Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Page 11
Alls konar sambland af hip-hop og soul-tónlist hefur verið vínsælt undanfarin ár með listamönnum eins
og Erykah Badu, D’Angelo, Kelis, The Roots og Common. Trausti Júlíusson kynnti sér nokkra
af nýliðunum í þessari tónlist vestanhafs.
Ferskir soul-vindar úr vestri
Súpergrúppan Lucy Pearl: Raphael, Ali og Dawn.
Það er ekkert lát á vinsældum
soul- og hip-hop-tónlistar 1 Banda-
ríkjunum. Salan hefur aldrei verið
meiri. Auk gamalla kunningja hafa
ný nöfn verið að skjóta upp kollin-
um á undanförnum mánuðum.
Kikjum á nokkur þeirra.
Hver er Jill Scott?
Bandaríska söngkonan og laga-
smiðurinn Jill Scott er frá Phila-
delphiu. Hún er nýbúin að senda
frá sér sína fyrstu plötu en getur
samt ekki alveg talist til byrjenda.
Hún hefur getið sér gott orð sem
lagasmiður og hefur m.a. samið
fyrir The Roots, Common og Eric
Benet og sungið inn á plötur með
Common og Roots og ferðaðist með
þeim síðarnefndu á tónleikaferða-
lagi þeirra um Bandarikin og Evr-
ópu.
Plata Jill Scott heitir Who Is Jill
Scott? Words And Smmds Vol. 1 og
hefur verið að fá frábæra dóma
beggja vegna Atlantshafsins. Tón-
listin á plötunni er i þessum djass-
skotna og frekar rólega soul-stíl
sem einkennt hefur tónlist söng-
kvenna eins og t.d. Erykah Badu.
Henni hefur líka verið líkt við
djasssöngkonur eins og Billie
Holiday og Betty Carter.
Jill Scott byrjaöi ferilinn á því að
lesa upp eigin ljóð en var í kenn-
aranámi þegar hún slysaðist inn í
tónlistarbransann. Það var Quest-
love?, trommari The Roots, sem
heyrði hana lesa upp og fékk hana
í framhaldinu til samstarfs. Það tók
Jill Scott: Ný soul-stjarna.
hana ekki nema 10-15 mín. að
skrifa lagið You Got Me in The
Roots fékk einmitt grammy-verð-
laun fyrir það lag. Who Is Jill
Scott? er tvímælalaust ein af betri
soul-plötum ársins.
Súpergrúppan Lucy Pearl
Hljómsveitin Lucy Pearl hefur
fengið töluverða spilun undanfarið
með laginu Dance Tonight. Það er
fyrsta smáskífulagið af plötunni
þeirra í Lucy Pearl sem kom út í
sumar.
Lucy Pearl er sennilega fyrsta
r&b súpergrúppan. „Við erum eins
konar hip-hop Travelling Wil-
burys,“ segir Raphael Saadiq, að-
alhugmyndasmiður hljómsveitar-
innar. Lucy Pearl er skipuð þeim
Raphael, sem var áður í Tony Toni
Tone, Ali Shaheed Muhammad,
sem var í A Tribe Called Quest,
og Dawn Robinson sem áður var í
soul-popphljómsveitinni En
Vogue. Raphael er eins og áður
segir höfuð sveitarinnar. Hann
syngur, spilar á gítara og bassa og
semur texta og sönglínur. Ali sér
um upptökur, taktforritun, dj-ar og
spilar á bassa og gítara og Dawn
syngur og semur texta.
Platan þeirra hefur fengið frekar
misjafna dóma, það fylgir þeim
kannski þessi fræga bölvun
súpergrúppunnar. Þegar þú stefnir
saman nokkrum góðum einstak-
lingum úr virtum hljómsveitum þá
búast allir við svo miklu að útkom-
an stenst oft ekki væntingar. Það
Baatin úr Slum Village í góðri sveiflu.
er samt slatti af ágætum lögum á
plötunni. Þetta er svona grúví sam-
bland af hip-hop og soul.
Jay Dee og Slum Village
Bæði Jill Scott- og Lucy Pearl-
plötumar eiga það sameiginlegt að
þær eru að miklu leyti unnar af
meðlimum Soulquarians. Soulqu-
arians er hálfgert samfélag
pródúsera og tónlistarmanna sem
hafa framleitt margt af því besta í
hip-hop- og soul-tónlist undanfar-
inna ára. The Roots, Raphael og Ali
úr Lucy Pearl, Erykah Badu, Mos
Miðríkjarapparinn Nelly: Hot shit!
Def, Talib Kwali, Q-Tip, D’Ang-
elo, Common og Dead Prez eru allt
listamenn sem tilheyra Soulquari-
ans fjölskyldunni en stofnendur og
kjarni hennar
eru samt Questlove? trommari
The Roots, hljómborðsleikarinn og
pródúserinn James Poysner (báð-
ir unnu á Jill Scott-plötunni) og svo
snillingurinn Jay Dee sem er bú-
inn að gera það gott að undanfornu
sem upptökumaður og lagasmiður
á plötum D’Angelo, Common,
Pharcyde, A Tribe Called Quest og
The Roots. Soulquarians hafa
stefnuskrá og hleypa ekki hverjum
sem er inn í klíkuna. Þeir eru t.d.
yfirlýstir ofbeldis- og vopnaand-
stæðingar.
