Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Side 14
í f ó k u s „Vér mótmælum allir.” Sjálfstæði islands er byggt á mótmælum; þjóðin á meira að segja að heita mótmælendatrúar. Það er fátt jafn hressandi og góð fjöldamótmæli. Að koma sam- an með skoðanasystkinum sínum á útifund og steyta hnefa að yfirvaldinu, öskra og láta í sér heyra. Mótmæli hafa verið í einhverri lægð eftir að blómabörnin fitnuðu. Smámæltir kommar hafa einir nennt aö lyfta mótmælaspjöldum og skokka til Keflavíkur af minnsta tilefnj. Neytend- ur á íslandi eru einstaklega líflausir miðað við aðrar þjóðír. Tökum Fransmenn sem dæmi. Þeir loka bara þjóðvegunum ef bensínið er hækkað með óeðlilegum hætti og standa á rétti sínum gagnvart atvinnurekendum. Nú virðist þó kom- inn eínhver mótmælahugur í fólk á ný og er það vel. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðis og einstaklingar eiga að nýta þennan rétt til að > halda því virku. Pólitfskar hreyfingar, félagasam- tök og jafnvel ellilífeyrisþegar eru farin að grípa til þessa skemmtilega ráðs til að vekja athygli á málstaðnum. ú r f ó k u s Strætisvagnar Reykjavíkur eru fyrirmyndar- ferðamáti úr fókus. Það nennir ekki nokkur kjaftur að hanga „kvenmannslaus I kulda og trekki" til þess að bíða eftir strætó sem virð- ist koma eftir dúk og disk. Almenningssam- göngur af þessu tagi henta íslendingum ákaf- lega illa. Fámenni, dreifð byggð, slæmt veður- far og Helgi P. virðast gera þjónustuna sein- virkari en vera skyldi. Samt þykir Heiga sjáif- sagt að allir nýti sér SVR og skilji bílinn eftir heima þó að sjálfur sjái hann sér það ekki fært. Það er döpur sjón að horfa á framlengd- an gulleitan Volvo silast eftir götunum hálf- tómur. Hvernig væri að veita námsmannaaf- slátt til að fylla þessi sæti, eða jafnvel að hætta bara þessari vitleysu? Að óbreyttu er ólíklegt að Reykvíkingar taki græna kortið fram yfir annars rándýran bensíndropa og leggi peninga í SVR með öðru móti en með óviljug- um framlögum f borgarsjóð, R-listanum til ráð- stöfunar. Það er Halldóra sem svarar þegar spurt er út í hlutverkaskipan milli hennar og Barböru. „Það skiptist þannig að ég hef æft karakter sem er konan á bak við fiflið. Hún finnur til með heiminum. Eina leiðin fyrir hana til að hafa áhrif á heiminn er að setja upp nefið hennar Barböru því Bar- bara er ófeimin að tala og segir alltaf satt. Konan sem er fiflið þarf nefið hennar Barböru til að geta sagt það sem henni ber að segja því hún hefur það vandasama starf að þurfa að segja satt.“ En henni er þá ekki refsað fyrst þetta er hennar starf? „Jú, jú, hún er stundum lamin því fólk reiðist henni fyrir að segja satt. Hún þarf því að fara varlega. En henni fyrirgefst margt því þetta er jú vinnan hennar. Þess vegna kann hún líka að vera diplómatísk. Barbara er hins vegar ekki jafn diplómatísk og missir sig stundum - gerir meira en konan á bak við fiflið myndi gera.“ En hvernig er aó vera fifl? „Það er eins og að vera í vist. Eins og að passa lítið barn, en barnið er kóngur sem ræður öllu. Fíflið þarf því að passa að barnið fari sér ekki að voða. Að vera íifl er líka svolítið eins og að vera nunna því maður afsalar sér hefðbundnu lífi fyrir starfið." Hvernig verk er Lér konungur? „Það er fyrst og fremst þriller og ævintýr. Á tímabili eru til dæmis fjór- ir karakterar uppi á heiði: flflið, Kent, Játgeir og Lér. Þrír þeirra eru í dular- gervum og þykjast vera eitthvað ann- að en þeir eru. Ég held að