Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Side 9
Sólveig Kristbjörg
Bergmann
„Lenti í erfiðri aðstöðu þegar hún þurfti að taka
við af Sigursteini Mássyni, það er pressa á stelp-
unni, en hún stendur sig vel."
„Hún er algjörlega búin að taka upp raddbeitingu
Sigursteins."
„Mér þykir ekki sanngjarnt að bera fréttamenn Skjás eins við hinar
stöðvarnar, þeir eru bara að keppa I allt annarri íþróttagrein."
Logi Bergmann
Eiðsson
„Langeðlilegastur á Rúvinu. Er alvörugefinn
fréttamaður, en getur líka slegið á iétta strengi,
eins og hann hefur sýnt.
„Sjarmör sjónvarpsins. Rosalega flottur, en læt-
ur það ekki stíga sértil höfuðs."
„Það sést á honum að þetta er vingjarnlegur náungi og hann hefur víst
góð áhrif á móralinn á fréttastofunni."
Þór Jónsson
„Vandaður fréttamaður og leggur sig fram."
„Hann er hallærislegur, en tónar skemmti-
lega."
„Held að hann sé góður fréttamaður, maður
treystir því sem hann segir."
„Hefur verið í lögfræðitengdum málum og
hefur þennan júritiska þankagang."
„Hann hefur engin áhrif á mig, bara er þarna
og gerir sín stykki."
Árni Snævarr
„Holdgervingur æsafréttamennskunnar í sjón-
varpi."
„Hann gengur samt á eftir hlutunum og lætur sig
ekki, væri góður svona 60 minutes gæi."
„Rosalega skýr, greindur náungi."
„Maður með svona nafn, Snævarrrrrr, hann verð-
ur að standa sig og hann gerir það."
Gísli Sigurgeirsson
„Persónulegur fréttamaður, eins og þeir eru
margir úti á landi."
„Fær svolltið að leika lausum hala og kryddar
fréttirnar skemmtilega."
Haukur Holm
„Týpan sem maður gleymir auðveldlega hvað heit-
ir.“
„Fellur vel inn í bakgrunninn hjá Stöð 2."
„Ég væri til í að Svavar tískulögga mundi gefa sér
meiri tíma með honum og sleppa nokkrum mínút-
um með Telmu Tómasson."
Jón Gunnar
Grjetarsson
„Held að hann sé fínn náungi og margt sem
hann gerir er ágætt."
„Eina sem ég er ekki hress með er að hann er
sonur Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, og
mér finnst ekki viðeigandi að hann fjalli um mál
tengd ASÍ, eins og mér hefur sýnst hann gera."
„Meðalmaður í fréttamennsku."
Ómar Ragnarsson
„Hann er bara í sinni deild, þekkir hverja einustu
þúfu á landinu og alitaf að.“
„Fer stundum offari og fréttirnar litast mjög af
skoðunum hans.“
„Eini fréttamaðurinn sem kemst upp meö svona
svakalega hlutdrægni á RÚV."
„Góður á slnu sviði, en hefur sín takmörk."
„Hress og skemmtilegur og maður fær ekki leið á honum, þó hann
sé búinn að vera lengi að.“
„Hann er brjálaður, en mjög skemmtilega brjálaður. Ætli hann sé ekki
otvirkur?"
Bogi Ágústsson
„Greindur og traustur fréttamaður og trúverðug-
leiki hans er mikill."
„Fer of langt I þessari RÚV-alvöru. Ég held að
hann sé skemmtilegur utan vinnu, en er allt of
stífur á skjánum. Gengur meira segja of langt I
skýrmælgi. Menn eiga að tala ofsalega skýrt á
Rúvinu, en hann bara ber fram hvern einasta
staf. Ég mundi ekki vilja heyra hann tala frönsku. Ekki einu sinni Gunn-
ar Eyjólfsson ber svona fram."
„Kjölfestan á RÚV, en yrði að létta aðeins á sér."
„Minnir alveg óstjórnlega mikið á fréttamanninn úr Prúðuleikurunum,
Örninn."
Óli lynes
„Svolítið litlaus fréttamaður, þrátt fýrir að vera
alltaf brúnn."
„Tekur augljósar fréttir og líður fyrir samanburð-
inn við Ólaf Sig. á RÚV."
Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir
„Hún er framúrskarandi lesari og ágætis frétta-
maður, en ég held að gallinn við hana sé sá að
hún vilji ekki vera vond við neinn."
„Góð í að lesa af blaði, en hún er til dæmis
hræöileg þegar á að skipta úr fréttum yfir í
íþróttir eða veður, þá stífnar hún upp."
„Besti kvenlesarinn, eiginlega betri en Hirst.”
Telma Tómasson
„Góð í viðtölum"
„Helst til tilgerðarleg, mjög slæm með Sigmundi
Erni."