En Jay Dee er líka í eigin hljóm-
sveit. Það er Slum Village sem var
stofnuð i Detroit fyrir sex árum.
Slum Village er skipuð þeim Jay
Dee, sem rappar auk þess að
pródúsera og semja lög, T3, sem
semur texta, og rapparanum Baat-
in. Þeir voru að senda frá sér sína
fyrstu plötu, Fantastic Vol. 2, en
hún hefur verið að fá frábæra
dóma að undanfomu. Platan var að
vísu gerð fyrir tveimur árum en
vegna hræringa hjá stórfyrirtækj-
unum í plötuútgáfubransanum
tafðist útgáfa á henni þar til nú í
sumar. Hún endaði reyndar á óháð-
um útgáfum; Good Vibes gefur
hana út i Bandaríkjunum og
Wordplay í Bretlandi. Fantastic
Vol 2 var orðin mjög heit fljótlega
eftir að hún var gerð og skaut upp
á yfirborðið í mismunandi bootleg-<
útgáfum löngu áður en að opinbera
útgáfan kom út. Nokkrir af sam-
starfsmönnum Jay Dee koma fram
sem gestir á plötunni. Þ.á m. Jazzy
Jeff, Q-Tip, D’Angelo, Pete Rock,
Kurupt og Busta Rhymes.
Nelly og miðríkjarappið.
Að lokum er það rapparinn
Nelly. Platan hans, Country
Grammar, er ein af óvæntustu met-
söluplötunum vestanhafs á þessu
ári. Hún sat nokkrar vikur í röð í
fyrsta sæti bandaríska listans, allt
þar til nýja LL Cool J platan ýtti
henni af toppnum.
Nelly er gælunafn Cornells Hay-
nes jr. en hann er fyrsti rapparinn *
frá St. Louis sem slær í gegn. Lagið
hans, Country Grammar (Hot Shit),
varð mjög vinsælt í sumar og stóra
platan sem fylgdi í kjölfarið er kom-
in í þrefalda platínusölu og enn að
seljast grimmt. (Hún er núna í öðru
sæti á eftir Madonnu-plötunni
Music.)
Tónlistin á Country Grammar er
einhvers konar staðfærð útgáfa af
hip-hop. Þetta er frekar léttleikandi
og poppað og blandað blús- og djass-
áhrifum en St. Louis á ríka djass- og
blúshefð. Svo má líka heyra önnur t
áhrif, t.d. eru stáltrommur í sumum
laganna. „Við erum inni í miðju
landinu þannig að áhrifin koma alls
staðar að,“ segir Nelly. Takturinn á
plötunni er svolítið sérstakur, þetta
er einhvers konar dilli-rapp, maður
getur vel séð fyrir sér digrar svert-
ingjakonur hrista sig í góðum fíl-
ingi við þessa tónlist. Nelly rappar
líka með sterkum St. Louis hreim
og er stoltur af. „Það var alltaf gert
grin að því hvemig við tölum en nú
snýst það við,“ segir hann. Country
Grammar er plata sem lætur lítið
yftr sér í fyrstu en vinnur á við
frekari hlustun.
p 1 ötudómar
hvaöf fyrir hvernf Yt^aTrVy^cPil^ niöurstaöa
★★★★ Fiytjandi: Midfield General piatan: Generalisation Útgefandi: Skint/Skífan Lengd: 62.51 mín. Þetta er fyrsta breiðskífa Midfield General, sem er alter egó Damians Harris, stofnanda og aðaisprautu Skint-útgáfunnar. Skint er þekktust fyr- ir að vera útgáfan hans Fatboy Slim. Lagið Reach Out, sem notast við söng- brot úr lagi með Lindu Lewis, hefur vakið töiuverða athygli að undanförnu. Þessi tónlist ætti að höfða til sama hóps og hefur verið að fila Fatboy Slim á undanförnum árum. Þetta er ekta Skint-tónlist: Rott b!t, alls konar fönkí sömpl og allt klippt saman á snilldar- legan hátt. Damian nýtur aðstoðar annars Skint-listamanns á plötunni en það er Indian Ropeman. Samkvæmt kenningunni er big beat tónlistin búin að vera fyrir löngu síðan. Það er samt fullt af flottri tónlist af þeim meiði að koma út i Bretlandi þessi misserin, allt frá þessari plötu út í breakbeat tónlist frá útgáfum eins og Bochit & Scarper og Second Skin. Nóg að gerast.
