Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 14
> Oddný Sturludóttir, Silja Hauksdóttir og Birna Anna Björnsdóttir eru miklar vinkonur, svo miklar vinkonur aö þeim hefur tekist aö skrifa saman bók sem væntanleg er á markaðinn í næstu viku. Af því tilefni verður haldiö út- gáfupartí á Borginni á miðvikudagskvöld- ið. Þessar lífsglöðu og kiáru ungu skáld- konur hittu Þorgerði Öglu Magnúsdóttur á Borginni í vikunni og sögðu henni frá Dís. \ Oddný, Sdja og Bima Anna hafa verið vinkonur í langan tíma. Laust eftir áramótin síðustu hafði Kristján B. Jónasson hjá bókaútgáf- unni Forlaginu samband við þær og viðraði við þær hugmynd um einhvers konar samvinnuverkefni. Þeim fannst þetta strax mjög spennandi og þannig varð til hug- myndin um Dís. Silja segir þær hafa hist reglu- lega frá áramótum og fram á vor. Þá voru þær aðallega í hvers konar hugmyndavinnu í tengslum við Dís sjálfa, „hvað hún hefði gert, hvem- ig manneskja hún væri og allt það < sem fylgir almennri persónusköp- un.“ Nærðust vel í sumar tóku þær stöllur sér svo „frí“ frá hefðbundinni vinnu og sátu við skriftir linnulaust í tvo mánuði. „Við hittumst heima hjá einni okkar, útdeUdum verkefnum og sátum svo við þrjár tölvur og skrifuðum og lásum svo jafnharð- an upp hver fyrir aðra tU að hafa aUar staðreyndir á hreinu." Þær segjast í upphafi hafa sleg- ið aUa vamagla sem hægt var að slá tU vonar og vara ef einhver þeirra myndi ekki „meika" aUa . þessa samvinnu og -veru. En öU- um tU mikillar furðu reyndust þær ekki geta fengið leið hver á annarri. Þær fóm meira að segja í útilegur saman um helgar. Bima Anna segir að smám saman hafi þær færst úr þremur herbergjum í eitt og við lok skriftanna hafi þær endað allar fyrir framan eina tölvu. „Við emm aUar óskaplega góðar vinkonur og ég held að við hefðum ekki getaö unnið svona náið saman nema þess vegna.“ Varó aldrei vart viö ritstíflur eða skáldlegt þunglyndi hjá hópnum á meöan á skrifum og sköpun Dísar stóö? Oddný segir það vera algjör for- réttindi að fá að skrifa sina fyrstu bók saman. „Ef einhver okkar fann fyrir vott af stíflu þá las hún bara upp það sem hún var búin að skrifa og það gat aUtaf einhver hinna komið manni í gang og ræst mótorinn þannig aftur.“ Það em engar ýkjur að þær hafa haft gaman af samningu bók- arinnar því þær segja að við síð- asta lestur þeirra á handritinu hafi þær grenjað úr hlátri. „Það er ömurlegt að segja frá því,“ segir Oddný og hlær dátt með vinkon- um sínum. „Við mættum á hverjum morgni í góðu skapi, nærðumst vel, drukkum kaffi og fórum sam- an í útUegur." „Vinir okkar voru orðnir ógeðs- lega fúlir út í okkur yflr því hvað þetta gekk allt saman vel, þeir vom alveg búnir að sjá fyrir sér að við yrðum komnar með túrban og orðnar ógeðslega þunglyndar, segir Oddný. „Það var enginn blús og engar þjáningar, því miður,“ segja þær og hlæja eins og vitleys- ingar. Þetta hljómar nú bara eins og frásögn af ástföngnu pari, er þaö ekki? „Vinátta er auðvitað ein tegund ástarsambands,“ segir SUja spek- ingslega og hinar tvær, ásamt SUju, rifna nánast úr hlátri við þessa yfirlýsingu hennar. Ekki með kaloríufjöldann Um þessar mundir er Oddný við nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík að læra að verða píanókennari og flnnst það vera yndislegt. Bima Anna er blaðamaður á Mogganum og SUja hefur verið að vasast í ýmsu en segist nú vera „freelance viðrini". Enn og aftur kveða við hlátrasköU. En hvernig bók er Dís? Einhver líkti henni viö Bridget Jones, er eitt- hvert vit í þeirri samlíkingu? Ekki vUja þær gangast við þvi. „Bridget Jones er nú líka heUum áratug eldri en Dís.“ „Ég held að það eina sem Dís og Bridget Jones eiga sameiginlegt sé að þær eru báðar ungar konur sem segja frá í fyrstu persónu. Við not- um heldur ekki dagbókarformið eins og í Bridget Jones,“ segir Bima Anna. „Og við erum ekki með kaloríufjöldann." SUju fannst Bridget Jones vera mjög skemmtileg en finnst samt fyndið að þeim skuli strax vera skeUt undir þá skilgreiningu. „Það sýnir kannski frekar hve fáir flokkar eru tU að greina bækur í. Það hvernig bækur era flokkaðar segir ekkert um hvemig bækur þetta eru. Þess vegna vill maður ekki vera settur í einhvern flokk áður en fólk er búið að lesa bók- ina.