Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Page 5
Björn Jörundur hefur komið víða við. Svo eitthvað sé nefnt var hann einn meðlima Ný danskrar, lék eftirminni-
lega í kvikmynd Óskars Jónassonar, Sódómu Reykjavík og nú síðast í kvikmyndinni Englum alheimsins.
Einnig hefur sést til hans á skjánum, nú seinast sem stjórnandi spjallþáttar á Skjá einum. Á næstunni mun
Björn gefa út plötu með félögum sínum í LUXUS. Þorgerður Agla Magnúsdóttir tók Björn tali.
sömu engjum
Aöspurður um þáttinn segir
Bjöm hann vera eins og spjallþætt-
ir eru yfirleitt: „Meö gamanívafi,
skemmti- og músíkatriðum. Ég tók
við honum í haust og er þriðji um-
sjónarmaðurinn. Útiitið hefur ver-
ið að breytast og reynt hefur verið
að gera hann betri hægt og rólega.
Það er náttúrlega ekkert leyndar-
mál að þetta er ameríska módelið.
Það er tekið og reynt að laga það að
okkar möguleikum með miklu
minna stúdíói og miklu minna
„budgeti“.“ Bjöm hefur hingað til
stjómað fjórum þáttum og meðal
annars talað við Gísla Rúnar, Þór-
unni Lárusdóttur, Helga Bjöms
og Bubba Morthens. Viðfangsefn-
ið fer eftir því hvað er í gangi
hverju sinni. „Það er misjafnt eftir
vikum hvað er í gangi og hvað er
skemmtilegt að gerast. Nú eru til
dæmis leikhúsin að hellast yfir.“
Bjöm byrjaði fyrst hjá Skjá ein-
um í þættinum Út að borða. „Svo
var þátturinn heimfærður upp á
sumarið og gerður aðeins öðruvísi.
Þá var farið út að grilla sem er í
raun svipað þessu. Þetta griilvesen
var auðvitað ekkert annað en um-
búðir um spjallþátt. Þetta virkaði
ágætlega og urðu til margir mjög
vel lukkaðir þættir. Svo voru aðrir
misjafnir eins og gengur. Viðmæl-
endurnir eru alltaf mikilvægur
hluti svona þátta.“
Palesander mælaborð
Núna er Bjöm á fullu að vinna í
plötu sem væntanleg er á næst-
unni.
Þetta er önnur sólóplatan þín,
ekki satt?
„Fyrsta sólóplatan mín kom út
‘94. Þar var ég einn í þessu með
nokkra menn mér til aðstoðar. Ég
ætlaði að gera sólóplötu núna en ég
fékk svo helvíti góðan hóp með mér
og þetta „funkeraði" svo vel að við
unnum þetta miklu meira eins og
hljómsveitarplötu. Þannig að það
sem upphaflega var unnið sem
sólóplata endaði sem nýtt band.
Með mér eru Stefán Már Magnús-
son gítarleikari, Guðmundur Pét-
ursson gítarleikari, Haffi,
trommari í SSSól, og Jón Ólafs-
son.“ Hljómsveitin hefur fengið
nafnið LUXUS. „Eftir miklar
vangaveltur komumst við niður á
þetta nafn. Það er jákvætt og íburð-
armikið, Palesander mælaborð."
Lögin á plötunni eru þó öll eftir
Bjöm sjálfan.
íslenska arfleifðin
Hvernig tónlist er þetta?
„Þar sem þetta eru lög eftir mig
er þetta ekkert langt frá mínum
lagasmíðastíl. Þetta er bara rökrétt
þróun á þeim engjum. Það er rosa-
lega erfitt að skilgreina eigin tón-
list. Skilgreining á tónlist yfirleitt
er rosalega erfið. Ég hef því bara
sagt að þetta sé poppmúsík með gít-
urum. Það eru tveir gítarleikarar i
bandinu sem er sjaldgæfara i dag
en það var héma í den. En það gef-
ur óhemjumikla vídd að hafa að-
gang að tveimur gítarsnillingum."
Vinna við plötuna hefur nú staðið
yfir í fjórar vikur. Efnið á plötunni
segir Bjöm allt vera nýtt. „Þetta er
allt nýtt nema eitt lag, Heaven
Knows, sem ég gerði með Emil-
iönu Torrini fyrir leikritið Veð-
málið. Lagið hvarf einhvem veg-
inn á þeirri plötu en mig langaði
alltaf að eiga það einhvers staðar.
Þetta er allt öðmvísi útgáfa á lag-
„Það er rosalega erfitt að skilgreina eigin tónlist. Skilgreining á tónlist yfirleitt er rosalega erflö. Ég hef því bara sagt
að þetta sé poppmúsík með gíturum."
inu.“ Fyrir utan þetta eina lag er
efiiið allt frá því í sumar. í þetta
sinn yrkir Bjöm á ensku og segir
það vera til að auka möguleikana á
erlendum mörkuðum.
Varstu búinn að hugsa um það
lengi aö gera aöra plötu?
„Já, já. Ég var löngu búinn að
ákveða að gefa út plötu á þessu ári.