$* Flytjandi: Toploader piatan: Onka's Big Monka Útgefandi: Sony/Skífan Lengd: 43.46 Breskt band með sína fyrstu afurð. Heljarinnar kokkteill sem í má greina Stevie Wonder og Jamiroquai, Stones, Supertramp og Black Crowes. En söngvarinn minnir hins vegar mikið á Steven Tyler úr Aerosmith á köflum, án þess það sé honum til framdráttar. Þetta er plata sem hlustað er á við ströndina! Blackpool. Að leiðarljósi hefur liklega verið að til- einka sér léttleika og gleði fönksins og nota afslappaða rokktakta til mótvæg- is. Hér eru pumpandi lög og hér eru ró- leg lög, þetta er ef til vill máliö i Naut- hólsvikina og þeir sem eru að spara geta kippt honum með á útsölu næsta vor. Eða ekki. Þeir reykja gras, sem er ólöglegt.
★ Rytjandl: BoyZ II Men piatan: Nathan Michael Shawn Wanya Útgefandi: Universal/Skífan Lengd: 63.29 mín. Boyz II Men er einhvers konar gæðaút- gáfa af strákabandi. Fjórir strákar sem GETA sungiö. Þeir Nathan, Michael, Shawn og Waya eru búnir að seija 34 miljónir platna síðan þeir stofnuðu sveitina áriö 1988. Vei grúmaðir strák- ar sem kunna að syngja. Hvað er hægt að biðja um meira? Boyz II Men hafa löngum verið sterk- astir í ballöðunum. ímyndið ykkur En- rique Iglesias sem samt gæti sungið. Þessi plata er samt meö aðeins hrað- ari lögum en þær fyrri. Þeir sem kunna að meta vel og mikið unnið popp ættu að leggja við hlustirnar. Boyz II Men eru frá Philadelphiu. Þeir voru áður fyrr gefnir út hjá þvi marg- rómaða fyrirtæki Motown Records. Þeir þykja sækja i söngsveitahefðina og gefa sig út fyrir að vera undir áhrif- um frá sveitum eins og Temptations og O’Jays.
★★ Rytjandi: LÍqUÍdO Platan: At the Rocks Útgefandi: Virgin/Skífan Lengd: 46.19 Þýskt band frá Heidelberg sem kann ensku og syngur þess vegna á henni. Tókst svo vel upp á sinni fyrstu plötu að íslensk alþýða söng hástöfum með laginu .Narcotic" allt síðasta sumar. Síðan hefur ekkert spurst til þeirra en hér er semsagt komin plata númer tvö. Ja, þetta fellur undir .Happy Go Lucky" geirann, svo slett sé allhressi- lega. Til hans tel ég bönd á borð við Wannadies, Weezer og þá að sjálf- sögðu Rentals. Hver þessara sveita hefur jú sínar aðferðir viö aö gera hlut- ina en eiga gleöigenið léttleikandi sameiginlegt, heilalaust og skemmti- legt. Einu sinni var stór veggur sem skipti Þýskalandi í tvo hluta. Þá leið öllum i öðrum hlutanum illa og öllum í hinum hlutanum, eða vonandi flestum, vel. Siðan kom góður vondur kall fram á sjónarsviðið, veggurinn var rifinn, og nú geta Liquido leikið fyrir söng og dansi hvar í Þýskalandi sem þeim sýn- ist.
Damian er búin að vera lengi með
þessa plötu í smíðum en hún er vel
biöinnar virði. Mjög vel heppnuö og
heilsteypt plata. Tónlistin er fjölbreytt,
lögin eru t.d. mishröð og miskraftmik-
il en hvert lagið er öðru betra og í
heildina er petta aö mínu mati mun
betri plata heldur en síðasta Fatboy
Slim plata. trausti júlíusson
Það alversta er að söngvarinn er leiö-
inlegur, ekki lélegur en leiðinlegur, og
það er eins og viö vitum alveg nög til
að eyðileggja plötu. Þaö vantar nokkr-
ar kryddtegundir I þessa blöndu, fönk-
hliðin er of hvít, semsagt ekki nógu
góð, og á köflum er þetta hreinlega
hallærislegt. Stöku titlar standa upp
úr en þeir eru hreinlega of fáir og langt
á milli þeirra. kristján már ólafsson
Vönduð og vel gerð leiðindi er kannski
besta lýsingin á þessari piötu. Þó aö
þaö sé búið að splæsa nokkrum af
bestu r&b pródúserunum I þetta og
greinilega sé hvergi til sparað þá er
niðurstaðan samt ótrúlega bragðlaus
og óspennandi plata. Harmóníur frá
helvíti.
trausti júlíusson
Þetta er ekki gott, alls ekki gott. Eftir aö
hafa hlustað talsvert á fyrri plötu sveit-
arinnar verö ég aö úrskuröa að hér fer
henni aftur bæði hvað varðar gæði og
hljóm lagasmíðanna. Einnig er Ijóst að
hljómabanki meðlima er ekkert of víö-
feðmur, lögin eru svo náskyld að þau
eru sum hver úrkynjuð. En þetta er
samt gleði... kristján már ólafsson
6. október 2000 f Ó k U S
11