þetta verði mjög „djúsí“ og spennandi. Ég er alla- vega mjög spennt." Hvernig fékk Barbara hlutverk í sýningunni? „Þegar Gio (Guðjón Pedersen) réð mig til að leika þetta hlutverk sagðist hann hafa áhuga á að tala við Bar- böru og eiginlega ráða hana líka til að leika fiflið. Ég var mjög spennt því eðli Barböru er að taka hlutina og gera eitthvað ófyrirsjáanlegt við þá. En nú þarf ég að aga Barböru. Hún hefur mjög skýr fyrirmæli frá mér um að hún megi til dæmis ekki búa til sinn eigin texta. Það er stundum eríítt fyrir hana að sitja svona á sér. Þetta virðist ætla að ganga þó að það sé al- veg nýtt fyrir Barböru að ég, Dóra, sé frekar við stjórnvölinn en hún.“ Er ekki erfitt aó skipta svona um karakter í sifellu? „Þegar ég er með nefið er allt önn- ur orka í mér. Barbara er miklu örari en ég. Það er til dæmis erfltt fyrir mig að hlusta á leikstjórann með nefið á mér. Það hefur líka tekið sinn tíma fyrir mig að flnna út hvar ég þurfi orkuna hennar Barböru og hvar ég „Mér finnst þetta mjög gaman en þetta er líka mjög svona hættulegt af því að ef það mistekst, þá er það ömurlegt." lEI Halldora G dóttir leikk með hlutverk fíflsins í Shake- speare-leikritinu Lé konungi sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún er þó ekki ein um að leika fíflið því með henni deilir hlutverki engin önnur en trúð- urinn Barbara. ssi „Að vera fifi er svolítið eins og að vera nunna því maður afsalar sér hefðbundnu lífi fyrir starfið." eigi bara að vera konan á bak við fíflið.“ Halldóra viðurkennir að það sé mjög gaman að fást við hlutverk á þennan hátt. Aðspurð segist hún þó alls ekki vera fyrsta konan til að leika fiflið, það hafi margar gert áður. En hvað segir Barbara, er gaman aó leika í Lé konungi? Barbara virðist feimin og getur ekki horft á blaðamann. En það stopp- ar hana ekki í að svara með sinni fal- lega háu og skræku rödd. „Stundum er ég bara að „feika“ af því að ég á að segja einhver ákveðin orð og ég finn ekki það sem er undir orðunum. Stundum finn ég það alveg, og miklu meira, en stundum bara er ég eins og einn tónn. En ég á ekki að vera það, ég á að vera meira eins og heilt pianó. Ég er meira þannig." Er þetta þá einhvern tímann leiðin- legt? „Það er nú aðallega það að stund- um finnst mér ég bara leika mjög illa. Dóru fmnst það líka og Dóra var til dæmis að hugsa að hún þyrfti nú að passa mjög vel upp á að ég væri ekki bara svona þunnMi. Að ég yrði að vera djúp.“ Þannig að þú hefur mjög gaman af þessu öllu saman? „Jaaá, mér flnnst þetta mjög gaman en þetta er líka mjög svona hættulegt af því að ef það mistekst þá er það öm- urlegt." En það mistekst ekkert, þú ert svo frábœr, er það ekki? „Manni getur nú alltaf svolítið mis- tekist ef maður hugsar alltaf bara ég er fráhær og hættir að vanda sig.“ En langar þig ekki að leika meira? „Jú, alveg eins. Mig langar svona að bara vera. Ekki alltaf bara gera.“ hverjir voru hvar Klaustrið var iðandi sem fyrr og tóku gestir vel í breytingar sem gerðar hafa verið. Um helgina sáust þar m.a. þeir Valli sport, Siggi Hlö, ,, Ragga, Frikki Breytt/útlit með afrakstur kvöldsins og fleiri gestir og starfsfólk Haus- verks um helgar sem buöu til veislu eftir þátt- inn. Á nýja dansgólfinu voru meðal annarra Dóri Ijósmyndari, Philippe og Lára úr Dreamworld, Ægir Dags úr Háskólabíói, Eva Sólan þula, Bjarni galdramaður, Fríöur síma- gella og Kiddi bigfoot og Jón Páll sem komu til að kveðja staffið sitt. Starfsfólk Norður- Ijósa