blair Witch Project. Horfði á of margar hryll- ingsmyndir Leikstjóri myndarinnar er Keenen Ivory Wayans og segir hann að eftir að hafa horft á of margar nýlegar hryllingsmyndir hafi hann ákveðið að taka þetta fyrirbrigði fyrir. Reyndar vill hann meina að i myndinni ráðist hann á fleiri tegundir bíómynda og Scary Movie sé margslungið skemmtifyr- irbrigði. Það voru reyndar bræður hans, þeir Shawn og Marlon, sem sömdu handritið að myndinni. Fyrsta myndin sem Keenen Ivory leikstýrði var I’m Gonna Get You Sucka en þar skrifaði hann einnig handritið auk þess að leika i mynd- inni. Hið sama gerði hann með A Low Down Dirty Shame, hann lék í The Glimmer Man auk þess sem hann framleiddi hina prýðilegu vit- leysu Don’t Me a Menace. Glæsikvendi Meðal helstu leikara í myndinni eru þeir bræður Shawn og Mar- lon Wayans. Shawn á að baki meðal annars Don’t Be a Menace og lék Marlon einnig i henni. Mar- lon á svo miklu betri feril að baki, myndir eins og Mo’ Money, Above The Rim, The Sixth Man og Sensel- ess. Aðrir leikarar í Scary Movie eru meðal annars Shannon Elizabeth sem lék frjálslynda skiptinemann i American Pie, Cheri Oteri, sem leikið hefur í Inspector Gadget og Saturday Night Live, Jon Abra- hams úr Outside Providence, Lochlyn Mxmro sem var í Dead Man on Campus auk hinnar stór- glæsilegu Carmen Electra. Electra startaði ferlinum í hinum stórgóðu og sívinsælu Strandvörðum en hún hefur siðan m.a. tekið að sér hlut- verk í Baywatch Nights auk þess að taka við af Jenny McCarty í Singled Out á MTV. En hún er nú kroppur eins og allir í myndinni og er þá ekki tilgangnum náð? Kynþokka m J æt *' \* Fókus, Vísir.is, FM9|7 og dreifingar- aðilar Playboy á álandi efna til alvöru Playboy-par#s á Skugga- barnum í kvöld. ;,i 4P ■ ■ll«u)i Tuiicir Skipuleggjendur gleðskapsins eru þær Helga Sóley Viðarsdótt- ir og Elísabet Ásgeirsdóttir. „Heildarsvipurinn á kvöldinu er íslenskur kvenkynþokki og við ætlum með þessu að reyna að kynna kynþokka íslenskra kvenna á réttan hátt. Þetta verður mjög elegant kvöld, enda ekki annað hægt þegar yfirskriftin er kynþokki", segir Helga Sóley, annar skipuleggjenda veislunnar. Dagskrá kvöldsins er mjög spenn- andi og munu ekta Playboy-kan- ínur taka á móti gestum með freyðandi kampavíni rétt fyrir klukkan ellefu. Á bamum verður * boðið upp á sérstakan Playboy Martini drykk. Kynnir kvöldsins er Vignir F. Ágústson, sem er betur þekktur sem Lóttokynnir- inn. Það verður undirfatasýning frá Ég og þú, svo verður valin kynþokkafyllsta konan i salnum, eða Bunny of the night, og eru stelpur eindregið hvattar til að ^ taka þátt í því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.