Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 13
The Flaming Lips er ein þeirra hljóm- sveita er koma fram á Airwaves-tónleik- unum nú í október. Þetta er fornfrægt band, stofnað í Oklahoma-borg árið 1983 og hefur gengið í gegnum ýmsar mannabreytingar síðan. í dag er þetta tríó sem inniheldur stofnmeðlimina Wayne Coyne, sem syngur og spilar á gítar, og Steven Drozd á bassa og trommarann Michael Ivins. Þó svo band- ið sé ekki mikið þekkt hér á íslandi og hafi ekki gert stórkostlega hluti í sölu á heimsvísu hefur það fyrir löngu náð því sem kallast „cult status". Kristján Már Ólafsson tók upp tólið og bjallaði í Wayne Coyne sem sagði honum ýmis- legt athyglisvert um sveitina: sem við höfum, eiga svo trausta að- dáendur, því bandiö hefur alltaf snúist um að gera það sem okkur langar að gera. Við erum ekki nógu góðir til að gera neitt annað.“ Eftir því sem liðið hefur á spjall- iö hefur sú tilfinning ágerst að ég sé að tala við leikara sem ég get ekki munað nafnið á. Það leiðir þó hugann að söngrödd kappans, en lengi vel kynntu misvitrir útvarps- menn lag þeirra Race for the Prize sem Flaming Lips ásamt Neil Young. Þetta kemur honum ekki beinlínis á óvart en honum finnst hann ekki verður samliking- arinnar. „Fólk tcdar um þetta en þó svo ég ffli sumt það sem hann hefur gert þá hef ég aldrei reynt meðvitað að líkjast honum. Ef ég ætti að velja söngvara sem ég vildi líkjast þá myndu það líklega mestmegnis verða kvenmenn, til að mynda held ég mikið upp á rödd Bjarkar. En það er mikið hrós að vera líkt við Neil Young, hann er góður söngv- ari en ég ekki, ég endaði bara með að syngja og hef skánað en er samt slæmur." Lepai langað að koma til Islands Þegar talið berst að ættjörð okk- ar ismanna kemur uppúr dúmum að hann hefur lengi langað að koma hingað, forvitnin kviknaði jafnt og þétt eftir að hann flaug nokkrum sinnum yfir landið á ferð- um til Evrópu. „Ég sá bara snjó og svört fjöll og stóð mig að því að hugsa hvers lags fólk gæti eiginlega búið á þessari eyju. Þegar gengið var frá því að viö myndum spila á Airwaves þá * keyptum við litla bók og höfum veriö að stúdera aðeins." Fyrr en varir er hann farinn að spyrja mig út úr varðandi veðurfarið, hvort vetrarskammdegið sé skolliö á og hvort við höldum upp á jólin og hvort við gerum það þá í desember. Ég ranka við mér þar sem ég er far- inn að segja honum frá islensku jólasveinunum 13 og afræð að reyna að sveigja viðtalið aftur í minn farveg. Flaming Lips spila á lokakvöldi Airwaves og ég, hafandi heyrt til- komumiklar sögur af tónleikahaldi þeirra, verð að forvitnast ögn um það. „Við erum náttúrlega bara þrír og reynum þess vegna að flétta i* margt inn í til stuðnings og vikk- unar. Ég leik mér með flngraprúð- ur og risastórt Gong, við erum með skjá sem sýnir, ja, efni sem unnið hefur verið við tónlistina og til að skila sem stærstum hluta plötunn- ar þá notumst við við afspilun af bandi. Við sjáum þetta þannig að við gætum alveg staðið þama þrir og spilað stöfflð, án allra auka- hluta, en þetta á að vera skemmtun og því finnst okkur eðlilegt að nota allar leiðir til að magna upp það sem við erum að gera.“ Og það verður örugglega magn- *■ þrungið sjónarspilið þegar við fáum að upplifa þetta stórskemmti- lega band. Við kveðjumst með virktum og reiknum með að sjást á tónleikunum, eða ég reikna með að sjá hann, spurning hvort hann sér mig. Þegar ég náði sambandi við Wa- yne í Oklahomaborg, og nokkrum formsatriðum varðandi kynningu hafði verið fullnægt, þótti mér það ágætis útgangspunktur að forvitn- ast um hvort hann lifði á listinni. Það kom fljótlega i ljós að þarna er á ferðinni afskaplega almennilegur náungi og honum þykir ekki mikið mál að svala forvitni minni. „Við höfum það fint og þannig hefur það verið síðastliðin fimm ár eða svo.“ Það má ímynda sér að platan The Soft Bulletin spili rullu í því, allavega ef eitthvað er að marka gagnrýnendur sem vart héldu vatni. Wayne staðfestir það þó ekki að um milljónasölu sé að ræða. „Ætli hún sé ekki búin að selja einhver 250-300 þúsund eintök á heimsvísu. Engar milljónir en þetta er vel ásættanlegt. Það viröist vera mikið af tónlistaráhugafólki úti í hinum stóra heimi og það virðist besti áheyrendahópurinn að eiga.“ Heimurinn þarf ekki meira af skrýtinni tónlist Ég get ekki á mér setið að for- vitnast ögn meira um markaðsmál- in. Flaming Lips hafa verið hjá Warner bræðrum langleiðina í áratug og þegar stór samruni varð milli hljómplötufyrirtækja fyrir nokkrum árum kom upp orðrómur um að þeir yrðu ein þeirra sveita sem fengju að taka pokann sinn í meðfylgjandi niðurskurði. Svo varð þó ekki, i þetta skipti. „Ég held að þegar menn þrífast í þessu markaðssamfélagi þá sé alltaf áhyggjuefni þegar ekki er verið að selja mikið af plötum eða græða mikla peninga. í þessu til- felli þá held ég við höfum hreinlega verið heppnir þvi á þeim tíma leit út fyrir að við gætum farið að selja fullt af plötum og það hafi orðið til þess að við sluppum við fallöxina í það skipti. Þannig hefur það alltaf verið með okkur, þó svo margir hjá Wamer fili það sem við erum að gera og styðji okkur þá þurfa fyrir- tækin að græða peninga þegar öllu er á botninn hvolft. Ég get skilið það að heimurinn þurfi ekki meira af skrýtinni tónlist, fólk stendur í þessu vegna þess að það er að reyna að græða peninga, sem er í góðu lagi mín vegna.“ Heldur upp á rödd Bjarkar Talandi um skrýtna tónlist þá verður ekki hjá því komist að spyrja hvað honum geðjist best af eigin framleiðslu. Sú spurning vefst þó ögn fyrir honum. „Þetta eru nú ekki plötur sem ég hlusta mikið á ... ætli það séu ekki síðustu tvær, þær eru finar. Þegar ég hins vegar skoða eldri plötur, eins og kannski tíu ár aftur í tímann, þá finnst mér það ekki vera við leng- ur. Ég heyri þetta sem allt annað band og stend mig að þvi að hugsa eitthvað á borð við „hvað eru þeir að gera?“ Þetta erum samt bara við að gera það sem okkur langaði að gera á þeim tíma, eins vel og við kunnum á þeim tíma. Sem minnir mig enn og aftur á það hvað við erum heppnir að njóta þess fylgis 6. október 2000 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.