hélt svo partf á laugardagskvöldið, eftir mikinn útreiðartúr, og í veislunni voru Svali og Magga V mest áberandi, Gummi Gonzales, Þröst- ur, Ásgeir Kolbeins, Bússi og Dódo og Kjart- an Guðbrands líkams- ræktarfrömuður. Síðustu helgi var Astró opnað að nýju undir nýjum formerkjum. Nýir eigendur staðarins, Guömundur Ingi og Þorlákur, tóku á móti gestum ásamt nýjum skemmtanastýrum, þeim Kidda bigfoot og Jóni Páli. Það var troð- ið út að dyrum bæði kvöldin og komust færri að en vildu. Á staðnum mátti m.a. sjá Yas- mine dansara og vinkonur taka flott spor á dansgólfinu, Árna Gunnars athafnamann, sem mætti ásamt TM-mönnum. Guffa, Anna Sigurðardóttir, Júlía og hinar Planet Pulse- stelpurnar voru flottar á kantinum, Philippe og Lára Dreamworld voru fersk að vanda, Dóra, Dóri og Ragga hausverkir voru í góðum gfr. Rúnar Róberts, fyrrum FM957, mætti ásamt Bjarka, Kalla Lú, Heiðari Austman, Har- aldi Daöa, Pétri Árna, Þór Bæring, Hvata og öll- um hinum 957-gaukun- um. Elín dansari og Kolla lcelandic Models voru flottar að vanda, Arnar Gauti GK sat með „redd- ara“ f sófanum i góðum félagsskap, Svavar Örn tfskulögga sýndi ný spor á dansgólfinu en einnig voru á staðnum Robbi machoni, Birgir og Hólmgeir á Stöð 1 (hvar sem hún er), Júl- ía á Popp Tfvf, Kristófer H og Davið á Gullinu, ívar Guðmunds, Bússi á PoppTÍVÍ, Hebbi í Skfmó og Gummi Gísla, umbinn hans, Gunni f L&S mætti ásamt sinni heittelskuðu, Sússu klippara, Kjartan Guðbrands vaxtarræktar- maöur, Maggi Ármann mætti ásamt Grétari Óöalseiganda og voru þeir alveg að fíla stað- inn ef marka mátti tilburðina á gólfinu, Siggi B f Heimiiistækjum, Siggi Bolla og Sölvi 17 voru áberandi f klæðnaði eins og oft áður, Gunnar Már eróbikk, Rúnar Freyr leikari mætti án Selmu en með Sigurð Kára vin sinn sér við hlið, Andrés Pétur, Hilmar Bender og Lauf- ey, Berglind fegurðar- drottning, Halla í Gullsól og vinkonur voru fá- klæddar og flottar, Berg- lind Miss Rtness og vin- konur, Jón Kári og Gunn- ar Andri voru flottir meö vindlana, Eva og Unnur fegurðardrottningar létu taka eftir sér, Ingi Sælan, Pétur Ottesen og Erik á Vegamótum brostu sínu breiðasta, Nanna dansari og vinkonur sýndu flotta takta. Tökuliðið frá E-entertain- ment fílaði chillið á efri hæðinni, Crew frá tfma- ritinu FACE tók fólk tali og myndaði staðinn, íþróttafréttamenn Norð- urljósa, Valtýr Björn, Arnar Björnsson og Björn voru ekki með sportið í huganum, Ás- geir Kolbeins, Stefán Kennisteth var f góðum félagsskap, Hanna Rut og stelpurnar úr Betrunarhúsinu, Reynir ModelA-YOU, Gonzales, Jóhann dansskólastjóri, Síssó, Gummi Ben og Bjössi KR-ingar mættu eftir hófið, Rósa Spotlight og vinkonur voru f stuði, Villi Vill, fót- boltastrákur og fram- kvæmdastjóri, Guðrún og Eva frá Flugleiðum, Eiki f Sambfóunum, Hafsteinn og Úlli Gauksmenn, Sista Ijós- myndari mætti með útlenskum kollegum, Barði BangGang mætti með erlendum tónlist- arumbum, Þórarinn hjá Heimsmynd, Tóti, og Sigga létu sig ekki vanta, Herbert Arnars og Eiríkur Önundar ræddu körfu á kantinum (þrátt fýrir að tfmabilið sé byrjaö), Ragnar Már f OZ, Friöjón, Siggi John klámkóngur, Gunni Val, Dj. Carlos, Jói, Steini og Lassi ex-Rex, Þorlákur og Jón Guð- munds. fasteignasalar, Villi á Glaumbar, ívar á Sportkaffi, Sigga og Árni f Ég og þú og aö lokum var það Jón Gunnar Geir- dal sem var f geðveikum fíling. m RCWELLS Tíska* Gæöi* Betra verð 14 f Ó k U S 6. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.