Ég ætlaði að vera kominn af stað
með hana miklu fyrr. Ætlaði í raun-
inni að vera búinn með hana í sum-
ar. En svo bara er það þannig á fs-
landi að maður er alltaf jafnupptek-
inn. Þetta er íslenska arfleifðin.“
Appelsínugulbrúnn með
afíftað hár
Það er ekki nóg með að Bjöm sé
í tónlistinni og sjónvarpinu, hann
hefur líka nóg að gera í leiklistinni.
„Það eru væntanlega fjórar
myndir sem ég leik í. Sú fyrsta
heitir Ikingut (sem þýðir vinur á
grænlensku) og er í leikstjórn
Gísla Snæs Erlingssonar. Þetta er
fjölskyldumynd um litinn græn-
lenskan strák sem kemur til ís-
lands. Þar leik ég vondan og vit-
lausan sýslumann. Önnur myndin
er Villiljósi eftir handriti Huldars
Breiðfjörð sem leikstýrt er af
fimm ólíkum leikstjórum. Þar leik
ég, undir stjóm Dags Kára Péturs-
sonar, likbílstjóra sem talar við
páfagaukinn sinn meira en
nokkum annan. Hann er með páfa-
gaukinn með sér alla myndina.
Þetta er mjög forvitnileg mynd og í
henni spila stór hlutverk páfagauk-
urinn og draugur einn. Dagur Kári
er mjög sniðugur og gaman að
vinna með honum, afskaplega
flinkur leikstjóri."
Einnig var Bjöm í sjónvarps-
mynd eftir Ólaf Hauk Símonar-
son sem Ríkissjónvarpið gerði.
Sú nefnist Bílasalan Bjallan og
er í leikstjóm Lárus Ýmis Ósk-
arssonar. „Þar lék ég bílasala. Til
að leika hann var ég sendur í
Ijósatíma og aflitun á hárinu. Ég
gekk því um í heilan mánuð með
aflitað hár og appelsínugulbrúnn í
framan. Það var mjög erfitt því
það talaði enginn við mig um neitt
nema af hverju hárið á mér væri
svona. í mánuð átti ég því ekki
samtal við einn einasta mann
nema um hárið á mér og það var
engan veginn nóg. Ég er ennþá að
svara fyrir þetta hár.“
Monster
Fyrri stuttu stóðu yfir tökur á
amerísku kvikmyndinni Monster.
Hal nokkur Hartley er leikstjóri
þeirrar myndar. Hal er vel þekkt-
ur bandarískur leikstjóri þótt
kvikmyndir hans geti seint flokk-
ast undir svokallaðar „hollívúdd-
myndir". Meðal erlendra leikara í
myndinni má nefna JuUe
Christie og Helen Mirren.
Nokkrir íslenskir leikarar voru
fengnir til að leika í senum sem
teknar voru hér á landi. Þar á
meðal var Bjöm Jörundur.
„Ég lék þorpsbúa sem býr í af-
skekktu þorpi nyrst á íslandi. Þar
er mjög furðulegt fólk. Amerísk
stúlka kemur til landsins og lend-
ir í að umgangast þetta fólk. Ég
lék ungan dreng sem verður mjög
hrifinn af stúlkunni." Bjöm segir
heiminn sem birtist í Monster
ólíkan öllum raunveruleika sem
við þekkjum á íslandi. „Þetta er af-
skaplega grátt og eymdarlegt tré-
kofaþorp. Þetta er bara „fiction“-
vitleysa." Tökur fóru fram á
Reykjanesi og stóðu í viku.
Hvernig fór valiö á leikurunum
fram?
„Hal horfði á nokkrar íslenskar
myndir og talaði við fólk. Ég var
svo beðinn að koma og tala við
hann. Hann spurði mig hvort ég
mætti vera að þessu og ég var
náttúrlega afskaplega upp með
mér.“
Hyernig er Hal Hartley?
„Ég bjóst við aðeins meiri
erkitýpu. En þetta er bara mjög
„down to earth“, þægilegur og
venjulegur gæi.“ Hartley er New
York-búi og segir Bjöm að hann
vinni allar sínar myndir þar.
Aukin fjölbreytni
Fyrir utan allt sem á undan er
talið er Björn að leika í Draumi á
Jónsmessunótt í Þjóðleikhús-
inu. Aðspurður segir hann leik-
húsvinnuna mjög ólíka vinnu í
tónlist og kvikmyndum.
Bjöm segist fyrst og fremst líta
á sig sem tónlistarmann. „Ég lít á
mig sem leikara þegar ég er að
leika, ekki þegar ég er ekki að
leika. Þetta er spuming um að
hafa val um að gera eitthvað fleira
en eitt. Það er mjög erfitt að lifa á
því að vera eingöngu tónlistar-
maður, sömuleiðis er erfitt að lifa
á því að vera eingöngu leikari. Það
er ágætt að samtvinna þetta og
það gefur lifinu aukna fjölbreytni.
Ég held að ég sé bara mjög hepp-
inn að hafa nóg að gera.“
Að lokum vill Bjöm leggja rika
áherslu á að fólk kynni sér hljóm-
sveitina LUXUS og væntanlega
plötu sveitarinnar.
6. október 2000 f ÓkUS
5