“ Oddný bætir við: „í Bridget Jo- nes er líka voða mikið bara Bridget Jones aUan tímann, hún er alveg fost inni i sínum eigin heimi. í bók- inni um Dís er víðar leitað fanga og auk þess býr hún yflr fleiri auka- persónum." Dís fer alla leið En er Dís „raunsæ" lýsing á ungri konu á íslandi? Þær eru allar sammála um að lýsingin sé nokkuð raunsæ. „Ef við erum raunsæjar konur þá er hún raunsæ," segir SUja. Þær segjast ekki byggja söguna á sjálfum sér þó aUtaf sé eitthvað af höfundi í verkum hans. „AUt sem Dís hefur gert er frek- ar „basic“. Hún er leitandi en þó óhrædd við að byrja á einhverju en einnig jcifn óhrædd við að hætta. En þetta fannst okkur líka skemmtUeg leið tU að fá að skoða hitt og þetta á ferðalagi hennar í gegnum vinnur, skóla og aðstæð- ur.“ SUja bætir við: „Hún hefur tU dæmis unnið í Kaupþingi og í kvik- myndabransanum." Þær viöurkenna þó hlæjandi að einhverjir hlutar bókarinnar séu byggðir á sönnum atburðum. „Kannski varð eitthvað sem gerðist í alvörunni innblástur að köflum og atriðum í bókinni en þegar upp var staðið þá var það orðið að einhveiju nýju,“ segir Bima Anna. Oddný bætir við: „Það er ofsa- lega mikið frelsi fólgið í þvi að fá að skrifa um einhvem sem er tU á sama tima og maður sjálfur og næstum því jafngamaU. Dís fær þvi að prófa ýmislegt sem okkur langar tU að prófa. Hún fær að fara aUa leið í einhverju sem við fórum bara hálfa leið í.“ Þessi athugasemd Oddnýjar vekur mikinn hlátur hjá vinkonum hennar. Bara manneskja í bókinni er sagt frá uppvexti Dísar, menntaskólaárum og innliti hennar í Háskólann en þó mest frá sumrinu sem nú er nýliðið. Þær segja Dís vera fyndna og skemmti- lega en þó hugsandi og hún velti ýmsu fyrir sér. Hún hefur húmor fyrir öðmm en þó mest fyrir sjálfri sér. Eru ungar konur á aldri viö Dís hugsandi? Þær telja flestar stelpur á þess- um aldri vera hugsandi. Birna Anna hætir við, „kannski meira en virðist á yfirborðinu oft og tíðum. Það er margt að brjótast um í hug- um fólks á þessum aldri þó að fólk tali ekki um það.“ Silja bætir við: „Fólk hefur kannski heldur engan farveg tU að tjá þessar hugsanir sinar í.“ Aðspurðar segja þær að strákar eigi eftir að lesa bókina tU jafns við stelpur. Oddný segir stráka hafa lesið bókina, „og þeim fannst hún hrika- lega fyndin, en auðvitað tengja þeir ekki alveg jafnsterkt, þeir eru jú ekki 23 ára kona.“ SUja heldur að strákar hefðu gott af því að lesa bókina. Birna Anna segir þetta vera sam- tímalýsingu, „sem er alls ekki kyn- bundin." „Þetta er bók um unga mann- eskju í Reykjavík i dag. Þú þarft ekki að vera af neinu sérstöku kyni tU að geta lesið hana,“ segir SUja og hlær. Og Oddný bætir við „Hún er fyrst og fremst bara manneskja." SUja og Bima Anna eru mjög hrifn- ar af þessu innleggi Oddnýjar og mæla með því sem fyrirsögn á við- talið - Bara manneskja. Það sem vantaðl Þær vUja lítið segja um fram- haldið á rithöfundarferlinum og hvort von sé á fleiri bókum um Dis. Oddný segist aUs ekki vera búin að fá nóg af henni. „Það væri kannski gaman að lífga hana við.“ „Það er búið að vera rosalega gaman að gera þetta saman. Þegar við lögðum af stað þá vissum við ekkert almennilega hvernig við myndum vinna bókina. Við vorum heldur ekkert vissar um að hægt væri að gera heUdstæða sögu svona þrjár saman," segir Bima Anna. SUja bætir við: „Fólk virðist tU dæmis vera undrandi á því að eftir þetta skulum við enn þá hittast og fara á kaffihús saman, og meina það. Við erum heldur ekkert búnar að átta okkur á því að öU þessi vinna sé orðin að bók sem fólk geti keypt, farið með heim tU sín og lesið. Mér finnst það mjög fjarlæg hugsun.“ Hinar samsinna því. Þær eru þó hundrað prósent vissar um að þær eigi eftir aö gera eitthvað saman aftrn-. En hvernig á bókinni eftir að ganga? Oddný er fyrst til að svara: „Besta hrósið sem við höfum fengið er frá vinkonu okkar sem las bókina. Hún sagði einfaldlega: „Þetta var það sem vantaði." SUja bætir við „Þetta er kannski rödd sem hefur ekki verið hávær. Það er því gaman ef fólk hugsar frek- ar þannig um bókina í stað þess að sétja sig í einhverja ákveðna steUingu fyrir lesturinn." En Odd- ný er sannfærð um að það geri fólk ekki, „Það þyrfti mikinn vUjastyrk tU þess,“ segir hún og kímir. t 14 f Ó k U S 20. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.