„Huggulegasti fréttamaðurinn á Stöð 2."
Páll Magnússson
„Páll er vingjarnlegur og þægilegur. Hann er með
fína rödd og les vei."
„Er óhræddur við að taka á stjórnmálamönnun-
um og er búinn að vera svo lengi í bransanum að
hann virðist vita hvenær viðmælendur eru að
Ijúga."
„Töff, svona eins og bestu bandarisku fréttamennirnir."
Magnús Hlynur
Hreiðarsson
„Er það þessi hræddi? Eg hef einu sinni séð
hann lesa í fimmfréttunum, og ég héf aldrei séð
skelfdari manneskju, hann var bara dauðskelkað-
ur. Ég hélt að hann ætlaði að geispa golunni I
beinni útsendingu."
„Hann er aðallega í því að sinna því sem gerist fyrir austan fjall og það
er nú ekki svo mikið. Svolítið I því að taka viðtöl við ærnar."
„Mig grunar að það sé svoleiðis með fréttamenn úti á landi, að það sé
aldrei sagt nei við þá. Þeir koma bara með sína mánaðarlegu frétt og
hún er birt."
Edda Andrésdóttir
„Góð fréttakona og mjög viðkunnanleg. Samt
etthvað tilgerðarlegt í henni."
„Ég flla hana."
Helgi H. Jónsson
„Ég kann ekki vel við fréttirnar hans. Þær eru
einhæfar og leiðinlegar."
„Hann er ekki með þetta „touch", eins og Logi
og Bogi."
„Þegar Þröstur Emils fór og Helgi E. þá hefðu
þeir mátt taka þennan Helga með."
„Hann er fastur I gamla tímanum, of mikill RÚV-
maður og reynir ekkert að hressa upp á fréttirnar. Þó að menn gang-
ist ekki í upp í æsifréttamennsku er hægt að gera þær betur."
Hörður Vilberg /
..Rla hann áeætleea. hann er alltaf á A-
„Rla hann ágætlega, hann er alltaf á
vettvangi."
„Líflegur og skemmtilegur."
„Býr til sniðugar fréttir."
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
/ >7 _ •
„Rosalega góður penni, en einhver mesti tilgerð-
arnagli sem ég hef séð fyrir framan myndavél."
„Það er eitt sem fer ógeðslega í taugarnar á mér.
Þegar frétt er búin þá verður Sigmundur alltaf að
koma með eitthvað komment, bara eitt orð. Ef
það er verið að fjalla um bílslys, þá segir hann: svakalegt, og ef það er
einhver leikskólafrétt þá segir hann: gaman að þessu."
„Hann er svona eins og karlremba sem verður að eiga síðasta orðið I
öllu."
„Svona litlir taktar geta magnast upp innra með manni og allt I einu er
viðkomandi orðinn óþolandi."
„Skeleggur I viðtölum."
Elfn Hirst
„Elín er kvenskörungur."
„Frábær fréttamaður. Dálítill „skúbbari", fyrst
með fréttirnar."
„Hún er lagleg og vel til höfð, sem skiptir máli."
„Hún kann að mála sig, en hún málar sig of mik-
ið. Hefur skemmtilegt bros þegar eitthvað fer úr-
skeiðis og er eiginlega sú eina sem stenst
pressuna þegar slíkt kemur upp á.“
Ólafur Sigurðsson
„Hann er ekkert sætur, frekar feitur og óskýr-
mæltur, en samt einn sá besti á sínu sviði."
„Vantar bara framburðinn. Samt merkilegt hvað
honum tekst að halda athyglinni hjá manni."
Sigmar
Guðmundsson
„Sigmar er algjörlega með þetta, greinilega alinn
upp af þessu létta gengi á RÚV, Loga, Boga og
Gísla Marteini."
„Skemmtilegur og hress, kemur vel út í frétta-
mennskunni, en hann var líka skemmtilegur í út-
varpinunu áður."
„Hann vandar til verks og kemur vel fyrir, enda gamall ræðumaður."
Wl ' -
• -i
Vilhjálmur Goði
„Algjört disaster t fréttunum."
„Hann er frábær skemmtikraftur og
húmoristi, en passar ekki I fréttunum."
„Það getur varla hjálpað fréttastofunni að
hafa hann þarna inni, þegar hann sér um grin-
þátt á sama tíma."
Eggert Skúlason
„Hann er mjög dramatískur"
„Veður í hlutina og er voða ákveðinn í lopapeys-
unni sinni."
„Hann er ábyggilega í bridsklúbbi meö Sigmundi
Erni, þar sem þeir dramatísera hlutina, en ég
held að hann sé óhræddur töffari."
„Ég nota mutetakkann þegar hann birtist á
skjánum."
6. október 2000 f ÓkUS