Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Side 4
Það er ekki meiri dulúð yfir Occult-klúbbnum en svo, að honum má fletta upp í vefsímaskránni. Talsmaður klúbbsins er Margrét Ásgeirsdóttir, ósköp venjuleg eldri kona sem galdrar einstaka sinnum og les gamlar dulspekiskruddur þegar henni gefst tóm til. Fyrir öld eða tveimur hefði hún vafalaust verið út- hrópuð norn og brennd á báli fyrir skoðanir sínar en nú fæst hún við hugðarefni sín í rólegheitum Breið- holtsins. Eirik Sordal hitti hana að máli yfir bolla af kaffibaunaseyði. Indverjarnir sakna ........okkar enn „Ég held aö viö verðum að byrja á byrjuninni. Viö viljum vita hver við erum og hvar við erum. Um það snýst occultisminn," segir Margrét um upp- haf þeirra fræða sem kennd eru við Occult. Occult-klúbburinn var stofnað- ur fyrir mörgum árum, byrjaði með 30 meðlimi en kvíslaðist fljótlega í þrjár greinar, að sögn Margrétar. Félögum hefur fjölgað mikið síðan þá og hróður klúbbsins borist víða - svo víða að þónokkuð af frítima Margrétar fer í að svara hringingum frá forvitnu fólki, erlendu jafnt sem íslensku. Tíminn loksins afstæður „Við hittumst hér og þar, leitum að heimildum og berum saman bækur okkar,“ segir Margrét um félagsstarf- iö. „Við verðum að fara í sagnfræðina til að grafa upp heimildir því að prest- ar allra alda hafa viljað halda þekking- unni fyrir sig og reynt að þurrka þetta út. Þess vegna varð það occult. Occult þýðir bara eitthvað hulið eða falið. Við urðum að fara undir jörðina þegar prestaveldið var og hét. Það voru kristnir prestar sem brenndu bóka- safnið í Alexandríu - þar var þekking- in. Nýju visindamennimir valta yfir þá gömlu sem héldu því fram að við værum komin af einhverjum aulum og hálfópum. Vísindin hafa ailtaf ver- ið þarna fyrir austan en í Evrópu hafa búið barbarar. Píramídamir em þakt- ir skrifum um púra eðlisfræði," segir Margrét og bætir því við að occultið eigi sér helst hliðstæðu í eðlisfræði nútímans og í afstæðiskenningunni. „Það er loksins búið að finna það út að tíminn sé afstæður - þú flýgur til Am- eríku inn í gærdaginn og til Asíu inn í morgundaginn. Efnið er í raun ekki til. Þú sérð það að jónir em minnstu efniseindimar og maður sem reyndi að kljúfa jón lenti inni á Kleppi, var mér sagt. Jónin sá viö honum því það er ekkert í henni. Skynheimurinn er bara blekking. En það verður að um- gangast hann rétt og fylgia reglunum um karmalögmálið. Það er eins með afstæðiskenninguna. Engin lína er bein sem þýðir að allt fer í hringi. Ef þú setur eitthvað af stað kemur það Við höfum svo marga skrokka, sam- tals tíu. Þegar þú sefur geturðu horft á kjötskrokkinn sofa, úr loftskrokknum og ég hef gaman af því að gera svona tilraunir. Að minnsta kosti 10, ef ekki 20%, íslendinga hafa farið í þennan loftskrokk," fullyrðir hún. Þetta minnir visslulega á galdra- brögð, enda tengja áreiðanlega margir occult við galdur og myrk fræði, en Margréti flnnst það ekkert tiltökumál. „Já, já, galdrarnir em bara jóga, fólk skilur það bara illa. En það kemur voða sjaldan fyrir að við notum þetta. Ég hef sjálf lítið galdrað, aðallega með veðrið, og ég hef bara einu sinni galdr- að á mann og það var alls ekkert skað- legt,“ segir hún. Margrét segist halda íslendinga of gáfaða til að fikta við svartan galdur. Sjáif lætur hún þann geira eiga sig og hafnaði einu sinni boði um að taka þátt í svartri messu hjá nemanda Allister Crowley, þess virta djöfladýrkanda. Atiantis rís úr sæ En trúir Margrét þessu öllu? „Nei, ég trúi engu, ég vil vita. Elstu sanskrítarbækurnar heita Veda og það þýðir einmitt vita. Þetta er mjög svipað íslensku. Ég komst að því að orðið sál er vahn á sanskrít og það þýðir vagn. Tengslin sýna bara að við erum upphaflega frá þessu svæði. Allir þeir Indverjar sem ég hef talað við segjast sakna okkar enn,“ segir hún og hlær. „Þessi þekking kom upp- haflega frá Atlantis og við sitjum á af- ganginum af Atlantis. Það halda allir að Atlantis hafl bara verið pínulítil eyja. Atlantshafið nær frá suðurpól til norðurpóls, og Atlantis var jafnstórt. Við höldum að við pólskiptin muni það rísa úr sæ aftur og eftir því sem vísindamenn segja em líkur á að pól- skiptin verði um 17. nóvember næst- komandi, klukkan fjögur GMT. Við vitum litið, en sagt er að þjóðir og álf- ur eigi að fara niður, og okkur flnnst þá líklegt að Atlantis komi i staðinn. En þetta er ekki sannprófað og ég tek enga ábyrgð á því,“ segir Margrét glottandi. Fyrir þá sem hafa á því hug að ganga tU liðs við Occult-klúbbinn er skemmst frá þvi að segja að sökum fjölgunar undanfarið mun ekki tekið við fleiri, að minnsta kosti ekki fyrr en að pólskiptum yfirstöðnum, og þá verður líka búið að skilja hafrana frá sauðunum. aftur til þín á endanum," segir hún ákveðin og virðist sjálf ekki búin að tapa þræðinum. Endurfæddur jógi En hvaðan fá occultistar heimild- imar? „Við fáum mesta þekkingu úr gömlum bókum og öðram nýrri sem byggjast á þeim. Við höfum til dæmis mikið lesið bækur Blavatsky; hennar besta bók er Secret Doctrine," segir Margrét. Hún telur eigin áhuga á occultinu meðfæddan. „Það er þannig með mig,“ segir hún, „að ég er víst endurfæddur jógi og ég fæddist með þessa þekkingu, hún smárifjast upp fyrir mér. Þessu komst ég að á Ind- landi 1990, það sögðu mér eldgamlir jógar. Þegar ég var ung komst ég að því að ég gat horft á sjálfa mig sofa. 04 h-1 1 m J|f l 1 ' íal- p|: jf|j a-.'g *'«<r á 300 kall Bíósjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn hjá OLÍS Gullinbrú í Grafarvogi, SELECT Smáranum í Kópavogi og NESTI Lækjargötu í Hafnarfiröi. Bíósjálfsalinn er einnig opinn á venjulegum afgreiöslu- tíma hjá OLÍS Mjódd og Álfheimum og hjá NESTI Ártúnshöfða. Barnaleikur aö velja mynd - bara að muna eftir kreditkortinu. Aðeins 300 kr. á spólu* fyrir sólarhringsleigu! *Kynningarver6 Bíósjálfsalinn - sjálfvirk mfndbandaleiga - alltaf opinn mttiþéM f Ó k U S 20. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.